Morgunblaðið - 30.01.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.01.2003, Qupperneq 24
MENNTUN 24 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐIN ár hafastarfsmenn Námsgagna-stofnunar einbeitt sér aðgerð vandaðs námsefnis til notkunar á vef stofnunarinnar. Nú geta grunnskólanemendur skoðað verk íslenskra myndlistarmanna á sérstökum vef sem Námsgagnastofn- un hefur sett upp og opnað á Netinu. Vefurinn nefnist Íslenski listavefur- inn og þar er m.a. fjallað um feril listamannanna, um litafræði, form- fræði, myndbyggingu og tækni svo nokkuð sé nefnt. Við hönnun vefjarins voru mark- mið aðalnámskrár grunnskóla leiðar- ljósið, en þar er m.a. lögð áhersla á lögmál og aðferðir, listasögu, fagur- fræði og rýni. Vefurinn er opinn öll- um sem áhuga hafa á að nýta sér hann til fræðslu og skemmtunar end- urgjaldslaust. Hann er hugsaður fyr- ir yngstu nemendur grunnskólans, og kallast hjá þeim Listavefur krakka. Síðar á þessu ári er væntanlegur listavefur fyrir eldri stig grunnskól- ans. Hildigunnur Halldórsdóttir var verkefnisstjóri listavefjarins. Hún segir að sumarið 2000 hafi Ásthildur B. Jónsdóttir, myndmenntakennari í Hagaskóla, komið að máli við Náms- gagnastofnun og rætt hugmyndir sín- ar um að gera vef um íslenska mynd- list sem meistaraverkefni við KHÍ. „Námsgagnastofnun hafði þá nýlega opnað norskan listavef sem hingað kom vegna norræns samstarfs og var þýddur á íslensku,“ segir Hildigunn- ur. Sá vefur var einn af fyrstu náms- vefjum sem Námsgagnastofnun gaf út. „Hann var nýjung sem hafði tölu- verð áhrif á hugmyndir okkar um námsefnisgerð á tímum upplýsinga- tækni. Þessi vefur sýndi vel hvernig hægt var að búa til námsefni á vef sem var sambland texta og gagn- virkra verkefna.“ Samstarf margra aðila Hildigunnur segir að þeim hafi strax litist vel á hugmynd Ásthildar um að gera vefefni þar sem íslenskri myndlist væru gerð skil og jafnframt væru á vefnum höfð að leiðarljósi markmið aðalnámskrár grunnskóla þar sem áhersla er m.a. lögð á lögmál og aðferðir, listasögu, fagurfræði og rýni. En árið 1999 kom ný námskrá sem var með töluvert breyttum áherslum í myndmennt auk þess sem hún lagði áherslu á notkun upplýs- ingatækni í öllum námsgreinum. Í framhaldi af þessu var sótt um styrk til RANNÍS í flokknum Mar- káætlun um upplýsingatækni og um- hverfismál með Listasafn Íslands, KHÍ og Næst ehf. ásamt Ásthildi sem samstarfsaðila. „Er skemmst frá því að segja að verkefnið fékk úthlutað 2,5 milljónum árið 2001 og 2,4 millj- ónum árið 2002,“ segir Hildigunnur, „og kunnum við Rannís bestu þakkir fyrir þessi framlög, sem voru grunn- urinn að því að verkefnið fór af stað.“ Ásthildur vann síðan vef fyrir yngsta stig grunnskóla undir leið- sögn Torfa Hjartarsonar, lektors hjá KHÍ, og með ráðgjöf frá Námsgagna- stofnun og Listasafni Íslands. Þegar hún skilaði því verki var vefurinn unnin áfram af vefara Námsgagna- stofnunar, Margréti Friðriksdóttur, og Andrés Indriðason rithöfundur fenginn til að semja æviágrip 46 ís- lenskra myndlistarmanna sem síðan voru lesin yfir af Rakel Pétursdóttur hjá Listasafni Íslands. Afraksturinn er Listavefur krakka sem nú hefur verið opnaður. Vefur fyrir mið- og unglingastig Á fundi samstarfsaðila um skipu- lag vefjar fyrir mið- og unglingastig fæddist sú hugmynd að gera hann gagnvirkan og búa til sýndarsafn þar sem nemendur sæktu myndlistarsýn- ingar, fræddust um listaverk, leystu verkefni í tengslum við þau og einnig að þar yrðu almenn verkefni ásamt fræðslu um einstaka listamenn. Almennu verkefnin gerði Björn Valdimarsson hjá Næst ehf., æviá- grip listamanna vann Andrés Indr- iðason og textar og verkefni með ein- stökum verkum eru samstarfsverkefni Rakelar Péturs- dóttur, Andrésar Indriðasonar og Hildigunnar Halldórsdóttur. Forrit- un annast Halldór Fjalldal