Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARKIÐ verður nú sett á að mynda stjórn á breiðum grundvelli, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra og leiðtogi hins hægri- sinnaða Likud-flokks í gær eftir að hafa unnið mikinn sigur í þing- kosningum á þriðjudag. Likud fékk 37 þingsæti af alls 120 á þingi en hafði áður 19, Verka- mannaflokkurinn tap- aði sex sætum og hefur nú 19. Sharon varaði í gær stuðningsmenn sína við því að fagna um of, ástandið væri alvar- legra en svo að ástæða væri til þess. Hvatti hann til þess að flokk- arnir kæmu sér saman um þjóðstjórn til að berjast gegn hryðjuverkamönnum. „Það sem okkur greinir á um skiptir engu andspænis grimmilegu hatri hryðjuverkasamtakanna til alls sem er ísraelskt og gyðinglegt, and- spænis hættunni á stríði við Persa- flóa og árásum [Íraka] á Ísrael, and- spænis efnhagskreppunni sem er að tæta í sundur ísraelskt samfélag,“ sagði ráðherrann. Verkamannaflokkurinn sem er nú í sárum eftir mesta ósigur flokksins frá upphafi, virðist þó ekki líklegur til að taka boðinu. En miðstjórn flokks- ins heldur fund eftir viku og ætti þá að skýrast hvort flokkurinn víkur frá stefnu leiðtogans, Amrams Mitzna, en hann vísaði eftir ósigurinn sem fyrr á bug öllum hugmyndum um þátttöku í samsteypustjórn undir forustu Sharons. Svo gæti farið að Mitzna yrði látinn víkja. Ríkissjónvarpið í Ísrael hafði eftir Sharon í gær að hann myndi heldur boða til nýrra kosninga en sætta sig við hægristjórn með stuðningi smá- flokka þjóðernissinna og bókstafs- trúarmanna. Ummæli Sharons í sig- urræðunni í fyrrakvöld er hann sagði að stefna núverandi stjórnar muni geta fært Ísraelum sigur á hryðju- verkamönnum og vísað leið til friðar, þykja hins vegar ekki benda til þess að hann sé fús til að breyta stefnu sinni í neinum mikilvægum atriðum. Sharon nefndi ekki Verkamanna- flokkinn á nafn þegar hann ræddi um stjórnarmyndun. „Sharon sigrar, vinstriöflin hrunin, Lapid stekkur upp,“ var fyrirsögn dagblaðsins Yediot Ahronot í gær. Tommy Lapid er leiðtogi miðju- flokksins Shinui sem vann mikinn sigur og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Viðbrögð manna voru af ýmsum toga, Palestínumenn sögðu úrslitin vera ávísun á frekari árásir á þá. „Sharon notaði fyrsta valdaskeið sitt til að hernema á ný Vesturbakk- ann, hann mun nú halda áfram og hernema Gazaströndina á öðru valdaskeiði sínu,“ sagði Saeb Erakat, einn af ráðherrum heimastjórnar Palestínumanna. Javier Solana, tals- maður Evrópusambandsins í utan- ríkis- og öryggismálum, sagði að „friðaröflin“ í Ísrael hefðu lotið í lægra haldi en hvatti Sharon til að mynda stjórn sem stefndi að friði. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti kom mönnum á óvart með því að óska Sharon til hamingju og í símtali þeirra var ákveðið að leiðtogarnir myndu hittast fljótlega eftir að ný stjórn hefði verið mynduð og ræða friðar- horfur í deilum Ísraela og Palestínumanna. Ljóst er að torvelt getur orðið fyrir Shar- on að koma saman nýrri stjórn, þrátt fyrir sigurinn. Stjórnmálaskýrendur gera ráð fyrir að líða muni allmargir dagar eða jafnvel vikur áður það tekst en hafi það ekki gerst innan 40 daga verður Sharon að gefa umboðið frá sér. Má einnig gera ráð fyrir að Sharon reyni að tefja tímann í von um að fá ráða- menn Verkamannaflokksins til að íhuga þátttöku í nýrri samsteypu- stjórn. Likud hlaut samkvæmt bráða- birgðatölum 37 þingsæti en hafði áð- ur 19 sæti. Verkmannaflokkurinn sem fyrstu áratugina í sögu hins nýja Ísraels fór að jafnaði með stjórn landsins, galt sitt mesta afhroð frá stofnun ríkisins 1948 og fékk aðeins 19 sæti en hafði 25. Miðjuflokkurinn Shinui, undir forystu gamals blaða- manns, Tommy Lapids, fékk 15 sæti, var með 5. Flokkurinn hefur