Morgunblaðið - 06.02.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 35. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 mbl.is
Myrkir
músíkdagar
Spjallað um stef og stefleysur,
hljóma og kadensur Listir 22
Litagleði
og kynþokki
Tískuhönnun og ekki síður fyrirsæturnar
hafa vakið athygli í Brasilíu Fólk 46
Stefnan
tekin á Aþenu
Íslensku dómararnir á HM voru meðal
fimm bestu para í Portúgal Íþróttir 40
Powell gerði á fundinum grein fyrir
því sem hann kallaði „sannanir“ um
að Írakar væru brotlegir við ályktanir
SÞ og að þeir ættu samstarf við al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökin.
Lagði hann fram gervihnatta-
myndir máli sínu til stuðnings og lék
hljóðupptökur sem hann kvað m.a.
sanna að Írakar hefðu komið efna-
vopnum undan vopnaeftirlitsmönnum
og að þeir ynnu að þróun eldflauga
sem bryti í bága við samþykktir SÞ.
Powell sagði að „safn staðreynda
og uggvænlegt hegðunarmynstur“
væru staðfesting þess að Írakar væru
brotlegir við ályktanir öryggisráðs-
ins, sem gera ráð fyrir afvopnun
þeirra og að þeir sýni vopnaeftirlits-
mönnum samstarfsvilja. Hann spilaði
m.a. upptöku af samtali tveggja ír-
askra herforingja 26. nóvember sl.
þar sem þeir voru að ræða væntan-
lega heimsókn Mohameds ElBar-
adeis, yfirmanns Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar, í bækistöðvar
annars þeirra. B er hershöfðingi og
hafði hann – að sögn Powells –
áhyggjur af því að A væri með ólög-
legan vopnabúnað.
A: „Við erum með breyttan
vagn [hreyfanlega efnavopna-
verksmiðju]. Hvað gerum
við ef þeir sjá hann?“
B: „Þú varst ekki með
breyttan vagn, er það?
Þú hefur ekki einn slíkan?“
A: „Jú, ég er með einn.“
B: „Hvaða vagn, hvar
fékkstu hann?“
A: „Úr vinnubúðunum,
hjá Al Kendi-fyrirtækinu.“
B: „Hvað segirðu?“
A: „Frá Al Kendi.“
B: „Ég kem og heimsæki
þig í fyrramálið. Ég hef áhyggjur.
Þið eruð allir ennþá með
eitthvað.“
A: „Við fluttum allt á brott.
Hér er ekkert lengur.“
Frakkar vilja efla eftirlitið
Ræða Powells stóð í tæpar níutíu
mínútur og eftir að hann hafði lokið
máli sínu tóku fulltrúar annarra ríkja,
sem sæti eiga í öryggisráðinu, til
máls. Ekki var að sjá að málflutning-
ur Powells hefði orðið til þess að
menn skiptu um skoðun í málinu en
margir þeirra, sem til máls tóku,
sögðu að skoða yrði þau gögn betur,
sem Powell lagði fram.
Af þeim þjóðum, sem eiga sæti í ör-
yggisráðinu, hafa aðeins Bretar lýst
yfir stuðningi við þá stefnu Banda-
ríkjanna að afvopna Íraka með valdi,
ef með þarf. Aðrar þjóðir, þ.á m.
Frakkar, töldu ræðu Powells hins
vegar sýna að herða ætti á vopnaeft-
irlitinu til muna.
Dominque de Villepin, utanríkis-
ráðherra Frakklands, útilokaði þó
ekki að Frakkar, sem hafa neitunar-
vald í öryggisráðinu, yrðu reiðubúnir
til að samþykkja beitingu hervalds
þegar ljóst væri orðið að enginn ann-
ar kostur væri í stöðunni.
„Við fluttum allt á brott“
Colin Powell segir
ljóst að Írak sé brot-
legt við ályktun SÞ
COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær
að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði að grípa til aðgerða til
að bregðast við „kerfisbundum“ tilraunum Íraka til að fela
vopnabúr sín fyrir vopnaeftirlitsmönnum SÞ. „Við samþykkt-
um ályktun hér á þessum vettvangi í haust til að gefa Írak loka-
tækifæri [til að afvopnast]. Írak hefur ekki nýtt sér þetta loka-
tækifæri,“ sagði Powell á fundi öryggisráðsins í gær.
AP
Fulltrúar í öryggisráði SÞ hlýddu af athygli á Colin Powell er hann kynnti
meint sönnunargögn Bandaríkjastjórnar um brot Íraka á ályktun ráðsins.
