Morgunblaðið - 30.01.2003, Side 22
LISTIR
22 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í KÚLUNNI í Ásmundarsafni í
Laugardal er nú hafin fyrsta sýning
af þremur sem hafa að markmiði að
kanna sérstaka möguleika Kúlunnar
sem sýningarrýmis, en í fótspor
Tuma Magnússonar fylgja síðar þau
Finnbogi Pétursson og Eygló Harð-
ardóttir.
Tumi er þekktur fyrir málverk sín
sem í gegnum tíðina hafa ávallt
byggst á nánu sambandi við hvers-
dagsheiminn. Fyrir allnokkrum ár-
um voru hversdagshlutir, t.d. borð,
diskar ofl. myndefni málverka hans
en á seinni árum hefur hann einbeitt
sér að því að vinna beint með ýmis
efni eins og te, kóka kóla, eggjahvítur
o.fl. og hefur til dæmis sýnt lita- og
efnabreytingar á striganum. Nú
bregst Tumi við sérstöku sýningar-
rými Kúlunnar og gerir myndbands-
verk sem varpað er í hringlaga formi
beint upp í loftið. Enn er listamað-
urinn í nánum tengslum við hvers-
daginn í vali sínu á myndefni, þó nú
sé unnið í nýjan miðil. Þegar ég kom
upp í Kúluna mátti sjá fallegan rauð-
leitan hring í loftinu, liturinn var lif-
andi og bjartur. Rétt þegar ég ætlaði
að fara að gleyma mér í þessum fal-
lega lit kvað við ókennilegt slurp-
hljóð og liturinn breyttist. Næst kom
listamaðurinn sjálfur áhorfandanum
á óvart. Ég ætla ekki að lýsa verkinu
frekar hér heldur hvetja fólk til að
fara sjálft og skoða.
Tuma hefur jafnan tekist að vera
með báða fætur á jörðinni í verkum
sínum án þess að vera þó jarðbund-
inn um of. Það tekst honum líka hér.
Myndbandsverkið er hreint og tært.
Það gefur áhorfandanum samt nægi-
legt rými til að upplifa það á sjálf-
stæðan hátt, uppgötva verkið hvað
varðar efnislega þætti þess og gerð
en gefur líka um leið tilefni til vanga-
veltna. Tuma tekst firnavel að blanda
saman bæði hversdaglegum þáttum,
t.d. litnum á appelsíni og hugmynda-
legum þáttum eins og tímalausum
eiginleikum listaverka. Staðsetning
verksins myndar sterk tengsl við
málaralist fyrri tíma um leið og hug-
myndin um glugga vekur spurningar
um hlutverk listarinnar. Gluggi,
spegill eða hluti af veruleikanum?
Tumi býður áhorfandanum upp á
kyrrláta hugleiðslu en ýtir við okkur í
tíma, áður en við verðum allt of hátíð-
leg. Hið hringlaga auga blikkar okk-
ur í tæka tíð.
Þetta hringlaga form
Þetta hringlaga form heldur áfram
í verkum Haraldar Jónssonar sem nú
sýnir í i8 við Klapparstíg. Eins og
Tumi vinnur Haraldur hér með
hversdagslega hluti, í þessu tilfelli
lampa í lampabúðum, en þó er af-
staða listamannanna gjörólík. Hvers-
dagsleikinn er brottfararstaður Har-
aldar en verk hans vísa alltaf eitthvað
annað, myndefni hans gengst undir
umbreytingu við að vera myndað,
það glatar fyrri merkingu sinni og
öðlast nýja. Verk Tuma fara hins
vegar ekki langt, þeim má líkja við
flugdreka sem flýgur hátt en hefur
alltaf sterka jarðtengingu, eins eru
leikurinn og húmorinn alltaf ríkur
þáttur í þeim en taka þó aldrei yfir.
Í i8 sýnir Haraldur Jónsson nokkr-
ar stórar ljósmyndir teknar í myrkri
inn um glugga á geipilega yfirfullum
lampaverslunum þar sem úrvalið og
gnægðin eru yfirþyrmandi. Þessari
gnægð fylgir tómleiki efnishyggj-
unnar og meðfylgjandi létt melankól-
ísk tilfinning, sérstaklega yfir
stórum kristalsljósakrónum í hálf-
myrkri, tilbúnum á ballið sem ekkert
er. Sem mótvægi við ljósamyndirnar
sýnir Haraldur skúlptúra sem hann
nefnir svarthol, líkt og kransakökur
mynda margir útskornir og þjalaðir
hringir háa hrauka á gólfinu. Inni í
þeim er að sjálfsögðu myrkur. Þetta
myrkur skilar sér þó betur sem hug-
mynd en í raunveruleikanum. Í við-
tali segir Haraldur verkin snúast um
skynjun, líkamann og tilfinningarn-
ar, sem bendir til þess að listamað-
urinn ætlist til þess að áhorfandinn
upplifi verkin fyrst og fremst tilfinn-
ingalega frekar en vitsmunalega.
