Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 42
DAGBÓK
42 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
ÁLAGNINGARSEÐILL vegnafasteignagjalda er nýdottinn inn
um lúguna hjá Víkverja og er
skemmst frá því að segja að hann
vakti litla kátínu á heimilinu. Krefst
sveitarfélagið, Seltjarnarneskaup-
staður, þess að Víkverji greiði
52.000 krónur, sem er hvorki meira
né minna en 22.000 krónum hærri
upphæð en hann greiddi vegna ná-
kvæmlega sömu íbúðar árið 1999.
Hækkunin nemur hvorki meira né
minna en 72 prósentum! Víkverji
leyfir sér að fullyrða að engin vara,
þjónusta, gjald eða skattur hafi
hækkað jafnmikið á sama tímabili.
Þegar spurt er um ástæður fyrir
þessari stökkbreytingu á fasteigna-
gjaldinu er því svarað til að fast-
eignamat íbúðarinnar hafi hækkað
árið 2001. Þar var að verki Fast-
eignamat ríkisins sem tók sig til og
hækkaði fasteignamatið. Á sínum
tíma var Víkverji ekki sáttur við hið
nýja mat og ákvað að kæra. Sú
ákvörðun var nú reyndar aðallega
tekin vegna þess að aðgerðin fór í
taugarnar á Víkverja. Rökstuddi
hann kæruna m.a. með því að benda
á að starfsmenn Fasteignamatsins
hefðu aldrei stigið fæti inn í íbúðina
og gætu því ómögulega lagt mat á
ástand hennar, hvort parketið væri
ónýtt vegna vatnsleka, sturtubotn-
inn lekur eða eldhúsinnréttingin
sviðin vegna óhapps við elda-
mennskuna. Eins gæti vel verið að
Víkverji hefði lagt í viðamiklar end-
urbætur og t.d. lagt gólfflísar úr
gulli. Kæran komst til skila en aldr-
ei komu matsmenn og litu á heimili
Víkverja. Engu að síður treystu þeir
sér til þess að hækka fasteignamatið
um nokkur hundruð þúsund! Starfs-
menn Fasteignamatsins hljóta að
vera með röntgenaugu til að geta
metið íbúðina með svona mikilli ná-
kvæmni frá götunni.
ÞAÐ er þó ekki við Fasteignamatríkisins að sakast þó fast-
eignagjöldin hafi hækkað. Fyrir
hækkunina var fasteignamatið tals-
vert á skjön við verð íbúða sem gat
valdið vandræðum þegar fólk þurfti
lán vegna íbúðarkaupa. Eðlilegast
hefði verið að sveitarfélagið hefði
lækkað skatthlutfall af fasteignum
þannig að hærra fasteignamat hefði
ekki leitt til hærri fasteignagjalda.
Hvaða rök eru eiginlega fyrir því að
Víkverji þurfi að greiða 72% hærri
fasteignagjöld nú en árið 1999?
Íbúðin hefur ekkert breyst (að und-
anskildum nokkrum rispum í park-
etinu) og ekki hefur þjónusta sveit-
arfélagsins við Víkverja aukist. Það
er ekki 72% dýrara að sjá Víkverja
fyrir vatni eða 72% dýrara að við-
halda götum í sveitarfélaginu svo
einhver dæmi séu nefnd. Telji sveit-
arfélagið sig þurfa hærri skatt-
tekjur hefði að sjálfsögðu verið mun
heiðarlegra að lækka fast-
eignagjöldin til móts við hærra fast-
eignamat en hækka þess í stað út-
svarið. En líklega er til of mikils
ætlast af sveitarfélögum að þau láti
tækifæri til að afla sér hærri tekna
sér úr greipum ganga.
