Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 16

Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                       !             !"# !$%&  ' "   !    #  $%   &$     '    $  (      $ $)  !%$ '*  +  &  , -  ' $ .  $ &  $)*  /   *   $*  $$!   *  -   &    0&  . 1    $  $  '& &  1 $) '& 2$   / '  (  )'    ' * ' !+ # ! TALSVERÐU munar á niður- greiðslu sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu vegna daggæslu barna í heimahúsum ef marka má samantekt sem Eygló Ingadóttir, fulltrúi í fé- lagsmálanefnd Bessastaðahrepps, hefur tekið saman. Þannig munar allt að 17.210 krónum á niðurgreiðslu fyr- ir níu tíma dagvistun sé um barn for- eldra sem eru í sambúð að ræða og allt að 25.850 krónum sé aðeins annað foreldrið í námi. Eygló kannaði nú í janúar hvernig niðurgreiðslum vegna daggæslu í heimahúsum er háttað í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Hún segir að kveikjan að því að hún fór að kanna þetta hafi verið sú að henni hafi fundist reglurnar vera ruglings- legar og að svo virtist sem tugum þúsunda munaði á niðurgreiðslum eftir því í hvaða sveitarfélagi viðkom- andi fjölskylda býr. Hún undirstrikar að úttekt sín taki ekki til niður- greiðslna vegna barna í dagvistun á leikskóla. Lægstar greiðslur í Mosfellsbæ til foreldra í sambúð Af samantekt hennar má ráða að niðurgreiðslur vegna barna giftra foreldra eða foreldra í sambúð eru lægstar í Mosfellsbæ en þær nema frá 3.500 krónum vegna fjögurra tíma dagvistunar og upp í 7.000 krónur vegna níu tíma dagvistunar. Aftur á móti eru þær í flestum tilfellum hæstar í Hafnarfirði þar sem þær nema frá 10.760 krónum fyrir fjög- urra tíma dagvistun og upp í 24.210 krónur fyrir níu tíma dagvistun. Al- mennt er reglan sú í Hafnarfirði að borgaðar eru 2.690 krónur á mánuði með barninu fyrir hverja klukku- stund í dagvistun. Í Garðabæ gildir aftur sú regla að með öllum börnum sem eru eins árs eða eldri og eru á biðlista eftir leik- skólaplássi eru borgaðar 11 þúsund krónur á mánuði og er það óháð því hvort barnið er hjá dagmóður, for- eldrum sínum eða öðrum. Að sögn Eyglóar mun um þessar mundir verið að endurskoða reglur varðandi nið- urgreiðslur vegna dagvistunar í Garðabæ og því breytinga að vænta þar á næstunni sem eiga að miða að því að létta frekar undir með fjöl- skyldufólki þar. Hafnarfjörður hæstur Sé litið til barna einstæðra foreldra eða foreldra sem báðir eru í námi kemur í ljós að mismunandi er hvaða sveitarfélag er með lægstu niður- greiðslurnar eftir því um hversu langan vistunartíma er að ræða. Aft- ur á móti eru niðurgreiðslurnar alltaf hæstar hjá Hafnarfirði í þessu tilviki. Þar er reglan sem fyrr sú að borguð er viss upphæð fyrir hvern klukku- tíma í dagvistun og er hún 3.650 krón- ur á mánuði fyrir hvert barn ein- stæðra foreldra eða foreldra í námi. Fæst sveitarfélaganna taka tillit til þess þegar fleiri en eitt systkini eru í vistun hjá dagforeldri. Undantekn- ingin er m.a. í Reykjavík en borgin greiðir frá 2.500 til 5.000 krónur til viðbótar með hverju systkini sem er hjá dagmóður. Ef annað barnið er hins vegar hjá dagmóður eða í einka- reknum leikskóla en hitt í leikskóla reknum af borginni gildir afsláttur leikskólans. Á sama hátt greiðir Kópavogur frá 2.100 krónum upp í 2.400 krónur aukalega með hverju systkini hjá dagmóður. Ef eitt barn er á leikskóla og annað hjá dagmóður fæst afsláttur á leikskólagjaldinu, en bara ef yngra barnið er orðið eins árs gamalt. Loks kannaði Eygló niður- greiðslur vegna daggæslu barns í heimahúsi þegar foreldrar eru í sam- búð og annað þeirra er í námi. Hjá flestum sveitarfélögunum reyndist ekki tekið tillit til þess að annað for- eldrið sé í námi. Í Reykjavík er nið- urgreiðslan nokkuð hærri en sam- kvæmt almennu gjaldskránni fyrir foreldra í sambúð og nemur frá 8.000 krónum fyrir fjögurra tíma dagvistun og upp í 16.000 krónur fyrir níu tíma dagvistun. Hafnarfjörður niðurgreið- ir dagvistunina hins vegar á sama hátt og ef foreldrarnir