Morgunblaðið - 06.02.2003, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
COLIN Powell, utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna,ávarpaði síðdegis í gæröryggisráð Sameinuðu
þjóðanna og gerði þar grein fyrir því
sem hann nefndi „sannanir“ fyrir því
að stjórn Saddams Husseins Íraks-
forseta hefði brotið gegn ályktunum
Sameinuðu þjóðanna og ætti sam-
starf við hryðjuverkamenn. Ræða
Powells var af mörgum fréttaskýr-
endum á Vesturlöndum talin ein sú
mikilvægasta sem bandarískur ráða-
maður hefur flutt á síðari tímum.
Í ræðu Powells, sem stóð í tæpar
90 mínútur, fjallaði hann einkum um
meinta viðleitni Íraksstjórnar til að
hindra vopnaeftirlit í Írak, skipu-
lagðar blekkingar Íraka í því efni,
framleiðslu Saddams Husseins á
sýkla- og efnavopnum og áætlanir
um þróun kjarnorkuvopna.
Þá rakti Powell tengsl Íraks-
stjórnar við hryðjuverkahópa þ.á m.
al-Qaeda. Powell lagði fram gervi-
hnattamyndir máli sínu til stuðnings
og lék hljóðupptökur sem hann kvað
m.a. sanna að Írakar hefðu komið
efnavopnum undan eftirliti og að
þeir ynnu að þróun eldflauga sem
brytu í bága við samþykktir Samein-
uðu þjóðanna.
Vísaði hann nokkrum sinnum í
ræðu sinni til þess að tilteknar upp-
lýsingar hefðu landflótta menn úr
her Saddams Husseins veitt. Tók
ráðherrann fram að hann gæti, ör-
yggisins vegna, ekki birt tilteknar
upplýsingar um brot Íraka.
Hreyfanlegar
efnavopnaverksmiðjur
Powell spilaði fyrir fulltrúa í ör-
yggisráðinu upptöku af samtali
tveggja íraskra herforingja og eru
þeir að ræða væntanlega heimsókn
Mohameds ElBaradeis, yfirmanns
Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar, í bækistöðvar annars þeirra (A).
Sá seinni, B, er hershöfðingi og hann
hefur áhyggjur af því að A sé með
ólöglegan vopnabúnað.
A: „Við erum með breyttan vagn
[hreyfanlega efnavopnaverk-
smiðju]. Hvað gerum við ef þeir
sjá hann?“
B: „Þú varst ekki með breyttan
vagn, er það? Þú hefur ekki einn
slíkan?“
A: „Jú, ég er með einn.“
B: „Hvaða vagn, hvar fékkstu
hann?“
A: „Úr vinnubúðunum, hjá Al
Kendi-fyrirtækinu.“
B: „Hvað segirðu?“
A: „Frá Al Kendi.“
B: „Ég kem og heimsæki
fyrramálið. Ég er áhyggj
Þið eruð allir ennþá með
hvað.“
A: „Við fluttum allt á bro
ekkert lengur.“
Powell lét flytja upptöku
tali milli foringja (A og B
sérsveitunum, Lýðveldisv
inum.
A: „Nefnið þetta ekki, ne
þetta ekki.“
B: „Þetta orð, þetta orð. É
A: „Taugagas, taugagas.
Hvenær sem um það er
að ræða.“
B: „Ég skil.“
A: „Hvenær sem um það
er að ræða.“
B: „Í þráðlausum fjarskip
boðum, í fjarskiptaboðum
A: „Taktu eftir. Í þráðlau
fjarskiptaboðum.“
B: „Þráðlausum. Ég skil.
Powell sagði, að skipun
augljóslega af því, að Írak
óttast, að þráðlausu samtö
hleruð. Sú hefði líka verið r
Powell vék að tilraunu
með lífefnavopn og sagði vi
menn hefðu dáið í tilraun
vopnakerfi árið 1998. Sa
Íraka eiga minnst sjö fæ
„Saddam h
hann verðu
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir marg
sannað að stjórnvöld í Írak hafi brotið gegn ály
unum SÞ og eigi samstarf við hryðjuverkamen
Í RÆÐU sinni í öryggisráðinu ígær sagði Colin Powell, utan-ríkisráðherra Bandaríkjanna,að Saddam Hussein réði ekki
aðeins yfir miltisbrandi, heldur hefði
hann skipað fyrir um rannsóknir á
mörgum öðrum eitur- og lífefna-
vopnum og látið þróa aðferðir til
dreifa þeim yfir byggð ból eða koma
þeim fyrir í vatnsveitukerfum. Sagði
hann, að Íraksher réði nú yfir líf-
efnavopnum, sem nægðu til að búa
út 16.000 eldflaugar.
