Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 21
ÚTLIT er fyrir að SR-mjöl hf. taki að
sér að reka bræðsluofn Als álvinnslu
ehf. og taki helming mjölskemmu
sinnar í Helguvík undir þá starfsemi.
Framkvæmdastjóri SR-mjöls segir
að með því að taka að sér þetta verk-
efni sé unnt að halda mannskap milli
loðnuvertíða.
Forsvarsmenn Als álvinnslu ehf.
hafa unnið að undirbúningi verk-
smiðju í Helguvík þar sem ál yrði
unnið úr álgjalli og brotaáli og munu
fjárfestar af Suðurnesjum eiga veru-
legan hlut í félaginu. Þeir kynntu
áform sín fyrir væntanlegum fjár-
festum á opnum kynningarfundi á
veitingahúsinu Ránni í gær.
Áhætta í lágmarki
Félagið hefur gert verktakasamn-
inga við álver Alcan í Straumsvík og
Norðuráls á Grundartanga um að
taka við álgjalli til endurvinnslu.
Tryggir núverandi framleiðsla álver-
anna auk brotaáls nýtingu á þriðjungi
afkastagetu verksmiðjunnar sem fyr-
irhugað er að setja upp. Keyptur
verður bræðsluofn og tækni af evr-
ópsku fyrirtæki sem endurunnið hef-
ur álgjall samkvæmt þessari aðferð í
sjö ár.
Helgi Þór Ingason, formaður
stjórnar Als álvinnslu, sagði að hag-
kvæmniathugun sýndi að veruleg
arðsemi yrði af eigin fé fyrirtækisins.
Þá væri mikilvægt að með samning-
um við álverin, tilboðum sem félagið
hefði fengið í búnað verksmiðjunnar
og fleira og væntanlegum samning-
um við SR-mjöl hf. um reksturinn
væri tryggt að áhættan af fyrirtæk-
inu væri lítil.
Áætlað er að fjögur til fimm störf
skapist í upphafi við framleiðsluna og
er þá miðað við að unnið verði úr um
6.000 tonnum af hráefni á ári. Með
fullnýtingu verksmiðjunnar sem
grundvallast gæti á innflutningi á
hráefni og aukinni framleiðslu álver-
anna myndi starfsmannafjöldinn þre-
faldast. Ekki er gert ráð fyrir vinnslu
úr álgjalli frá álveri Alcoa á Reyð-
arfirði enda það ekki orðið að veru-
leika. Helgi Þór segist þó hafa kynnt
áform fyrirtækisins fyrir fulltrúum
Alcoa.
Stofnkostnaður verksmiðjunnar er
áætlaður rúmar 200 milljónir kr.
Fjármögnun hefur verið tryggð, að
sögn Helga Þórs. Ekki hefur verið
gefið upp hvaða fyrirtæki á Suður-
nesjum gerast hluthafar, ekki mun
vera búið að ganga endanlega frá því.
Þó er ljóst að SR-mjöl hf. leggur fram
hlutafé.
Fer vel saman
Þórður Jónsson, framkvæmda-
stjóri SR-mjöls hf., segir að Alur ál-
vinnsla sé talin áhugaverð fjárfest-
ing, þótt hún sé ekki stór. Þá sjái
SR-mjöl hag í því að taka að sér fram-
leiðsluna í mjölskemmu sinni í Helgu-
vík. Segir hann að húsnæðið sé til og
starfsfólk. Loðna sé aðeins brædd í
um tvo mánuði í verksmiðjunni og
leitað hafi verið að verkefnum til að
halda starfsmönnum þess á milli, til
þess að komast hjá uppsögnum.
Telur Þórður að framleiðsla á áli og
mjöli fari vel saman. Hann svarar því
neitandi þegar spurt er hvort hætta
sé á mengun frá álbræðslunni í mjöl-
ið, segir að mjölframleiðslunni stafi
mun meiri hætta af sýklamengun úr
umhverfinu.
Á fundinum í gær varpaði Þórður
fram þeirri hugmynd að hugsanlega
mætti nota mjölskipin, sem venjulega
koma tóm til landsins, til þess að
flytja brotaál hingað til vinnslu. SR-
mjöl hefur rekið loðnubræðslu á
Reyðarfirði og á þar eignir. Segir
Þórður að menn hafi nefnt það sem
möguleika að nota mætti skemmu
þar til að koma upp sambærilegri
vinnslu á Austfjörðum, þegar álver
rísi þar, ef starfsemin í Helguvík
gengur vel.
