Morgunblaðið - 06.02.2003, Side 37

Morgunblaðið - 06.02.2003, Side 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 37 FASTEIGNASALAN GIMLI – GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 • FAX 570 4810 TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR ÁRNI STEFÁNSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR GIMLI GIMLI STÆRRI EIGNIR HVASSALEITI - NÝTT Á SKRÁ Sér- lega glæsilegt og fallega innréttað 271,1 fm milliraðhús á þremur hæðum með innbyggð- um bílskúr. Rúmgóð svefnherbergi og bað- herbergi endurnýjað, m.a. granít á gólfi. Samliggjandi stofur og arinn í annarri; útg. í vesturgarð úr stofu. Í kjallara er búið að inn- rétta unglingaaðstöðu. Stórglæsileg eign á eftirsóttum stað. Verð 28,8 millj. DEILDARÁS Vorum að fá í einkasölu gott tveggja hæða 278 fm einbýli. NEÐRI HÆÐ: Stórt forstofuherb., 30 fm bílskúr, baðherb., þvottahús og geymslur. EFRI HÆÐ: Fjögur rúmgóð herb., sjónvarpsherb., eldhús og stofa með útg. á suð-vestursvalir. Glæsilegt útsýni. Áhv. 4,3 millj. Verð 25,9 millj. GLÓSALIR - GLÆSIEIGN Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 192 fm parhús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað í þessu eftirsótta hverfi í Kópavogi. Fjögur rúmgóð svefnherb. Glæsilega innr. bað- herb. með hornbaðkari. Húsið er fullbúið með bráðab. gólfefnum. Að utan er húsið fullbúið. Allar innréttingar er sérsmíðaðar og glæsilegar. Laus fljótlega. Verð 24 millj. HÆÐIR HÁVALLAGATA - SKIPTI Vorum að fá í einkasölu glæsilega og mikið endurnýj- aða 107 fm efri hæð og ris á þessum eftir- sótta stað við Landakot. Tvær stórar stofur með fallegum bogaglugga og miklu útsýni. Tvö rúmgóð herb. Parket og flísar á gólf- um. Hús fengið gott viðhald. SKIPTI EIN- GÖNGU Á EINBÝLI Á SELTJARNARNESI EÐA VESTURBÆ. Uppl. gefur Sveinbjörn í s. 693 2916. STANGARHOLT - LAUS STRAX Neðri hæð í tvíbýli ásamt tveimur her- bergjum í kjallara, alls 103 fm. Eikarparket á gólfum. Í kjallara eru tvö rúmgóð her- bergi með sérinngangi og aðgangi að bað- herbergi. Rafmagn hefur verið endurnýjað. Verð 13,5 millj. Áhv. 4,6 millj. 4RA-5 HERB. HRAUNBÆR - MEÐ AUKAHER- BERGI Vorum að fá í einkasölu bjarta og rúmgóða 120 fm íbúð á annarri hæð í ný- viðgerðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í stóra stofu, gott eldhús og 3 góð herbergi. Bað- herbergi og 14 fm herb. í kjallara. Íbúðin er öll nýtekin í gegn s.s gólfefni og innrétting- ar. Parket, dúkar og flísar á gólfum. Húsið er klætt að utan m. Steni. Verð 13,6 millj. HRÍSRIMI - LAUS STRAX - LYKL- AR Á GIMLI Glæsileg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýli. Sérsmíðaðar innr. Flísar á gólfi. Innan íbúðar er þvottahús. Suðursvalir. Stæði í bílageymslu. Íbúð sem er þess virði að skoða. Áhv. húsbréf og viðbótarlán 9,7 millj. Verð 12,9 millj. MIÐBÆR - LAUS STRAX - LYKL- AR Á GIMLI Björt og afar rúmgóð 125 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi byggðu 1985 auk stæðis í bílskýli. Íbúðin er staðsett í húsi á horni Vitastígs og Lauga- vegar. Innan íbúðar eru þrjú mjög stór og rúmgóð svefnherbergi; hjónaherbergið er með sérbaðherbergi og fataskáp og gengt út á flísalagðar suðursvalir. Verð 17,0 millj. Áhv. 1,1 millj. byggsj. ÞINGHÓLSBRAUT - KÓPAV. Nýtt á skrá vel skipulögð 63 fm risíbúð í tvíbýli á þessum eftirsótta stað. Þrjú svefnherbergi og stofa. Búið er að endurn. ofna og ofna- lagnir ásamt rafmagnstöflu. Kubbaparket og flísar á gólfi. Verð 10,5 millj. Áhv. 6,5 millj. 