Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 21 Þegar ég minnist séra Björns Sigurbjörnssonar, rifjast upp kynni okkar, sem urðu fyrir um þremur áratugum, er ég dvaldi um skeið í Ballerup, skammt utan við Kaupmannahöfn. Þá var Björn húsvörður stórs byggingarsam- vinnufélags og hafði kvænst danskri konu, Lilian að nafni. Áttu þau þá þegar tvö börn. Oft lögðum við, ég og sambýliskona mín dönsk, leið okkar til þessara ágætu hjóna. Þau heimsóttu okkur einnig nokkrum sinnum. Síðar fluttust þau til Herlev og þar hafði Björn á hendi sams konar starf og í Ballerup. Til þeirra var jafnan gott að koma. Björn hafði ekki lokið stúdentsprófi áður en hann hélt af landi brott og tók að stunda nám við lýðháskólann í Haslev á Sjá- landi. Nú hafði hann hug á því að lesa guðfræði í Danmörku, en fyrst þurfti hann að ljúka stúd- entsprófi eða svokölluðu HF (høj- ere forberedelseseksamen) prófi, sem hann las undir með fullu starfi. Sýndi það kappsemi hans og dugnað. En ekki nóg með það. Hann las guðfræði við háskólann, og mér er nær að halda, að það hafi hann gert með fullu starfi – sér og fjölskyldunni til lífsins við- urhalds. Björn varð sóknarprestur í Lyngby og gegndi hann því starfi BJÖRN SIGURBJÖRNSSON ✝ Séra Björn Sig-urbjörnsson fæddist í Reykjavík 27. júní 1949. Hann lést á Diakonisse- stiftelsens Hospice í Kaupmannahöfn 27. janúar síðastliðinn. Útför Björns var gerð frá Christians- kirken í Lyngby laugardaginn 1. febrúar en minning- arathöfn um hann var í Hallgríms- kirkju 7. febrúar. meðan heilsan entist, en hann fékk lausn frá störfum vegna heilsubrests fyrir nokkrum árum, mað- ur innan við fimm- tugt. Og nú hefur hann kvatt okkur. Hann fæddist 1949, sonur Magneu Þor- kelsdóttur og Sigur- björns Einarssonar biskups. Var hann næstyngstur af börn- um þeirra hjóna, sem urðu átta talsins, og einn af fjórum sonum þeirra hjóna, er luku guðfræðiprófi og vígðust prestsvígslu. Þó að ald- urinn yrði ekki hár, skilur séra Björn eftir ærið dagsverk. Hann lætur eftir sig fjölskyldu. Hann skilur eftir sig ótal minningar í huga þeirra, sem honum kynntust, bæði hér á landi og erlendis. Hann lætur eftir sig ritverk af merkara tagi, þar er hann þýddi Passíu- sálma séra Hallgríms Péturssonar á dönsku, sem hann sendi mér áritaða nýútgefna, gegnum for- eldra sína. Sýndi það ræktarsemi, sem ég ekki gleymi. Þá orti séra Björn ljóð og sendi frá sér ljóða- safn, sem bróðir hans, herra bisk- upinn, las upp úr í ávarpi sínu til þjóðarinnar síðasta nýársdag. Ég votta aðstandendum séra Björns innilega samúð við andlát hans, sem varð allt of snemma. Eitt er víst: Eftir lifir minning mæt, þó maðurinn deyi. Blessuð sé minning séra Björns Sigurbjörns- sonar. Auðunn Bragi Sveinsson. Það er sárt að horfa á eftir hæfi- leikaríku prúðmenni eins og Birni Sigurbjörnssyni, langt fyrir aldur fram. Strax við fyrstu kynni okk- ar, fyrir réttum tuttugu árum, bundumst við vináttuböndum sem síðan hafa styrkst í gegnum lengri og skemmri dvöl í Kaupmanna- höfn. Bjössi og Lilian voru afar góð heim að sækja og einatt var lengi setið fram eftir kvöldi á heimili þeirra við skemmtilegt tal. Oft þróaðist spjall okkar þannig í seinni tíð, að þótt ég væri að reyna að lækna mig af sænskunni og þjálfa skóladönskuna, þá talaði Bjössi íslensku – tók ekki annað í mál – og Lilian brosti, full skiln- ings á hinni djúpu löngun eftir móðurmálinu sem einkenndi mann hennar. Maður fann vel hvað hann naut þess að tala íslenskuna og nánast velti orðunum í munni sér eins og hverju öðru lostæti. Ást Bjössa á móðurmálinu og þrá eftir því birtist glöggt í ljóðabók hans, Orð og mál, sem út kom árið 2000 og ekki síður í nýju ljóðabókinni, Út og heim, sem honum tókst