Álvinnsla sett upp í
mjölskemmu SR-mjöls
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Helgi Þór Ingason sýnir skipulag verksmiðjuhússins.
Helguvík
BÆJARFULLTRÚAR Samfylk-
ingarinnar hafa flutt tillögu í bæj-
arstjórn Reykjanesbæjar um að
bærinn standi fyrir námskeiðum um
fíkniefnamál, fyrir fólk sem vinnur
með börnum og unglingum.
Tillagan var tekin fyrir í bæjar-
stjórn í vikunni og samþykkt með at-
kvæðum allra bæjarfulltrúa að vísa
henni til bæjarráðs. Ólafur Thorder-
sen sem mælti fyrir tillögunni segir
að samstaða virðist um málið í bæj-
arstjórn og vonast hann til að hún
komist til framkvæmda.
Ólafur segir að í þeirri umræðu
sem fram fari í samfélaginu um fíkni-
efnavandann hafi hann heyrt á fólki
sem vinnur með unglingum að það
hafi ekki næga þekkingu til að sjá
þessi mál út. Því teldi hann mikil-
vægt að bæta þar úr og væri þessi
tillaga liður í því, slík námskeið gætu
haft forvarnargildi og vonandi orðið
til að hægt verði að grípa fyrr inn í
atburðarásina.
Hugmynd Samfylkingarinnar er
að fjallað verði meðal annars um
breytt hegðunarmynstur unglinga á
aldrinum þrettán til átján ára sem
leiðst hafa í fíkniefnaneyslu og ein-
kenni þeirra sem eru í neyslu. Nám-
skeiðin yrðu fyrir kennara og aðra
starfsmenn skóla, þá sem starfa með
unglingum í íþrótta- og tómstunda-
starfi svo sem starfsmenn íþrótta-
húsa og félagsmiðstöðva, og alla aðra
sem starfa á einhvern hátt með ung-
lingum á þessum aldri.
Þá verði leitað eftir samstarfi við
lögreglu, félagsmálayfirvöld og aðra
þá aðila sem standa að forvarnar-,
tómstunda- og íþróttamálum í bæj-
arfélaginu. Uppbygging námskeiðs-
ins yrði með þeim hætti, að það ætti
erindi og næði til allra þeirra sem
starfa með unglingum í Reykja-
nesbæ.
Hvetja til fræðslu
um fíkniefni
Reykjanesbær
DIDDA og dauði kötturinn, ný ís-
lensk barnamynd, verður frumsýnd
í Keflavík í dag og almennar sýn-
ingar hefjast síðan í Háskólabíói og
Sambíóunum í Keflavík og Akur-
eyri á morgun.
Myndin gerist í Keflavík og er
gerð eftir handriti Kristlaugar
Maríu Sigurðardóttur sem jafn-
framt er aðalframleiðandi mynd-
arinnar.
Didda og dauði kötturinn er
fyrsta keflvíska bíómyndin, að því
er fram kemur í tilkynningu frá að-
standendum myndarinnar. Auk
þess að gerast í Keflavík er hún
framleidd þar og tekin, hljóðunnin
á staðnum og jafnvel grafíska
hönnunin er í höndum fyrirtækis í
Keflavík. Loks er þess getið að Árni
Sigfússon bæjarstjóri leikur hlut-
verk lögregluvarðstjóra í myndinni
og er sagður sýna stjörnuleik.
Fyrsta kefl-
víska bíó-
myndin
frumsýnd
Keflavík
ALEX, sem rekur bílahús og gisti-
heimili við Aðalgötu í Keflavík, hefur
fengið samþykki bæjarráðs Reykja-
nesbæjar fyrir því að skipuleggja
tjaldsvæði á lóð fyrirtækisins.
Í erindi framkvæmdastjóra Alex
til bæjarstjórnar kemur fram að
mikilvægt sé að hafa tjaldsvæði bæj-
arins sýnilegt frá Reykjanesbraut og
tengja það meira Leifsstöð. Lóð bíla-
húss Alex er einmitt við Reykjanes-
brautina, steinsnar frá Leifsstöð.
