Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 43

Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 30. janúar, er áttræður Bjarni Ólafsson, fyrrverandi Póst- og símstjóri í Ólafsvík, Grundarbraut 22, Ólafsvík. Eiginkona hans er Marta Kristjánsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 2. febrúar verður fimmtugur Sig- mundur Stefánsson, Reyr- haga 3, Selfossi. Af því til- efni taka hann og eiginkona hans, Ingileif Auðunsdóttir, á móti ættingjum og vinum, í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka, laugardaginn 1. febrúar n.k frá kl. 19:00. UM leið og blindur kem- ur upp í þremur gröndum horfir suður fram á létt verk og hverdagslegt, en spilið tekur á sig nýja og skemmtilegri mynd þegar austur finnur snjalla vörn í öðrum slag: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á5 ♥ G52 ♦ KD10983 ♣42 Suður ♠ D832 ♥ ÁK4 ♦ G65 ♣KDG Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 lauf 1 grand 2 lauf 3 grönd Pass Pass Pass Austur vekur á Stand- ard-laufi, sem oft er þrílit- ur, og barátta vesturs í tvö lauf er byggð á veikum spilum og góðum stuðn- ingi. Útspilið er lauftía, sem austur tekur strax með ás og leggur frá sér spilin. Eftir dágóða um- hugsun dregur hann fram spaðakónginn! Það var og. Þetta er óbein árás á tígulinn í borði, svo vænt- anlega er austur með ás- inn þriðja í tígli og hyggst dúkka tvisvar. Sagnhafi sér þá átta slagi, eða tvo á hvern lit, og besti mögu- leikinn á þeim níunda ligg- ur í því að endaspila aust- ur og láta hann gefa á hjartagosann í borði: Norður ♠ Á5 ♥ G52 ♦ KD10983 ♣42 Vestur Austur ♠ 964 ♠ KG107 ♥ 9763 ♥ D108 ♦ 4 ♦ Á72 ♣109873 ♣Á65 Suður ♠ D832 ♥ ÁK4 ♦ G65 ♣KDG Öruggast er að dúkka spaðakónginn. Austur spil- ar spaða áfram og nú eru tveir slagir sóttir á tígul. Suður tekur síðan á spaða- drottningu og KD í laufi áður en hann sendir aust- ur inn á tígulás. Austur fær fjóra slagi í allt, en neyðist til að spila frá hjartadrottningunni í lokin og gefa úrslitaslaginn í borði. Góð vörn og gott and- svar hjá sagnhafa. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson DRAUMUR HJARÐSVEINSINS Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjar spræna. Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna. Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá í hnjám hinnar fríðustu vinu, og ástfanginn mændi eg í augun hin blá, sem yfir mér ljómandi skinu. - - - Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Bc4 Da5 8. O-O O-O 9. Bb3 d6 10. h3 Bd7 11. He1 Rxd4 12. Bxd4 Bc6 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Hfe8 15. c4 a6 16. He3 Rd7 17. Bxg7 Kxg7 18. Dd4+ f6 19. Hae1 Kf7 20. Dh4 Rf8 21. f4 Hac8 22. f5 b5 23. fxg6+ hxg6 24. Bc2 Hxc4 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavík- ur sem stendur nú yfir. Jón Viktor Gunnarsson (2405) hafði hvítt gegn Eiríki Björnssyni (1995). 25. Bxg6+! Rxg6 svartur yrði mátaður eftir 25...Kxg6 26. Hg3+ Kf5 27. Dh5+. Í framhaldinu er staða hans einnig gjör- töpuð. 26. Dh7+ Kf8 27. Dxg6 Dd2 28. Dh6+ Kf7 29. Hxe7+ og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 29... Hxe7 30. Dh7+ Kf8 31. Dxe7+ Kg8 32. De8+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 30. janúar, er fimmtug Drífa Antonía Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri á Djúpavogi. Drífa tekur á móti gestum á heimili sínu annað kvöld. 95 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudag- inn 31. janúar, verður 95 ára Páll Sveinsson, Löngu- hlíð 3. Hann býður fjöl- skyldu sinni, vinum og vandamönnum í kaffi kl. 15–18 á afmælisdaginn. Páll afþakkar blóm og gjafir en bendir þeim á sem vilja gleðja hann að láta Blindra- félagið njóta þess, reikn: Ís- landsbanka 515-26-400160. Bankastræti 11 sími 551 3930 Útsala 20-50% afsláttur Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Enn meiri afsláttur Opið frá kl. 10—18 Laugardaga frá kl. 11—15 Allir velkomnir FRÉTTIR HINN 10. desember tóku krakkarnir í 7.R í Digranesskóla þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni verkefnaviku með dagblöð í kennslutímum komu þau í skoð- unarferð á Morgunblaðið ásamt kennara til fá nánari innsýn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Morg- unblaðinu. Morgublaðið þakkar 7.R kærlega fyrir komuna og vonar að heimsóknin hafi orðið þessum hressu krökkum bæði til gagns og gamans. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú tekst á við lífið af skyn- semi og trúir á réttlætið. Þér finnst gaman að byggja upp eitthvað nýtt. Það eru umbrotatímar framundan í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú skalt reyna að hjálpa vini í raun í dag og átt auðvelt með að taka þarfir annarra fram yfir þínar eigin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þig langar til að bjarga heiminum í dag og finnur til mikillar meðaumkunar gagnvart þeim sem minna mega sín. Leitaðu að tæki- færi til að hjálpa öðrum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Í dag er heppilegt að ræða við aðra um frum- spekileg málefni, trúmál og heimspeki. Hugur þinn flýgur hátt og sér frábær tækifæri. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú vilt nýta eign sem þú átt með öðrum eða sam- eiginlegan sjóð til að að- stoða einhvern. Ræddu við aðra til að fá fram skoðun þeirra á málinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú finnur fyrir viðkvæmni gagnvart vini eða félaga í dag. Þetta er jákvætt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú reynir að hjálpa sam- starfsmönnunum í dag og leggur ýmislegt á þig til þess. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert í rómantísku skapi og vildir helst leika í Hollywood-kvikmynd með ástinni þinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag er gott að slappa af og gera sem minnst. Þér er skapi næst að dreyma dagdrauma og hvíla þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt forðast áfengi og lyf í dag. Líkami þinn á erfiðara en venjulega með að vinna úr slíku. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar til að eyða pen- ingum í einhvern lúxus- varning í dag. Þar sem þú hefur í hjarta þínu andúð á eyðslusemi ættir þú að bíða 1-2 daga og sjá hvort þér hafi snúist hugur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert næmari en venju- lega á annað fólk í dag. Þú virðist gera þér grein fyr- ir því hvernig því líður og lest nánast hugsanir þess. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að treysta eðl- isávísuninni í dag því hún leiðir þig á réttar brautir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.isMoggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.