Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 38
DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Arnarfell og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Siglir kemur í dag, Selfoss fór frá Straumsvík í gær. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða– og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið op- ið mánu– og fimmtu- daga. Fimmtudagur: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Glerskurður byrjar í dag. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 11 búta- saumur (hægt er að bæta við 3), kl. 13 mál- un, bútasaumur og leikfimi karla. Nýtt námskeið í leirvinnslu byrjar 10. febrúar kl. 12.30. Skráning í s. 820 8571. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt kl. 10, glerlist kl. 13, bingó kl. 13.30. Rúta í Þjóð- leikhúsið í kvöld kl. 19 frá Hjallabraut 33 og 19:15 frá Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ.Fimmtud: Brids kl. 13. Fram- sagnarnámskeið hefst í dag kl. 16.15, leiðbein- andi Bjarni Ingvars- son. Bridsnámskeið kl. 19.30.S. 588 2111. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 klippi- myndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler og postulínsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Messa kl. 10.30 sr. Kistín Pálsdóttir. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30, handav. kl. 10– 11 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing og mósaik. Föstud.7. feb. kl. 13 verður lokað vegna undirbúnings þorra- blóts sem hefst kl. 17. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. boccia æf- ing, kl. 13 handmennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur í umsjá Valgerðar Gísladóttur. Heitt á könnunni frá kl. 16. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Kvenfélag Grens- ássóknar, aðalfundur verður mánud. 10. feb. og hefst með sameig- inlegu borðhaldi kl. 19.30. Þátttaka til- kynnist til Kristrúnar, s. 553 6911 eða Bryn- hildar, s. 553 7057. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Fundur verður í kvöld, kl. 20. Spilað bingó. Í dag er fimmtudagur 5. febrúar, 36. dagur ársins 2003. Agötu- messa. Orð dagsins: Orð viturra manna, sem hlustað er á í ró, eru betri en óp valdhafans meðal heimskingjanna. (Préd. 9, 17.) Krossgáta LÁRÉTT 1 móka, 4 stúfur, 7 með- fædd tönn í barni, 8 kvæði, 9 rekkja, 11 með- vitund, 13 dyggur, 14 hestar, 15 verkfæri, 17 borðar, 20 eldstæði, 22 svæfill, 23 ganga, 24 ná- lægt, 25 mannsnafni. LÓÐRÉTT 1 atgervi, 2 víðan, 3 mjög, 4 brjóst, 5 fær af sér, 6 magrar, 10 kostn- aður, 12 máttur, 13 viður, 15 móskan, 16 bárur, 18 hillingar, 19 sefaði, 20 lykkja, 21 slysni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gremjuleg, 8 arkar, 9 bælið, 10 róa, 11 garfa, 13 rýrar, 15 hafís, 18 subba, 21 tin, 22 ljóni, 23 æfing, 24 ósannindi. Lóðrétt: 2 ríkar, 3 marra, 4 umbar, 5 eflir, 6 þang, 7 áð- ur, 12 frí, 14 ýsu, 15 hóls, 16 Fróns, 17 stinn, 18 snæði, 19 blind, 20 agga. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja gerði nýlegaað umtalsefni hið ágæta verkefni Auður í krafti kvenna. Velti kunn- inginn fyrir sér hvort þessi auður væri ekki örugglega karlkynsorð. Jú, það hélt Víkverji, en þá vaknaði spurningin hvers vegna talað var í fjölmiðlum um forsvarsmenn Auðar- verkefnisins. Var þá allur þessi auður orðinn að kvenmannsnafninu Auði? Hvaða Auður skyldi það nú vera? x x x ER nú ekki orðið tímabært að hættaað tala um Íslandsvini? Víkverja finnst þetta bera vott um minnimátt- arkennd gagnvart útlendingum. Þarf eitthvað að verðlauna útlendinga með svona nafngift og þakka þeim fyrir að ómaka sig hingað? Ef þeir koma hingað oftar en einu sinni hlýtur það að vera vegna þess að þeim finnst það eftirsóknarvert. Og þá á ekki að láta eins og þeir séu að gera okkur eða landi voru einhvern greiða. Veri þeir bara velkomnir en hættum þessari vitleysu með Íslandsvini. x x x VÍKVERJI hlustaði á útvarpslýs-ingu Adolfs Inga Erlingssonar á leik Íslendinga og Júgóslava um 7. sætið á HM. Víkverji hefði svo sem getað fært sig að sjónvarpsviðtæk- inu, en svo ágæt var lýsing Adolfs Inga að Víkverji gat ekki slitið sig frá útvarpslýsingunni og tók því útvarpið fram yfir sjónvarpið í þetta skiptið. Horfði síðan á leikinn í sjónvarpinu eftir miðnættið og hafði bara gaman af. x x x ÞAÐ var óvenjumikið um fjöldaslysí heiminum um síðustu helgi. 