Morgunblaðið/Golli
FYRIR skemmstu sýndi
Ríkissjónvarpið heimild-
armynd um Guðmund Pál
Ólafsson, náttúrufræðing
og einn helsta baráttu-
mann fyrir verndun há-
lendisins. Í myndinni
framdi Guðmundur gjörn-
ing sem lengi verður í
minnum hafður og hefur
efunarlaust haft áhrif, að
minnsta kosti á þá er láta
sig íslenska náttúru ein-
hverju varða. Úr sinni fal-
legu og stórmerku bók,
Hálendið í náttúru Ís-
lands, reif hann síður með
ljósmyndum af þeim nátt-
úruperlum sem hafa farið
undir uppistöðulón eða
verða eyðilagðar fyrir fullt
og allt ef Kárahnjúkavirkj-
un og virkjun Þjórsárvera
verða að veruleika. Í einni
svipan birtist manni hví-
líka eyðileggingu ætlunin
er að fremja á hálendinu, á
einstæðri náttúrufegurð.
Maður sat sem lamaður.
Eyðileggingin verður – ef
hún nær fram að ganga –
meiri en mann hafði
nokkru sinni órað fyrir.
Það var ekki tilviljun að
gjörningur þessi átti sér
stað í Bókhlöðunni í Flatey
þar sem fyrsta almenn-
ingsbókasafn landsins reis
uppúr miðri 19. öld. Það
var heldur ekki tilviljun að
Guðmundur lagði bók
sína, áður en hann tók
til að rífa úr henni, of-
an á glerskáp er
geymdi ljósrit af Flat-
eyjarbók, einhverri
mestu gersemi er við
Íslendingar eigum. Við
erum bókaþjóð og við
förum vel með bækur.
Skyldi nokkru sinni
hvarfla að þeim er
vilja eyðileggja dýr-
mætar náttúruperlur
fyrir skammtímagróða
að eyðileggja dýrmæt
handrit þótt dágóð
fúlga væri í boði?
Sigurður Jón
Ólafsson,
bókasafns-
fræðingur.
Blómakonur
ER ekki einhver
blómakona sem hefur
áhuga á að skiptast á af-
leggjurum? Ég hef nokkur
pottablóm sem ekki hafa
fengist hér á landi. Ég
óska sérstaklega eftir
bleiku þríburablómi
(Bogomilla). Upplýsingar í
síma 555 4215.
Með húfu í tíma
AF hverju mega strákar
ekki vera með húfu inni í
tíma?
Sko, mér finnst þetta
vera svindl. Hafþór vinur
minn var með húfu inni í
tíma og kennarinn sagði
honum að taka húfuna af
sér og síðan var stelpa með
húfu í tíma og kennarinn
horfði á hana og sá að hún
var með húfu en hún sagði
henni ekki að taka hana af
sér.
Þetta finnst mér svindl.
Rúnar Árnason.
Söngkona ársins
HVERNIG gat það farið
svo að Hera varð söngkona
ársins þegar Birgitta
Haukdal er (samkvæmt
áhorfi og hlustun) besta og
vinsælasta söngkona
landsins í dag?
Asi.
Hrakfarir
hestamanns
ÉG las í Velvak-
anda hrakfarir
hestamanns er var
að viðra sjálfan sig
og hest sinn og var
staddur í Elliðaár-
dalnum. Þá vildi
ekki betur til en
svo að hesturinn
fældist og hvarf af
völdum þessara
flugeldaglöðu er
byrjuðu skothríð
löngu fyrir áramót
og var því látlaust
haldið áfram.
Það ætti flestum
að vera ljóst að
hestar og fleiri dýr
tryllast við þessi
ósköp en þessir
skotglöðu náungar
virðast ekkert vita
um slíka hluti. Eigandinn
virtist ekki hafa mjög
miklar áhyggjur af hestin-
um, tíndi til hvað hesturinn
með öllum reiðtygjum
hefði kostað. Ég hefði í
hans sporum hugsað um
afdrif hestsins hvað sem
hefði orðið um það sem
hestinum fylgdi.
Ég þakka Sv.S. er skrif-
ar um þetta eldflauga-
brjálæði í Velvakanda 14.
1. Hann hefir rétta skoðun
á þessum málum, en hér á
landi vantar aga í þessu
sem og fleiri málum.
S.E.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Gjörningur Guð-
mundar Páls
Horft til norðurs yfir Dimmugljúf-
ur og Kárahnjúka.
