Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins
laugardaginn 18. janúar síðastlið-
inn gat að líta fallega ljósmynd
tekna í Bakkafjöru við Kvíá í
Öræfum. Á myndinni stendur mað-
ur við leifar flaksins af togaranum
Clyne Castle sem strandaði í fjör-
unni árið 1919. Í myndatexta er
þess getið að Kvískerjabræður hafi
bent á að hugsanlega mætti farga
úreltum skipum með því að hleypa
þeim í brimgarðinn á þessum slóð-
um. Mig langar að prjóna við þessa
hugmynd þeirra bræðra og fara
með hana svolítið lengra – uppí
fjöruna.
Samkvæmt úttekt Morgunblaðs-
ins frá 9. janúar sl. liggja á annað
hundrað verkefnalaus og úrelt skip
í höfnum landsins „og valda höfn-
unum verulegum kostnaði, auk
þess sem af þeim stafar meng-
unarhætta og óprýði. Fá úrræði
eru til að farga þessum skipum en
samkvæmt íslenskum lögum er
óheimilt að sökkva úr sér gengnum
skipum í sæ.“ Förgun skipanna í
brotajárn mun kosta allt að þúsund
milljónum króna og mun í mörgum
tilfellum falla á hafnirnar þar sem
útgerðir skipanna eru gjaldþrota.
Einar K. Guðfinnsson og Krist-
ján Pálsson hafa lagt fram á Al-
þingi tillögu um breytingu á lögum
um varnir gegn mengun sjávar þar
sem leyft yrði að sökkva skipunum
í sjó fyrir árslok 2004, sem er síð-
asti mögulegi frestur til slíks sam-
kvæmt alþjóðasamningum. Kostur-
inn við þessa hugmynd er að
kostnaður við förgunina er lítill en
gallinn er sá að Íslendingar hafa á
alþjóðavettvangi barist einarðlega
gegn því að hverskonar úrgangi sé
varpað í hafið. Stór skipakirkju-
garður á hafsbotni gæti vakið önn-
ur hugrenningatengsl hjá fiskkaup-
endum og ferðamönnum en sú
ímynd hreinleika sem við höfum
kostað svo miklu til að skapa.
Mín hugmynd er sú að skipin
verði dregin uppá land í einhverri
fjöru og látin standa þar þangað til
sjór, regn og sandfok sverfa þau
niður í sandinn. Samkvæmt ljós-
myndinni á baksíðu Morgunblaðs-
ins gæti það tekið um hundrað ár.
Hugmyndin er sú að taka öll skipin
upp á sama stað. Yfir hundrað skip
í einni fjöru væri stórkostlegt sjón-
arspil. Með árunum yrði staðurinn
jafnvel enn áhugaverðari þegar
tímans tönn tekur að vinna á skip-
unum.
Það mætti hugsa sér að grafa
skurði fram í sjó og draga skipin
þar upp á stórstraumsflóði, eins
langt og þau ná. Sum mætti draga
beint upp í sandinn eða lyfta þeim
á land með krönum. Kostnaðurinn
væri mun minni en að rífa skipin í
brotajárn og þau væru okkur nýt-
ari en liggjandi á hafsbotni.
Að ganga um þennan skipaskóg
væri líkast því að ganga um á hafs-
botni. Ég er viss um að ferðamenn,
bæði innlendir og erlendir, myndu
flykkjast á þennan sérstaka stað
og hann yrði áreiðanlega vinsæll af
kvikmyndagerðarmönnum og ljós-
myndurum heimsins. Hér er komið
tækifæri á sviði menningartengdr-
ar ferðaþjónustu sem hægt er að
vinna með á margvíslegan hátt. Nú
er bara að sjá hvort eitthvert
byggðarlag eigi fjöru og þá fram-
kvæmdagleði sem þarf til að hrinda
hugmyndinni í framkvæmd.
BJÖRN BR. BJÖRNSSON,
áhugamaður um menningartengda
ferðaþjónustu.
Skipaskógur
Frá Birni Br. Björnssyni:
Frá austanverðu Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Skipin eru rúmlega þrjátíu
en úrelt skip í höfnum landsins eru á annað hundrað talsins.
Ljósmynd/Björn Rúriksson