lagt áherslu á að gæta hagsmuna verald- legra sinnaðra miðstéttarmanna. Shas, flokkur bókstafstrúarmanna, fékk nú 11 sæti en hafði 17. Flokkar ísraelskra araba fengu alls níu sæti en höfðu áður 10. Af alls 26 stjórn- málaflokkum sem buðu fram í kosn- ingunum fengu 13 þingsæti. Litlir flokkar bókstafstrúarmanna hafa oft komist í oddaaðstöðu síðustu áratugina vegna þess að stóru flokk- arnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Likud, hafa verið langt frá því að hreppa meirihluta á þingi. Shinui slakar á kröfum Sharon getur reynt að mynda stjórn veraldlegra flokka með Shinui sem helsta bandamann, stjórn sem hunsaði litlu bókstafstrúarflokkana en þá er hætt við að hægrivængurinn í Likud yrði órólegur. Einnig gæti hann reynt að mynda stjórn með stuðningi allra hægriflokkanna en vegna ofstækis sumra þeirra kæmist hann þá fljótt upp á kant við almenn- ingsálitið í heiminum og Bandaríkja- menn. Leiti hann hófanna hjá Shinui, sem þegar í gær slakaði verulega á fyrri skilyrðum sínum fyrir setu í stjórn undir forystu hans með hægri- flokkunum, dugar það ekki til að mynda meirihluta á þingi. Raunveru- leg miðjustjórn hlyti því að merkja að Verkamannaflokkurinn yrði með. Mitzna lýsti því yfir skömmu fyrir kosningar að ekki kæmi til greina að flokkurinn settist aftur í stjórn undir forystu Sharons. Hann ítrekaði þessa yfirlýsingu í gær og sagðist ekki ætla að fórna stefnu sinni og flokksins fyr- ir ráðherraembætti. Mitzna hefur sagt að harðlínu- stefna Sharons gagnvart Palestínu- mönnum geri sér ókleift að starfa með honum. Vill Mitzna reyna til þrautar að fá Palestínumenn að samningaborðinu og fyrsta verk hans átti að verða að draga jafnt her og landnema frá Gazaspildunni. Einnig segist Mitzna, sem er fyrrverandi hershöfðingi, reiðubúinn að draga herinn á brott frá Vesturbakkanum og leggja niður flestar landnema- byggðirnar en síðan yrði öryggi Ísr- aels gagnvart sprengjumönnum öfgasamtaka treyst með því að reisa öflugan múr á landamærum landsins og væntanlegs ríkis Palestínumanna. Spurningin er hvort Sharon og Likudflokkur hans fást nokkurn tíma til að fórna landnemabyggðunum. Sjálfur hefur Sharon látið í veðri vaka að hann gæti hugsað sér að Pal- estínumenn fengju að stofna eigið ríki en að vísu með skilyrðum sem eru strangari en svo að Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, eða eft- irmaður hans gæti samþykkt þau. Og þá er eftir að leysa vanda landnem- anna herskáu og ákveða hvernig skipta beri yfirráðum í Austur-Jerú- salem. Sharon heldur einnig sem fyrr fast við að ekki sé hægt að setjast að samningaborði með Palestínumönn- um fyrr en þeir hafi sýnt að hryðju- verkin hafi verið stöðvuð og segir að Arafat verði að víkja fyrir leiðtoga sem Ísraelar geti treyst. Verkamannaflokkurinn átti aðild að núverandi stjórn þar til í nóvem- ber í fyrra þrátt fyrir hörð mótmæli margra friðarsinna í honum. Fullyrt var að Shimon Peres, utanríkisráð- herra fram í nóvember og einn af arkitektum Óslóarsamninganna, hefði engin áhrif á stefnu Sharons og væri í reynd ekki annað en skálka- skjól fyrir harðlínumennina. Mikilvægur miðstjórnarfundur Margir af helstu leiðtogum Verka- mannaflokksins voru undir niðri and- vígir yfirlýsingu Mitzna um setu í stjórn með Sharon í forystu, þeim fannst hún allt of afdráttarlaus. Eftir viku mun miðstjórn flokksins koma saman og þar verður vafalaust rætt hvað til bragðs beri að taka ef Sharon reyni að fá flokkinn til að taka þátt í nýrri ríkisstjórn. Dagblaðið Haaretz, sem er vinstri- sinnað, segir að háttsettir menn í Likud-flokknum hafi þegar á mánu- dag, daginn fyrir kosningar, boðið Verkamannaflokknum samstarf þar sem leiðtogar flokkanna myndu skiptast á um að gegna embætti for- sætisráðherra á kjörtímabilinu