Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UPPLAGSEFTIRLIT Verslunar-
ráðs Íslands hefur tekið saman eft-
irfarandi upplýsingar um seld ein-
tök af Morgunblaðinu og prentun
og dreifingu Fréttablaðsins:
„Fréttablaðið er nú í fyrsta
skipti þátttakandi í Upplagseftirliti
Verslunarráðs Íslands, en frá upp-
hafi hefur Morgunblaðið eitt nýtt
sér þessa þjónustu.
Annars vegar er um að ræða eft-
irlit með seldum eintökum Morg-
unblaðsins fyrir tímabilið júlí –
desember 2002 og hins vegar í
fyrsta skipti upplýsingar um
prentun og dreifingu Fréttablaðs-
ins. Tölur Fréttablaðsins eru fyrir
tímabilið október til desember en
þeir gerðu samning við Verslunar-
ráðið í lok september 2002.
Við skoðun á upplagi Morgun-
blaðsins síðari helming liðins árs,
júlí til desember 2002 í samræmi
við reglur Upplagseftirlits VÍ, var
staðfest að meðaltalssala blaðsins á
dag var 53.612 eintök. Sama tíma
árið 2001 var meðaltalssalan 54.687
eintök á dag. Ofangreindar upplýs-
ingar eru staðfestar með skoðun
bókhaldsgagna Morgunblaðsins.
Við skoðun á prentuðu upplagi
af Fréttablaðinu fyrir tímabilið
október – desember 2002, var stað-
fest að prentuð blöð á tímabilinu
voru að meðaltali 86.700 á dag.
Fréttablaðinu er ýmist dreift með
útburði í hús með bréfberum eða
með því að blöðin eru lögð fram til
dreifingar í verslunum og fyrir-
tækjum. Samkvæmt upplýsingum
frá blaðinu var dreifingin eftirfar-
andi:
Dreifð blöð með blaðberum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, og á
Akureyri, 76.403. Blöð lögð fram til
dreifingar á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu, á Akureyri og á lands-
byggðinni, 9.711. Samtals var
dreifingin því 86.114 eintök. Um er
að ræða meðaltalstölur hvers dags
á tímabilinu.
Upplagseftirlit Verslunarráðs-
ins annast einnig eftirlit og stað-
festingu upplags prentmiðla fyrir
útgefendur, sem óska eftir því og
gangast undir eftirlitsskilmála.
Trúnaðarmaður eftirlitsins er
Reynir Vignir löggiltur endurskoð-
andi hjá PricewaterhouseCoopers
og umsjónarmaður er Sigríður
Ásthildur Andersen lögfræðingur
VÍ.“
Upplagseftirlit Verslunarráðs
Íslands júlí til desember 2002
Morgunblaðið selt
í 53.612 eintökum
FJÖLSKYLDA Gunnlaugs Briem,
fyrrverandi ráðuneytisstjóra, færði
landbúnaðarráðuneytinu málverk af
Gunnlaugi að gjöf í gær.
Garðar Briem, sonur Gunnlaugs,
segir að faðir sinn hafi fengið verkið
í afmælisgjöf frá helstu samstarfs-
mönnum þegar hann varð fimm-
tugur 5. febrúar 1973. Síðustu æviár
föðurs síns hafi komið til tals innan
fjölskyldunnar að sómi yrði að verk-
inu á veggjum stjórnarráðsins þar
sem Gunnlaugur starfaði þangað til
hann var orðinn sjötugur. Í máli
Guðna Ágústssonar kom fram að þá
hafði Gunnlaugur unnið fyrir 33 ráð-
herra.
Fyrst hóf Gunnlaugur störf í at-
vinnumálaráðuneytinu í gamla tukt-
húsinu sem nú hýsir forsætisráðu-
neytið. Eftir að Arnarhvoll var
byggður var ráðuneytinu skipt í
landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðn-
aðarráðueyti. „Í hans hlut féll land-
búnaðarráðuneytið að því talið er
vegna þess að landbúnaðarmálin
hafi helst snert hann,“ segir Garðar.
