Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1993 skrifaði bandaríski listfræðingurinn Donald Kuspit grein sem hann nefndi „The Decad- ence or cloning and coding of the avant-garde“, þar sem hann fjallar um kraftaverkamenn og falsspá- menn í myndlist. Dæmisaga sem Kuspit notar sér til stuðnings er úr Gamla testamentinu og segir frá því þegar Móses fór til fundar við faraóa Egyptalands til að fá þjóð sína leysta úr ánauð. Til að sanna að hann gengi á guðs vegum lagði hann staf sinn frá sér sem í allra augsýn breyttist í snák. Gerðu fakírar faraóans hið sama en snákur Móses- ar át snáka þeirra upp til agna. Varð þá öllum ljóst að Móses hefði framið raunverulegt kraftaverk á meðan fakírarnir sköpuðu innantóma sjón- blekkingu. Með dæmisögunni er Kuspit að benda á að sumt sem við teljum vera myndlist kann að vera innihaldslaus blekking eins og slöngur fakíranna. Kallar Kuspit slík verk gervi-framúrstefnulist (psuedo avant-garde). Ástæðan fyrir þessum skrifum Kuspits var gagnrýni á kóperingar listamanna sem heyrðu undir svo- kallaða „appropriation art“ eða „eignarnámslist“ eins og Gunnar B. Kvaran listfræðingur hefur með ágætum þýtt yfir á íslenska tungu. Eignarnámslist er einskonar endur- vinnsla á eldri listaverkum sem rekja má til „hardcore“-popplistar Andy Warhols og Roy Lichtensteins og hugmyndalistar Marcel Du- champs. Í víðu samhengi voru lista- menn á borð við Jeff Koons, Haim Steinbach og Peter Halley nefndir í sambandi við eignarnámslistina, en þau allra hörðustu voru listamenn eins og Sherry Levine og Mike Bidlo sem fengust við beinar kóper- ingar. En hvernig skoðar maður kóper- ingar án þess að sjá þær sem inni- haldslausa hermilist? Svarið má finna í sögulegri grein, „The Art- world“, eftir heimspekinginn Arthur C. Danto sem birtist í tímaritinu Journal of philosophy árið 1964. Þar nefnir hann Brillokassa bandaríska popplistamannsins Andy Warhols sem upphaf að nýrri heimspekilegri sýn á listina sökum þess að enginn sjáanlegur munur er á einstöku listaverki og fjöldaframleiddum Brillokassa. „Munurinn,“ segir Danto „liggur í ákveðinni kenningu um list.“ Með öðrum orðum er það þekking áhorfandans á listasögu og samtímalist sem aðgreinir Brillo- kassa Warhols frá fjöldafram- leiddum Brillokassa. Og jafnframt er það spurning um tíma. Þ.e. hve- nær erum við tilbúin til að sjá eitt- hvað sem list sem áður var ekki mögulegt. Þannig má einnig skoða eignarnámslist Levine og Bidlos, nema að þar er ekki sjáanlegur mis- munur á listaverki og öðru lista- verki. Helgidómur módernismans Síðastliðinn laugardag var opnuð sýning í Listasafni Íslands undir nafninu „Mike Bidlo; ekki Picasso, ekki Pollock, ekki Warhol“, og sam- anstendur hún af kóperingum Bidl- os síðastliðinna 16 ára á verkum listamannanna þriggja. Robert Ros- enblum listfræðingur hefur líkt Mike Bidlo við munk sem helgar sig tilbeiðslu. En altari Bidlos geymir ekki krossa eða brosandi Búdda- líkneski heldur listasögu 20. aldar- innar. Í rúm 20 ár hefur listamað- urinn unnið með „helgidóm“ módernismans og gengið í smiðju listamanna eins og Picasso, Matisse, Klein, Warhol, Pollock, Duchamp o.fl. Verkin sín kallar hann svo „Ekki (nafn listamannsins)“ og bendir þannig á eftirmyndina, líkt og Rene Magritte gerði snemma á síðustu öld þegar hann málaði mynd af pípu og skrifaði undir „Þetta er ekki pípa“. Víst er að sýning á kóperingum Bidlos hefði verið í betri takti við al- þjóðlega myndlistarumræðu ef hún hefði komið hingað til lands fyrir 10 árum þegar eignarnámstökur voru enn hitamál. Jafnvel Bidlo sjálfur hefur verið að kveðja munkalífið ef marka má nýjasta stórvirki hans í listinni, „The Fountain drawings“, en það eru 3.254 teikningar af pissu- skál Marcel Duchamps sem hann sýndi í Galerie Bruno Bischofberger í Zürich. Sú sýning var jafnframt í fyrsta sinn í um 20 ár sem listamað- urinn sýndi ekki kópéringar, heldur voru allar myndirnar tilbrigði við pissuskálina. Ég efast ekki um að einhverjir sem kynnast eignarnáms- tökum í fyrsta skiptið í Listasafni Íslands geti orðið fyrir vitsmuna- legri uppljómun. En fyrir mitt leyti hefur tíminn snúist gegn Bidlo. Um- ræðan er úr sér gengin og þar sem kóperingarnar bæta engu við sjón- rænt gildi fyrirmyndanna hanga þær á heimspekinni einni saman. Án umræðunnar eru verkin veik og hallast ég að því að Donald Kuspit, maðurinn sem ég var eitt sinn alger- lega ósammála, kunni eftir allt sam- an að hafa haft margt til síns máls. Fábrotið landslag Auk eignarnámslistar Bidlos voru opnaðar