Morgunblaðið - 30.01.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.01.2003, Qupperneq 4
                 GENGI krónunnar hækkaði um 0,57% á millibankamarkaði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Íslands- banka var rólegt á markaðinum fram- an af en gengi krónunnar sveiflaðist nokkuð síðasta klukkutímann og hækkaði verulega. Hver Bandaríkja- dalur kostar nú 77,65 krónur og hefur gengi dalsins ekki verið skráð lægra gagnvart íslensku krónunni frá miðjum júlí árið 2000. Gengi evrunnar var 84,93 krónur og hefur verið á bilinu 84 til 86 krónur frá því fyrravor. Gengi breska punds- ins var 128,58 krónur á móti um 146,5 krónum á sama tíma í fyrra. Geng- isvísitala krónunnar var að meðaltali 140,3 stig í janúar í fyrra en krónan hefur styrkst verulega síðan og nú stendur vísitalan 123,45 stigum. Gengi Bandaríkjadals hefur lækk- að verulega gagnvart öðrum myntum að undanförnu og hefur ekki verið lægra gagnvart evru frá því í október árið 1999. Krossgengi evrunnar gagn- vart dal er nú 1,09. Dollarinn ekki verið lægri frá sumrinu 2000 FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA 20 ungmenni settust á gang iðnaðarráðuneytisins upp úr hádegi í gær til að mótmæla virkj- anaáformum ríkisstjórnarinnar við Kárahnjúka. Einar Baldvin Árna- son, nemi í Kvennaskólanum, var einn þeirra og hlekkjaði sig við handrið stigagangsins. Hann sagði setumótmælin hafa farið frið- samlega fram og þeim hafi almennt verið vel tekið. Fleira fólk hafi ætl- að að mæta til að mótmæla en var ekki hleypt inn í ráðuneytið af lög- reglu. Um 15 manns til viðbótar hafi því þurft að bíða fyrir utan. „Lögreglan ætlaði upphaflega að henda okkur út en svo ákvað hún að hætta við það. Þá fórum við sjálf- viljug enda búin að koma okkar málstað á framfæri,“ sagði Einar. Þá var klukkan orðin hálffimm og búið að loka ráðuneytinu. Krökk- unum var bannað að fara á klósettið svo þau ákváðu að hverfa á braut. Einar sagði neikvæð umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkjunar efst í huga þeirra sem mótmæltu. „Einn- ig morð á gæsum, hreindýrum og kjóum. Þarna er stærsta kjóabyggð á Íslandi.“ Enginn annar staður sé fyrir þessi dýr því ef þau færa sig þá verði of mikið af dýrum á því landsvæði." Valgerður Sverrisdóttur fór fram á gang til að spjalla við krakk- ana. „Hún sagði að við mættum hafa okkar skoðanir og þetta væri hennar skoðun, að virkja þarna og byggja álver.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungmennin sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun í iðnaðarráðuneytinu í gær. Mótmæli í iðnaðarráðuneytinu „LÍFS-vísir – Vörn gegn sjálfs- vígum“ er verkefni sem Kiwanis- klúbbar í Ægissvæði (umdæmið Ís- land og Færeyjar) hafa unnið í samráði við Landlæknisembættið til þess að vekja athygli á þeim vanda sem sjálfsvíg eru og benda á leiðir úr vandanum og mögulegar forvarnir. Hagnýtar upplýsingar hafa verið settar á bókarmerki sem hannað hefur verið vegna átaksins og verður því dreift í tíu þúsund eintökum í samráði við Landlækn- isembættið og aðra fagaðila. For- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson og Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði veittu fyrstu Lífs-vísunum viðtöku í gær í Hafnarborg, menningar og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Í tilkynningu kemur fram að hugmyndin að verkefninu kviknaði í framhaldi af setningu umdæm- isþings Kiwanis í Reykjanesbæ árið 2000 þar sem séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur, hafi gert sjálfsvíg að umtalsefni. Morgunblaðið/Sverrir Telma Gylfadóttir afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni fyrsta lífsvísinn. Kiwanisklúbbar gegn sjálfsvígum KARLMAÐURINN sem slasaðist alvarlega í árekstri tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi miðja vegu milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar fyrir réttri viku er heldur á batavegi á Landspítalanum í Fossvogi. Hann