Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 17 STJÓRN Strætó bs. hefur ákveðið að hætta akstri næturvagna og hefur sú ákvörðun þegar tekið gildi. Á sín- um tíma var ákveðið að aka á þremur leiðum aðfaranætur laugardags og sunnudags, samtals þrjár ferðir á hverri leið. Um síðustu helgi var heildarinn- koman í næturakstri á þremur leið- um nálægt tíu þúsund krónum. „Við teljum okkur hreinlega ekki stætt á því að halda þessu lengur úti á þessum nótum,“ segir Ásgeir Ei- ríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þessi vagnar eru meira og minna tómir og einungis örfáir sem notfæra sér þessa þjónustu. Við erum auðvit- að hér á bæ stöðugt að velta fyrir okkur hvernig hagræða megi í rekstrinum og þetta er ein af þeim leiðum sem menn sáu að hægt væri að fara,“ segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að með tilkomu rýmri reglna um af- greiðslutíma skemmtistaða hafi eft- irspurn eftir þjónustu næturvagna minnkað umtalsvert. Morgunblaðið/Golli Á sínum tíma var ákveðið að aka á þremur leiðum aðfaranótt laugardags og sunnudags, samtals þrjár ferðir á hverri leið. Strætó bs. hættir akstri næturvagna Heildarinnkoman var 10 þús. kr. um síðustu helgi Höfuðborgarsvæðið BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokks hafa í hyggju að leggja fram tillögu í fræðsluráði þess efnis að samkeppnisstaða einkarekinna og borgarrekinna skóla verði jöfnuð og að borgin greiði sama framlag með öllum grunnskólabörnum. Kynntar voru hugmyndir þess efnis á fundi borgarstjórnar fyrir viku. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sem sæti á í fræðsluráði, segir að í raun sé verið að mismuna nemendum samkvæmt því fyr- irkomulagi sem nú sé í gildi. Í svari forstöðumanns fjár- málasviðs borgarinnar við fyrir- spurn fulltrúa D-lista í fræðsluráði um stuðning borgarinnar við einka- reknu grunnskólana kemur fram að Reykjavíkurborg greiðir 228 þúsund krónur með hverju barni í einka- reknum skólum á meðan kostnaður á nemanda í almennum grunnskólum er að jafnaði um 400 þúsund krónur og er þá meðtalinn fastur kostnaður við reksturinn. Hins vegar sé kostn- aður sem almennur grunnskóli fái á nemanda samkvæmt reiknilíkani um 170–210 þúsund krónur. Dýrara sé því í raun fyrir borgina að sam- þykkja framlag með nemanda í einkaskóla fremur en að taka nem- andann í einhvern hinna almennu skóla. Það eigi þó aðeins við ef ekki þurfi að byggja nýjan skóla eða stækka núverandi skóla til að taka við nemendum úr einkaskólunum. Hæpið sé að skólarnir geti í dag tek- ið við öllum nemendum einkaskól- anna án stækkunar húsnæðis. Í svari forstöðumanns fjármála- sviðs kemur jafnframt fram að framlag borgarinnar á nem- anda í einkaskóla hafi hækkað um 115% á fimm árum. Úttekt gerð á fjárhag einkaskólanna Á fundi fræðsluráðs 20. jan- úar sl. óskuðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokks jafnframt eftir upplýsingum um fjárhags- og rekstrarstöðu Ísaksskóla sem átt hefur í töluverðum rekstr- arerfiðleikum að undanförnu. Formaður fræðsluráðs óskaði bókað að í upphafi árs hafi hann ásamt borgarstjóra átt fund með forráðamönnum skólans og var í framhaldinu settur á lagg- irnar vinnuhópur sem falið var að kanna og gera úttekt á fjárhagsstöðu einkaskólanna. Í svari forstöðu- manns fjármálasviðs borgarinnar kemur fram að samkvæmt niður- stöðu rekstrarreiknings Ísaksskóla