Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 11
MÁL MAGNÚSAR LEÓPOLDSSONAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 11
Í RANNSÓKN sérstaks saksóknara
kom ekkert fram sem bendir til þess
að lögreglumenn í Keflavík sem önn-
uðust frumrannsókn á hvarfi Geir-
finns Einarssonar árið 1974 hafi ætl-
að að láta leirmynd af manni sem
talinn var tengjast málinu, líkjast
Magnúsi Leópoldssyni. Orðrómur,
söguburður eða annað varð ekki til
þess að Magnús Leópoldsson var
handtekinn, heldur framburður
þriggja sakborninga í Geirfinnsmál-
inu. Þá er ekki annað að sjá en að
Magnús hafi verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald á grundvelli mjög
ríkra rannsóknarhagsmuna og það
framlengt af sömu ástæðum.
Þetta er niðurstaða rannsóknar
Láru V. Júlíusdóttur, sem var sett
sem sérstakur saksóknari til að ann-
ast opinbera rannsókn á tildrögum
þess að Magnús Leópoldsson, sem
þá var framkvæmdastjóri skemmti-
staðarins Klúbbsins, var á sínum
tíma grunaður um aðild að hvarfi
Geirfinns og látinn sæta gæsluvarð-
haldi í 105 daga á fyrri hluta árs
1976.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra afhenti Magnúsi skýrsluna
í gær en þá voru rúmlega 29 ár liðin
frá því hann var hnepptur í gæslu-
varðhald.
Í skýrslunni kemur fram að til-
drög rannsóknarinnar voru þau að
19. apríl 1998 fór Magnús fram á það
við dómsmálaráðuneytið að það hlut-
aðist til um að athugun yrði gerð á
staðhæfingum vitna í heimildar-
myndinni „Aðför að lögum“. Þar var
því haldið fram að lögreglumenn hafi
í árslok 1974 gerst sekir um
tilbúning sönnunargagna til
að bendla Magnús við hvarf
Geirfinns. Lögum um með-
ferð opinberra mála var
breytt til að rannsóknin
gæti farið fram og var Lára
skipuð sérstakur saksóknari til að
annast rannsóknina 25. maí 2001.
Baldvin Einarsson, lögreglufulltrúi í
Reykjavík, var henni til aðstoðar.
Allir þættir Keflavíkur-
rannsóknarinnar kannaðir
Skýrsla Láru V. Júlíusdóttur er
tæplega 100 blaðsíður. Stærstur
hluti hennar fjallar um aðdraganda
þess að gerð var leirmynd, sem
byggð var á lýsingu vitna á manni
sem kom í Hafnarbúðina í Keflavík
19. nóvember 1974, og hvernig staðið
var að gerð hennar. Maðurinn fékk
að hringja frá Hafnarbúðinni en um
svipað leyti fékk Geirfinnur símtal
sem varð til þess að hann yfirgaf
heimili sitt og hefur ekki sést síðan.
Ákveðið var að rannsaka alla
þætti hinnar svokölluðu Keflavíkur-
rannsóknar sem hófst eftir að Geir-
finnur hvarf. Rætt var við flesta sem
komu að rannsókninni og tilurð leir-
styttunnar könnuð ítarlega. Rétt er
að geta þess að leirmyndin var fyrst
sýnd í fjölmiðlum fljótlega eftir
hvarf Geirfinns í lok árs 1974 en
Magnús var handtekinn í lok janúar
1976.
Strax árið 1977 komu fram ásak-
anir um að stuðst hefði verið við ljós-
myndir af Magnúsi við gerð leir-
myndarinnar. Afgreiðslukona í
Hafnarbúðinni, var yfirheyrð vegna
málsins fyrir Sakadómi Reykjavíkur
það ár og aftur árið 1979 þegar
Rannsóknarlögregla ríkisins rann-
sakaði tilurð leirmyndarinnar. Í
bæði skiptin sagði afgreiðslukonan
að ekkert samráð hefði verið haft við
sig við gerð leirmyndar af mannin-
um sem kom í Hafnarbúðina umrætt
sinn. Hjá RLR sagðist hún hafa ver-
ið reið vegna þess að hún hafi séð að
myndin var búin til eftir mynd af
Magnúsi Leópoldssyni, en áður
hefðu Haukur Guðmundsson, lög-
reglumaður og Magnús Gíslason
fréttaritari Vísisi verið búnir að elta
sig og sýna sér mynd af Magnúsi
Leópoldssyni og spyrja sig hvort
hún væri ekki lík manninum sem
kom í Hafnarbúðina til að hringja.