RAGNAR G. Kristjánsson,
sendiráðunautur fastanefndar
Íslands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, segir loft hafa verið lævi
blandið á fundi öryggisráðs SÞ
í gær. Fundurinn hafi verið raf-
magnaður en of snemmt væri
að meta áhrif hans á gang mála
í Íraksdeilunni.
„Ég hef verið hér í New York
í tæp tvö ár og á þeim tíma hef-
ur margt gerst; fundur í fyrra
um Alþjóðasakamáladómstól-
inn var stormasamur, að ekki
sé talað um fundinn í kjölfar
árásanna á Bandaríkin 11.
september 2001, en ég hef aldr-
ei séð jafn mikið fjölmiðlafár í
kringum einn fund og þennan,“
sagði Ragnar, sem sat fundinn
fyrir Íslands hönd.
Ragnar sagðist jafnframt
aldrei hafa séð jafn margt fólk í
fundarsal öryggisráðsins. Bæta
hefði þurft við stólum í salinn
og takmarka varð aðgang þess
fólks, sem starfar í höfuðstöðv-
um SÞ.
Ragnar sagði fundarmenn
hafa hlustað af mikilli athygli á
Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna. „Það er
oft þannig á fundum öryggis-
ráðsins að fólk er mikið á ferð-
inni, fer inn og út úr fundar-
salnum. Ég tók hins vegar
sérstaklega eftir því að það var
óvenju lítið um þetta núna.
Menn sátu sem fastast þessar
fjórar klukkustundir sem fund-
urinn stóð. Viðstaddir hlustuðu
mjög gaumgæfilega á alla um-
ræðuna, bæði ræðu Powells og
þeirra sem tóku til máls á eftir
honum.“
Aldrei séð
slíkt fjöl-
miðlafár
Reuters
Colin Powell sagði Íraka eiga milt-
isbrandsbirgðir en ekki þyrfti mik-
ið af honum til að bana fólki.
Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
Saddam/26
COLIN Powell lét bregða upp á
skjá samtölum milli foringja í
írösku sérsveitunum, Lýðveld-
isverðinum. Eitt þeirra var á þessa
leið:
A: „Nefnið þetta ekki, nefnið
þetta ekki.“
B: „Þetta orð, þetta orð. Ég skil.“
A: „Taugagas, taugagas.
Hvenær sem um það er
að ræða.“
B: „Ég skil.“
A: „Hvenær sem um það
er að ræða.“
B: „Í þráðlausum fjarskipta-
boðum, í fjarskiptaboðum.“
A: „Taktu eftir. Í þráðlausum
fjarskiptaboðum.“
B: „Þráðlausum. Ég skil.“
Powell sagði, að skipunin stafaði
augljóslega af því, að Írakar hefðu
óttast, að þráðlausu samtölin væru
hleruð. Sú hefði líka verið raunin.
„Nefnið
þetta ekki“
ÍRAKAR fóru í gær hörðum orðum
um ræðu Colins Powells, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna en þeir
sögðu að um „dæmigert bandarískt
sjónarspil“ hefði verið að ræða með
tilheyrandi „brellum“. Sögðu Írakar
að Powell hefði engar sannanir fært
fram um meint brot Íraka gegn
ályktun öryggisráðsins, heldur ein-
göngu ósannar ásakanir.
Amr al-Saadi hershöfðingi, ráð-
gjafi Saddams Husseins Íraksfor-
seta, gerði lítið úr hljóðupptökum af
samtölum íraskra embættismanna,
sem Powell spilaði og sagði að gæfu
til kynna að Írakar feli vopnabúr
sín fyrir vopnaeftirlitsmönnum SÞ.
Sagði hann að „hvaða þriðja flokks
leyniþjónusta sem er“ hefði getað
framleitt þessar upptökur.
Mohammed Al-Douri, sendiherra
Íraka hjá SÞ, tók í sama streng.
„Það kom ekkert nýtt fram, ein-
ungis hljóðupptökur sem ekki er
hægt að sanna að séu ósviknar,“
sagði hann. Þá sagði hann augljóst
að markmið Powells hefði verið að
að reyna að réttlæta hernaðarað-
gerðir gegn Írak sem engin réttlæt-
ing væri fyrir.
Al-Douri hafnaði því einnig að
tengsl væru milli íraskra stjórn-
valda og al-Qaeda-hryðjuverkasam-
takanna. „Ef við ættum í samskipt-
um við al-Qaeda og við teldum það
samband af hinu góða þá myndum
við ekki hika við að viðurkenna
það,“ sagði hann.
Írakar hafna fullyrð-
ingum Bandaríkjanna
Kalla ræðu
Powells „banda-
rískt sjónarspil“
Bagdad. AFP.