skólaárið 2001–2 var 24 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið fé skólans lækkaði úr 101 m.kr. í 77 m.kr. Sjálfstæðisflokkur vill jafna samkeppnisstöðu borgarrekinna og einkarekinna skóla 228 þúsund greidd með nemanda í einkaskóla Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, segir að í raun sé verið að mis- muna nemendum með því að greiða mismun- andi framlag til skólanna. Reykjavík MAGNÚS Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að skipulagslegar forsendur þurfi að vera fyrir hendi til að hægt sé að nýta fyrrum atvinnuhúsnæði undir íbúðarhúsnæði, það þurfi að vera í samræmi við aðalskipulag og deiliskipulag á viðkomandi svæði. Samkvæmt skilgreiningu aðalskipu- lags megi megi gistiheimili vera á at- vinnusvæðum en ekki varanlegt íbúðarhúsnæði. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að að Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins hyggst kanna eldvarnir í óleyfilegu íbúðarhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu og beita jafnvel dag- sektum eða rýma húsnæði þar sem ástandið er mjög slæmt. Snýr þetta einkum að atvinnuhúsnæði sem fólk hefur nýtt undir íbúðarhúsnæði í trássi við lög. Spurður hvort hægt sé að breyta skipulagi í hverfum eins og Höfða- hverfi í Reykjavík og öðrum hverfum sem teljast til atvinnusvæða, til þess að gera fólki kleift að hafa þar fasta búsetu, segist Magnús telja að það geti reynst erfitt að öllu óbreyttu. Auk þess sem breyta þurfi skipulagi þurfi að huga að ýmiss konar þjón- ustu sem þurfi að vera fyrir hendi í hverfinu, t.d. að sjá börnum fyrir skólavist og huga að lóðum með tilliti til leiksvæða. Íbúðir koma í stað kaupmannsins á horninu Tugir umsókna berast til bygging- arfulltrúa á ári hverju þar sem óskað er eftir að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Magnús segir að í hverfum þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð atvinnu- og íbúðar- húsnæðis sé gjarnan sótt um að breyta gömlu verslunarhúsnæði í íbúðir. Þetta eigi t.d. við um gömul og rótgróin hverfi borgarinnar þar sem kaupmaðurinn á horninu var áð- ur. Þá sé nokkuð um það að stærra verslunarhúsnæði sé breytt í íbúðir, t.d. við Leirubakka í Breiðholti. Byggingarfulltrúi um íbúðarhúsnæði í rótgrónum atvinnuhverfum Erfitt að heimila íbúðar- byggð á atvinnusvæði Morgunblaðið/Jim Smart Leirubakki er dæmi um hverfi þar sem fleiri íbúðir koma í stað verslana. Reykjavík BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga til samn- inga við Gagarín ehf. um gerð marg- miðlunarefnis fyrir landnámsbæinn Hofsstaði. Í minnisblaði upplýsinga- stjóra bæjarins segir að markmið verkefnisins sé fyrst og fremst að opna glugga að horfnum tíma og þeim aðstæðum sem fyrstu íbúar Hofsstaða bjuggu við. Miðað er við að efnið verði tilbúið í júní nk. Fornleifarannsóknir hafa sýnt fram á að byggð hafi verið í landi Hofsstaða frá fyrstu tíð Íslands- byggðar. Þar er nú minjagarður þar sem fólk getur skoðað gamlar rústir. Rústirnar eru á lóð Tónlistarskóla Garðabæjar skammt frá Garðatorgi. Að sögn Guðfinnu B. Kristjánsdótt- ur, upplýsingastjóra Garðabæjar, er ráðgert að margmiðlunarefni með upplýsingum um fornminjarnar verði aðgengilegt á snertiskjám sem felldir verða inn í minjagarðinn. Samið um gerð margmiðl- unarefnis um Hofsstaði Garðabær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.