hjá Næst ehf. Sá vefur er ekki tilbúinn en stefnt er að því að setja hann í prófun í grunnskólum í vor og að hann verði tilbúinn til notkunar í haust. Um þessar mundir er hægt að skoða það sem tilbúið er af honum á vinnuslóð: http://www.naest.is/lvefur/list2/ listavefurinn.html. Öll listaverkin á vefnum eru í eigu Listasafns Íslands, en Náms- gagnastofnun og Myndstef gerðu samning um höfundagreiðslur vegna myndverka sem birtast á vefjunum og er Myndstef þannig aðili að verkefninu. Myndstef gerði þennan samning í ljósi þess að samtökin álíta gerð vefjanna stórt framfaraspor í kennslu um ís- lenska myndlist. Námsgagna- stofnun hyggst í framhaldi af þessu standa fyrir málþingi um myndlistarkennslu með nýjum miðlum þar sem einnig verður fjallað um höfundarrétt á mynd- verkum. Þjóðsögur og myndlist Blaðamaður vafraði um vefinn, sem er viðamikill. Hér er bara lítið dæmi. Undir liðnum myndefni er sagt frá því að íslenskir málarar hafi oft sótt myndefni í íslenskar þjóðsögur. Ásgrímur Jónsson er talinn sá fyrsti sem það gerði. Á vefnum er svo hægt að skoða tvær þjóðsagnamyndir sem Ásgrímur gerði. Notanda býðst síðan að hlusta á söguna um leið og hann horfir á myndina. Einnig er hægt að lesa textann um leið og hlustað er á hann. Olíumálverk Ásgríms frá 1905 er t.d. úr þjóðsögunni Nátttröllinu, og er hún reyndar er ein þekktasta þjóðsagnamynd hans. Myndin sýnir unga stúlku sem situr á rúm- stokk við glugga í baðstofu og horf- ir í átt til trölls á glugganum. Ás- grímur víkur aðeins frá sögunni og brýtur lögmál hennar um að stúlk- an megi ekki líta við og mæta augnaráði óvættarinnar. Ásgrímur er augljóslega að túlka óttann við ofureflið og er það ljósið sem verður manninum til bjargar. Þetta er gott dæmi um nýja upp- lifun sem netið býður nemendum upp á, og aðferð til að miðla fróðleik eins og þessum: „Árið 1951 málaði Ás- grímur vatnslitamynd úr þessari sömu sögu og á sama hátt og í Sturlu- hlaupsmyndunum hélt hann sig við sömu myndbyggingu. Ásgrímur var jafnan á heimavelli þegar vatnslitur- inn var annars vegar og með ljós- styrk og flæði litanna leggur hann til atlögu við tröllið sem er við það að leysast upp í myndinni.“ Vefurinn vekur ekki aðeins áhuga á myndlist heldur einnig ýmsu sem tengist henni eins og þjóðsögum. Námsvefur/ Starfsfólk Námsgagnastofnunar hefur lagt metnað sinn í að vera með námsefni á vefnum. Stofnunin starfrækir nú fjölþætt safn námsvefja. Gunnar Hersveinn skoðaði nýjan vef sem opnaður var nýlega og er helgaður myndlist. Öflugur Lista- vefur krakka Morgunblaðið/RAX Það er sama hvar grunnskólinn er eða hversu margir eru í honum, nem- endur geta nú fræðst vel um íslenska myndlist á vef Námsgagnastofnunar. Hér sjást nokkrir nemendur og kennari í Grunnskóla Mjóafjarðar; Margrét Sigfúsdóttir kennari ásamt nemendum sínum, þeim Róshildi Ingólfsdóttur, Ólöfu Rún og Jónu Rán Sigurjónsdætrum og Agli Jóhannssyni.  Aðferðir til að skapa myndverk opinberast börnum á listavefnum.  Vefurinn fræðir á gagnvirkan hátt um listina og leikinn að mála. TENGLAR ..................................................... www.namsgagnastofnun.is www.namsgagnastofnun.is/isllistvefur/ index.htm www.naest.is/lvefur/list2/listavef- urinn.html guhe@mbl.is Íslenski listavefurinn er sam- vinnuverkefni Ásthildar B. Jónsdóttur, Námsgagnastofn- unar, Listasafns Íslands, Kenn- araháskóla Íslands og Næst ehf. Verkefnið er hluti af mark- áætlun um upplýsingatækni og umhverfismál og er að hluta styrkt af Rannsóknarráði Ís- lands. Höfundur hugmyndar og verkefna er Ásthildur B. Jóns- dóttir, en höfundur æviágripa er Andrés Indriðason. Ljósmyndir eru í eigu Listasafns Íslands, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Morgunblaðsins. Vefgerð önn- uðust Margrét Friðriksdóttir og Ásthildur B. Jónsdóttir. Kennslufræðileg