Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
www.isb.is
Vertu með
allt á hreinu
2003
ÍSLENDINGAR sigruðu Pólverja
með fjögurra marka mun, 33:29, í
gærkvöld og tryggðu sér sæti með-
al átta efstu þjóðanna á heims-
meistaramótinu í handknattleik í
Portúgal.
Íslenska liðið er komið með fjög-
ur stig í riðlinum og leikur við
Spánverja í kvöld kl. 20.30 og er
það hreinn úrslitaleikur um hvort
liðið leikur um verðlaunasæti á
mótinu. Sjö efstu sætin á mótinu
gefa þátttökurétt á Ólympíu-
leikunum í Aþenu 2004.
Morgunblaðið /RAX
Komnir í hóp átta
bestu í heimi
HM í handbolta/B1–8
FORELDRAR í Skagafirði gætu á næstunni
átt von á að þurfa að greiða 1.000 krónur
sæki þeir börnin of seint í leikskólann. Farið
verður fram á greiðsluna komi það ítrekað
fyrir að börnin séu sótt of seint. Fræðslu- og
menningarnefnd Skagafjarðar hefur sam-
þykkt erindi leikskólastjóra sveitarfé-
lagsins þessa efnis og og mun byggðaráð
taka málið fyrir á fundi í næstu viku. Leik-
skólastjórum hefur verið falið að kynna fyr-
irhugaða gjaldtöku og reglur fyrir for-
eldrum leikskólabarna. Fimm leikskólar
eru í Skagafirði.
Góð reynsla á Ólafsfirði
„Við lítum ekki á þetta sem fjáröflun fyrir
leikskólann heldur aðferð til þess að reyna
að koma í veg fyrir að við þurfum sjálf að
borga yfirvinnu vegna barna sem eru leng-
ur en umsaminn vistunartími segir til um,“
kannski verið sneggri að drífa í því.“
Kristrún segir að búið sé að reyna að
beita öðrum aðferðum en að leikskólastjór-
ar í Skagafirði hafi verið sammála um að
fara nú þessa leið.
„Það á eftir að taka þetta fyrir í byggða-
ráði en við munum ekki fara af stað með
þetta fyrr en við erum búin að kynna þetta
mjög vel fyrir foreldrum.“
Að sögn Kristrúnar gæti gjaldtakan
hugsanlega komið til framkvæmda 1. mars.
Þess má geta að Morgunblaðið greindi
frá því á dögunum að sveitarfélög í Dan-
mörku vilja að þingið samþykki lög sem
heimili þeim að sekta foreldra um 500
danskar krónur, u.þ.b. 5.500 íslenskar krón-
ur, komi þeir of seint að sækja börn á leik-
skóla. Það er sama upphæð og danskir öku-
menn þurfa að borga ef þeir fá
stöðumælasekt.
segir Kristrún Ragnarsdóttir, leik-
skólastjóri á Furukoti á Sauðárkróki. Segir
hún nokkuð algengt að börn séu sótt of
seint á leikskóla og sé vandamálið þekkt alls
staðar á landinu. Kristrún segir það alltaf
geta komið fyrir að foreldrar komi stöku
sinnum aðeins of seint að sækja börnin og
þess vegna verði þeim gefin tvö tækifæri. Í
þriðja skipti í hverjum mánuði sem barnið
er sótt of seint verður gjaldið innheimt.
Engu skiptir þá hvort barnið er sótt fimm
mínútum eftir umsaminn vistunartíma eða
klukkutíma að sögn Kristrúnar.
Hún segir gjaldtöku sem þessa þekkta
t.d. á Ólafsfirði og hafi gefið þar mjög góða
raun.
„Áður en við skrifuðum fræðslu- og
menningarnefnd bréf leituðum við okkur
upplýsinga annars staðar á landinu. Flestir
virðast vilja fara þessa leið en við höfum
Foreldrar borgi sekt
sæki þeir börnin of seint
FULLTRÚAR þýska fyrirtæk-
isins RAG Traiding hafa verið í
sambandi við forsvarsmenn
Norðuráls á Grundartanga um
möguleika á að selja rafskaut til álversins í tengslum
við fyrirhugaða stækkun þess. Eins og fram kom í
blaðinu í gær hefur þýska fyrirtækið sýnt áhuga á að
reisa rafskautaverksmiðju í Hvalfirði með 340 þúsund
tonna framleiðslugetu.