að ljúka við skömmu áður en veik- indin höfðu hann undir. Bjössi var bókmenntamaður fram í fingurgóma, sílesandi og hugsandi um bækur og hafði mikið yndi af að skeggræða þær fram og aftur. Hann fylgdist glöggt með ís- lenskum bókmenntum og hreifst af þeirri fríðu fylkingu íslenskra rit- höfunda sem hefur haslað sér völl í Danmörku á liðnum árum. Hann lagði líka sína högu hönd á þann plóg, þýddi á dönsku m.a. Brota- höfuð eftir Þórarin Eldjárn og Gula húsið eftir Gyrði Elíasson, sem báðar voru lagðar fram til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Bjössa þótti samt Danir ragir í útgáfu á íslenskum bókum, og taldi ekki laust við að þar gætti hroka gamallar herraþjóðar í garð fyrrum nýlendu. Mesta þýðingar- afrek Bjössa var þó án efa að þýða alla Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar á dunandi dönsku af hag- mælsku og andagift sem lengi mun halda nafni hans á lofti. Fyrir ótalmargar gleðistundir og ógleymanleg kynni þakka ég af heilum hug, bæði fyrir hönd fjöl- skyldu minnar og jafnframt sam- verkamanna hjá Eddu, um leið og öllum aðstandendum, einkum þó foreldrum hans, Lilian, Kjartani, Maríu og Bjarka, er vottuð dýpsta samúð. Páll Valsson. Eftir dimma nótt dökkra hugsana og dans skugganna á kjólfötum við hvílu þína birtir aftur og blessuð sólin býður góðan dag og réttir þér gulan blómvönd inn um gluggann (Ingi Steinar Gunnlaugsson.) Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur Guðni Halldórsson verið hluti af fjölskyldu minni ásamt Lilju konu sinni. Þótt tengslin hafi ekki verið frændsemi heldur vin- átta. Guðni er nú látinn og hefur lifað lengur en nokkur þorði að vona sem hann þekkti og ef einhver hefur sannað að lífsgleði, bjartsýni og jákvætt hugarfar lengi lífið, þá hefur hann sannarlega gert það. Þegar þau hjónin voru í heimsókn hjá foreldrum mínum fannst mér alltaf pínulítil hátíð, vindlalykt og kaffiilmur, hlátur, stríðni, spjall um pólitík og stundum karpað, því fólk var ekki alltaf sammála en alltaf allt í góðu. Guðni var með GUÐNI HALLDÓRSSON ✝ Guðni Halldórs-son fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1926. Hann lést í Sjúkra- húsi Akraness 30. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akranes- kirkju 7. febrúar. skemmtilegri mönn- um, víðlesinn og fróð- ur þótt hann væri ekki langskólagenginn. Ég vil muna hann eins og hann var þegar hann sat í djúpum stól, með vindilstubb milli vísi- fingurs og löngutang- ar, handleggirnir af- slappaðir á stólörm- unum, með rauða hárið sitt og stóru gleraugun, sposkur á svip, nýbúinn að stríða konunni sinni og hún skellihlæjandi við hlið- ina á honum og allir glaðir. Börnin þeirra, Smári, Linda og Víðir, urðu líka okkar vinir og seinna allt þeirra fólk. Nú er sorg í litla húsinu á Kirkjubrautinni og vil ég votta þér, elsku Lilja, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum, mína innileg- ustu samúð. Einnig samúðarkveðj- ur til Sveins, tvíburabróður Guðna, og hans fjölskyldu. Elsku Guðni minn. Þakka þér fyrir allar skemmtilegu og góðu minningarnar sem ég á um þig. Sjáumst seinna, bið að heilsa pabba. Hrönn Eggertsdóttir. Vinur minn, Guðni Halldórsson, er látinn eftir langa og erfiða sjúk- dómsbaráttu. Leiðir okkar lágu fyrst saman í kosningabaráttu fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar árið 1974. Guðni var mikill og einlægur sjálfstæð- ismaður og mjög virkur í flokks- starfinu, jafnt í kosningabaráttu sem öðru starfi fyrir flokkinn um áratugaskeið. Það var gaman að vinna að þeim málum með Guðna. Hans létta lund og góði húmor hafði góð áhrif á samferðamennina. Guðni sá spaugilegar hliðar á flest- um málum og kom oft með óborg- anlegar athugasemdir um menn