sem er fjögur ár. Slíkt fyrirkomulag var notað í samstarfi stóru flokkanna á níunda áratugnum. En að sögn blaðsins svöruðu forystumenn Verkamanna- flokksins því til að þetta kæmi til greina ef Amram Mitzna gegndi for- sætisráðherraembættinu í fyrstu umferð. Fréttaskýrandinn Herb Keinon, sem ritar í hægriblaðið The Jerusal- em Post, segir að frá því að Verka- mannaflokkurinn gekk úr stjórn sl. haust hafi markmið Sharons ávallt verið eitt og hið sama: Hann hafi reynt að fresta því í lengstu lög að hugmyndir alþjóðasamfélagsins og ekki síst Bandaríkjamanna um sjálf- stætt Palestínuríki árið 2005 næðu fram að ganga. Fullyrðir Keinon að næstu vikurnar muni Sharon hafa sama markmið í huga. Sé þetta rétt er ekki líklegt að hugmyndir Mitzna um að hefja þegar friðarviðræður, jafnvel við Arafat, eigi upp á pall- borðið hjá hinum sigursæla Sharon. Vaxandi öryggisleysi Sharon tók við embætti í febrúar 2001 og hét því á sínum tíma að vinna bug á hermdarverkum og koma efna- hagnum á réttan kjöl. Hvorugt hefur tekist og Ísraelar eru nú auk þess vi- nafáir í heiminum. Gagnkvæmt hatur milli Ísraela og Palestínumanna hefur sennilega aldrei verið meira. Evrópuþjóðir sem áður studdu yfirleitt Ísraela, meðal annars vegna samúðar með gyðing- um eftir Helförina, gagnrýna nú hart framferði Ísraelsher á hernumdu svæðunum. Aðeins Bandaríkjamenn styðja þá en einnig þeim stuðningi eru takmörk sett. Öryggisleysi almennra borgara í Ísrael hefur sjaldan verið meira, þjóðarframleiðsla dregst nú saman, atvinnuleysi er rúmlega 10 af hundr- aði og verðbólga um 8%. Misskipting tekna er meiri en í flestum öðrum þróuðum ríkjum og um 20% landsmanna lifa undir skil- greindum fátæktarmörkum, þrátt fyrir viðamikið velferðarkerfi. Mikið atvinnuleysi er meðal arab- íska minnihlutans, um fimmtungs þjóðarinnar. Arabíski minnihlutinn hefur fullan ríkisborgararétt og sam- anstendur af afkomendum fólks sem ekki flúði heimili sín við stofnun Ísr- aels 1948. En arabískumælandi borg- arar finna til æ meiri einangrunar í samfélaginu gagnvart meirihlutan- um og samkenndar með palestínsk- um þjóðbræðrum sínum á Vestur- bakkanum og Gaza og þjáningum þeirra. Auk þess er arabískumælandi Ísraelum mismunað með ýmsum hætti, hús þeirra eru jafnvel rifin og borið við að ekki sé til fyrir þeim byggingarleyfi. Þjóðin er því klofin í margar fylk- ingar sem markast af fjárhag, upp- runa og trúarskoðunum, gamla sam- heldnin sem fleytti Ísraelum gegnum margvíslega erfiðleika virðist vera að hverfa. Stjórnmálaskýrendur benda á að hryðjuverkin hafi valdið því að hver hugsi nú fyrst og fremst um sig og eigið öryggi. Áður var ríkinu og til- vistarrétti þess ógnað en nú einstak- lingnum þegar palestínski sjálfs- morðinginn gengur inn í strætisvagninn. Sharon vill losna við kverkatak öfgaflokka Reuters Ungur Palestínumaður, með svarta grímu, lokar veginum fyrir ísraelskum hermönnum með brennandi hjólbarða í Nablus á Vesturbakkanum. Ísraelsher hindraði allar ferðir frá Vesturbakkanum og Gaza til Ísraels á kjördag og skaut til bana þrjá Palestínumenn, þarf af voru a.m.k. tveir vopnaðir.                                               !     " !#  $ %& ' (  )     *  + , !-   *   . ! % ," &  !$ %  /0   1 +                 !       " # # ! $               !"         Ariel Sharon Erfitt getur orðið fyrir Likud-flokkinn í Ísrael að mynda starfhæfa stjórn án þátttöku Verkamannaflokksins, segir í grein Kristjáns Jónssonar. En ekki er víst að Sharon láti þvinga sig til að slaka til gagnvart Palestínumönnum. ’ Hann hafi reyntað fresta því í lengstu lög að hug- myndir alþjóða- samfélagsins og ekki síst Bandaríkja- manna um sjálfstætt Palestínuríki árið 2005 næðu fram að ganga. ‘ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.