Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 41

Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 41 Þrjú félög verða með í deild-arkeppninni í fyrsta skipti og útlit er fyrir að það fjórða bætist við á næstu dögum. Það er Knatt- spyrnufélag Eskifjarðar, nýstofnað félag. Hin nýju liðin eru Reykja- víkurfélögin Afríka og Númi, sem bæði koma úr utandeildinni, og Snörtur á Kópaskeri. Þá mæta fjögur félög til leiks á ný eftir mislanga fjarveru. Freyr, sameiginlegt lið Stokkseyringa og Eyrbekkinga, lék síðast á Íslands- móti fyrir 34 árum, og Drangur frá Vík, sem reyndar hefur aðset- ur í Kópavogi, var með fyrir 18 ár- um. Reynir frá Árskógsströnd kemur aftur eftir 12 ára hlé og Hamar úr Hveragerði og Einherji frá Vopnafirði eftir skemmri fjar- veru. Víkingur Ó. með á ný Austanliðin Huginn og Höttur eru aðskilin á ný en þau hafa verið með sameiginlegt lið undanfarin ár og þá kemur Víkingur úr Ólafsvík inn á ný í staðinn fyrir sam- bandsliðið HSH á Snæfellsnesi. Riðlaskiptingin í deildinni er sem hér segir: A-riðill: BÍ (Ísafirði), Bolung- arvík, Deiglan (Reykjavík), Drang- ur (Vík/Kópavogi), Grótta (Sel- tjarnarnesi), Númi (Reykjavík), Skallagrímur (Borgarnesi), Vík- ingur (Ólafsvík). B-riðill: Afríka (Reykjavík), Ár- borg (Selfossi), Freyr (Stokkseyri/ Eyrarbakka), Hamar (Hvera- gerði), ÍH (Hafnarfirði), Leiknir (Reykjavík), Reynir (Sandgerði), Ægir (Þorlákshöfn). C-riðill: Hvöt (Blönduósi), Magni (Grenivík), Neisti (Hofsósi), Reynir (Árskógsströnd), Snörtur (Kópaskeri), Vaskur (Akureyri). D-riðill: Einherji (Vopnafirði), Fjarðabyggð (Neskaupstað/Eski- firði/Reyðarfirði), Huginn (Seyðis- firði), Höttur (Seyðisfirði), Leiknir (Fáskrúðsfirði), Neisti (Djúpa- vogi). Knattspyrnufélag Eskifjarðar bætist síðan við D-riðil ef það verður með. Þrjú lið sem voru með í fyrra eru hætt en það eru Bruni frá Akranesi, Efling úr Suður-Þing- eyjarsýslu og Úlfarnir úr Reykja- vík en síðastnefnda liðið flutti sig reyndar yfir til ÍH. Mikil fjölgun í 3. deildinni LIÐUM í 3. deildarkeppni karla í knattspyrnu hefur fjölgað verulega frá síðasta ári. Í fyrra léku 22 lið í deildinni en í ár verða þau 28 eða 29 talsins. Sem fyrr er leikið í fjórum riðlum og tvö efstu lið í hverj- um fara í úrslitakeppni um sæti í 2. deild. FÓLK  BJARKI Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistara KR í knattspyrnu sem unnu Hauka, 3:2, í æfingaleik í Egilshöll í fyrrakvöld.  GONZALO Rodriguez, 18 ára piltur, skoraði sigurmark Argentínu sem vann Mexíkó, 1:0, í vináttu- landsleik í Los Angeles í fyrrinótt. Argentína, sem mætir Bandaríkj- unum í Miami á laugardaginn, tefldi fram mörgum nýliðum og lék án leikmanna frá evrópskum liðum.  RICARDO Lavolpe, varamark- vörður heimsmeistaraliðs Argent- ínu árið 1978, stýrði landsliði Mexíkó í fyrsta skipti, gegn sinni eigin þjóð, og mátti þola tap. Lavolpe tók við af Javier Aguirre seint á síðasta ári.  RUBEN Acosta, forseti Alþjóða blaksambandsins, og Jean Pierre Seppey, framkvæmdastjóri sam- bandsins, hafa verið ákærðir fyrir fjármálamisferli. Það var Mario Goijman, forseti blaksambandsins í Argentínu, sem lagði fram kæruna en hún er tekin fyrir í Sviss þar sem höfuðstöðvar Alþjóða blaksam- bandsins eru í borginni Lausanne.  SVISSNESKA lögreglan heim- sótti höfuðstöðvarnar óvænt í fyrra- dag til að afla gagna í málinu. Ákær- andi telur að 450 milljónir króna hafi horfið úr sjóðum sambandsins og bendir á að fasteign, sem blaksam- bandið keypti til fjárfestingar, væri nú í eigu eiginkonu Acosta forseta.  JAVIER de Pedro, leikmaður spænska toppliðsins Real Sociedad, á von á þungri refsingu frá spænska knattspyrnusambandinu. De Pedro steig ofan á leikmann Athletic Bilbao, Javi Gonzalez, í viðureign baskaliðanna í 1. deildinni um síð- ustsu helgi og á yfir höfði sér leik- bann, allt frá fjórum upp í 12 leiki. Real Sociedad tapaði leiknum, 3:0. Gert er ráð fyrir aðkeppnin verði haldin í Belgrad í Serbíu 24. og 25. maí í vor, en það hefur ekki verið staðfest af Frjálsíþróttasambandi Evrópu. Sigurður sagði að reiknað væri með að senda 30 keppendur, 15 af hvoru kyni, og væri þetta í fyrsta sinn sem FH sendi kvennalið í Evr- ópukeppni félagsliða en ÍR-ingar sendu kvennasveit sína til leiks fyrir nokkrum árum. Stjórn deildarinnar hefur þegar sent tilkynningu um þátttöku á mótinu og þegar