Athyglisverð ummæli
voru höfð eftir Friðriki J.
Arngrímssyni, fram-
kvæmdastjóra Lands-
sambands íslenzkra út-
vegsmanna, hér í blaðinu
sl. föstudag. Talað var við
Friðrik í tilefni af ályktun
stjórnar LÍÚ, sem m.a.
fjallaði um erlendar fjár-
festingar í sjávarútvegi.
„Um erlendar fjárfest-
ingar segir Friðrik að
yrðu þær leyfðar, yrði
niðurstaðan sú að stjórn-
endur yrðu erlendir og
arðurinn yrði fluttur úr
landi til fjárfestinga í
heimalandinu. Það yrði
enginn munur á erlend-
um fjárfestingum í ís-
lenzkum sjávarútvegi og
íslenzkum fjárfestingum í
erlendum útvegi,“ sagði í
frétt Morgunblaðsins.
Þeir, sem eru fylgjandi
því að leyfa erlendar fjár-
festingar í sjávarútvegi,
hafa lengi haldið því fram
– rétt eins og Friðrik J.
Arngrímsson – að það sé
enginn munur á erlend-
um fjárfestingum í ís-
lenzkum sjávarútvegi og
fjárfestingum íslenzkra
útgerðarfyrirtækja er-
lendis. Þess vegna sé Ís-
lendingum ekki stætt á að
banna erlendar fjárfest-
ingar hér á landi. Friðrik
telur hins vegar erlendu
fjárfestingarnar hér
óæskilegar, en fjárfest-
ingar Íslendinga í útlönd-
um æskilegar – eða hvað?
Í ályktun stjórnar LÍÚ,
sem var tilefni samtalsins
við Friðrik, segir m.a.:
„Með yfirráðum erlendra
aðila yfir íslenskum sjáv-
arútvegi er ljóst að arður
Íslendinga af nýtingu
sjávarauðlindarinnar
verður minni en ella.“
Bera íslenzkir útgerð-
armenn, sem fjárfesta er-
lendis, það á borð fyrir
þarlenda ráðamenn og
viðskiptavini, að fjárfest-
ingar Íslendinga í sjávar-
útvegi þeirra séu vondar?
Segja þeir t.d. við viðmæl-
endur sína í Bretlandi og
Þýzkalandi að arður
Breta eða Þjóðverja af
nýtingu sjávarauðlind-
arinnar verði minni en
ella vegna fjárfestinga Ís-
lendinga í sjávarútvegi
þessara ríkja? Kynna þeir
það sem afleita breytingu
að Íslendingar taki við
framkvæmdastjórn í
þýzkum og brezkum fyr-
irtækjum og að íslenzku
fyrirtækin njóti arðsins af
fjárfestingu sinni? Vænt-
anlega ekki.
Gagnkvæmni er lyk-
ilorðið í alþjóðlegum við-
skiptum. Rétt eins og
sjávarútvegsfyrirtæki
víða um heim sjá sér hag í
því að fá inn íslenzka fjár-
festa geta íslenzk sjáv-
arútvegsfyrirtæki haft
margvíslega hagsmuni af
því að erlendir aðilar
kaupi hlut í þeim. M.a.
myndi það styrkja þau í
síharðnandi alþjóðlegri
samkeppni. Það er nefni-
lega enginn munur á fjár-
festingum Íslendinga er-
lendis og fjárfestingum
útlendinga á Íslandi, eins
og Friðrik J. Arn-
grímsson bendir
réttilega á.
STAKSTEINAR
Góðir Íslendingar –
vondir útlendingar
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Freri kemur í dag,
Dettifoss og Helgafell
fara í dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 9–12.30 bókband og
öskjugerð, kl. 9.45–10
helgistund, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13–16.30 opin smíða
og handavinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13 bók-
band, kl. 14–15 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Kl. 13 tréskurð-
ur, kl. 14 bókasafnið, kl.
15–16 bókaspjall, kl.
17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 íkonagerð, kl. 10–
13, verslunin opin, kl.
