Morgunblaðið - 30.01.2003, Side 1

Morgunblaðið - 30.01.2003, Side 1
Á Norðurbryggju TÓMAS Ingi Olrich og Brian Mikk- elsen gengu um Norðurbryggju þar sem vestnorrænt menning- arsetur verður vígt í haust. DANIR hafa samþykkt að afhenda Íslendingum til varðveislu fyrstu stjórnarskrá Íslands frá árinu 1874 auk ýmissa annarra skjala ráðu- neytis Íslandsmála frá árunum 1848 til 1904. Hugmyndir eru uppi um frekari afhendingu menning- arminja. Eftir er að ganga frá sam- komulaginu formlega en gert er ráð fyrir að afhendingin fari fram í vor. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra og Brian Mikkelsen, menningarmálaráðherra Dan- merkur, áttu fund í Kaupmanna- höfn í gær. Þeir ræddu m.a. um samvinnu í menningarmálum, ekki síst í sambandi við hugmyndir, sem Tómas Ingi hefur sett fram, um aukið samstarf á þessu sviði og óskir um viðræður við Dani um frekari afhendingu á menning- arminjum. „Þarna er um að ræða grund- vallarheimildir íslenskrar sögu á þessu tímabili og á meðal skjal- anna er fyrsta stjórnarskrá Íslands frá 1874,“ sagði Tómas Ingi í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Þetta eru mjög mikilvæg gögn fyrir okk- ur og í sjálfu sér afar ánægjulegt að þetta skuli gerast á 120 ára af- mæli Þjóðskjalasafns Íslands.“ Ráðherrarnir skoðuðu líka framkvæmdir við Norðurbryggju, þar sem m.a. verður vestnorrænt menningarsetur Íslands, Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn og íslenska sendiráðið, en stefnt er að því að vígja húsið í haust. „Ég tel þetta mikinn feng fyrir okkur og það er ekki lakara að fá stjórnarskrána heim, þó að hún hafi verið prentuð og sé öllum kunn,“ segir Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Danir afhenda Íslendingum stjórnarskrána frá 1874 Ljósmynd/Jens Dige  Stjórnarskráin/6 STOFNAÐ 1913 28. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 mbl.is Gullið er markmiðið Sigfús Sigurðsson ætlar alla leið á HM í Portúgal Íþróttir B2 Tískan er breytileg og áhrifin koma úr ýmsum áttum Fólk 46 Lifandi listavefur Krakkar kynnast listinni og leiknum að mála Menntun 24 FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur sótt um flugrekstrarleyfi í Bretlandi fyrir dótt- urfyrirtæki sitt, Air Atlanta Europe, sem stofnað hefur verið um flugrekstur út frá Bretlandi. Nokkrar þotur félagsins verða skráðar hjá hinu nýja flugfélagi. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir flugrekstrarleyfið vonandi verða af- greitt í næsta mánuði og að flugið undir merkjum hins nýja félags muni hefjast með vorinu. Atlanta hefur allt frá árinu 1995 sinnt verkefnum fyrir breskar ferða- skrifstofur og flugfélög, m.a. Excel og Virgin. Með því að stofna breskt flugfélag sé flugreksturinn þar í landi treystur og unnt að semja um víðtækari verkefni. Búið er að ráða í helstu stjórnenda- stöður Air Atlanta Europe og í nýlegu tölublaði flugtímaritsins Flight Inter- national var auglýst eftir sérfræðingum í flugrekstri, áhafnaþjálfun og gæða- stjórnun. Breiðþota flugfélagsins Atlanta. Atlanta stofnar félag í Bretlandi STJÓRNVÖLD í Írak hafa tengsl við al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin, en óljóst er hve víðtæk þau eru. Þetta fullyrti Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, í umræðum í neðri deild brezka þingsins í gær. Þessi ummæli lét Blair falla daginn eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni að sannanir væru fyrir því að Saddam Hussein Íraksforseti „hjálpaði og hlífði hryðjuverkamönnum, þar á meðal liðsmönnum al-Qaeda“. Talsmenn Íraksstjórnar brugðust hart við þessum ummælum og sökuðu Bush um „ódýrar lygar“. Tariq Aziz, varaforsætisráðherra Íraks, tjáði bandarísku ABC-sjónvarpsstöðinni að „allir á svæðinu og annars staðar í heiminum vissu að Írak hefði engin tengsl við al-Qaeda“. „Þessi ásökun hefur verið margendurtekin en engar sannanir