og málfarsleg ráðgjöf var í höndum Torfa Hjartarsonar. Listfræðileg ráðgjöf var hjá Rakel Pétursdóttur. Mynd- skreytingar gerðu Hreggviður Visser, Hrafnkatla Visser og Ásthildur B. Jónsdóttir. Rit- stjóri er Ingólfur Steinsson og verkefnisstjóri Hildigunnur Halldórsdóttir. Hverjir gerðu vefinn? „Fellows for Industry“ Verkefninu „Fellows for Industry“, sem styrkt var af 5. rannsóknaáætlun Evrópusam- bandsins, lauk nú um áramótin. Þátttakendur voru frá 17 Evrópulöndum og var markmiðið að hvetja til samstarfs fyrirtækja og há- skólastofnana á sviði heilbrigðis- og end- urhæfingartækni og gera sérmenntuðum starfsmönnum kleift að starfa tímabundið í öðru landi með stuðningi frá ESB. Afrakstur verkefnisins var m.a. um 90 umsóknir um styrki. Á vef verkefnisins, http://www.bit.ac.at/ fellows_for_industry.htm, eru skráðar upplýs- ingar um fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga, sem hafa áhuga á að nýta sér Marie Curie áætlun ESB um hreyfanleika sérfræðinga. Þar er einnig að finna kynningarbækling um Marie Curie áætlunina í 6. rannsóknaáætlun ESB. Verkefninu var stjórnað af austurrískri stofnun, BIT, og þar er vefurinn hýstur. Nýlega var auglýst eftir umsóknum um styrki í 6. rannsóknaáæluninni og rennur um- sóknafrestur út í byrjun mars. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Héð- insdóttir, Samtökum iðnaðarins, ragnheid- ur@si.is Verkefnamiðlun á Netinu Fyrirtæki og stofnanir á sviði lífvísinda geta nú notfært sér verkefnamiðlun á vefnum til að finna samstarfsaðila í rannsóknaverk- efni í 6. rannsóknaáætlun ESB. Verkefnamiðlunin, sem hófst 6. desember sl. og stendur fram í mars, er starfrækt á vegum „Partners for Life“, samstarfsnets fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fyrirtæki og stofnanir, sem hafa áhuga á Evrópusam- starfi, geta skráð upplýsingar um sig í gagna- safn á vefnum og einnig leitað þar að sam- starfsfélögum. Markmiðið með verkefnamiðluninni er að hvetja til þátttöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja í 6. rann- sóknaáætluninni og auðvelda umsækjendum að finna heppilega samstarfsaðila. Margir undirbúa nú umsóknir en fyrstu umsókn- arfrestir voru auglýstir 17. desember sl. og renna út í mars og apríl. Verkefnamiðlunin fer fram á slóðinni www.bit.ac.at/part- ners_for_life.htm. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Héð- insdóttir hjá Samtökum iðnaðarins, ragnheid- ur@si.is Umsóknarfrestur í Leónardó Næsti umsóknarfestur um mannaskipta- verkefni verður 14. febrúar 2003. Nú eru í gildi ný for- gangsatriði varðandi manna- skiptaverkefnin og ný um- sóknareyðublöð og leiðbeiningabæklingur fyrir mannaskipti.  Forgangsatriði 1: Að meta nám að verðleikum.  Forgangsatriði 2: Nýjar aðferðir við nám og kennslu.  Forgangsatriði 3: Náms- og starfsráðgjöf. Umsóknareyðublöð, nánari útskýringar á for- gangsatriðum og dæmi um verkefni er að finna á heimasíðu Leonardó http://www.rthj.- hi.is/page/leonardo Einnig er þar að finna nýjan leiðbeiningabækling fyrir mannaskipti. Frekari upplýsingar gefur Þórdís Eiríks- dóttir í síma 525 4920 eða thordis@hi.is. Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla býður aðstoð við umsækjendur. Frekari upplýsingar gefur Aðalheiður Jónsdóttir í síma 551 2660 eða alla@mennt.is. eContent Fyrsti umsóknarfrestur eContent í um- sóknarlýsingu þrjú er 21. mars 2003. Þann 14. febrúar n.k. verður haldinn kynningarfundur um áætlunina. Þar fá þeir sem eru að und- irbúa umsóknir tækifæri til að leita ráða varðandi gerð umsókna. Fundurinn verður auglýstur nánar síðar, en væntanlegir um- sækjendur eru beðnir að hafa samband sem fyrst við Sigurð Guðmundsson í síma 525 4902/898 5664 eða sigurgud@hi.is. Nánari upplýsingar á www.cordis.lu/ econtent. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.