Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nú verður þú að slá hana eldsnöggt í hausinn, hún svindlar. Málþing um stjórnun, fagstéttir og kynferði Kynjafræðilega sjónarhornið Rannsóknarstofnun íkvennafræðumverður með mál- þing um stjórnun, fag- stéttir og kynferði á morg- un. Einn fyrirlesara er Dagbjört Þyrí Þorvarðar- dóttir, hjúkrunarforstjóri við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. – Hvert er tilefni þessa málþings? „Efni málþingsins er að ræða um stjórnun, fag- stéttir og kynferði og að kynna rannsóknir sem gerðar hafa verið á kven- stjórnendum í heilbrigðis- kerfi, menntakerfi og fé- lagsþjónustu.“ – Hver er tilurð þessa málþings og hverjar verða þar helstu áherslur? „Rannsóknum á vinnu kvenna og karla út frá kynjasjónarmiði hefur fjölgað mikið síðustu árin. Þessar rannsóknir hafa að mestu beinst að stjórnendum fyrirtækja og stofnana þar sem konur eru í minnihluta og mismunun gagn- vart þeim. Á þessu málþingi verða kynntar rannsóknir sem gerðar hafa verið á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta. Fjallað verður um vinnuumhverfi, samskipti og stjórnun stofnana skoðuð út frá kynjafræðilegu sjónarhorni.“ – Hverjir tala og um hvað? „Guðný Guðbjörnsdóttir pró- fessor mun segja frá rannsóknum sínum á kvenstjórnendum í menntakerfinu og tengja niður- stöður sínar við fræðilega um- ræðu um kynjaðar hugmyndir um leiðtoga og stjórnendur. Steinunn Hrafnsdóttrir, lektor í félagsráð- gjöf, mun fjalla um vinnuum- hverfi stjórnenda í félagsþjón- ustu. Erindið byggist á rannsókn hennar á vinnuumhverfi stjórn- enda í félagsþjónustu hér á landi. Þóra Margrét Pálsdóttir sálfræð- ingur mun kynna rannsókn sína á viðhorfum starfshópa á sjúkra- húsdeild til samskipta og sam- vinnu í ljósi þeirrar verkaskipt- ingar og þrepakerfisstýringar sem fyrir hendi er á sjúkrahús- um. Dr. Þorgerður Einarsdóttir mun flytja erindi sem kallast „Elítismi“, vald og lýðræðisleg fagmennska. Þar ræðir hún um þýðingu kynferðis í rannsóknum á sérfræðihópum.Ég mun flytja erindi sem ég nefni „Karlinn í brúnni“ og fjallar um rannsókn mína á áhrifum kynferðis á stjórnun sjúkrahúsa.“ – Segðu okkur frá erindi þínu, um hvað það fjallar og hvaða at- huganir og rannsóknir þar eru að baki. „Í erindi mínu kynni ég rann- sókn sem ég gerði árið 2001 og var lokaverkefni mitt til meistara- gráðu við háskólann í York. Til- gangur rannsóknarinnar var að skoða stjórnun sjúkrastofnana út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og einnig að athuga hvort kynferði hafi áhrif á þá togstreitu sem gætt hefur milli lækna og hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðisþjónustan einkennist af kynja- skiptingu fagstétta þar sem 98% starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru konur, mikill meirihluti starfs- fólks heilbrigðisþjónustunnar er konur, en karlar eru í meirihluta í læknastétt. Ennfremur voru allir framkvæmdastjórar sjúkrahúsa karlmenn á þeim tíma sem rann- sóknin var gerð. Athuguð voru viðhorf kvenstjórnenda innan lækninga og hjúkrunar til stjórn- unar auk þess að greina viðhorf þeirra til togstreitunnar sem gætt hefur milli fagstéttanna. Helstu niðurstöður gefa til kynna að tog- streita milli lækna og hjúkrunar- fræðinga snýst um völd. Því er haldið fram að baráttan um völdin sé kynjuð og að valdapýramídi sjúkrahúsa sé í raun kynjaður. Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hagræðingu og styrka stjórnun inan heilbrigðis- kerfisins. Segja má að hinn harði stjórnunarstíll hafi verið innleidd- ur inn í heilbrigðiskerfið, kerfi þar sem um 80% starfsmanna eru konur. Karlar sitja í valdamestu stöðunum og konur í stjórnunar- stöðum bera hitan og þungann af heimilisstörfum og uppeldi barna sinna.“ – Þetta er á vegum Rannsókn- arstofu í kvennafræðum, eiga þá konur einar erindi á málþingið? „Nei, alls ekki. Allir sem hafa áhuga á samskiptum, stjórnun og jafnréttismálum eiga erindi á þingið. Sérstaklega getur þingið höfðað til stjórnenda, því hingað til hafa jafnréttismál ekki verið nægilega á dagskrá hjá æðstu stjórnendum og segja má að ákveðin kynjablinda einkenni stjórnun fyrirtækja og stofnana.“ – Hvað eru eiginlega kynja- fræði? „Svo notuð séu orð dr. Þorgerðar Einars- dóttur er kvennafræði fræðasvið sem felur í sér kynjafræðilega nálgun á viðfangsefni nánast allra fræðigreina. Þetta fræðasvið er að þróast sem sjón- arhorn innan hinna ýmsu fræði- greina þar sem kynjafræðilegt sjónarhorn er samþætt fræði- greininni en líka sem sjálfstætt fræðasvið þar sem eru að þróast sérstakar kenningar og aðferðar- fræði. Það er fátt sem hefur eins mótandi áhrif á líf okkar en það hvort við fæðumst karl eða kona.“ Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir  Dagbjört Þyrí Þorvarðar- dóttir er fædd í Reykjavík 1958. Stúdent frá MR 1979 og BSc í hjúkrunarfræði frá HÍ 1985. Lauk námi í heilsuhagfræði frá Endurmennt HÍ 1996 og námi í rekstri og stjórnun í heilbrigð- isþjónustu frá sama skóla 1998. MA í kvennafræði og stjórnun frá Háskólanum í York 2002. Hjúkrunarfræðingur og aðstoð- ardeildarstjóri á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 1985–92 og deildarstjóri 1992–94. Stund- arkennari við HÍ 1985–1992 og lektor við Háskólann á Akureyri 1996–97. Hjúkrunarforstjóri við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga frá 1998. Gift Guðna Kristinssyni lyfjafræðingi og eiga þau þrjú börn. … viðhorf þeirra til tog- streitunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.