Gunnlaugur var mikill áhugamað-
ur um skógrækt og las mikið að sögn
Garðars. Þó hélt hann sig fyrir utan
ýmiss konar félagsstarf þar sem
honum þótti það ekki fara saman við
embættisstörfin. Garðar segir föður
sinn hafa haft mikinn áhuga á starfi
sínu og með honum starfað fjöldinn
allur af góðum mönnum sem enn
minnist hans.
Gáfu landbúnaðarráðuneytinu
málverk af Gunnlaugi Briem
Vann fyrir 33
ráðherra
Morgunblaðið/Golli
Garðar Briem, Hrafnhildur Briem, Guðrún Briem og Þráinn Þórhallsson
ásamt Guðmundi B. Helgasyni og Guðna Ágústssyni ráðherra.
TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra hefur
ákveðið að báðum tilboðunum sem bárust í bygg-
ingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskól-
ann á Akureyri skuli hafnað, útboðið afturkallað
og framkvæmdin boðin út að nýju með þátttöku
sömu aðila og áður. Tvö tilboð bárust í byggingu
hússins að undangengnu lokuðu forvali, annars
vegar frá Ístaki og Nýsi og hins vegar frá Íslensk-
um aðalverktökum (ÍAV), ISS á Íslandi og Lands-
afli. Tómas Ingi segir að nýtt útboð gæti farið
fram þegar í þessum mánuði. Þótt verkið yrði í
meginatriðum boðið út óbreytt, verði gerðar
breytingar á útboðsskilmálum. Tómas Ingi sagði
að útboðsferlið tæki um tvo mánuði og hann sagði
að því stefnt að hefja framkvæmdir í sumar og
ljúka þeim haustið 2004. Þá sagði hann að skuld-
bindingar þeirra ráðuneyta og stofnana sem komu
að verkefninu verði með sama hætti og í fyrra út-
boði.
Framkvæmd á annan milljarð króna
Hér er um svonefnda einkaframkvæmd að ræða
upp á vel á annan milljarð króna. Til stóð að hefja
framkvæmdir við byggingu hússins sl. sumar. Sér-
stök valnefnd valdi tilboð ÍAV og samstarfsaðila
en í kjölfarið kærðu Ístak og Nýsir útboðið til
kærunefndar útboðsmála, sem úrskurðaði tilboð
ÍAV og samstarfsaðila ógilt.
Hann sagði að nefnd um byggingu rannsókna-
hússins hefði farið yfir málið og endurmetið tilboð
Ístaks og Nýsis en ekki hefði verið ástæða til að
endurmeta tilboð ÍAV, þar sem það hafi verið ógilt
með úrskurði kærunefndar. „Það var niðurstaða
nefndarinnar að tilboð Ístaks og Nýsis uppfyllti
ekki markmið útboðsins, hvað varðar verð og gæði
og verulegir annmarkar væru á þeirri lausn sem
tilboðið byggist á. Þá liggur fyrir að þar sem að-
eins er um eitt gilt tilboð að ræða, er samanburður
á tilboðum útilokaður og mat á því hvaða lausnir
eru bestar ekki framkvæmanlegt. Af þeirri
ástæðu einni er hægt að hafna tilboðinu, m.a. sam-
kvæmt gengnum dómum Evrópudómstólsins.“
Báðum tilboðum í byggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við HA hafnað
Verkið boðið út aftur
síðar í þessum mánuði
„ÞAÐ er alveg ljóst að ráðherra
ferðamála hefur áhuga á að leita
leiða til þess fjölga ferðamönnum til
landsins. Það höfum við gert og það
hefur tekist býsna vel,“ segir Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra.
Hann telur þó fátt benda til þess að
kostnaður vegna flugvallargjaldsins
bægi frá farþegum:
„Það blasir við samkvæmt þeim
upplýsingum sem við höfum að
Keflavíkurflugvöllur sker sig ekki úr
í gjaldtöku miðað við aðra flugvelli.