liggur þó enn meðvitundarlaus tengdur við öndunarvél á gjörgæslu- deild en að sögn vakthafandi læknis hefur líðan hans samt skánað nokk- uð að undanförnu. Á hægum batavegi eftir bílslys HVORKI hefur tekist að opna verslun né bensínafgreiðslu á Bakkafirði, en engin þjónusta hefur verið þar síðan Sjafnar- kjöri var lokað þann 1. desember. Áki Guðmundsson, oddviti á Bakkafirði, sagði að ástandið í bænum hefði verið erfitt frá því að versluninni var lokað. Hann var þó bjartsýnn á að lausn fynd- ist á málinu og sagði sveitar- stjórn gera allt sem hægt væri til að koma verslun og bensínaf- greiðslu aftur á laggirnar. 30 km eru í næstu verslun, sem er á Vopnafirði og 45 km til Þórs- hafnar. Í þorpinu búa um 140 manns og sagði Áki þá tölu hafa verið stöðuga undanfarin ár. Enn hefur ekki verið opn- uð verslun á Bakkafirði ALLTOF margir vanrækja að fara með bíla sína í aðalskoðun og dæmi eru um að bílarnir séu komnir tvö ár framyfir. Þetta segir Gylfi Sigurðs- son, varðstjóri lögreglunnar í Hafn- arfirði. Lögreglan í Hafnarfirði veitir þessum málum nú sérstaka athygli. Gylfi segir að eigendur bíla sem ekki séu færðir til aðalskoðunar á til- skildum tíma megi búast við að lög- regla boði þá til að fara með þá til skoðunar. Því fylgir 10.000 króna sekt. Eftir það hefur bíleigandinn sjö daga til að fara með bílinn í skoðun en láti hann ekki segjast hefur lög- regla heimild til að klippa númerin af. Kostar 10.000 að vanrækja aðalskoðun TVÆR ákærur vegna stórfelldra skattsvika í byggingariðnaði voru þingfestar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra ákærir fimm menn og eitt fyrirtæki fyrir að stinga rúmlega 35,5 milljónum und- an skatti og fyrir að oftelja rekstr- argjöld um tæplega 128 milljónir. Þetta er að mati lögreglu eitt um- svifamesta skattsvikamál sem hefur komið til rannsóknar á síðustu árum. Ákærurnar eru tvær en einn mað- ur er ákærður í báðum tilvikum. Þrír menn, sem ákærðir eru fyrir samtals 26 milljóna skattsvik, játuðu á sig brotið í gær en tveir þeirra gerðu það með þeim fyrirvara að þeir vildu ganga úr skugga um að upphæðirnar sem tilgreindar eru í ákæru væru réttar. Einn hinna ákærðu neitað sök og það gerði líka forsvarsmaður fyr- irtækisins, fyrir hönd fyrirtækisins en hann er ekki ákærður í málinu. Samkvæmt ákærunni fóru svikin einkum fram með þeim hætti að til- hæfulausir reikningar voru notaðir til að hækka rekstrargjöld. Í þessum tilgangi voru reikningar gefnir út fyrir vinnu sem aldrei var unnin og fyrir kaup og sölu á vörum sem aldr- ei fór fram. Með því að hækka rekstrargjöldin með sviksamlegum hætti, hafi mennirnir og fyrirtækið komið sér hjá greiðslu virðisauka- skatts og útsvars. Í sumum tilvikum leiddi þetta til þess að virðisauka- skattur var ranglega endurgreiddur úr ríkissjóði. Er einnig ákært fyrir að vantelja tekjur og fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti. Sak- borningarnir voru handteknir í júní 2001 í kjölfar rannsóknar efnahags- brotadeildar og skattrannsóknar- stjóra ríkisins og sátu þrír þeirra um tíma í gæsluvarðhaldi. Borið á að óreglumenn selji tilhæfulausa reikninga Helgi Magnús Gunnarsson, sem sækir málið f.h. efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, segir að nokk- uð hafi borið á útgáfu tilhæfulausra reikninga í seinni tíð. Einkum hafi óreglumenn stundað þessa iðju. Verktakar hafi séð sér hag í að kaupa þessa reikninga, yfirleitt fyrir litla upphæð, til að hækka rekstrargjöld sín og nota til innsköttunar í rekstri, þ.e. til að lækka skattgreiðslur sínar. Þetta kemur mun betur út fyrir verktakann en þann sem gefur út reikninginn, því sá sem gefur út reikninginn verður fyrr eða síðar að standa skil á virðisaukaskatti vegna hans. Í málinu sem ákært var fyrir í gær voru þeir sem gáfu út reikn- ingana í óreglu. Ákært í umfangsmiklu skattsvikamáli Rekstrargjöld voru oftalin um 128 milljónir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.