Um hafi verið að ræða myndir af
mörgum mönnum í ýmsum stærðum
og gerðum, þ. á m. mynd af Magnúsi
Leópoldssyni. Fljótlega eftir að
rannsókn á hvarfi Geirfinns hófst
var þess freistað af rannsóknarað-
ilum að gera andlitsmynd af mann-
inum í Hafnarbúðinni. Afgreiðslu-
konan og 16 ára stúlka, sem einnig
var stödd í búðinni, veittu aðstoð
sína, en voru ekki ánægðar með út-
komuna. Í kjölfarið var leitað til Rík-
eyjar Ingimundardóttur og Magnús-
ar Gíslasonar til að
gera myndir.
Lára bendir á að í
fyrri leirmyndarann-
sókninni árið 1979
megi ætla að lögreglan
í Keflavík hafi stuðst
við ljósmyndir af einhverjum mönn-
um, án þess þó að gruna þá sérstak-
lega um að vera valdir að hvarfi
Geirfinns, enda hafi verið lítill til-
gangur í að teikna upp grunaða af
ljósmyndum og bæta síðan inn í ein-
hverjum atriðum. „Ef menn hefðu
talið Magnús Leópoldsson vera
manninn sem kom í Hafnarbúðina
hefði verið einfaldara að láta vitni
bera kennsl á hann í sakbendingu
eða á ljósmyndum,“ segir í skýrsl-
unni.
„Hins vegar þykir ljóst að Ríkey
notaðist síðan við eigin teikningar
þegar hún mótaði hið svokallaða leir-
höfuð. Það mun ekki vera óþekkt að
vitni segi að hinn grunaði líkist ein-
hverjum þekktum aðila og lögregla
vinni síðan út frá þeirri hugmynd um
útlit mannsins. Ekki er loku fyrir
það skotið að slíkt hafi gerst þegar
umræddar teikningar voru gerðar í
mannshvarfsrannsókninni.“
Valtýr Sigurðsson, sem þá var lög-
lærður fulltrúi hjá bæjarfógetanum í
Keflavík, taldi útilokað að ljósmynd
hafi verið til af Magnúsi á lögreglu-
stöðinni í Keflavík áður en leirmynd-
in var birt, annars hefði lögreglan
ekki síðar þurft að leita eftir mynd-
inni hjá þáverandi yfirlögregluþjóni
í Kópavogi. Haukur Guðmundsson
bar á sama veg, myndin af Magnúsi
hafi borist eftir að bent hafði verið á
hann í kjölfar birtingar á leirmynd-
inni. Hann lagði áherslu á að Magn-
ús hefði enga sérstaka meðferð feng-
ið hjá lögreglunni í Keflavík og á
þessu stigi aldrei verið grunaður um
aðild að hvarfi Geirfinns.
Telur að ljósmynd af Magnúsi
hafi borist lögreglu fyrr
John Hill, sem þá var lögreglu-
varðstjóri hjá lögreglunni í Keflavík,
minnist þess í skýrslutöku í nóvem-
ber 2001 að hann hafi séð ýmsar
myndir á borði Hauks Guðmunds-
sonar, að hann telur áður en leir-
myndin var gerð. John taldi að ein
myndin hefði verið af Magnúsi Leó-
poldssyni og mundi einnig eftir
mynd af frægum íslenskum knatt-
spyrnumanni. Þá sagðist hann jafn-
vel hafa verið búinn að heyra nafn
Magnúsar nefnt áður í sambandi við
Klúbbinn og smygl á spíra sem átti
að tengjast þeim veitingastað. Þetta
hefði verið mikið áhugamál hjá
Hauki Guðmundssyni áður en rann-
sókn á hvarfi Geirfinns hófst.