Mér finnst þó áhugaverðara að líta á
ljósamyndirnar sem ádeilu á efnis-
hyggju, þó þær séu kannski ekki
hugsaðar þannig. Það eru viðtekin
sannindi í dag að listamaðurinn hefur
ekki nema takmarkað vald yfir verk-
um sínum, þegar hann sleppir af
þeim hendinni tekur áhorfandinn við.
Svartholshraukarnir eru hins vegar
dularfyllri og það heppnast ágætlega
að skapa svart rými í hugskoti áhorf-
andans, myrkrið sem maður veit að
býr inni í hraukunum þó það sjáist
ekki í raun nema sem svartur lítill
hringur.
Einar Ben okkar tíma
Einar Ben okkar tíma sagðist Jón
Sæmundur Auðarson, sem nú sýnir
verk undir stiganum í i8, vera í viðtali
og vísaði þar til fossasölu beggja að-
ila. Það er þó langt frá því að hægt sé
að leggja að jöfnu myndband af fossi
og fossinn sjálfan sem betur fer en
myndbönd Jóns Sæmundar eru
heillandi engu að síður, hvort sem
þau eru risastór eins og fossinn sem
sýndur var á Morgunblaðshúsinu
gamla, eða lítill foss undir stiga.
Þessi einföldu verk vísa bæði til sögu
íslenskrar landslagsmálunar, náttúr-
unnar sjálfrar, tæknivæðingar sam-
félagsins og afleiðinga hennar. Auk
þess eru sjónræn áhrif þeirra mögn-
uð, falleg og jafnvel húmorísk eftir
aðstæðum.
Hugarleiftur
Hugarleiftur nefnist sýning
bandaríska ljósmyndarans Diane
Neumaier og gríska rithöfundarins
Christos Chrissopoulos sem nú má
sjá í Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Líkt og hjá Tuma og Haraldi
er útgangspunkturinn hversdagsleg-
ir hlutir í nánasta umhverfi okkar en
útkoman er ólík. Sýningin saman-
stendur af ljósmyndum og textum
sem unnin voru í Reykjavík sumarið
2000. Fjöldi ljósmynda sýnir annars
vegar útilistaverk, sum þekkt, önnur
minna og hins vegar hanska og vett-
linga sem fólk hefur glatað á ferðum
sínum og liggja nú stakir í reiðileysi, í
grasi, á götu, milli fífla, í ræsinu.
Textar Christos eru vangaveltur um
lífið og tilveruna, hann skapar ónafn-
greinda karlkyns persónu sem geng-
ur um og á óvænt stefnumót við fólk
og staði.
Á sýningunni er mikill fjöldi
mynda og texta, hún krefst því tal-
verðrar þolinmæði af áhorfendum.
Myndirnar eru allar svipaðar að
stærð og eftir að skoða þær fyrstu
kemur fátt á óvart. Hugmyndin er að
ég held að sýna mögulega birtingar-
máta hins ljóðræna, listræna og
heimspekilega í umhverfinu. Vissu-
lega eru útilistaverkin og hanskarnir
falleg verksummerki um mannlega
tilvist. Afstaða listakonunnar til lista-
verkanna er þó ekki ljós, ég get túlk-
að hana sem jákvæða, sem hyllingu á
fyrirbærinu útilistaverkinu, eða sem
hálfgert háð, á þessa (suma hverja)
hálf-umkomulausu þrívíðu hluti á
stöplum sem eru ekki í neinum
tengslum við umhverfi sitt. Samband
ljósmyndanna við texta Christos sem
eru lausir við kaldhæðni bendir þó til
hins fyrra. Textar Christos eru heim-
spekilegir og persóna þeirra upp-
götvar í sífellu eitthvað um lífið í
gegnum stefnumót sín, sumt af því
frekar langsótt. Hefðbundin fram-
setning þessara verka virkar ekki
hvetjandi á áhorfendur og að ósekju
hefði mátt fækka bæði textum og
myndum eða huga betur að fjöl-
breyttari uppsetningu. Eins myndu
verkin, ekki síst textarnir, líklega
njóta sín betur í bókarformi.
Brottfarar-
staður: hvers-
dagsleikinn
MYNDLIST
Kúlan, Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn
Til 16. febrúar. Ásmundarsafn er opið
daglega frá kl. 13–16.
MYNDBANDSVERK, TUMI MAGNÚSSON
i8
Til 8. mars. Opið fimmtudaga og föstu-
daga 11–18, laugardaga 13–17.
BLÖNDUÐ TÆKNI, HARALDUR JÓNSSON
JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Til 16. mars. Hafnarhúsið er opið alla
daga vikunnar frá kl. 11–17 og til kl. 18
á fimmtudögum.
HUGARLEIFTUR, LJÓSMYNDIR OG
TEXTAR, DIANE NEUMAIER OG CHRISTOS
CHRISSOPOULOS
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá Hugarleiftri, sýningu Listasafns Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá sýningu Tuma Magnússonar.
Ein af ljósmyndum Haraldar
Jónssonar í i8.
