Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Settu á þig eyrnaskjólin og taktu kökukeflið áður en þú ferð inn, Þórólfur minn. Grímsárbændur fara eigin leiðir Markaðssetn- ing án milliliða Laxveiðileyfamarkað-urinn er síbreyti-legur, samkeppni er hörð og háum fjárhæð- um er velt. Hann er og bæði innanlands og utan. Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Veiðifélags Grímsár og Tunguár í Borgarfirði, hefur lengi verið í eldlínunni, enda er félagið það eina í landinu sem heldur utanum meiri háttar laxveiðiá og selur veiðileyfi án milliliða, s.s. leigutaka eða umboðssala. Morgunblaðið ræddi við Þorstein á dögunum og spurði hann um landslagið á þessum markaði nú um stundir. – Hvers vegna viljið þið landeigendurnir sjá um sölumálin sjálfir? „Við Grímsárbændur höfum kosið að markaðssetja veiðina beint til kaupenda, án milliliða. Með því móti hefur okkur tekist að halda verði lágu miðað við aðrar sambærilegar ár, en um leið að skila veiðiréttareigendum góðum tekjum eftir hverja stöng. Þessu fylgir mikil vinna en vel hefur gengið og sést best á því að þótt laxveiði sé mjög dýrt sport, Grímsá alls ekki dýr sé hún borin saman við sambærilegar laxveiði- ár.“ – Hefur ekki komið til álita að setja ána í útboð og leigja hana hæst bjóðanda? „Hér áður fyrr var áin leigð út, Stangveiðifélag Reykjavíkur leigði hana t.d. um nokkurt árabil, en seinna, að leigutíma loknum, tók- um við við ánni sjálfir. Síðan hafa leigutakar oftar en einu sinni viðr- að við okkur áhuga sinn á því að bjóða í ána og þegar það hefur átt sér stað hefur það verið rætt í okk- ar röðum. Enn sem komið er höf- um við afráðið að setja ána ekki í útboð, en hvað framtíðin ber í skauti sér skal ósagt látið.“ – En hvernig standa sölumálin gagnvart erlendu veiðimönnun- um? „Við höfum verið með gífurlega hátt hlutfall af fastagestum og lítið um að menn hrökkvi úr skaftinu. Veiðihópar erlendu veiðimann- anna eru að mestu í föstum skorð- um, ytra hefur hvert holl sinn um- sjónarmann sem heldur utanum hópinn og fær að launum góðan af- slátt. Það eru lítil forföll, en örlítil þó einmitt núna, ein vika losnaði, en flest leyfin í henni eru að vísu seld.“ – Það er oft talað um að það sé engin endurnýjun í röðum er- lendra stangaveiðimanna, þettta séu allt menn í hárri elli ... „Það er nú ofmælt þótt auðvitað eldist menn í þessu eins og öðru. Mér hefur þó fundist endurnýjun- in vera góð og það er stór hópur erlendu veiðimannanna á góðum aldri, menn sem eiga eftir að vera hér um langt árabil enn.“ – Hvaða þýðingu hefur það fyrir ykkur sölumennina þegar dollarinn er svona lágt skráður gagnvart krónunni? „Eins og gefur að skilja kemur það illa við okkur. Þetta breytir geysilega miklu. Dollarinn var í 104 krónum þegar við vorum að selja leyfin í fyrra, en er í 77 krón- um núna. Þetta er geysilegt högg fyrir nettóarðinn, því ekki er kostnaður að lækka á sama tíma. En svona er þetta. Þar sem við Grímsárbændur seljum beint fáum við þetta beint í æð, ef svo má segja. Í öðrum ám er leigusamn- ingur iðulega gengistryggður og þá er það leigutakinn sem fær höggið, en mér hefur sýnst reynsl- an vera sú, að eftir að leigutakinn hefur fengið höggið, hefur landeig- andinn oft fylgt á eftir. Hann fær höggið líka, bara seinna.“ – Er það rétt að þið séuð að breyta verulega um fyrirkomulag í Grímsá? „Já, við erum t.d. að stytta veiði- tímann um fjóra daga, byrjum fjórum dögum seinna, og veiðum framvegis á átta stangir í ánni í stað tíu. Þá verður aðeins leyfð fluguveiði. Við töpum miklu á þessu, á því er ekki nokkur vafi, en samkeppnin er orðin svo mikil á veiðileyfamarkaðinum að eina leið- in til að halda í viðskiptavini er að tryggja að enginn fari óánægður til síns heima. Það var aðeins byrj- að að örla á því.“ – Hverjir voru óánægðir? „Til dæmis erlendu veiðimenn- irnir sem sleppa laxinum, þeir hafa lengi vitað um maðkveiðihollin, sérstaklega það fyrsta, sem veiðir mikið af laxi og drepur þá alla.“ – Þið hafið ekki stigið skrefið lengra og lögbundið að veiða og sleppa? „Nei alls ekki. Það er ekki á dag- skrá. Eftir sem áður ráða menn því sjálfir við Grímsá hvort þeir hirða laxinn sinn eða sleppa honum. Sjálfur er ég hrifinn af því að veiði- menn sleppi laxi því þá er meira af fiski í ánni, en ég er ekki búinn að sjá að það sé eitthvert fiskrækt- artæki. Þar sem þetta hefur verið reynt hafa menn séð fjölgun í seiðaárgöngum, mest í þeim yngstu, en svo virðist sem það drepist bara meira af seiðum í án- um, því ekki er að sjá að þetta skili sér í stærri laxagöngum. Við mun- um þó kannski sjá dæmi um slíkt síðar og þá er rétt að endurskoða.“ – Tapið þið ekki inn- lendum viðskiptavinum sem vilja veiða á maðk? „Það er eitthvað um það, en von- andi verða þeir sem fæstir. Við sjáum eftir öllum þeim sem fara frá okkur í aðrar ár. Hins vegar hefur þessu á heildina litið verið af- ar vel tekið og ég man ekki eftir því í mörg ár að Grímsá hafi verið jafn vel seld miðað við árstíma.“ Þorsteinn Þorsteinsson  Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lunda- reykjadal, fæddist þar árið 1933. Eftir grunnskólapróf á Laug- arvatni nam hann við bænda- skóla í Noregi. Hefur stundað búskap á Skálpastöðum frá 1960, en hefur verið að draga sig í hlé seinni árin. Þorsteinn er giftur Ásdísi Þorsteinsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. … við töpum miklu á þessu, á því er ekki vafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.