25 fórust í hótelsprengingu í Lagos, 33 í hótelbruna í Kína, 45 í lestarslysi í Zimbabve og 18 í sprengingu í Afgan- istan á föstudaginn. Svo fórust geim- fararnir sjö í Bandaríkjunum á laug- ardaginn. Ekki er Víkverja kunnugt um að þjóðir heims hafi sent sam- úðaróskir nema í síðastnefnda tilvik- inu. A.m.k. sá Víkverji ekki neitt um það í fjölmiðlum. Sama er að segja um minningarathafnir vegna þessara slysa. Hvernig stendur á þessu? x x x HÚN vakti athygli rannsókn EmilsEinarssonar á fölskum játn- ingum grunaðra sakamanna. Tveir af hverjum átta játuðu á sig brot sem þeir höfðu ekki framið. Og algengast var að þeir væru að hylma yfir með öðrum. Víkverji veltir því fyrir sér hvort samheldnin og bræðralagið séu svona rík í undirheimunum að menn fórni sér fyrir aðra. Eða eru hótanir hluti af þessu? Má ætla að þeir sem gefa falska játningu séu það lágt sett- ir í stigveldi undirheimanna að þeir verði að taka á sig sök, að öðrum kosti verði þeim stútað af félögum sínum? Hvers vegna voru þeir að hylma yfir með öðrum? x x x SIGURJÓN M. Egilsson á Frétta-blaðinu hefur a.m.k. tvisvar skrif- að um tilraunir sínar til að létta sig. Víkverja langar til að hjálpa og bend- ir Sigurjóni hér með á vitamin.is þar sem Ragnar Hafsteinsson, öðru nafni „letispillirinn“, hefur komið með frá- bærar ráðleggingar handa fólki ein- mitt eins og Sigurjóni. Reuters Voru send samúðarskeyti vegna sprengingarinnar í Lagos? Staða öryrkja KÆRI Velvakandi. Mig langar dálítið að fjalla um stöðu öryrkja á Ís- landi, almennt í dag, og elli- lífeyrisþega. Ég skil bara ekki hvernig ríkisstjórnin og þjóðfélagið almennt get- ur komið svona fram við yngri og eldri sem eiga það svo sannarlega skilið að fá hærri greiðslu. Við lifum ekki á þessum bótum út mánuðinn. Þannig er það með, held ég, okkur öll. Um mánaðamót fáum við bætur okkar en hvað höfum við eftir þegar búið er að borga reikningana? Síðan þarf að sækja lyfin. Svo gæti eitthvað bilað í eldhúsinu. Þá bætist sá reikningur við. Börnin mín eru sem betur fer uppkomin en ég man tímana tvenna. Það var allt öðruvísi að lifa hér áður fyrr og enginn veit fyrirfram hvenær hann missir sína heilsu. Því að þetta fólk, sem var líka einu sinni ungt, hef- ur allt unnið baki brotnu og þetta er árangurinn, vegna alltof mikils vinnuálags og greinilegra áfalla í lífinu getur þetta fólk ekki unnið í dag þótt það langitil þess. Ég er ein af þeim. Maðurinn er ekki gerður úr stáli heldur holdi og blóði og enginn mannslíkami er eins. Ég bara man það að allt fólk sem er óvinnufært vegna krónískra sjúkdóma, frá hvirfli til ilja og skyndi- lega bætist eitthvað við. Þá eru það bílslysin og fleira eins og andstyttingar, veiru- sýkingar og alls konar pest- ir. Nú, svo er flensan komin. Þá er annað sem ég vil taka fram að ég þekki marga öryrkja og ellilífeyr- isþega sem hafa ekki krónu í höndum sér fram að mán- aðamótum og líður illa vegna peningaskorts. Það var maður sem skrifaði grein í Morgunblaðið um daginn sem sagði að lág- launafólk, öryrkjar og ellilíf- eyrisþegar eigi að fá minnst 150 þús. krónur á mánuði og það skattfrjálst. Flest okkar geta ekki unnið þótt við reyndum. Við megum ekki gefast upp og verðum að hafa bein í nefinu til að standast álagið. Það hlýtur vonandi eitthvað að gerast á þessu ári. Mér finnst að tími sé kominn til að skilningur fáist í þessu máli. Monika Pálsdóttir. Þakkir til Kringlubóns FYRIR stuttu létum