Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 15 FRÁ Bjargtöngum að Djúpi er myndarleg og falleg ritröð, sem flytur jafnan fróðlegt og skemmti- legt efni. Svo er og að þessu sinni. Sigurður Gylfi Magnússon á hér fremst í riti athyglisverða grein, er hann nefnir Af skáldyrðingum. Þar eru dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar bornar saman við Skáldið á Þröm, bók Gunnars M. Magnúss og Heimsljós Laxness. Sigurður hefur áður birt dagbæk- ur, sjálfsævisögu og kveðskap Magnúsar (Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins og er ritgerð þessi að hluta til unnin upp úr inngangs- kafla að því riti). Þá tekur við ritgerðin Sjöundá og Skor á Rauðasandi eftir Ara Ív- arsson frá Melanesi. Þetta er gríð- armikil ritgerð (38 bls.) og ein- staklega vel gerð á alla lund. Hún er í senn landlýsing með miklum fjölda örnefna, búskaparsaga og ábúendatal ásamt ýmsu öðru. Höf- undur er frá Melanesi, jörð sam- liggjandi Sjöundá og er nauða- kunnugur öllum landsháttum. Líkast til er hann eini núlifandi Ís- lendingurinn, er gæti skrifað þessa frásögn. Höfundur hefur greini- lega lagt mikla vinnu í heimilda- könnun. Þá er ekki minnst um vert hversu ágætlega ritfær þessi al- þýðumaður er. Hann á raunar fleiri ritgerðir með sama aðals- merki í þessari ritröð. Í fjórða bindi er t.a.m. löng ritgerð, Þing- mannaheiði og fleiri fjöll. Fimmtíu ár frá lagningu vegar yfir Þing- mannaheiði. Í þriðja bindi er 45 bls. ritgerð, Kirkjur í Saurbæ á Rauðasandi. Í öðru bindi, Að- drættir og önnur ferðalög Rauð- sendinga. Og í fyrsta bindinu er að finna Nokkrar bernskuminningar af Rauðasandi. Ekki finnst mér fráleitt, að þeir sem yfir verðlaunum eða öðrum heiðri ráða kynni sér skrif þessa manns. Hafliði Jónsson frá Eyrum heldur hér áfram frásögnum sín- um af sérkennilegu fólki (Við Brellurætur III) og er skemmti- legur sem fyrr. Nafni hans Magnússon rekur hér minningar sínar og er með langan gamanmálaþátt. Þar er nóg til að koma lesandanum í gott skap. Nokkrar fleiri smágreinar eru í þessu riti að ógleymdum miklum fjölda gamalla mynda, sem fengur er að. Tímaritið Mannlíf og saga fyrir vestan kemur nú út í ellefta sinn, gefið út af sama forlagi og undir sömu ritstjórn. Þar er líka margt bitastætt að finna. Stærsta inn- leggið á Kristján Jón Guðnason. Það er síðari hluti mikillar frá- sagnasyrpu, sem höfundur nefnir Af móður minni. Eru það einkar áhugaverðar frásagnir og skemmtilegar að lesa. Kjartan Theophilus Ólafsson segir hér frá sjómennskuárum sínum. Ingvaldur Nikulásson er með Sagnir frá Bíldudal. Það er mikill sagnabálk- ur, sem komið hefur í nokkrum hlutum í fyrri heftum. Hér birtist þriðji hlutinn og lýkur þar að segja frá nítjándu öldinni. Vest- firskar sagnir reka lestina. Sem fyrr er hér mikill fjöldi gamalla og forvitnilegra mynda. Ástæða finnst mér til að vekja athygli á þeirri merku fræðastarf- semi sem fram fer á Hrafnseyri undir forystu Hallgríms Sveins- sonar. Hann hefur bersýnilega haft lag á að að virkja til ritstarfa allmarga Vestfirðinga, sem áreið- anlega hefðu ekki farið að stinga niður penna án hvatningar og til- styrks hans. Og í ljós hefur komið, að meðal þeirra eru margir prýði- lega ritfærir menn og í mörgum tilvikum er frásögn þeirra á bráð- skemmtilega rituðu vestfirsku tal- máli. Þá er mikilsvert um hina miklu myndasöfnun, sem Hall- grímur hefur greinilega lagt áherslu á. Líklega eru Vestfirðingar mestu húmoristar landsins. Þessi tvö rit (og forverar þeirra) bera því glöggt vitni. Ég hlakka ávallt til að fá vestfirsku ritin í hendur. Fróðleikur vestan úr fjörðum BÆKUR Þjóðleg fræði Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2002, 171 bls. FRÁ BJARGTÖNGUM AÐ DJÚPI 5 Sigurjón Björnsson 80 bls. MANNLÍF OG SAGA FYRIR VESTAN SJÓNLEIKHÚSIÐ, sem er lítill leikhópur sem hefur starfað frá 1996, hefur það sem eitt af yfirlýstum markmiðum sínum að leikgera ævin- týri. Þessu markmiði sínu fylgir leik- húsið nú eftir með því að