Í máli sínu rakti Powell einnig
þær blekkingar, sem Írakar hefðu
beitt varðandi efnavopnaframleiðslu
og efnavopnaeign sína í meira en 10
ár. Sýndi hann myndir því til sönn-
unar, meðal annars af efnavopna-
geymslum og af stöðvum, sem not-
aðar voru til að dreifa hráefnum í
vopnin til annarra staða, og af mikl-
um umsvifum við geymslurnar áður
en von var á vopnaeftirlitsmönnum
Sameinuðu þjóðanna. Þegar þeir
komu síðan á vettvang var búið að
flytja allt á burt, sótthreinsa stöðv-
arnar eða jafnvel búið að ryðja þeim
um koll með jarðýtum og skipta um
jarðveg.
„Vopnageymslurnar voru tandur-
hreinar þegar vopnaeftirlitsmenn
komu á vettvang og ekkert að finna.
Þetta vekur því miður óþægilegan
grun um, að Írakar hafi verið varaðir
við,“ sagði Powell.
„Lygar frá upphafi“
Powell sagði, að skýrsla Íraka um
efnavopn sín væri „lygar frá upphafi
til enda“: „Við teljum það varlega
áætlað, að Írakar ráði yfir 100 til 500
tonnum af hráefnum í efnavopn. Þeir
eiga efnavopn í 16.000 eldflaugar.
Saddam Hussein hefur látið rann-
saka fjöldann allan af eitur- og líf-
efnavopnum, sem geta valdið sjúk-
dómum, þar á meðal kolbrandi,
svartadauða, taugaveiki, stífkrampa,
kóleru og blóðsótt, og hann ræður
jafnvel yfir búnaði til að framleiða
bólusóttarsýkilinn,“ sagði Powell og
minnti á, að Írakar hefðu á sínum
tíma viðurkennt að hafa framleitt
8.500 lítra af miltisbrandi en sér-
fræðingar Sameinuðu þjóðanna
hefðu áætlað, að þeir hefðu framleitt
25.000 lítra.
Powell sagði, að Írakar hefðu þró-
að margar aðferðir við að dreifa
hættulegum lífefnum, í lofti og vatni,
og meðal annars hefðu þeir breytt
eldsneytisgeymum Mirage-þotna í
því skyni. Lét Powell sýna mynd,
sem tekin var fyrir nokkrum árum,
en á henni er verið að gera tilraunir
með að úða yfir land.
„Við skulum hafa þrennt í huga:
Saddam Hussein hefur no
vopn gegn annarri þjóð; ha
notað þau gegn sínu eigin f
an í fyrri heimsstyrjöld hef
ríki haft meiri reynslu af
þessara vopna en Írak.“
Hvar er VX-taugaga
Powell minnti á, að það h
Íraka mörg ár að viðurkenn
hefðu framleitt fjögur ton
banvæna VX-taugagasi e
einn dropi af því nægir til
mann. Hefðu Írakar vi
þetta vegna upplýsinga frá
Kamal, tengdasyni Sadd
Samsett mynd, sem Powell sýndi í gær. Til vinstri er mynd af efn
hreinsunar eða afeitrunar fari eitthvað úrskeiðis. Var hún tekin
desember síðastliðinn. Þá voru bifreiðar vopnaeftirlitsmanna Sa
engin efnavopn enda var þá búið að flytja allt burt, sem í geymslu
„Efnavopn í 16.000
RÆÐA POWELLS
Colin Powell, utanríkisráð-herra Bandaríkjanna, flutti ígær ræðu hjá öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna í New York
þar sem hann lagði fram ítarlegar
upplýsingar um gereyðingavopn
Íraka, brot þeirra á skilmálum
ályktana öryggisráðsins og síend-
urteknar tilraunir til að villa um
fyrir vopnaeftirlitsmönnum eða
meina þeim aðgang að upplýsing-
um.
Líklega hefur ekki verið beðið
eftir neinni ræðu hjá öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna með jafnmik-
illi eftirvæntingu frá því Adlai E.
Stevenson, þáverandi sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, hélt ræðu í miðri Kúbu-
deilunni, þar sem hann lagði meðal
annars fram njósnamyndir er sýndu
að Sovétmenn væru að koma upp
kjarnorkueldflaugum á Kúbu.
Að mörgu leyti voru hins vegar
ræður Powells og Stevensons ólík-
ar. Stevenson sannaði fyrir um-
heiminum að sovésku eldflaugarnar
væru á Kúbu. Margt bendir til þess
að Írakar eigi umfangsmikið vopna-
búr efna- og lífefnavopna. Það hafa
eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna
sjálfir skjalfest. Það liggur einnig
fyrir að Saddam Hussein, leiðtogi
Íraks, hefur neitað að afvopnast og
virðist þess í stað hafa haldið áfram
þróun og smíði gereyðingavopna.
Ræðu Powells var ætlað að sann-
færa heiminn um að brot Saddams
væru það umfangsmikil og alvarleg
að ekki yrði lengur komist hjá því
að grípa til aðgerða, með vopnavaldi
ef þörf krefur.
Upplýsingarnar sem Stevenson
lagði fyrir öryggisráðið áttu sinn
þátt í að afstýra kjarnorkustyrjöld.