3JA HERB. KARFAVOGUR - SÉRINNGANGUR Einstaklega björt og rúmgóð 74 fm íbúð í risi í þríbýli. Íbúðin er mikið endurn. s.s. innréttingar, skápar, gólfefni, rafmagn, gluggar og gler. Íbúðinni fylgir sérbíla- stæði. Frábær staðsetning innst í botn- langa. Verð 11,9 millj. Áhv. 7,0 millj. SELJENDUR Í FOSSVOGI ATHUGIÐ! Höfum fjársterka kaupendur að einbýli eða raðhúsi með innbyggðum bílskúr. Um er að ræða ríflegan afhendingartíma t.d. um mitt næsta sumar. Óskað er eftir eignum á verðbilinu 25-35 millj. Ef þú ert í söluhugleiðingum hafðu þá samband við Hákon eða Grétar á skrifstofu Gimlis. Þorrablót Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Hátíðarföt með vesti 100% ull skyrta, klútur og næla kr. 36.900 Allar stærðir til 46— 64 98—114 25— 28 Fræðafundur um þátttöku al- mennings í ákvörðunum um um- hverfismál, verður haldinn á veg- um Lagastofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við umhverfisráðu- neytið, föstudaginn 7. febrúar nk. í hátíðasal Háskólans í aðalbyggingu skólans, kl.12.15 og er stefnt að því að honum ljúki kl. 14.00. Af þessu tilefni kemur hingað til lands og heldur fyrirlestur á fundinum dr. Jonas Ebbesson dósent í umhverf- isrétti við Stokkhólmsháskóla. Fyr- irlestur hans fjallar um þátt- tökurétt almennings í ljósi reglna Árósamningsins frá 1998 um að- gang að upplýsingum, þátttöku al- mennings í ákvarðanatöku og að- gang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Einnig flytja er- indi á fundinum Aðalheiður Jó- hannsdóttir lögfræðingur og sér- fræðingur í umhverfisrétti og Eiríkur Tómasson prófessor við lagadeild HÍ. Erindi Aðalheiðar fjallar um þátttöku almennings í ákvörðunartöku sem lýtur að ein- staka framkvæmdum samkvæmt ís- lenskum rétti. Eiríkur fjallar um rétt almennings til að bera ákvarð- anir stjórnvalda um umhverfismál undir dómstóla í ljósi íslenskra rétt- arfarsreglna. Að loknum erindum frummælenda verða fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er opinn öll- um, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestraröð um fötlunarrann- sóknir Gretar L. Marinósson dós- ent í sérkennslufræði við Kenn- araháskóla Íslands, heldur erindið „Hvernig verða flokkar sérþarfa til í grunnskóla?“ í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, föstudaginn 7. febrúar kl. 12-13. Erindið er byggt á doktorsritgerð um viðbrögð grunnskóla við fjölbreytileika nem- enda en gagna í hana var aflað með langtíma etnografískri rannsókn á einum skóla hér á landi. Fyrirlest- urinn er hluti af fyrirlestraröð um fötlunarrannsóknir sem Uppeldis- og menntunarfræðiskor við Fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands gengst fyrir á Evrópuári fatlaðs folks 2003 í samstafi við Lands- samtökin Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag Íslands. Frekari upplýsingar er að finna á vefslóð- inni: http://www.hi.is/~rannvt/. Fundurinn er öllum opinn. Kynna lífsstefnu og hug- myndafræði Damanhur Í Valchiusella-dalnum við rætur ítölsku Alpanna er Damanhur þar sem frá árinu 1977 hefur verið mið- stöð rannsókna á andlegum málum. Í Damanhur búa nálega þúsund manns. Damanhur hefur eigin stjórnarskrá, eigin mynt, skólakerfi og dagblað og þar starfa fulltrúar fimmtíu mismunandi starfsgreina. Í Damanhur eru stundaðar rann- sóknir á fjölmörgum sviðum, allt frá athugun á samfélagsmálum til rannsókna á óhefðbundinni orku, listum og eðlisfræði, svo að dæmi séu tekin. Tveir kennarar frá Damanhur eru í heimsókn á Íslandi þessa dagana. Þeir munu kynna lífsstefnu og hug- myndafræði Damanhur föstudag- inn 7. febrúar. Kynningin verður í Ljósheimum, Brautarholti 8, (2.hæð til vinstri) og hefst hún kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgang- ur ókeypis. Í DAG Íslandsmeistaramótið í sam- kvæmisdönsum fer fram í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík sunnudag- inn 9. febrúar. Þetta er fyrsta Íslandsmót vetrarins og verður keppt í 5 sígildum dönsum og 5 suð- ur-amerískum dönsum, en auk þess fer fram keppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð og danssýningar hjá flokkum þeirra sem eru að hefja þjálfun í dansi. Þátttakendur frá 7 fé- lögum eru skráðir til móts. Fimm er- lendir dómarar munu dæma á keppn- inni. Laugardalshöllin verður opnuð kl. 12, en formlega hefst keppnin kl. 13 með innmars allra þátttakenda og síðan mun heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Jón