væru báðir í námi eða einstæðir. Aðeins Reykjavík greiðir niður ef daggæslan kemur heim Eygló segist telja að í mörgum til- fellum séu reglurnar vanhugsaðar auk þess sem lítið samræmi sé á milli sveitarfélaganna hvað þetta varðar. „Á sumum stöðum er ekki borgað meira með öðru barni sem er hjá dag- mömmu eða ef annað er í leikskóla og hitt er hjá dagmömmu. Þá fær hvor- ugt afslátt. Hins vegar er heilmikill afsláttur ef systkinin eru bæði á leik- skóla. Eins ef maður vill fá einhvern heim til að gæta barnanna þá er það bara Reykjavík sem býður upp á nið- urgreiðslur í þeim tilfellum nema ef sérstakar aðstæður eru til staðar.“ Hún segir það hafa verið talsvert flókið að setja sig inn í hvernig greiðslunum er háttað og oft geti ver- ið erfitt fyrir foreldra með ung börn að gefa sér tíma til þess. „Ég vildi sjá samræmdar reglur og kannski að það væri gert betur við fólk. Hins vegar er ég er ekkert viss um að það þurfi að hækka niðurgreiðslurnar mikið,“ segir hún. Mikill munur milli sveitarfélaga á niðurgreiðslu vegna daggæslu í heimahúsum Munurinn allt að 26 þúsund krónur fyrir níu tíma dagvistun Höfuðborgarsvæðið %      &  #' (  #&'  " $ #     !""#$ %!& !' ( ) (#$ *+(, #$$$ # $#$$$ # %#$$$ # &#$ # #$$$ # $#$$$ # #$$$ # $#$$$ # %#$$$ # #'$ # #$$$ # $#$$$ # (#'$ # %#'$$ # '#'$ # (#($ # #$$$ # %#'$$ # (#'$ # %#'$$ # '#'$ # )#&$ # #$$$ # %#'$$ # '#'$$ # '#$$$ # #'$$ # #&'$ # #$$$ # '#$$$ # )  * +  ,  '#'$$ # '#$$$ # #'$$ # $#%)$ # #$$$ # '#$$$ # - +. +/ +0 +1 + %      &  #' (       # 2& 3    !""#$ %!& !' ( ) (#$ *+(, &#$$ # #$$ # $#$$$ # #('$ # #$$ # )#)$$ # #%)$ # #$$ # $#$$$ # #$$ # #$$ # #$$ # $#$%' # %#$$ # %#'$$ # '#''$ # $#$$ # #&$$ # )#'$$ # &#'$$ # '#$$$ # #$$ # %#'$ # (#&$$ # #(' # #$$$ # #'$$ # (#'$ # &#&'$ # '#($$ # )  * +  ,  (#'$ # $#$$$ # $#$$$ # &#)$$ # #''$ # #%$$ # - +. +/ +0 +1 + FORELDRAR í Seljaskóla vilja að skólinn verði settur í forgang í fimm ára byggingaáætlun borg- arinnar sem nú er verið að leggja loka- hönd á. Undirskrifta- listar þar að lútandi voru afhentir for- manni fræðsluráðs á þriðjudag. Alls skrifuðu 675 foreldrar undir áskor- unina þar sem segir að tengibygging milli skóla og samkomu- húss sé lykilaðgerð til að skapa mötuneytis- aðstöðu og leysa úr brýnni hús- næðisþörf fyrir sérkennsluver, list- og verkgreinastofur, tónlist- arstofu og fleira. Að sögn Guð- rúnar Þórsdóttur, formanns for- eldraráðs, er Seljaskóli einn af örfáum skólum og sá eini af stærri skólum borgarinnar sem hefur enga mötuneytisaðstöðu og mjög óviðunandi aðstöðu til listgrein- anáms. Hún segir samkomusal skólans nýtast illa vegna þess að hann er ekki áfastur sjálfri skóla- byggingunni. Með tengibyggingu yrði nýting hans mun betri. „Það er verið að brýna menn um að taka þennan skóla inn í áætl- un,“ segir Guðrún og bendir á að Seljaskóli hafi verið inn í fimm ára byggingaáætlun sem gerð var árið 1998. Skömmu síðar hafi farið fram ákveðin hönnunarvinna en í framhaldinu hafi skólinn verið tek- inn út af áætluninni. „Þessu var öllu ýtt út af borðinu vegna þess að menn lögðu svo mikla áherslu á einsetningu skólanna. Seljaskóli datt alveg út vegna þess að hann gat leyst einsetninguna án þess að byggt væri við hann.“ Að sögn Guðrúnar vildu foreldr- ar vekja athygli á þessu enda hafi það sýnt sig að það borgi sig að ræða við ráðamenn til að ná fram með málefni. „Við fengum t.d. fund með forstöðumanni Fasteignastofu í nóvember og þá loksins gátum við sett upp leiktæki sem nem- endur höfðu hannað og beið eftir að fá að komast á leikvöllinn. Það var búið að sækja styrktarfé til fyrirtækja til að smíða þetta tæki en það var ekki hægt að koma því upp. Það þarf einfaldlega oft veru- legan þrýsting á menn til að málin klárist,“ segir hún. Vilja tengibygg- ingu við Seljaskóla Henný Gestsdóttir, formaður foreldrafélags Seljaskóla, afhendir Stefáni Jóni Hafstein, formanni fræðsluráðs, undirskriftalistana. Breiðholt Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.