tvær aðrar sýningar í lista- safninu um helgina. Önnur þeirra byggist á málverkainnsetningu eftir Claude Rutault, en sýningar Rut- aults og Bidlo eru samstarfsverkefni á milli Listasafns Íslands, Lista- safnsins í Bergen og Astrup Fearn- ley-safnsins í Ósló. Þriðja sýningin er á verkum eftir Rögnu Róberts- dóttur og nefnist hún „Á mörkum hins sýnilega“. Sýningarnar þrjár eru kynntar undir yfirskriftinni „Á mörkum málverksins“. Ekki er ég alveg reiðubúinn að kyngja því að Ragna sé að fást við mörk málverks- ins í listsköpun sinni og reyndar ekki Mike Bidlo heldur. Það má þó alltaf teygja ólík verk í einhverja átt til að fella þau inn í þema, en mér finnst verk Rögnu ekki þess eðlis að þeim ætti að vera stýrt sérstaklega í átt að málverkinu. Hitt er svo annað mál að hún vinnur í vissri hefð sem rekja má til málverksins. Er það nokkuð ljóst þegar maður gengur upp tröppur listasafnsins þar sem eftirmynd Bidlos af athafnarmál- verki eftir Jackson Pollock blasir við manni að neðanverðu, en að ofan- verðu birtist vikurveggur Rögnu Róbertsdóttur. „Athöfn“ Rögnu felst þó ekki í því að sletta málningu eins og fyrirrennari hennar Jackson Pollock gerði. Ferlið er öllu hægara og felst í því að sækja vikurinn, sem í þessu tilfelli er fenginn úr Heklu, sía hann og þvo og að lokum að líma kornin á afmarkaðan flöt á veggn- um. Listakonan fæst því við lands- lagshefðina á „alkemíska“ vísu, þ.e. að taka efnið úr samhengi sínu og breyta gildi þess. Á sýningunni eru tvö myndverk, sitt hvorum megin á vegg í miðju sýningarrýminu. Vik- urverkið nefnist„ Hraunlandslag“, en hitt verkið, sem er veggur þakinn glersalla, nefnist „Tjarnarlandslag“ og snýr út að glugga og að ísi lagðri tjörninni. Ragna hefur tileinkað sér fábrotið myndmál þar sem nakinn efniviðurinn nýtur sín til fulls. Verk- in taka breytingum eftir því birtumagni sem sleppur inn í rýmið, vikurinn virkar misþéttur eftir stað- setningu áhorfandans og ljósbrot glitra á glersallanum með heillandi sjónarspili sem minnir oft á frosinn foss. Rými sem málverk Frakkinn Claude Rutault var sá listamaður sem fékk hvað mesta um- fjöllun hjá íslenskum fjölmiðlum þegar stórsýningin „Tími – fresta flugi þínu“ var á Kjarvalsstöðum árið 2000, ekki vegna þess að útilistaverk hans í undirgöngunum við Flugvall- arveg þótti betra en önnur verk, heldur vegna þess að það varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Ís- lenskir listunnendur hafa nú annað tækifæri til að sjá verk eftir Rutault í Listasafni Íslands og nefnist það „Málverkið í sama lit og veggurinn“. Rutault er af kynslóð evrópskra listamanna sem hafa lengi unnið með mínimalískt myndmál á hugmynda- legum forsendum. Snemma á átt- unda áratug síðustu aldar voru þess- ir listamenn að teygja málverkið frá afmörkuðum fletinum og út í rýmið. Slíkar tilraunir voru reyndar gerðar fyrr á öldinni, hjá meðlimum de stijl- listhópsins í Hollandi, rússnesku konstruktivistunum og Bauhaus í Þýskalandi, en listamenn eins og Rutault, Imi Knoebel og Gulio Paol- ini hófu að nota efniviðinn sem not- aður var til málunar, þ.e. striga, trönur og blindramma, sem „objekta“. Mikilvægur þáttur í mál- verkainnsetningum Rutaults er að þær byggjast eingöngu á rituðum fyrirmælum listamannsins sem starfsmenn safna og gallería þurfa að fara eftir við uppsetningu verk- anna. Fyrirmælin gefa starfsfólkinu rými til að vera skapandi í uppsetn- ingunni svo að endanleg útfærslan er ekki endilega sú sem Rutault sá fyrir sér. Á Listasafni Íslands er innsetn- ingin þrískipt. Veggir eru málaðir í hvítu, gulu og svörtu og á þeim hanga málverk í sama lit. Strigar á blindramma liggja eins og hráviði um allt gólf, þeir eru ómálaðir þar sem gólfið er ómálað. Á nokkrum veggjum hangir ljósmynd eða póst- kort með myndum af eldri listaverk- um sem vísa í hefðina sem sjálfur listamaðurinn hefur verið að vinna sig frá. Ástæðan fyrir myndunum er mér ekki ljós, og satt að segja finnst mér það ekki skipta nokkru máli því ég fann mig ekki knúinn til að skilja verkið á nokkurn hátt. Hér er það skynræn upplifunin sem skiptir máli en ekki skilgreiningin eða rökhugs- unin. Málverk og ekki málverk MYNDLIST Listasafn Íslands Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 11–17. Sýningunni lýkur 16. mars. ÝMSIR MIÐLAR MIKE BIDLO RAGNA RÓBERTSDÓTTIR CLAUDE RUTAULT Ekki Warhol (Brillokassar), heldur Bidlo (Brillokassar). Hraunlandslag Rögnu Róbertsdóttur. Málverkainnsetning eftir fyrirmælum Claude Rutault. Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.