Kristjánsson, ávarpa og setja mótið. Á NÆSTUNNI MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur heldur opinn fund í Ráðhúsinu í hádeginu á morgun, föstudag, kl. 12–13.30, um opinbera stefnu um Listasafn Reykjavíkur og not af sýningarsölum borgarinnar. Fundurinn er ætlaður öllum sem vilja kynna nefndinni sjónarmið varðandi þá stefnu sem nú gildir um Listasafn Reykjavíkur og sýninga- hald þess, auk nota af sýningarsölum sem safnið hefur yfir að ráða. Þetta er boðaður aukafundur nefndarinnar í tilefni af mikilli umræðu að und- anförnu um sýningarsali í borginni. Nefndin hefur falið Eiríki Þorláks- syni, forstöðumanni Listasafnsins, að útskýra þá stefnu sem mótuð er og honum falið að fylgja varðandi sali safnsins í upphafi fundar. Að öðru leyti verða umræður frjálsar undir stjórn formanns nefndarinnar, Stefáns Jóns Hafstein. Opinn fundur um listasöfn borgarinnar Vinna í hálfan annan mánuð Í frétt um framleiðslu parkets á Húsavík í Morgunblaðinu mánudag- inn 3. febrúar segir að eftir sé hálfs mánaðar vinna við að klára það hrá- efni sem til er en rétt er að það er tekur um 11⁄2 mánuð að klára þetta. Ólafur H. er Óskarsson Viðmælandi Morgunblaðsins í við- tali á bls. 8 í gær heitir Ólafur H. Óskarsson, ekki Ólafsson eins og þar stóð, og er það leiðrétt hér með og Ólafur beðinn velvirðingar. Einnig leiðréttist, að hann lauk BA-prófi í þýsku og landafræði frá Háskóla Ís- lands en ekki Háskólanum í Stutt- gart. LEIÐRÉTT Á AÐALFUNDI starfsmannafélags Móa, sem haldinn var í Móastöðinni 30. janúar 2003, var samþykkt að fé- lagið sendi frá sér ályktun um að fé- lagið harmi hvernig samkeppnisaðili Móa hf., Reykjagarður hf., geri „allt til að sverta fyrirtækið og starfs- menn þess í augum almennings, í skjóli þess að Móar eiga í tíma- bundnum rekstrarerfiðleikum“, seg- ir í tilkynningu frá starfsmanna- félaginu. Í ályktuninni segjast starfsmenn Móa vera sakaðir um þjófnað á vörum Reykjagarðs á þeim tíma sem Móar slátruðu fyrir Reykja- garð. „Allir sem til málsins þekkja vita að ónákvæmar skráningar Reykjagarðs-fólks eru skýringin á „óeðlilegri rýrnun“ á þeirra vörum. Fyrir dómstólum liggja gögn sem sýna svart á hvítu að eftir að við tók- um við skráningum eru hlutirnir í lagi, frávik ætíð undir 1%,“ segir í ályktuninni. Þá segir að starfsmönnum Móa þyki ólíðandi að Reykjagarður „ljúgi að almenningi og segi í fjölmiðlum að Móar hafi sexfaldað framleiðslu sína og offramleiðsla á kjúklinga- kjöti sé Móum að kenna. Árið 2000 framleiddu Móar 920 tonn, 2001 1.063 tonn og 2002 1.221 tonn sem er 15% aukning milli beggja áranna. Framleiðsluaukning kjúklingakjöts á Íslandi milli áranna 2001 og 2002 var hins vegar 19%. Sérhver maður sér að Móar draga niður meðaltalið á landsvísu milli áranna 2001 og 2002 en ekki öfugt, hvað þá sexföld- un eins og Reykjagarður hefur hald- ið fram í fjölmiðlun. Móar hf. hafa hins vegar undirbúið framleiðslu- aukningu til að geta mætt aukinni neyslu á kjúklingum. Starfsmenn Móa bera fullt traust til eigenda Móa um að meta framleiðslumagn hverju sinni þannig að ekki verði skortur á kjúklingum eins og gerðist á síðasta ári, okkur og neytendum til leiðinda og ama.“ Segja ónákvæma skráningu vera skýringuna á rýrnun ÞEGAR fréttaritari átti leið austur fyrir Kirkjubæjarklaustur í fyrra- dag var mikil hálka mest alla leið- ina, vegurinn víða ein glæra. Vega- gerðin var þó að reyna að bæta ástandið með því að skrapa svellið með veghefli til að matta það. Þetta er mikil nákvæmnisvinna því ef hefiltönninni er beitt of hraustlega er alltaf hætta á að skemma klæðn- inguna á veginum. Þessi heflun var óneitanlega til bóta þó að enn sé ástandið mjög varasamt. Mikið að gera hjá vegheflum Fagradal. Morgunblaðið Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jón Hjálmarsson veghefilstjóri úr Vík skrapar svellið á þjóðvegi 1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.