og málefni, allt þó í góðu enda talaði Guðni jafnan vel um fólk – jafnt samherja sem andstæðinga. Guðni hafði mikla ánægju af flokksstarf- inu, ekki síst landsfundum Sjálf- stæðisflokksins þar sem hann virt- ist þekkja annan hvern mann og spjallaði við samherja úr öllum landshlutum. Guðni var ráðinn heilbrigðis- fulltrúi Akraneskaupstaðar og gegndi því starfi um langt árabil. Þessi ráðning var gagnrýnd af ýmsum sem töldu Guðna ekki hafa þá undirstöðu sem til þurfti. Guðni afsannaði allar efasemdir og stóð sig mjög vel í þessu starfi. Hann aflaði sér góðrar þekkingar á þessu sviði með því að sækja námskeið, lesa sér til og með góðu samstarfi við heilbrigðisfulltrúa annarra sveitarfélaga, en hann var mjög virkur í samstarfi heilbrigðisfull- trúa á Íslandi. Guðni átti góð sam- skipti við Akurnesinga í starfi sínu og kom sínu fram með hægð og þægilegheitum. Guðni átti lengi við heilsuleysi að stríða og sérstaklega voru síðustu árin honum erfið eftir áfall sem olli lömun. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvað Lilja kona hans annaðist hann vel í veikindum hans, en þau hjón voru afskaplega samrýnd og áttu góða fjölskyldu sem var Guðna mikils virði. Að leiðarlokum þakka ég Guðna áratuga samstarf, stuðning og vin- áttu. Við Guðný sendum Lilju og fjölskyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Guðna Halldórssonar. Guðjón Guðmundsson. Laugardaginn 1. febr. sl. var til moldar borinn Mýramaður, Óskar Andrésson frá Saurum. Margar minningar frá æskuárum tengjast þessum lífsglaða og góða manni. Sem lítill drengur á Hrafnkelsstöð- um og síðar á Brúarlandi man ég Óskar sem stóran hluta af mannlífi Mýramanna. Hann var oft á ferð gangandi eða ríðandi á sínum góðu hestum. Þá störfuðu þeir faðir minn og hann saman í vegavinnu mörg sumur. Allar þessar minningar eru sveipaðar einhverjum hlýleika og vináttu en einnig gríni og húmor. Óskar var orðheppinn og fyndinn svo sögur fóru af. Það var ávallt glað- værð og létt yfir þar sem Óskar var. Á stundum gat húmor hans verið svolítið beittur, en þó ekki svo að nokkurn meiddi. Dæmi um tilsvör hans og húmor er t.d. að hann ásamt fleirum var á tipp í vegavinnu í sól- skini og góðu veðri. Þeir höfðu lagt sig utan vegar og nutu sólar meðan beðið var næstu bifreiðar á tippinn. Kemur þá að ríðandi maður sem heldur hafði orð á sér fyrir að vera verkasmár í erfiðisvinnu. Komumað- ur staldrar við hjá vegagerðarmönn- um, heilsar og segir síðan: „Það er heitt á letingjunum í dag!“ „Það er heitt á okkur líka,“ svaraði Óskar að bragði. Óskar var vínhneigður nokkuð. Ekki man ég hann þó öðruvísi en hressan og glaðan á slíkum stundum. Söng hann þá manna hæst. Hann kunni texta vel, hafði góða söngrödd og hefði örugglega átt möguleika á því sviði hefði hann notið tilsagnar eða numið þá list. Óskar var einstak- lega barngóður og hygg ég að tæpast hafi hann kynnst nokkru barni án þess að öðlast vináttu þess. Stundum átti hann hundraðkall sem hann var hættur að nota og gladdi lítinn við- mælanda með. Hnífakaup stundaði hann við unga drengi á Mýrum. Þeir ungu báru ekki skarðan hlut í slíkum viðskiptum við Óskar. Kátastur var hann ef sá litli hafði náð að pranga inn á hann ryðguðum kuta með brotnu blaði. Hann hótaði hefndum síðar og skemmti sér vel yfir gleði þess unga. Óskar hefur sjálfsagt átt hnífakaup við fullorðna menn líka og þá hygg ég að þeir ryðguðu með brotnu blöðin hafi verið notaðir til gamans. Yngsti bróðir minn brennd- ist illa tæplega ársgamall. Snarræði Rúnu systur Óskars átti sinn þátt í að bjarga lífi hans. Það var svo hlut- skipti Óskars að halda á honum í fanginu og vera fylgdarmaður hans til Reykjavíkur um kvöldið. Óskar var verkmaður góður, lag- inn