Ragna Sigurðardóttir
ÆVISAGNAHÖFUNDURINN Claire Tom-
alin hlaut á þriðjudag hin virtu Whitbread
verðlaun er bók hennar „Samuel Pepys: The
Unequalled Self“ var valin bók ársins. Bók
Tomalin hafði áður verið valin besta verkið í
flokki ævisagna, en val á bestu bókinni í
hverjum hinna fimm flokka Whitbread verð-
launanna – ævisagna, skáldsagna, barna-
bóka, fyrstu skáldverka og ljóðabóka – er
jafnan tilkynnt nokkrum vikum áður en bók
ársins er valin úr flokki þessara fimm.
Það vakti töluverða athygli breskra fjöl-
miðla að að þessu sinni kepptu hjón um Whit-
bread verðlaunin og hefur sú staða ekki kom-
ið upp áður. En bæði Tomalin og eiginmaður
hennar Michael Frayn hlutu verðlaun, hvort í
sínum flokki, Tomalin, líkt og áður sagði í
flokki ævisagna og Frayn fyrir bók sína Spies
í flokki skáldsagna.
Að mati dómnefndar var bók Tomalin
„stórbrotin, mannúðleg og samúðarfull
mynd“ af Pepys. Höfundurinn sjálfur var að
vonum ánægður með verðlaunin, sem nema
3,2 milljónum króna, og neitaði því stað-
fastlega að metingur hefði gert vart við sig
milli þeirra hjóna. „Maðurinn minn var
ánægðari en ég,“ sagði Tomalin sem telur
mikilvægt að bók eins og hennar hafi unnið
verðlaunin. „Eitt af því sem gleður mig hvað
mest við gott gengi bókarinnar er að hún er
„hrein“ bók. Hún er ekki tengd sjónvarps-
seríu eða kvikmynd, heldur er bara eitthvað
sem ég skrifaði ein við skrifborð mitt og á
fjölda bókasafna. Það er uppörvandi að vita
að bók eins og þessi, sem ekki er tengd nein-
um töfraljóma, geti orðið verðlaunabók.“
Tomelin er í hópi virtustu ævisagnahöf-
unda og hefur þegar sent frá sér ævisögur
Mary Wollstonecraft, Katherine Mansfield og
Jane Austen við mikið lof gagnrýnenda.
Tomalin hlýtur
Whitbread-verðlaunin
Reuters
Verðlaunahafinn Claire Tomalin (önnur frá vinstri) og Michael Frayn (henni á vinstri hönd) í
góðum félagsskap. Hjónin voru bæði tilnefnd til Whitbread-verðlaunanna að þessu sinni.
HUBERT Dobrzaniecki opnar mál-
verkasýningu í Listasafni Borg-
arness á laugardag kl. 15. Hubert
sýnir olíumálverk og grafík frá ár-
unum 1999–2002.
Hubert Dobrzaniecki fæddist ár-
ið 1967 í Póllandi. Hann er ljóð-
skáld, rithöfundur, listmálari og
látbragðsleikari, og segist hann
hafa komið til Íslands til að
skemmta fólki með látbragðsleik
eftir að hann lauk námi í Lát-
bragðs- og listaakademíunni í Per-
nambuco. Tvær bækur hafa verið
gefnar út á Íslandi eftir Hubert:
Ljóð út úr skápnum árið 1999 og
Árstíðirnar árið 2000. Einnig eru
nýútkomnar tvær bækur eftir Hu-
bert í Póllandi, ljóðabók og safn
smásagna, og er þar m.a. að finna
smásögu sem gerist á Íslandi.
Ljóðabókin Árstíðirnar verður fá-
anleg á opnuninni í Listasafni
Borgarness.
Ewa Tosik-Warszawiak og nem-
endur hennar, Anna María Grön-
feldt, Ágústa Hrund Þorgeirsdóttir,
Ásta Þorsteinsdóttir, Unnur Þor-
steinsdóttir og Þorsteinn Valdi-
marsson, flytja nokkur verk á fiðlu
og selló.
Sýningin er opin virka daga frá
13–18 og til kl. 20 á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum. Sýningin
stendur til 26. febrúar.
Hubert Dobrzaniecki
Olíu- og
grafíkverk í
Borgarnesi
Borgarskjalasafn Reykjavíkur,
Grófarhúsi
Sýningunni í Borgarskjalasafni
Reykjavíkur um stríðsárin, Reykja-
vík í hers höndum, lýkur á sunnudag.
Á sýningunni eru skjöl, munir og
ljósmyndir frá veru hersins í
Reykjavík 1941–1944. Ljósmyndirn-
ar fimmtíu hafa fæstar sést áður á
Íslandi, en þær veita innsýn í dvöl
Bandaríkjahers í Reykjavík á árun-
um 1941–1944.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
12–17. Aðgangur og sýningarskrá er
ókeypis.
Gallerý Hár og List,
Strandgötu 39, Hafnarfirði
Sýningu Díönu Hrafnsdóttur á
leirverkum lýkur á laugardag.
Sýningin er opin virka daga frá kl.
9–18, á laugardag kl. 10–17.
Sýningum lýkur
♦ ♦ ♦