Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 12
MÁL MAGNÚSAR LEÓPOLDSSONAR 12 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSANLEGT er að nýfallinn dómur viðskiptadómstóls í Svíþjóð um að bann við áfengisauglýsingum brjóti gegn reglum Evrópusam- bandsins muni hafa áhrif hér á landi. Sænski dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sænsku lögin væru marklaus þar sem þau brjóti gegn reglum ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu um innri markað sam- bandsins. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að Ís- lendingar séu aðilar að sömu reglum í gegnum EES-samninginn. Hann telur hins vegar líklegra að dómur Evrópudómstólsins frá mars 2001, þar sem niðurstaðan varð sú að til- teknar greinar í Rómarsáttmála úti- lokuðu ekki bann við áfengisauglýs- ingum, hafi áhrif hér á landi heldur en það hvernig Svíar túlki lög sín. Að sögn Stefáns skoðaði vinnu- hópur frá embætti ríkislögreglu- stjóra á sínum tíma dóm Evrópu- dómstólsins. Vinnuhópurinn var settur á laggirnar í mars 2000 til að gera úttekt á brotum á lögum er banna áfengisauglýsingar og gera tillögur um viðbrögð við slíkum brot- um. Skilaði hópurinn skýrslu undir lok 2001. „Við höfum verið að ráð- færa okkur við ríkissaksóknara um það hvernig væri best að taka á slík- um brotum og hvort þetta kallaði á einhverjar breytingar á áfengislög- um og með hvaða hætti,“ segir Stef- án. Hann segir líklegra að dómur Evrópudómstólsins muni hafa áhrif hérlendis heldur en það hvernig Sví- ar túlki sín lög. Hann bendir á að dómar hafi gengið hér þar sem menn hafi verið sakfelldir vegna brota gegn því ákvæði áfengislaga er kveð- ur á um bann við áfengisauglýsing- um. „Mér er ekki kunnugt um það, að menn hafi beðið um ráðgefandi álit EFTA-dómsólsins í þessum mál- um. Af okkar hálfu höfum við verið að skoða málin sérstaklega í ljósi nið- urstöðu Evrópudómstólsins.“ Kann að hafa áhrif hér á landi Auglýsingabann talið brjóta ESB-reglur ÞAÐ er nauðsynlegt að allir sem málið skoða átti sig á því að þetta er skýrsla um rannsókn. Þetta er ekki dómur eða formlegur úrskurður. Og þó að það sé ekkert athugavert við það að saksóknarinn, Lára V. Júl- íusdóttir, dragi saman sínar niður- stöður af rannsókninni sem eru hennar eigin ályktanir, þá hafa þær ekki mikla þýðingu fyrir málið. Það sem hefur þýðingu er frásögnin af rannsókninni á hvarfi Geirfinns og þeim atriðum sem komu í ljós við rannsókn saksóknarans,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Magnúsar Leópoldssonar. Hann fagnar því framtaki stjórn- valda að láta rannsóknina fara fram og af því eigi þau sóma skilinn. Jón Steinar segir að skýrslan staðfesti að aðeins hafi komið fram ein ábending um Magnús eftir að rannsókn hófst á hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974. Þá komi líka fram í vitnisburði lögreglumanns að lögreglan í Keflavík hafði ljósmynd- ir af Magnúsi áður en leirmyndin var gerð. Það sé ljóst að strax í upp- hafi hafi Klúbburinn verið tengdur þessari rannsókn. Hvarf Geirfinns hafi verið sett í samhengi við smygl á spíra sem starfsmenn Klúbbsins og Geirfinnur áttu að hafa verið við- riðnir. Magnús hafi því verið tengd- ur við málið án þess að fyrir því væru forsvaranlegar ástæður. Þá sé gerðin á leirmyndinni hreinasti farsi. Jón Steinar bendir á framburð Valtýs Sigurðssonar, sem þá var fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, um fund með sérfræðing- um Sakadóms Reykjavíkur þar sem borið var undir þá hvort það væri í lagi að birta leirmyndina. Niður- staðan hafi orðið sú að myndin var birt „enda talið að ekki yrði komist nær lýsingu á manninum en þó hafði komið fram á fundinum að leir- myndin þótti ólík þeim myndum sem fyrir lágu í málinu og gerðar höfðu verið eftir fyrirsögn vitna. Þegar leirmyndin var síðan birt í fjölmiðlum hafi verið tekið fram að myndin væri talin líkjast manninum í Hafnarbúðinni samkvæmt lýsingu sjónarvotta,“ eins og segir í skýrsl- unni. Jón Steinar spyr hvers vegna í ósköpunum myndin hafi verið birt úr því hún væri ekki talin líkjast manninum. Spurður um hvað taki nú við segir Jón Steinar að aldrei hafi staðið til að málaferli hlytust af rannsókninni. Hún hafi eingöngu haft þann tilgang að leiða sannleikann í ljós. Jón Steinar Gunnlaugsson um rannsóknarskýrsluna Tengdur við málið strax í upphafi Segir gerð leir- myndarinnar hreinan farsa FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.