Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 19

Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 19 TILBOÐ á metsölu-sjálfsræktarbókum Gerðu það bara Lögmál andans Fyrirgefningin Hjálpaðu sjálfum þér Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk Jafnvægi í gegnum orkustöðvarnar Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð kr. 1.990. Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð kr. 1.990. Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð kr. 1.990. Tilboð: kr. 1.990. Fullt verð kr. 2.490. Tilboð: kr. 1.990. Fullt verð kr. 3.490. Tilboð: kr. 1.100. Fullt verð kr. 1.390. Mál og menning: Laugavegi, Síðumúla 11, Hlemmi, Mjódd og Hamraborg. Penninn-Eymundsson: Reykjavík - Kringlunni, Austurstræti, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri. Betra líf: Kringlunni. Upplýsingar um sjálfsræktarnámskeið á: www.blodflokkar.is og www.hellnar.is ÞÆR ráðstafanir Borgarbyggðar að lengja sumarlokun leikskólans Klettaborgar um tvær vikur og hækka jafnframt leikskólagjöldin um 5% mælast ekki vel fyrir, ef marka má viðbrögð foreldra. Foreldrafélag leikskólans stóð fyrir opnum fundi í Félagsbæ nýlega og fékk fulltrúa bæjarráðs, þau Helgu Halldórsdótt- ur, Þorvald Jónsson og Finnboga Rögnvaldsson auk Páls Brynjarsson- ar bæjarstjóra, til að sitja fyrir svör- um. Leikskólinn mun verða lokaður frá 14. júlí til 11. ágúst. Þetta er sam- kvæmt upplýsingum sveitarstjórnar- manna Borgarbyggðar aðallega gert til að lækka útgjöld sveitarfélagsins um sem nemur 1.450.000 krónum. Til að koma til móts við þá foreldra sem ekki geta tekið sumarfrí á þessum tíma er í athugun að styrkja starf gæsluvall- arins. Á fundinum var farið yfir rök með og á móti sumarlokun og ljóst að málið varðar einnig vinnustaði því for- svarsmenn nokkurra vinnustaða voru boðaðir á fundinn og bentu á þá ókosti sem lokunin hefur í för með sér. Nið- urstaða fundarins var sú að fulltrúar foreldrafélagsins yrðu hafðir með í ráðum við skipulagningu á gæsluvell- inum í sumar, framvegis yrðu ákvarð- anir teknar í samráði við foreldra og sumarlokun yrði endurskoðuð að ári. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Mótmæla sumarlokun og hækkun leikskólagjalda Borgarnes VEIÐAR á hörpudiski í Breiða- firði hafa dregist stórlega saman á allra síðustu árum. Á fiskveiði- árinu 2000–2001 var úthlutað tæplega 1715 tonnum af hörpu- skel til fyrirtækja/útgerða í Grundarfirði. Árið 2001–2002 var úthlutunin rúm 1393 tonn og árið 2002–2003 var úthlutunin komin niður í 857,4 tonn. Skerðingin á tveimur árum er skv. þessu 50%. Horfur komandi fiskveiðiárs 2003–2004 eru enn dekkri. Skv. upplýsingum úr sjávarútvegs- ráðuneytinu verður ekki úthlutað aflamarki í hörpuskel fyrr en nið- urstöður liggja fyrir úr rannsókn- um á árinu 2003. Ætlunin er að skip fari til rannsókna í apríl og aftur í september 2003 og að fyrst eftir að þær niðurstöður liggja fyrir verði tekin ákvörðun um skelveiðarnar. Ljóst er því að úthlutun mun ekki liggja fyrir við upphaf komandi fiskveiðiárs og að vertíðin mun ekki hefjast hinn 1. september eins og fyrri ár. Hugmyndum hefur m.a. verið varpað á loft um að engar veiðar fari fram á því ári. Uggur er í sveitarstjórnarmönnum í Stykk- ishólmi og Grundarfirði vegna þeirra áhrifa sem svo mikil skerðing hefur á atvinnulíf stað- anna. Hörpuskel er nánast alfarið unnin á Snæfellsnesi og allur landaður afli er unninn á stöð- unum. Grundarfjörður er því eitt tveggja byggðarlaga á landinu þar sem veiðar og vinnsla byggja að svo miklu leyti á skelveiðunum sem raun ber vitni. Sjávarútvegs- nefnd Alþingis fundaði um málið í vikunni og hafði nefndin óskað eftir því að fá á fundinn til sín fulltrúa skelfiskvinnslu og -veiða hér í Breiðafirði, auk fulltrúa bæjarstjórna. Á fundinn fóru fimm fulltrúar Grundfirðinga, þar af tveir bæjarfulltrúar, auk full- trúa úr Stykkishólmi. Framtíð skelveiða á Breiðafirði rædd Grundarfjörður ÚTVARP Kántrýbær var um tíma sent út á Reykjavíkursvæðinu í samvinnu við Skjá 1, því samstarfi lauk skyndilega eftir Versl- unarmannahelgina 2001. Margir aðdáendur Útvarps Kántrýbæjar urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar útsendingum var hætt. Um þessar mundir er verið að skoða tilboð í sendi og ódýrari leið er að opnast fyrir flutning á útvarps- merkinu til Reykjavíkur. Verið er að kanna áhuga einstaklinga á Reykjvíkursvæðinu til þess að ger- ast styrktaraðilar með 500 kr mán- aðarlegum boðgreiðslum. Að sögn Guðmundar Ólafssonar á Skagaströnd, áhugamanns um kántrýútvarp, vantar aðila sem eru tilbúnir að eiga og reka sendinn sem er um 2000W og kostar um 3,5 miljónir, en þau mál eru í vinnslu. „Eigendurnir geta aflað auglýs- inga og fengið hlut af innkomu til þess að greiða niður sendinn. Það væri okkur sem stöndum að þessu verkefni mikil ánægja ef þeir sem hafa áhuga á að styrkja okkur hefðu samband, en best væri ef við gætum fengið nokkra einstaklinga til að vera tengiliðir og sjá um að afla styrktaraðila. Hugmyndin er að styrktaraðilarnir stofni með sér félag eða einhverskonar samtök með virkri stjórn sem gæti haldið utan um pakkann,“ sagði Guð- mundur Ólafsson að lokum. Allar útsendingar Útvarps Kántrýbæjar liggja niðri í janúar til marsloka, vegna sparnaðar. Leita styrktaraðila á höfuðborgarsvæðinu Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Útvarp Kántrýbær hyggur á landvinninga TVÖ loðnuskip komu til Þórs- hafnar á þriðjudaginn með um 2200 tonn og var landað úr þeim báðum í einu í gegnum nýtt lönd- unarkerfi. Bergur VE landaði um 1100 tonnum sem mest fór í bræðslu og Júpíter var einnig með rúm 1100 tonn og þar af fara í frystingu um 140 tonn fyrir Rússlandsmarkað. Á Þórshöfn vinna núna allir sem vettlingi geta valdið því sól- arhringsvaktir eru í bræðslunni og verða einnig í frystihúsinu á meðan loðnufrysting stendur yfir. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Tveir í einu í löndun; Bergur VE og Júpíter með rúm 2.200 tonn. Allt á fullu í loðnunni Þórshöfn Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.