sviðsetja æv- intýrið góðkunna um stígvélaða köttinn. Aðstandendur Sjónleikhúss- ins vilja „nálgast uppsetningu verka sinna út frá barninu sjálfu,“ eins og það er orðað í leikskrá; spurt er hvernig krakkar vinna leiksýningar sínar og unnið út frá aðferðum þeirra. Slík aðferðafræði er allrar virðingar verð og markmiðið líklega að ná betur til krakkanna í hópi áhorfenda en ella. Hins vegar er það ekki síst þættir sem krakkar hafa sjaldnast á valdi sínu sem lyfta sýningunni upp og gera hana skemmtilega, svo sem hin gríp- andi tónlist Valgeirs Skagfjörð og lit- skrúðug leiktjöldin sem nýtt eru á fjölbreytilegan máta í sýningunni. Leikararnir þrír sem taka þátt í þessari sýningu, Stefán Sturla Sigur- jónsson, Jakob Þór Einarsson og Hinrik Hoe, birtast áhorfendum fyrst í hlutverkum þriggja drengja sem ætla að leika ævintýrið um stígvélaða köttinn – og hefjast síðan handa. Leikgerðin, sem er skrifuð á þá Stef- án Sturlu og Valgeir Skagfjörð, sem einnig leikstýrir sýningunni, er æv- intýrinu trú og megináhersla er lögð á ráðsnilld kattarins góða, eins og vera ber. Nokkrum smáatriðum er hnikað til í þeim tilgangi að færa nær íslensk- um aðstæðum líklega, svo sem að láta köttinn færa kónginum rjúpur en ekki kanínu, eins og hann gerir í þeirri útgáfu af ævintýrinu sem til er á mínu heimili (í ævintýrasafninu Einu sinni var…). (Í því sambandi má geta þess að troðnir hvítir ullarsokkar sómdu sér vel í hlutverki dauðra rjúpna!) Þá gefur kötturinn húsbónda sínum nafnið „greifinn af Allabadderí Fransí, koppur undir rúmi til að pissa í“ sem vakti mikla og endurtekna lukku hjá áhorfendum og án efa mun meiri lukku en hefði hann heitið „her- toginn af Karraba,“ eins og í áður- nefndri bók. Leikararnir þrír náðu vel til barnanna á þessari sýningu og er ástæða til að hrósa Stefáni Sturlu sér- staklega fyrir kraftmikinn og lifandi leik. Jakob Þór var líka snöfurmann- legur í hlutverki kattarins og Hinrik Hoe var sannfærandi sem ráðleysis- legur malarasonur sem feginn lætur örlög sín í hendur kisa. Tónlist Val- geirs er sem áður segir bæði grípandi og skemmtileg en varla er þó hægt að hrósa þeim þremenningum mjög fyrir sönginn … Valgeir Skagfjörð er sannarlega „maðurinn á bak við tjöld- in“ hér, höfundur leikgerðar (ásamt Stefáni Sturlu), tónlistar og leikstjóri, og getur hann verið sæmilega sáttur við sinn hlut. Að mínu mati hefði þó hlutur Valgeirs mátt vera stærri, það hefði til að mynda verið gaman að sjá hann sjálfan á sviðinu í tónlistaratrið- unum, að spila og syngja, því hann syngur mun betur en hinir ágætu leikarar hans hér gera. Sýningartíminn er stuttur og því tilvalið að bjóða yngstu áhorfendun- um, sem ekki hafa mjög mikið kyrr- setuþol, í leikhúsið og ekki spillir fyrir að á eftir sýningu er öllum boðið upp á frostpinna. „Góð skemmtun fyrir yngstu áhorfendurna,“ segir um Stígvélaða köttinn. Kötturinn ráðsnjalli LEIKLIST Sjónleikhúsið Handrit: Stefán Sturla Sigurjónsson og Valgeir Skagfjörð. Tónlist og leikstjórn: Valgeir Skagfjörð. Leikarar: Hinrik Hoe, Jakob Þór Einarsson og Stefán Sturla. Leikmynd og búningar: Leikhópurinn. Lýsing: Kári Gíslason. Litla svið Borg- arleikhússins 8. febrúar STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Soffía Auður Birgisdóttir DANSKA forlagið Syddansk Uni- versitetsforlag hefur gefið út Björns sögu Hít- dælakappa í rit- stjórn Aldísar Sig- urðardóttur mag.art. Þýðingin er afrakstur af kennslustarfi Aldísar við Institut for Sprog og Kommunikation í Kaup- mannahöfn en hún þýddi söguna ásamt nemendum sínum veturinn 1998. Fyrri þýðing sögunnar er frá 1874 og því var tímabært að end- urskoða hana að sögn útgefand- ans. Bókin er 90 bls. Þá hefur forlag- ið einnig gefið út Talt og Skrevet, úr- val fyrirlestra og greina eftir dr. Finn- boga Guðmundsson, fyrrverandi landsbókavörð. Efni greinanna fjallar um íslenskar miðaldabókmenntir. Bókin er 114 bls. Fornsögur og fornfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.