lagðar fram,“ sagði hann. Í svari við spurningu Iains Duncans Smith, leiðtoga brezkra íhaldsmanna, í þinginu í gær sagði Blair að „við vitum um tengsl milli al- Qaeda og Íraks,“ en bætti við að hann vissi ekki um neinar beinar sannanir fyrir slíkum tengslum í sambandi við flugránsárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Blair fór ekki nánar út í það hvaða vísbendingar það væru sem gerðu hann svo vissan um þessi tengsl. En tals- maður Blairs gekk aðeins lengra á fundi með blaðamönnum í gær, er hann sagði að brezk stjórnvöld hefðu vissu fyrir því að liðsmenn al- Qaeda hefðu fengið að njóta skjóls í Írak. Fram til þessa hafa brezkir og bandarískir ráðamenn verið varfærnari í fullyrðingum um tengsl vald- hafa í Bagdad við hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens og aðeins talað um lausleg tengsl. Ekki nægilegt að halda Saddam í skefjum Bush Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í Mich- igan í gær að það væri ekki nóg að eftirláta vopnaeftirlitsmönnum SÞ að fást við Saddam. Að halda einræðisherranum í skefjum væri ekki nóg; það héldi þeim möguleika opnum að Írakar legðu hryðjuverkaöflum lið við að gera árásir á Bandaríkin „án þess að skilja eftir fingraför.“ Öryggisráð SÞ sat á rökstólum um Íraksmál- in í gær og voru þar flestir fulltrúarnir á því að gefa skyldi vopnaeftirlitsmönnum lengri frest. Staðhæfa al-Qaeda-tengsl Lundúnum, Bagdad, Washington. AP, AFP. Blair og Bush segja tengsl Íraka við hryðjuverkasamtökin sönnuð en þeir neita  Fullyrti/26  Stríðshetjan/Tyrkir/13 PALESTÍNSKIR borgarar hlaupa í ofboði með særðan dreng þaðan sem ísraelskir skriðdrekar skutu niður hús í Rafah-flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu í gær. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafnaði í gær tilboði Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, um nýjar friðarviðræður. /14 Reuters Harka á Gaza að loknum kosningum Herratískan kynnt í París KÝRIN Skræpa mjólkaði mest allra kúa á Íslandi í fyrra. Það gerði hún reyndar einnig tvö ár þar á undan. Skræpa er í eigu Jóhanns Nikulássonar og Hildar Ragnarsdóttur, bænda í Stóru-Hildisey II í Austur-Landeyjum. Frá því Skræpa bar fyrst árið 1995 hef- ur hún mjólkað rösklega 50 tonn. Meðalaf- urðir hennar í þau rúmlega fimm ár sem hún er búin að mjólka eru því nálægt 9.000 kílóum. Fá dæmi eru um slíkan ár- angur. Hefur mjólkað 50 tonn á 5 árum  Skræpa/27 ♦ ♦ ♦ ÞÝZKA ríkis- stjórnin tilkynnti í gær að hún sæi sig tilneydda að lækka spá sína um hagvöxt í landinu á þessu ári niður í 1% og að búast mætti við því að atvinnu- leysi ykist enn, þótt mikið væri það fyrir. Þessi spá tæki þó ekki tillit til þeirra neikvæðu efnahagslegu af- leiðinga sem stríð í Írak myndi hafa. Þessar dökku horfur í efnahagslífi stærsta þjóðhagkerfis Evrópu voru kynntar í Berlín í gær, er árleg skýrsla þýzka efnahags- og atvinnu- málaráðuneytisins var birt. Ráð- herrann Wolfgang Clement hélt því þó fram að færu stærstu óvissuþætt- irnir ekki á versta veg væri hann von- góður um að betri tíð væri framund- an. Dökkar horfur í Þýzkalandi Wolfgang Clement Berlín. AFP. Mannskæð sprenging í verksmiðju ALLT að átta létu lífið í öflugri sprengingu sem rústaði verksmiðju í Kinston í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum í gær. Eftir því sem AP- fréttastofan greindi frá voru tvö dauðsföll staðfest og sex manns saknað. Sprengingin varð í byggingu West Pharmaceuticals, sem framleiðir sprautur og annars konar plastvörur til sjúkrahússnota. Talsmaður sjúkrahúss þar sem hlúð var að sár- um manna sem verið höfðu við vinnu í verksmiðjunni sagði að hann hefði fengið þær upplýsingar að átta manns hefðu farizt. Sumir hinna slösuðu kváðu hafa hlotið mjög al- varleg brunasár. Unnið var að rann- sókn á orsökum sprengingarinnar. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.