Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 15 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 8 3 0 4 / sia .is HOL&LARA Ef þú ert að spá í línurnar getur þú notið þess að smyrja með fitulitlu viðbiti sem bragðast líkt og smjör. Létt og laggott – þyngdarlausa viðbitið. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í París sýknaði í gær Roland Dumas, fyrr- verandi utanríkisráðherra Frakk- lands, af ákæru sem tengist spilling- armálum olíufélagsins Elf þegar það var í eigu ríkisins. Dumas, sem er áttræður, var sak- aður um að hafa þegið gjafir, sem Elf hefði greitt, frá fyrrverandi hjákonu sinni og notið þannig góðs af ólögleg- um sjóði olíufélagsins sem notaður var til mútugreiðslna og ýmissa vafa- samra viðskipta. Undirréttur dæmdi hann árið 2001 í 2½ árs fangelsi, þar af tvö ár skilorðsbundin. Áfrýjunarrétturinn dæmdi einnig Loik Le Floch-Prigent, fyrrverandi forstjóra Elf, í 30 mánaða fangelsi. Alfred Sirven, fyrrverandi aðstoðar- maður Le Floch-Prigents sem sá um mútugreiðslusjóði Elf, hefur þegar setið í tvö ár í fangelsi en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Christine Deviers-Joncour, fyrr- verandi hjákona Dumas, var dæmd í 30 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið. Dumas er sagður hafa útvegað Deviers-Joncour hálaunað starf hjá Elf og síðan þegið frá henni gjafir sem olíufélagið hafi greitt í því skyni að hafa áhrif á ákvarðanir hans á ár- unum 1989–93 þegar hann var utan- ríkisráðherra. Reuters Roland Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands. Dumas sýknaður í spillingar- máli Elf París. AFP. TÓNLISTARMAÐUR í brasilísku borginni Sao Paulo heldur á spjaldi þar sem hann býður nýra sitt falt. Hann er 27 ára og hefur verið atvinnulaus í tvö ár. Hann vill fá andvirði 160.000 króna fyrir nýrað og ætl- ar að nota féð til að koma tónlist sinni á framfæri við útgáfufyrirtæki. Atvinnuleysið í Brasilíu er nú 10,5%. AP Nýrað falt vegna atvinnuleysis SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, fór í gær hörðum orð- um um ítalska dómarastétt en þá hafði hæstiréttur landsins hafnað þeirri ósk hans, að væntanleg spill- ingarréttarhöld yfir honum yrðu flutt frá Róm til borgarinnar Brescia. Hefði flutningur líklega orðið til að ónýta allt málið. „Ég mun verjast þessu með öllum ráðum,“ sagði Berlusconi á frétta- mannafundi, sem hann boðaði til á heimili sínu í Mílanó, en hann sakar dómara í borginni um óvild í sinn garð. „Ég er viss um, að ég hef ekki brotið neitt af mér,“ bætti hann við og hélt því fram, að hann sætti „pólitískum ofsóknum“. Berlusconi, sem var í gær að leggja upp í ferð til Lundúna, Washington og Moskvu, vísaði á bug sem fásinnu, að hann kynni að neyðast til að segja af sér. Hefði hæsti- réttur samþykkt, að málið gegn Berlusconi yrði flutt frá Mílanó, hefði það þýtt, að það hefði verið tekið fyrir frá byrjun. Hefði það þá að öllum lík- indum fallið um sjálft sig vegna fyrningarákvæða. Berlusconi er sakaður um að hafa mútað dómurum árið 1985 til að fallast á, að fyrirtæki hans, Finin- vest, mætti kaupa upp ávaxtafyr- irtæki. Af því varð raunar ekki en nú er stefnt að því að rétta í málinu 7. febrúar næstkomandi og búist er við dómi um mitt sumar þegar Ítalir taka við forystunni innan Evrópu- sambandsins. Sektardómur gæti þýtt þriggja til fimm ára fangelsi. Önnur útistandandi mál Berlusconi, ríkasti maður á Ítal- íu, hefur átt í ótal málaferlum og unnið fleiri en hann hefur tapað. 1998 var hann dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi og til að greiða háa sekt fyrir ólöglega fjármögnun stjórnmálaflokka en þeim dómi var hrundið ári síðar. 1999 var hann sýknaður af skattsvikum og 2001 af bókhaldssvikum og spillingu. Auk þess að vera sakaður um að hafa mútað dómurum blasa við Berlusconi tvenn önnur málaferli. Snúast önnur um bókhaldssvik í fjármálafyrirtækinu All Iberian og hin um skattsvik og bann við hringamyndun á Spáni. Berlusconi atyrðir ítalska dómara Róm. AFP. Silvio Berlusconi HUGO Chavez, forseti Venesúela, hefur náð yfirhöndinni í baráttunni við andstæðinga sína um yfirráð yf- ir olíuiðnaðinum eftir 59 daga alls- herjarverkfall. Olíuframleiðslan er nú rúmlega milljón föt á dag en hún var um 200.000 föt þegar hún var minnst í desember. Framleiðslan er þó enn aðeins um þriðjungur þess sem hún var áður en verkfallið hófst. Helsta ástæða þess að framleiðsl- an hefur aukist er að stjórnin legg- ur áherslu á að nýta nýjar lindir þar sem auðveldara er að dæla olíunni. Búist er við að við að hægt verði að auka framleiðsluna í 1,2–1,4 millj- ónir fata á dag en að erfiðara verði að auka hana frekar þegar byrja þarf aftur að dæla úr gömlum bor- holum þar sem olían er orðin erfið viðfangs eftir að hafa legið óhreyfð í tvo mánuði. Hermenn og erlendir starfsmenn hófu olíuframleiðsluna að nýju og til að ná olíuiðnaðinum á sitt vald hefur stjórnin einnig rekið yfir 5.000 af 40.000 starfsmönnum rík- isolíufyrirtækisins Petroleos de Venezuela (PDVSA). Þessar upp- sagnir geta orðið til þess að erfitt verði að auka framleiðsluna í þrjár milljónir fata á dag eins og stefnt er að. Margir af verkamönnum PDVSA hafa snúið aftur til vinnu en stjórn- endur og faglærðir starfsmenn fyr- irtækisins segjast ætla að halda verkfallinu áfram þar til Chavez segi af sér eða boði til kosninga. Slakað á verkfallinu? Leiðtogar andstæðinga Chavez, frammámenn í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogar, neita því að verkfallið sé að fjara út. Ágrein- ingur hefur þó komið upp milli hægrimanna og verkalýðshreyfinga sem standa fyrir verkfallinu. Verkalýðsleiðtogarnir íhuga nú að slaka á verkfallinu vegna mikils skorts á matvælum, bensíni og lyfj- um í landinu. Þeir segja að til greina komi að opna að nýju versl- unarmiðstöðvar, veitingahús og skóla í næstu viku, að minnsta kosti hluta úr degi. Starfsemi hefur haf- ist að nýju í mörgum smáfyrirtækj- um og öðrum var aldrei lokað. Verkfallið í Venesúela Chavez tekst að auka olíufram- leiðsluna Caracas. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.