Upplýsingarnar sem Powell lagði á
borðið í gær munu líklega sannfæra
marga um að ekki sé hægt að
treysta á samvinnu af hálfu Sadd-
ams.
Powell rakti í löngu máli, studdu
gervihnattamyndum og upptökum
af samtölum yfirmanna í íraska
hernum, hvernig Írakar hafa haldið
áfram að þróa fram efna- og lífefna-
vopn þrátt fyrir yfirlýsingar um
annað. Hann lagði fram upplýsing-
ar, sem benda til að Írakar hafi
markvisst reynt að hylma yfir
vopnasmíði sína með því að færa
efni og búnað skömmu áður en
vopnaeftirlitsmenn mættu til að
rannsaka viðkomandi staði. Hann
sagði Bandaríkin hafa upplýsingar
um að Saddam hefði hótað íröskum
vísindamönnum og þeim og fjöl-
skyldum þeirra verið hótað lífláti ef
þeir veittu vopnaeftirlitsmönnum
upplýsingar. Hann taldi vísbend-
ingar vera um að Írakar væru enn
að vinna að smíði kjarnorku-
sprengju og koma sér upp búnaði til
að auðga úran. Þá sagði utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna sterkar
vísbendingar um að samstarf væri á
milli Íraka og lykilmanna í hryðju-
verkasamtökunum al-Qaeda.
Í rúman áratug hefur átt sér stað
togstreita milli Íraka og Sameinuðu
þjóðanna vegna þeirra skilmála sem
Írökum voru settir við lok Persa-
flóastríðsins. Vopnaeftirlitsmenn,
sem sinntu störfum í Írak lungann
úr síðasta áratug, hafa lagt fram ít-
arlegar upplýsingar um vopnaeign
og þróun Íraka. Þeir yfirgáfu hins
vegar Írak í lok ársins 1998 þar sem
þeim var meinað að sinna störfum
sínum líkt og þeir vildu. Það var
ekki fyrr en í lok síðasta árs, eftir að
öryggisráðið samþykkti harðorða
ályktun, að þeim var hleypt inn í
Írak á nýjan leik. Powell benti rétti-
lega á að með samþykkt ályktunar
öryggisráðsins númer 1441 í nóv-
ember síðastliðnum var sönnunar-
byrðinni velt yfir á Íraka. Powell
sagði að með ályktuninni hefði Írök-
um verið veitt lokatækifæri til að
fara eftir fyrri ályktunum ráðsins.
„Írakar létu þetta síðasta tækifæri
sér úr greipum ganga,“ sagði
Powell. Hann benti réttilega á að
hlutverk vopnaeftirlitsmanna er að
hafa eftirlit með afvopnun Íraka,
ekki að sinna rannsóknarlögreglu-
störfum og reyna að hafa uppi á
vopnum sem Írakar reyna að fela.
Ræða Powells mun ekki sannfæra
alla um réttmæti þess að hefja stríð
til að afvopna Íraka. Þótt ekki sé
ágreiningur um að Írakar hafi gerst
brotlegir við samþykktir öryggis-
ráðsins er deilt um hvort sú ógn,
sem stafar af Írak, réttlæti stríð og
hvort hægt sé að ná fram markmið-
inu um afvopnun með öðrum leið-
um.
Það verður vissulega erfiðara eft-
ir ræðu Powells að halda því fram
að vopnaeftirlitsmenn SÞ eigi að fá
lengri tíma. Spyrja má: Lengri tíma
til hvers? Ef Írakar eiga ekki sam-
vinnu við vopnaeftirlitsmennina í
stað þess að hindra störf þeirra og
villa um fyrir þeim er óvíst að nokk-
ur árangur náist. Ef rétt er að lyk-
ilgögnum hafi verið komið fyrir á
heimilum vísindamanna og íraskra
embættismanna eiga þá eftirlits-
menn að fara inn á þúsundir einka-
heimila í leit að gögnum? Ef rétt er
að lífefnavopn Íraka séu þróuð í
færanlegum rannsóknarstofum,
sem ekið er um á pöllum flutninga-
bíla og lesta, er þá nokkur von til að
þær muni nokkurn tímann finnast?
Bandaríkjastjórn virðist þegar
hafa gert upp hug sinn um að ekki
sé réttlætanlegt að halda þessum
leik áfram. Eftir nokkra daga verða
bandarískar hersveitir reiðubúnar
að hefja árás á Írak. Það eina sem
virðist geta komið í veg fyrir að sú
verði raunin er að Írakar taki að
endingu upp samvinnu við Samein-
uðu þjóðirnar. Ekkert bendir hins
vegar til að það sé að gerast.
Á næstu dögum og vikum verður
rætt um það á vettvangi öryggis-
ráðsins hvernig taka eigi á málum
Íraks. Mikilvægt er að samkomulag
náist um lausn deilunnar, hver sem
hún verður. Ef öryggisráðið nær
ekki að leiða mál þetta til lykta, eft-
ir allt sem á undan er gengið, er
hætta á að það verði áhrifalítið í
framtíðinni.