og útsjónarsamur. Í sveitinni voru bústörf og vegavinna hans við- fangsefni. Eftir að hann flutti í Borg- arnes vann hann lengi við pípulagnir en síðustu starfsár sín vann hann hjá Vírneti hf. Samskipti okkar hafa ver- ið mun minni hin síðari ár þótt báðir byggju í Borgarnesi en var hér fyrr á Mýrum vestur. Nýverið hringdi hann til mín til að skiptast á skoð- unum um framboðslista VG í Norð- vesturkjördæmi. Ég hitti hann svo hressan og kátan í fimmtugsæfmæli fyrir nokkru. Nú er hann allur og gat ég ekki fylgt honum síðasta spölinn. Ég fór að sækja litla stúlku til Egils- staða, ég veit að enginn hefði skilið það betur en Óskar. Ég kveð Óskar Andrésson með þakklæti og hlýhug. Systkinum hans og ættingjum votta ég innilega samúð. Halldór Brynjúlfsson. Hann hringdi í mig rétt eftir hátíð- arnar til að þakka fyrir jólakortið og ÓSKAR ANDRÉSSON ✝ Óskar Andréssonfæddist á Ferju- bakka í Borgar- hreppi 26. apríl árið 1928. Hann lést 21. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Borgarnes- kirkju 1. febrúar. spjalla um daginn og veginn. Það lá vel á honum og enn eina ferðina töluðum við um að ég yrði að komast á hestbak við fyrsta tækifæri. Ég sagðist ekki ætla að láta það dragast úr hömlu og mundi setja það í for- gang um leið og prófum lyki í vor. Ég kynntist Óskari fyrst í gegnum sjálf- boðaliðastarf í Líknar og vinafélaginu Berg- máli. Hann var þá feng- inn til að aðstoða og annast um ung- an mann með MS, sem dvaldi sér til hvíldar og hressingar á orlofsviku á vegum Bergmáls. Þetta gerði svo Óskar ár eftir ár og aðstoðaði alla sem þurftu slíks með, ók með eldri borgara eða fatlaða á milli gistihúsa og matsalar tvisvar á dag, alltaf að hjálpa til með sinni stöku ljúf- mennsku. Við urðum fljótlega mestu mátar og ég gleymi ekki afmælisdeginum sem ég átti eitt sinn þarna á orlofs- viku. Óskar fór þá sem oftar að keyra með vini sína um sveitina í kringum Sólheima, þar sem við not- uðum gistiaðstöðuna. Þeir komu glaðbeittir til baka með stóra og fal- lega styttu af stúlku með hvolp undir vanga og prýðir hún háa hillu í stof- unni minni æ síðan. Þeir félagar sögðu að þeim hefði dottið þetta í hug þegar þeir sáu mig lauma bein- um til hundanna á staðnum. Þrír þessara góðu vina eru með MS-sjúk- dóminn og var Óskar óþreytandi við að stytta þeim stundir og fara í öku- ferðir með þá. Nú er stórt skarð höggvið í hópinn okkar og einn af duglegustu og tryggustu hjálpar- hellunum sofnaður frá okkur. Hon- um fylgja eflaust margar þakklátar hugsanir og í brjósti blunda vonir um að handan tíma og rúms bíði glaðir endurfundir, þar sem sjúkdómar og erfiðleikar verða að baki. Með bestu stundunum sem ég átti persónulega með Óskari vini mínum voru þær er ég, í fyrsta sinn, heim- sótti hann og fékk að fara á hestbak og skoða fallegan Borgarfjörðinn af hestbaki. Mikið er sú minning dýr- mæt og góð. Annað sinnið er við vor- um í félagsskap blessaðra hestanna var nú síðastliðið sumar. Óskar bauð mér af höfðingsskap að koma með sér á landsmót hestamanna og við ókum í björtu veðri með sól í hjarta sem leið lá norður á Vindheimamela. Þarna kynntist ég hestamannin- um Óskari betur og verða að segja að ekki gat ég varist aðdáun á endalaus- um fróðleik hans um hesta og ættir þeirra, hestamenn og svo margt og margt. Hann lét helst ekkert framhjá sér fara og var við allan dag- inn. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að fara aftur í útreiðatúr með þesum aldna vini. Ég get samt þakkað Guði fyrir að hafa kynnst mannkostum hans og hjartalagi. Ég votta ástvinum Óskars inni- lega samúð mína og bið Guð að blessa minningu góðs drengs. Þórdís R. Malmquist. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.