13–16 spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 hárgreiðsla
og opin handa-
vinnustofa, kl. 9.30
danskennsla, kl. 14
söngstund.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9 gler-
skurður, kl. 10 leikfimi,
kl. 13.30 söngtími, kl.
15.15 dans, . Þorrablót
verður föstud. 31. jan.
kl. 18.30 Ræðumaður
sr. Valgeir Ástráðsson,
flutt verður minni karla
og kvenna, Söngdís-
irnar leiða fjöldasöng
og syngja nokkur lög.
Leynigestir koma í
heimsókn. Dansað við
undirleik Hljómsveitar
Hjördísar Geirs. Uppl.
í s. 568 3132
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 9 fótaaðgerð,
kl. 10 hárgreiðsla, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara í
Kópavogi, Bingó í Gull-
smára 13, föstud. 31.
jan. kl. 14.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 11 búta-
saumur byrjendur, kl.
13 bútasaumur, málun
og leikfimi karla.
Skráning í leir-
námskeið og postulíns-
málun. Félagsvist í
Garðabergi á morgun.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Pútt kl.
10, bingó 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids kl. 13.
og bridsnámskeið kl.
19.30.
Laugard.: Göngu-
hrólfar og Hananú hóp-
urinn úr Kópavogi hitt-
ast í Ásgarði kl. 10.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf, kl. 10.30
helgistund, frá hádegi
vinnustofur opnar, kl.
13.15 félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.05 og 9.50 leik-
fimi, kl. 9.30 klippi-
myndir, kl. 12.30
vefnaður, kl. 13 gler og
postulínsmálun, kl. 15
enska, kl. 17 myndlist,
kl. 20 gömlu dansarnir,
kl. 21 línudans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl.
13–16 handa-
vinnustofan opin, kl. 13
brids.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna og perlu-
saumur, og hjúkr-
unarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 bútasaumur, kl. 10
boccia, kl. 13 handa-
vinna, 13.30 félagsvist.
Fótaaðgerðir, hár-
greiðsla.
Korpúlfar Grafarvogi
samtök eldri borgara,
hittast á fimmtudögum
kl. 10, aðra hverja viku
er púttað á Korpúlfs-
stöðum en hina vikuna
er keila í Keilu í
Mjódd.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 13–
16.45 leir, kl. 10–11
ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræf-
ing og mósaik.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9. 30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerð og boccia
æfing, kl. 13 hand-
mennt og spilað.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra, Hátúni 12, kl.
19.30 tafl.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleit-
isbraut 58–60. Bæna-
stund kl. 17.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids að
Gullsmára 13. Skrán-
ing kl. 12.45, spil hefst
kl. 13.
Í dag er fimmtudagur 30. jan-
úar, 30. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Því að ekki er Guðs
ríki matur og drykkur, heldur
réttlæti, friður og fögnuður
í heilögum anda.
(Róm. 14, 17.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT
1 duglaus maður, 8 fugl,
9 óframfærnir menn, 10
raklendi, 11 kremja, 13
fífl, 15 lífs, 18 lúin, 21
ætt, 22 bál, 23 fiskar, 24
hryssingslegt.
LÓÐRÉTT
2 gangfletir, 3 garma, 4
haf, 5 land, 6 hæðum, 7
vex, 12 hestur, 14 andi,
15 ágeng, 16 bárur, 17
rusl, 18 matarsamtín-
ingur, 19 heiðarleg, 20
dauft ljós.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kólga, 4 flæsa, 7 impra, 8 úðinn, 9 lýk, 11 aðan,
13 stór, 14 áliti, 15 gnoð, 17 flas, 20 ógn, 22 Regin, 23
orkan, 24 aurar, 25 paufa.
Lóðrétt: 1 keipa, 2 loppa, 3 aðal, 4 fjúk, 5 æsist, 6 agnar,
10 ýfing, 12 náð, 13 Sif, 15 gúrka, 16 orgar, 18 lukku, 19
senda, 20 ónar, 21 norp.
Krossgáta