Ríkey Ingimundardóttir sagði í
skýrslutöku 14. nóvember 2001 að
það hefði verið algjörlega hennar
hugmynd að gera leirstyttuna. Að-
dragandinn hefði verið sá að þáver-
andi eiginmaður hennar, Kjartan
Sigtryggsson, þá lögreglumaður í
Keflavík, hafi spurt hana hvort hún
væri til í að teikna mynd af mann-
inum sem kom í Hafnarbúðina til að
hringja. Eftir að hafa gert fjölda
teikninga sem sjónvarvottar voru
ekki nægilega ánægðir með hafi hún
ákveðið að móta
myndina í leir
enda hefði hún
verið betri í slíku
en að teikna.
Einnig væri
þægilegra að
breyta leirmynd
eftir fyrirsögn
vitna heldur en
eftir teikningu.
Við gerð myndar-
innar ræddi hún
við tvær konur
sem höfðu séð
umræddan mann.
Þriðja konan
hefði ekki viljað
koma að þessu og
borið við minnis-
leysi. Aðspurð
kvaðst Ríkey ekki
kannast við að
hafa fengið í
hendur ljósmynd-
ir af manni eða
mönnum frá lög-
reglunni í Kefla-
vík. Þetta stang-
ast á við fyrri
framburð hennar
en í skýrslutöku
hjá RLR kvaðst
hún hafa „fengið sendar ljósmyndir
af mönnum og ljósmyndir af andlits-
pörtum, þ. á. m. augum.“ Ríkey taldi
sig ekki hafa áður séð tvær ljós-
myndir af Magnúsi sem voru meðal
rannsóknargagna í Geirfinnsmálinu,
hún hefði ekki heyrt á hann minnst
meðan á þessu stóð og reyndar taldi
hún Magnús ekki líkjast leirmynd-
inni.
Hugmyndir kvikna um tengsl
Að sögn Valtýs Sigurðssonar lauk
Keflavíkurrannsókninni formlega í
júní 1975 án þess að nokkur aðili hafi
verið yfirheyrður, grunaður um að-
ild að hvarfi Geirfinns. Hins
vegar voru nokkrir yfir-
heyrðir vegna þess að þeir
voru grunaðir um að vera
maðurinn sem hringdi úr
Hafnarbúðinni. Magnús
Leópoldsson var ekki
þeirra á meðal. Fram kom hjá Valtý
að hann fór með öll rannsóknargögn
í ferðatösku til ríkissaksóknara í jan-
úar 1976. Hann fullyrti hins vegar að
þetta hefði með engum hætti tengst
upphafi Reykjavíkurrannsóknarinn-
ar og gæsluvarðhaldsúrskurði yfir
Magnúsi Leópoldssyni 26. janúar
1976.
Í niðurstöðum Láru segir hún að
aðeins finnist gögn um að ein ábend-
ing varðandi Magnús Leópoldsson
hafi borist til lögreglu eftir að leir-
myndin var birt. Ekkert bendi til að
fleiri ábendingar hafi borist. Hins
vegar sé ljóst að nafn Klúbbsins kom
inn í umræðu um málið strax á
fyrstu dögum rannsóknarinnar, þ.e.
í framburði vitna um ferð Geirfinns í
Klúbbinn tveimur dögum fyrir hvarf
hans. Um svipað leyti var spíra að
reka á land á Suðurnesjum. „Ekki er
óvarlegt að álykta að einhverjar
hugmyndir kynnu að hafa kviknað
varðandi tengsl þar á milli sem hafi
síðan leitt af sér sögusagnir sem
mögnuðust með tímanum og náðu
hámarki fljótlega eftir handtöku
Magnúsar,“ segir þar. Lára taldi á
hinn bóginn sennilegt að lögregla
hefði lagt út í alla þá vinnu sem
tengdist gerð teikninga og mótun
umræddrar leirmyndar ef hún hefði
verið sannfærð um sekt Magnúsar.
„Það hefði verið fljótlegra, öruggara,
árangursríkara og þægilegra að not-
ast við hefðbundnar aðferðir við
uppljóstrun brota,“ segir í skýrsl-
unni.
Fangaverðir yfirheyrðu
sakborninga
Í umfjöllun um tildrög þess að
Magnús var handtekinn og færður í
gæsluvarðhald er einnig fjallað tals-
vert um sögusagnir sem gengu um
tengsl Klúbbsins við hvarf Geirfinns.