hefur verið ræddur kostnaður við ferðina og hvernig ná á endum saman en endanlegur kostnaður ræðst ekki fyrr en keppn- isstaðir verða endalega ákveðnir. Sigurður sagði ljóst yrði keppnin í Belgrad þá fylgdi því mikill kostn- aður vegna ferða þangað, en hann vonast ennþá til að a.m.k. önnur sveitin þurfi ekki að fara í svo langa og kostnaðarsama ferð. Hann sagði ennfremur að Hafnarfjarðarbær styddi við bakið á íþróttafélögum í bænum sem tækju þátt í Evrópu- keppni félagsliða og sá styrkur væri grunnurinn að því að þátttakan væri möguleg. „Þessi ferð kemur til með að vera mjög góður undirbúningar fyrir þá FH-inga sem koma til með að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem haldn- ir verða á Möltu viku eftir Evrópu- keppnina,“ sagði Sigurður en FH- ingar eiga stóran hóp landsliðs- manna og má þar nefnda Höllu Heimisdóttur, Íris Svavarsdóttur, Silju Úlfarsdóttur, Þóreyju Eddu Elísdóttur, Bjarni Þór Traustason, Björgvin Víkingsson, Sveinn Þórar- insson, Óðinn Björn Þorsteinsson, Jónas Hallgrímsson, Ingi Sturla Þórisson, svo einhverjir séu nefndir. Þegar karlasveit FH tók þátt í Evrópukeppninni 1992 stóð hún sig vel og hafnaði í fjórða sæti í C-riðli af átta sveitum, en keppnin fór fram í Birmingham í Englandi. Morgunblaðið/Jim Smart Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvarinn knái úr FH, verður með í Evrópukeppni félagsliða í sumar. FH-ingar í Evrópu- keppni FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD FH hefur sett stefnuna á þátttöku í Evr- ópukeppni félagsliða, en 11 ár eru liðin síðan félagið sendi síðast sveit til þátttöku í Evrópukeppninni og þá aðeins karlasveit. Að sögn Sigurðar Haraldssonar, formanns frjálsíþróttadeildar FH, hef- ur stefnan verið sett á að senda bæði karla- og kvennasveit að þessu sinni. FRJÁLSÍÞRÓTTIR SAMKVÆMT enskum fjölmiðlum er útlit fyrir harðan slag Arsenal og Manchester United, ekki bara um enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu heldur einnig um brasilíska sóknarmanninn Ronaldinho sem leikur með París St.Germain í Frakklandi. Manchester United hefur lengi haft augastað á Ronaldinho og sagt er að Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri félagsins, hafi fylgst með honum undanfarna sex mánuði og ætli sér að kaupa hann í sumar. Umboðsmaður Ronaldinhos hefur staðfest fyrir nokkru að bæði Unit- ed og Inter Mílanó á Ítalíu hafi sýnt honum áhuga en ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Nú mun Arsenal vera komið í slaginn og Arsene Wenger er sagð- ur tilbúinn til að greiða vel á annan milljarð króna fyrir þennan skemmtilega sóknarmann sem lék stórt hlutverk með Brasilíumönn- um í lokakeppni HM síðasta sumar. Wenger telur að það muni hjálpa sér verulega að landar hans, Gil- berto Silva og Edu, eru leikmenn Arsenal, og hann sér Ronaldinho sem verðugan arftaka Dennis Berg- kamps á Highbury. ReutersRonaldinho er vinsæll og veit af því. Man. Utd. og Arsenal slást um Ronaldinho ENSKA dagblaðið Express & Star segir að kaupverðið á Skagamanninum Jóhann- esi Karli Guðjónssyni sé tvær milljónir punda, eða rúmar 250 milljónir króna. Aston Villa hefur forkaupsrétt á honum í sumar en eins og áður hefur komið fram, er Graham Taylor, knattspyrnustjóri, þegar farinn að þrýsta á stjórn félagsins um að tryggja kaupin á honum. Real Betis greiddi RKC Waalwijk um 350 milljónir fyrir Jóhannes Karl fyrir hálfu öðru ári en leigði hann fyrir skömmu til Aston Villa fyrir 20 milljónir króna. Jóhannes Karl kostar 250 milljónir Námskeiðið er fyrsti hluti í menntakerfi þjálfara og fer fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal helgina 14.-16. febrúar nk. Um er að ræða almennan hluta þjálfarastigs 1a sem er undanfari annarra námskeiða sem síðar verður boðið uppá. Námskeiðið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Nemandi, sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1a, hlýtur réttindi sem aðstoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ í síma 514 4000. Netfang: andri@isisport.is Skráningu þarf að vera lokið fyrir miðvikudaginn 12. febrúar nk. Verð: 10.800 kr. Nánari uppl. er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSÍ, www. isisport.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir Þjálfaranámskeið Þjálfarastig 1a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.