við hjónin þrífa bílinn okkar hjá Kringlubóni. Bíllinn var eins og nýr á eftir. Þarna eru vandvirkir menn að störfum. Kristján og María. Tapað/fundið Fljúgandi sokkabuxur BARNA sokkabuxur fund- ust fyrir utan Hagkaup í Skeifunni sl. föstudag. Upp- lýsingar í síma 557 2743. Elísabet. Dýrahald Kisustrákar fást gefins TVEIR gráir kisustrákar, 10 vikna, fást gefins. Vel upp aldir og kassavanir. Upplýsingar í síma 587 8119 og 847 9557. Snati er týndur SNATI hvarf frá heimili sínu á Austur-Héraði 13. janúar, hann er svartur og hvítur og ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlegast hringi í síma 552 6657 eða 849 7377. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Nú þegar Ingibjörg Sól-rún Gísladóttir hefur lokið störfum sem borg- arstjóri og hefur innreið sína í landsmálin vakna að sjálfsögðu spurningar um stjórnmálaskoðanir hennar. Þar er margt á huldu, en á vafalaust eftir að koma fram í kosninga- baráttunni.     Framundan eru tímar,þar sem máli skiptir að vel sé haldið á fjár- málum ríkisins. Ingibjörg Sólrún hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar um hvernig hún hyggist haga þeim, komist hún í þá að- stöðu að ráða ríkissjóði. Hins vegar hefur hún auðvitað haft opinbert vald í rúmlega átta ár, sem borgarstjóri Reyk- víkinga.Vissulega hefur hún ekki verið einráð í stjórn borgarinnar, en sem borgarstjóri hlýtur hún að bera ábyrgð á gjörðum R-listameirihlut- ans á þessum rúmu átta árum.     Staðreyndin er sú, aðsíðan 1994 hafa skuldir Reykjavík- urborgar aukist um 50 milljarða króna. Hreinar skuldir eru 415 þúsund krónur á mann. Borgin hefur þanist út í góð- ærinu. Þegar tekju- skattsprósenta ríkisins lækkaði hækkaði útsvars- hlutfallið hjá borginni á móti. Reykjavíkurborg hefur hafið ýmiss konar atvinnurekstur, eins og Línu.net-ævintýrið sýnir, á meðan ríkið hefur t.a.m. dregið sig úr banka- rekstri.     Auðvitað hafa ríkisút-gjöld líka hækkað. Ríkisvaldið hefur þó verið rekið með afgangi, vegna aukinna skatttekna og tekna af sölu eigna. Hækkun ríkisútgjalda er ámælisverð, en dregur ekki úr ábyrgð stjórn- enda Reykjavíkurborgar.     Það er frekar auðveltað vera góður borg- arstjóri í tvö kjörtímabil, með því að taka lán og framkvæma. Vandamál geta verið í rekstrinum án þess að það veki sér- staka athygli. Lántökur eru bara tölur á blaði. Af- leiðingarnar koma ekki fram fyrr en seinna, þeg- ar kominn er tími til að borga niður skuldirnar.     Umsvif og fjöldi fram-kvæmda er ekki mælikvarði á störf opin- berra aðila. Víst er það þægilegt, þegar okkur er veitt ókeypis þjónusta, eða stórlega niðurgreidd. Mælikvarðinn á gæði op- inberrar starfsemi er hins vegar fólginn í því hvað hún kostar.     Það er hægt að fjár-magna halla á rekstri opinberra fyrirtækja ansi lengi, en einhvern tímann kemur að skuldadögum. Ef tekjur af fram- kvæmdum standa ekki undir stofn- og rekstr- arkostnaði þarf að hækka skatta. Eða taka fleiri lán. STAKSTEINAR Dómur reynslunnar EFTIR að hafa lesið þess- ar eilífu athugasemdir um um þetta svokallaða „eldflaugabrjálæði“ finnst mér eins og svo oft áður að málin séu ekki hugsuð til enda. Flug- eldasala á Íslandi er að- eins leyfð eina viku á ári og er þetta svo gríðarleg fjáröflun til björg- unarsveita og ungmenna- félaga að ég efast hrein- lega um að umræddir aðilar næðu endum sam- an ef þetta væri tekið frá þeim. Einhver myndi nú opna sig ef það væri farið að sækja þetta í buddu skattborgara líka. Menn ættu nú að vita að dýrin eru hrædd við þessa björtu hávaðasömu hluti sem þau skilja ekki. Ég persónulega er eigandi hunds sem er mjög hræddur við sprengingar. En ég gerði einfaldlega ráðstafanir til að draga úr áhrifum þeirra á hann. Vil ég benda fólki á það að oft er betra að hugsa málin til enda og hefur mjög mikið borið á því að það sé ekki gert. S.P. Eldflaugabrjálæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.