Þá vekur framkvæmdastjórinn at-
hygli á því að fyrirtækið sé með að-
stöðu í Leifsstöð og muni geta nýtt
hana og starfsfólk sitt þar við mark-
aðssetningu tjaldsvæðisins. Með því
telur hann unnt að auka hlut Reykja-
nesbæjar í móttöku þeirra erlendu
ferðamanna sem til landsins koma.
Tjaldsvæði hjá bílahúsi
Keflavík
STJÓRN Iðnþróun-
arfélag Norðurlands
vestra veitir árlega einu
fyrirtæki, sem telst hafa
skarað fram úr, hvatn-
ingarverðlaun. Fyrir ár-
ið 2002 varð Síld-
arminjasafnið á
Siglufirði fyrir valinu
vegna þess dugnaðar og
áræðis sem safnið hefur
sýnt í starfsemi sinni.
Guðmundur Skarp-
héðinsson, formaður
stjórnar Iðnþróun-
arfélagsins, afhenti fyrir
nokkru verðlaunin í
safninu og tóku Örlygur
Kristfinnsson og Hafþór
Rósmundsson við þeim
fyrir hönd stjórnar
safnsins.
Markmiðið með verð-
laununum er eins og
nafnið bendir til að
hvetja til nýsköpunar en
um leið að vekja athygli á því sem
vel er gert á Norðurlandi vestra.
Í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Síldarminjasafnið er veglegur
minnisvarði um merkilegan þátt í
atvinnulífi Siglufjarðar og raunar
landsins alls. Það er ánægjulegt til
þess að vita að enn skuli vera til
fólk sem með dugnaði og útsjón-
arsemi vilji og geti hrint hug-
myndum sínum í framkvæmd heilu
bæjarfélagi til hagsbóta. Safnið
skiptir miklu máli fyrir ferðaþjón-
ustuna á Siglufirði enda hluti af
þeirri afþreyingu sem ferðamenn
leita eftir á ferð sinni um landið.
Uppbygging Síldarminjasafnsins
hefur verið hröð en vakið athygli
og má benda á að í fyrra voru gest-
irnir rúmlega sex þúsund manns.
Aðstandendur safnsins eru öðr-
um gott fordæmi um dugnað og út-
sjónarsemi.“
Verðlaunagripurinn sem Síld-
arminjasafninu var færður var
gerður af leirlistakonunni Önnu
Sigríði Hróðmarsdóttur í Varma-
hlíð.
Örlygur Kristfinnsson og Hafþór Rósmundsson
tóku við hvatningarverðlaunum Iðnþróunar-
félags Norðurlands vestra fyrir hönd Síldar-
minjasafnsins á Siglufirði.
Síldarminjasafnið fær
hvatningarverðlaun
Norðurland vestra
BERGLIND Svavarsdóttir lögmað-
ur hefur tekið við umboði Trygg-
ingamiðstöðvarinnar á Húsavík af
Jóni Þorgrímssyni sem verið hefur
umboðsmaður félagsins til fjölda
ára.
Berglind rekur lögmannsstofu
sína ásamt fasteignasölunni Eigna-
þingi á Garðarsbraut 7 hér í bæ og
þar verður TM-umboðið einnig til
húsa. Berglind hefur ráðið Ragnar
Þór Jónsson til starfa við TM-um-
boðið og fasteignasöluna og hóf hann
störf um síðustu mánaðamót.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Berglind Svavarsdóttir og Ragnar Þór Jónsson t.h. ásamt Gesti Helgasyni.
Nýr umboðsmaður TM
Húsavík
Í LOK janúar var Sundlaug Vest-
mannaeyja afhent stórgjöf. Er um að
ræða að aðgengi laugargesta er stór-
bætt og hefur öll aðstaða fatlaðra
stórlagast. Byggðar voru tröppur til
að ganga í laugina auk þess sem
stólalyftu var komið fyrir. Fram-
kvæmdir vegna þessa hafa staðið yf-
ir frá því í byrjun mánaðarins. Við
formlega afhendingu gjafarinnar
voru samankomnir fulltrúar gef-
enda, bæjarstjórinn í Vestmannaeyj-
um auk nokkurra gesta. Gefendur
eru Þroskahjálp í Vestmannaeyjum,
Lionsklúbbur Vestmannnaeyja og
Slysavarnadeildin Eykyndill.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Bætt aðstaða fatlaðra
Vestmannaeyjar
LANDIÐ