Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 49 ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10 KEFLAVÍK / Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 8. Enskt. tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5 og 7. ÁLFABAKKI KRINGLANÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 5, 7, 8, 9 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. Inni held ur e fni s em þú h efði r ald rei feng ið a ð sj á í sjón varp i. Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó. Kvikmyndir.is Radíó X AKUREYRI KEFLAVÍK tt logo 210TAK tt logo 1688DYR tt logo 4603GLE Til a› fá tákn e›a tón í símann sendir›u SMS, dæmi: tt logo 961BIO í 1848. tt logo 4616GLE tt logo 6775AST tt logo 6753AST tt logo 782TAG tt logo 20322ANN tákn skammval GET THE PARTY STARTED Pink GET OVER YOU Sophie Ellis Bextor CALL ME Moroder tt ton 121POP tt ton 122POP tt ton 5DIS tónn skammval N‡justu tónar og tákn N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 8 3 5 2 / sia .is tt logo 105TEI tt logo 2613BIL JUST LIKE A PILL Pink ÉG SJÁLF Írafár LIFE IS LIFE Hermes House Band & DJ Ötzi IN THE SUMMERTIME Mungo Jerry tt ton 114POP tt ton 117POP tt ton 75ISL tt ton120POP fiessir tónar og tákn eru eingöngu fyrir Nokia-síma. Hver sending kostar 59 kr. Kíktu á vit.is til a› sjá fleiri tóna og tákn. Ná›u flér strax í heitustu táknin og svölustu tónana í GSM-símann flinn. Í hverri viku bætast vi› n‡ tákn og n‡ir tónar. DILEMMA Nelly ásamt Kelly Rowland tt ton 112POP IN MY PLACE Coldplay tt ton 119POP THE TIDE IS HIGH Atomic Kitten tt ton 116POP SJÖ greinar í útbreiddasta dagblaði Lettlands eru afrakstur mán- aðarheimsóknar blaðamannsins Ievu Pukite og ljósmyndarans Kaspars Goba til Íslands í haust. Greinarnar birtust í aukablaði Diena, tímaritsútgáfu er fylgir með blaðinu á laugardögum. Greinarnar fá gott pláss í blöðunum og gerði Ieva mat, hesta, heita vatnið og Vestmannaeyjar að umfjöllunarefni sínu, svo eitthvað sé nefnt. Skortur á upplýsingum Ieva segir það hafa verið mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks við Íslandsgreinunum. „Ég vissi ekki að það væri svona mikill skortur á upplýsingar um Ísland í Lettlandi. Ég var spurð að mörgu um Ísland,“ segir hún. Spurning- arnar eins og: „fórstu að synda í Geysi?“ og „varstu ekki að frjósa úr kulda?“ segir Ieva vitna um van- þekkingu landa sinna á Íslandi. Mesta athygli í Lettlandi vakti þó viðtal hennar við Hildi Rúnu Hauksdóttur, móður hinnar þekktu söngkonu, Bjarkar Guðmunds- dóttur. Viðtalið rataði á forsíðu og bárust blaðinu margar athugasemd- ir vegna þessa. Rætt var við Hildi Rúnu m.a. um náttúruvernd. „Ég get sjálf ekki gert upp á milli greinanna og viðfangsefna en fólk virðist hafa haft einna mest gaman af greininni um móður Bjarkar,“ segir Ieva. Á forsíðu aukablaðsins, sem er dreift í um 70.000 eintökum, stend- ur: „Bjorkas mammas dumpigums“. Fyrstu tvö orðin skila sér en Ieva upplýsir að þriðja orðið þýði „upp- reisnargjarn“ og vísar það til bar- áttu hennar gegn Kárahnjúkavirkj- un. Blaðið fékk mikil viðbrögð við greininni og segir Ieva að lesendur hafi sérstaklega verið að lýsa yfir stuðningi við málstað hennar. „Les- endur sögðu hana dæmi um hversu mikið ein manneskja getur gert, til dæmis hvað varðar umhverf- isvernd,“ segir Ieva og spyr um nýjustu fréttir af Kárahnjúkavirkj- un. Ieva og Kaspars heimsóttu virkj- anaslóðir og segir það hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég held að grein- in hafi verið tilfinningaríkari en margar aðrar því við höfðum séð svæðið í raun,“ segir hún. Hún segist hafa haft afskaplega gaman af því að sjá norðurljós á meðan á dvöl hennar stóð. „Ég sá þau einu sinni í Lettlandi þar sem þau eru mjög sjaldgæf. Lettar trúa því að norðurljós boði stríð þannig að það er ágætt að þau sjáist ekki oftar,“ segir Ieva og hlær. Ieva segir að hún hafi rætt við prófessor í landafræði í háskólanum í Riga og hann hafi upplýst hana um það að nemendur hans hafi stuðst við Íslandsgreinar hennar í prófsvörum. „Þetta sýnir að það hafi virkilega verið skortur í land- inu á upplýsingum um Ísland,“ seg- ir hún. Íslensk listahátíð í Riga? Á döfinni er að halda einhvers konar íslenska listahátíð í Riga á næsta ári, upplýsir Ieva. Hún segir að hugmyndin sé að halda íslenska kvikmyndahátíð og tengja hana öðrum uppákomum. Yrði hátíðin haldin á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar en ekkert sé enn ákveðið. Ieva segir að eftir að greinaflokk- urinn birtist hafi skrifstofu nefnd- arinnar í Riga borist fjölmargar fyrirspurnir um Ísland, þannig að greinilegt er að skrif hennar hafa vakið áhuga margra á landinu. Þetta er þó ekki það eina sem Ieva hefur fengist við að und- anförnu. Hún dvaldi í þrjá mánuði á síðasta ári í Ástralíu og skrifaði greinar um landið líkt og hún gerði um Ísland. Hún fer í næsta mánuði til tveggja mánaða dvalar og ætlar að gefa út bók um landið. „Ég er komin með útgefanda og ætla að einbeita mér að málefnum frum- byggja,“ segir hún. Ieva lætur þar ekki staðar numið en hún ætlar einnig að skrifa grein um Ísland í flugvélablað lettneska flugfélagsins. Ieva og Kaspars eru að vinna í að gefa út bók um Ísland á lettnesku með myndum Kaspars og texta Ievu. Hún minnist á að Kaspars hafi komið áður til landsins, árið 1998, en vinnu við bókina sé enn ekki lokið og útgáfusamningur ekki í höfn. Sækjast sér um líkir „Einn mánuður var rétt svo nóg til að byrja að skilja Ísland. Þegar ég fór hafði ég það á tilfinningunni að þetta væri bara byrjunin. Ég reyndi að gera skrifin persónuleg og forðast staðalmyndir um landið,“ segir hún. „Okkur fannst mjög gaman á landinu. Við eigum eftir að koma aftur,“ segir Ieva fyrir sína hönd og Kaspars. „Kannski er eitthvað líkt með hugsanahætti Letta og Íslendinga. Ég held það,“ hugleiðir Ieva. Hún er þakklát öllum, sem hjálp- uðu henni á meðan á heimsókn hennar stóð og vill skila kveðju frá Lettlandi. Enn fjölgar Íslandsvinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmyndarinn Kaspars Goba og blaðamaðurinn Ieva Pukite dvöldu í einn mánuð á Íslandi síðasta haust. Afraksturinn var greinaflokkur um Ísland í lettnesku dagblaði. Viðtal við Hildi Rúnu Hauksdóttur, móður Bjarkar, vakti mikla athygli í Lettlandi en hún komst á forsíðu fylgirits dagblaðsins Diena. Ísland fær góða landkynningu í Lettlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.