„Við höfum hitt þá þrisvar sinnum en þeir voru hér
til að kynna sér aðstæður. Það kom fram á fundi í gær
[þriðjudag] að þeir hafa áhuga á að grunnurinn að
rekstrinum yrði framleiðsla fyrir Fjarðarál og stækk-
unina hjá okkur ef nægilegri stærðarhagkvæmni yrði
náð,“ segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri
Norðuráls.
Að sögn Ragnars hafa Þjóðverjarnir einnig sýnt
áhuga á að framleiða rafskaut vegna núverandi fram-
leiðslu álversins síðar meir þegar gildandi samningur
um innflutning rafskauta rennur út.
Ræða við
Norðurál um
sölu rafskauta
Rafskautaverksmiðja/12
Í FYRRA voru nýskráð 3.120
einkahlutafélög hjá fyrirtækjaskrá
Hagstofu Íslands en það jafngildir
um 67% fjölgun nýskráninga frá
árinu 2001 en þá var 1.871 nýtt fé-
lag skráð.
Hátt í 400 ný einkahlutafélög
stofnuð um smábátaútgerð
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni sýnir sundurliðun yf-
irflokka atvinnugreina að ný-
skráningar hafi öll árin 1998–2002
flestar verið í yfirflokknum fast-
eignaviðskipti, leigustarfsemi og
ýmiss konar sérhæfðri þjónustu
en í þann flokk falla m.a. atvinnu-
greinar eins og rekstur
eignarhaldsfélaga, leiga atvinnu-
húsnæðis, hugbúnaðargerð,
rekstrarráðgjöf og tækniráðgjöf
arkitekta og verkfræðinga. Ný-
skráningar í þessum yfirflokki at-
vinnugreina voru 882 í fyrra eða
28% af heildarnýskráningum allt
árið í fyrra.
Af einstökum atvinnugreinum
voru nýskráningar flestar í
flokknum smábátaútgerð (389) og
jukust því næst í leigu atvinnu-
húsnæðis (259), þá í húsbygging-
um og annarri mannvirkjagerð
(215), því næst í rekstri eignar-
haldsfélaga (116) og matsölustaða
(105).
Hlutfallslega jukust nýskrán-
ingar í fiskveiðum einna mest eða
um 331%, þá í landbúnaði, dýra-
veiðum og skógrækt eða um 153%
og í heilbrigðis- og félagsþjónustu
eða um 124%.
Af landsvæðum voru langflestar
nýskráningar á höfuðborgarsvæð-
inu árið 2002, alls 1.286 eða 69%
allra nýskráninga í fyrra. Suður-
land var með næstflestar nýskrán-
ingar eða 114 (6,1%), en fæstar á
Norðurlandi vestra (50 eða 2,7%).
Af þeim tuttugu atvinnugrein-
um þar sem mest var um nýskrán-
ingar var landsbyggðin með meira
en helming nýskráninga í aðeins
fjórum atvinnugreinum.
Þessar atvinnugreinar eru smá-
bátaútgerð, útgerð fiskiskipa yfir
tíu brúttólestum, akstur flutninga-
bíla og leiga á vinnuvélum með
stjórnanda.
Skráð einkahluta-
félög 3.120 í fyrra
331% fjölgun
í fiskveiðum
KOSTNAÐUR við nýtt launakerfi borgarfulltrúa
Reykjavíkur, sem samþykkt var að greiða eftir frá 1.
júlí á síðasta ári, hefur farið fram úr áætlunum.
Launanefndin, sem vann upphaflega að breyting-
unum, hefur endurskoðað launakerfið og lagði í gær
fram breytingar til að lækka launakostnað.
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi,
sem á sæti í nefndinni ásamt Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur og Ingu Jónu Þórðardóttur, segir að fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar hafi sýnt talsverða
hækkun á launalið fyrir setu í borgarstjórn og nefnd-
um á vegum borgarinnar. Upphaflega hafi ekki staðið
til með kerfisbreytingunni að hækka laun heldur færa
launakerfið nær því sem gerðist á Alþingi og að meira
jafnræði væri með launagreiðslum hinna kjörnu full-
trúa. Síðan þá hafa borgarfulltrúar þegið föst laun fyr-
ir störf sín í ákveðnu hlutfalli af þingfararkaupi, auk
sérstaks álags fyrir setu í borgarráði og formennsku í
nefndum.
Sigrún segir að einhverjar forsendur, sem ekki var
gert ráð fyrir, hafi skekkt útreikninga og ekki hafi all-
ar upplýsingar legið fyrir þegar þessi vinna fór fram,
eins og skipan borgarfulltrúa í nefndir, fjöldi áheyrn-
arfulltrúa og innkomur varamanna.
Laun borgar-
fulltrúa lækka
♦ ♦ ♦