Lára telur að gagnrýna megi rann-
sóknaraðila í Keflavík fyrir að veita
fjölmiðlum of mikið aðgengi að upp-
lýsingum þótt ekki sé hægt að full-
yrða að sú upplýsingagjöf hafi með
einum eða öðrum hætti ýtt undir
þessar sögusagnir. Bent er á að
handritaðir minnismiðar sem taldir
eru vera frá fyrstu frásögnum Erlu
Bolladóttur og Sævars Ciesielski,
sem bendluðu Magnús við málið, hafi
verið gefnar án þrýstings eða áhrifa
frá rannsóknaraðilum. Auk þess hafi
Kristján Viðar Viðarsson borið um
þátt Magnúsar.
Gerð er athugasemd við þátt
fangavarða í Síðumúlafangelsinu en
fyrirliggjandi gögn eru sögð benda
til þess að þeir hafi ekki einungis
verið að ræða skipulega við sakborn-
inga um málsatvik heldur hafi þeir
einnig stundað einhverskonar yfir-
heyrslur og látið viðkomandi síðan
undirrita framburði sína. „Þetta
hlýtur að veikja tiltrú manna á hinni
svokölluðu harðræðisrannsókn sem
fór fram í lok Geirfinnsmálsins.
Þessi gögn, sem stöfuðu frá fanga-
vörðum, voru hins veg-
ar ekki lögð fyrir dóm
og misvísandi skýring
gefin á því,“ segir í
skýrslunni. Þáttur
fangavarðanna var þó
talinn liggja utan
rannsóknarinnar.
Undirmönnuð rannsókn
Um ástæður þess að gæsluvarð-
haldsvist Magnúsar Leópoldssonar
var svo löng sem raun ber vitni, seg-
ir í skýrslunni að ekki sé annað að
sjá en litið hafi verið til ríkra rann-
sóknarhagsmuna við rannsókn á al-
varlegu sakarefni þegar hann var
úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hið
sama ætti við um framlengingu
varðhaldsins. Allan tímann á meðan
hann sat í fangelsi hafi rannsókn-
araðilum verið að berast ábendingar
sem tengdust Magnúsi beint eða
óbeint. Tekið er fram að svo virðist
sem rannsóknin hafi verið undir-
mönnuð fram á sumar 1976 þegar
ákveðið var að stofna sérstaka rann-
sóknarnefnd. Í skýrslunni segir að
mikill þrýstingur hafi verið frá fjöl-
miðlum og stjórnmálamönnum og án
efa hafði það áhrif á gang mála. Það
hafi hins vegar ekki haft áhrif á
gæsluvarðhaldið eða lengd þess.
Ætluðu ekki
að láta leir-
myndina líkj-
ast Magnúsi
Morgunblaðið/Þorkell
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra afhenti Magnúsi Leópoldssyni (t.v.) skýrslu sérstaks saksóknara í gær.
Viðstaddur var Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Magnúsar.
Nafn Klúbbsins, þar sem Magnús Leó-
poldsson var framkvæmdastjóri, kom inn í
umræðu um Geirfinnsmálið strax á fyrstu
dögum rannsóknarinnar. Einhverjar hug-
myndir kunna að hafa kviknað um tengsl
þar á milli sem síðan leiddu af sér sögusagn-
ir er mögnuðust með tímanum.
Í skýrslunni segir Lára V. Júlíusdóttir að það hafi vak-
ið athygli hennar og fleiri að háralag leirstyttunnar
er öfugt miðað við skiptingu Magnúsar Leópoldssonar
og flestra annarra. Það sama gildi um teikningarnar
tvær og svonefnda raðmynd sem er fyrirliggjandi í
málinu. „Þetta samræmi milli teikninganna og leir-
myndarinnar vekur athygli og erfitt er að trúa því að
bæði Magnús [Gíslason] og Ríkey [Ingimundardóttir]
hafi gert slík mistök ef þau hafa stuðst á annað borð
við ljósmyndir af Magnúsi við gerð sinna teikninga en
ljóst þykir að Ríkey gerði leirmyndina eftir sínum
teikningum.“
Ljósmyndin til vinstri er af Magnúsi Leópoldssyni
29 ára gömlum, um það leyti sem hann losnaði úr 105
daga gæsluvarðhaldi árið 1976. Hárgreiðsla hans mun
hafa verið talsvert í tísku á þessum tíma.
Rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var handtekinn vegna Geirfinnsmálsins
Aðeins ein
ábending
barst um
Magnús
Auðveldara
að beita hefð-
bundnum
aðferðum