Vegna fullyrðinga á Alþingi er rétt
að vekja athygli á því að farþega-
skatturinn á Kaupmannahafnarflug-
velli er 90 krónur danskar eða um
þúsund íslenskar krónur og í Frank-
furt er skatturinn hærri en hér eða
um 1.280 krónur.“
Sturla segir ljóst að Íslendingar
verði að líta á flugvallarkerfið hér
sem nokkra heild. „Keflavíkur-
flugvöllur yrði ekki rekinn nema
vegna þess að
flugvellirnir í
Reykjavík, á Ak-
ureyri og Egils-
stöðum eru til
staðar sem vara-
vellir. Ef þeir
væru aðeins not-
aðir fyrir flug-
vélar í innan-
landsflugi væri
uppbygging flug-
vallanna miklu ódýrari.
Þarna er ég ekki bara að ræða um
vellina sjálfa heldur og flugöryggið
og á þetta verður að líta sem heild.“
Sturla segir að menn hafi verið að
vinna í því að bregðast við athuga-
semdum ESA vegna farþegaskatts-
ins en hafi ekki talið skynsamlegt að
fjalla mikið opinberlega um þá kosti
sem séu til staðar meðan þær deilur
standi. „Ég hef þó bent á að það yrði
að jafna gjaldtökuna en þá verða
menn jafnframt að taka mið af því
grundvallaratriði að innanlandsflug-
ið getur ekki tekið á sig hækkun.
Menn eru loksins farnir að ná
árangri þar þannig að flugið sé rekið
nálægt núllinu. Það er því mjög erfitt
að ætla að ganga til þess verks að
hækka farþegaskatt í innanlands-
flugi um kannski 500-600%. Ég tel að
það sé ekki inni í dæminu.“
Tryggja þarf fjármuni
„Þá vaknar auðvitað,“ segir
Sturla, „spurningin um þá leið sem
Morgunblaðið fagnar í leiðara, þ.e.
að lækka gjaldið í millilandafluginu.
Samgönguráðherra stendur þar
frammi fyrir því að búið er að af-
greiða fjárlög en samkvæmt fjárlög-
um er gert ráð fyrir að farþegagjald-
ið standi undir rekstri flugvallanna.
Það er gersamlega óábyrgt að tala
um að lækka flugvallarskattinn án
þess að tryggðir séu fjármunir til
þess að reka flugvellina því þá myndi
vanta rúman hálfan milljarð frá
skattgreiðendum til þess að reka
flugvallarkerfið innanlands. Þannig
að þetta er ekki eins einfalt og menn
vilja vera láta.“
Lækkun skatta í millilandaflugi
Kostar hálfan
milljarð króna
Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra
♦ ♦ ♦
LAND Rover Discovery-jeppinn
sem fór niður um vök á Hafravatni
á mánudagskvöld náðist á þurrt í
gærkvöld eftir heils dags björg-
unaraðgerðir. Kafað var með of-
urtóg niður að jeppanum og það
tengt við Range Rover- og Humm-
er-jeppa í landi með 4 og 6 tonna
spilbúnað.
Discovery-jeppinn var á hvolfi á
10 metra dýpi og var byrjað á því
að koma honum á hjólin þar sem
hann lá á vatnsbotninum. Síðan var
hann dreginn á land um 40 metra
vegalengd undir 15–20 cm þykkum
ís og tekinn upp um vök nálægt
landi sem söguð var út með keðju-
sög. Köfunarþjónusta Árna Kóps-
sonar sá um aðgerðir og sagðist
Árni aldrei á ferli sínum hafa notað
aðra eins aðferð, en hún hafi legið í
augum uppi og ekkert annað komið
til greina. Vel gekk að draga jepp-
ann á land en undir það síðasta var
um mjög brattan fláa að fara og
reyndi það verulega á Range Rov-
er-jeppann. Discovery-jeppinn mun
ekki vera mjög mikið skemmdur og
á að vera hægt að koma honum aft-
ur í gagnið eftir fáeinar vikur að
lokinni sérstakri hita- og þurrk-
meðferð.
Jeppinn
í Hafra-
vatni kom-
inn á þurrt