Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 29 DAGBÓK LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar:  Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.  Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. CRANIO-NÁM • 2003-2004 A stig 22.-27. febrúar Námsefni á íslensku, íslenskir leiðbeinendur. Upplýsingar og skráning hjá Gunnari í síma 564 1803 og 699 8064. C.C.S.T College of Cranio-Sacral Therapy. www.cranio.cc STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir hugrekki og sjálfstæði en í einkalífinu sýnir þú samúð og hlýju. Þú getur látið gott af þér leiða í heiminum. Það er mikilvægt að þú hafir sjálfstraustið í lagi. Komandi ár kann að verða eitt það besta í þínu lífi. Hugsaðu stórt og fram- kvæmdu af hugrekki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn er kjörinn fyrir verslunarleiðangur og við- skiptasamninga. Hæfileikar þínir til samskipta eru í há- marki núna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn er kjörinn til að ná viðskiptasamningum, eink- um hvað varðar sameiginlegt eignarhald. Þú getur snúið hlutunum þér í hag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gæfan er með þér í dag og ekki óttast að treysta á hana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur unnið mikið og því þarftu dálitla hvíld í dag. Reyndu að eiga stundir í ein- rúmi. Þú þarft að hlaða batt- eríin svo þú getir haldið áfram. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinkona þín er einkar hjálp- leg í dag. Samræður um börn og rómantík eru efst á baugi hjá þér. Það er alltaf gott að fá viðbrögð frá vinum sínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sú mikla vinna sem þú hefur lagt á þig mun verða til þess að þér verður sýnd athygli í dag. Þú munt eiga mikils- verðar samræður við for- eldri, yfirmann eða áhrifa- manneskju (kannski konu). Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt hugsanlega eiga samskipti við útlendinga eða erlend ríki í dag. Smávægi- legt daður kann að vera hluti af þessum samskiptum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt eiga árangursríkar samræður um sameiginlegt eignarhald og peninga. Hlýddu vel á sjónarmið ann- arra áður en þú tekur ákvörðun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Leggðu þig fram um að sýna öðrum hjálpsemi í dag. Þol- inmæði og umburðarlyndi þitt verður mikils metið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsaðu áður en þú opnar munninn í vinnunni í dag. Það eru einkennilegir og duldir hagsmunir sem eru að verki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu fús til að fyrirgefa af- brýðisömum vini. Líttu á þetta sem hól. Sumir verða ringlaðir þegar þeir dást að öðrum, aðdáun þeirra breyt- ist í afbrýðisemi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu þér gætilega í vikunni. Þú þarft hvíld og næði í ein- rúmi. Vefðu þér inn í bómull. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KENNARINN Eddie Kantar segir nemendum sín- um stundum sögur af at- vinnuspilaranum Harrý harðjaxli. Harrý drýgir tekjur sínar með því að spila við nýliða í mótum, að nafn- inu til í þjálfunarskyni, en í reynd fyrst og fremst til að afla meistarastiga. Harrý gætir þess vel að makker spili sem minnst og tekur því aldrei undir lit makkers og segir grand við fyrsta mögu- lega tækifæri. Hér er Harrý í suður: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KDG ♥ Á875 ♦ G92 ♣543 Vestur Austur ♠ 10987 ♠ 632 ♥ KG ♥ D64 ♦ 73 ♦ Á654 ♣ÁK876 ♣1092 Suður ♠ Á54 ♥ 10932 ♦ KD108 ♣DG Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Það eru augljósar skýr- ingar á sögnum. Harrý hugð- ist endurmelda grand í næsta hring burtséð frá svari makkers og því vakti hann á lélegri láglit til að fæla frá út- spili þar. Reyndar má deila um hækkunina í þrjú grönd, en þess ber að geta að Harrý hefur ríkulegt sjálfstraust. Sú áætlun að hindra útspil í laufi heppnaðist vel, því vestur hóf vörnina með spaðatíu. Harrý þakkaði makker fyrir blindan og spil- aði strax laufi á drottn- inguna. Hún hélt. Þá spilaði hann laufgosa og hann átti líka slaginn. Nú var tíma- bært að spila tígli og Harrý fékk níu slagi. Vestri var kannski nokkur vorkunn, því hann átti von á því að suður væri með DG109 í laufi. Að spilinu loknu afsakaði Harrý sagnir sínar: „Fyr- irgefðu makker, ég sorteraði tígultíuna með laufinu. Með DG10 í laufi hefði ég getað rúllað heim þremur slögum á litinn og fengið yfirslag.“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson SUMARKVÖLD 1908 Sezt í rökkurs silkihjúp sæll og klökkur dagur. Er að sökkva í sævardjúp sólarnökkvi fagur. Fjöruboga bröttum í bárur soga, renna. Öll í loga eru ský, áll og vogur brenna. – – – Ólöf Sigurðardóttir LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 10. febrúar, er fimmtug Hafdís Erla Magnúsdóttir, Lyng- bergi 22, Þorlákshöfn. Haf- dís og eiginmaður hennar, Gunnar Ásgeir Benedikts- son, eru stödd á Kanarí að sóla sig. 1. d4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 d5 4. Bg5 Bb4 5. e5 h6 6. Bd2 Bxc3 7. bxc3 Re4 8. Dg4 g6 9. Bd3 Rxd2 10. Kxd2 c5 11. Rf3 Rc6 12. h4 cxd4 13. cxd4 Da5+ 14. c3 b6 15. a4 Ba6 16. Bc2 Hc8 17. Hhc1 Re7 18. Bd1 Kd7 19. Df4 Hc7 20. g4 Hhc8 21. De3 Hc4 22. Rg1 h5 23. f3 Hh8 24. Df2 Hc7 25. Rh3 Kc8 26. Rg5 Rc6 27. gxh5 Hxh5 28. f4 Hh8 29. Bg4 Kb8 30. h5 gxh5 31. Bh3 Hhc8 32. De3 Staðan kom upp á Skákþingi Reykja- víkur sem lauk fyrir skömmu. Jón Viktor Gunnarsson (2405) hafði svart gegn Sævari Bjarnasyni (2300). 32 … Rxd4! 33. Dxd4 Hc4 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar eftir t.d. 34. De3 d4. Olís-einvígið hefst í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, í dag kl. 17.00. Hannes Hlífar Stef- ánsson og Sergei Movsesjan heyja einvígið og munu tefla 6 skákir en samhliða því verða ýmsir atburðir. Fyrsta fjölskyldumótið á Ís- landi verður haldið, einvígi á milli manns og tölvuforrits og rúsínan pylsuendann er tilraun Helga Áss Grét- arssonar til að slá Íslands- metið í blindskákarfjöltefli. Olís ásamt Guðmundi Ara- syni styrkir þessa skák- veislu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ragnhildur Þessir duglegu drengir, Gísli Þór Ingólfsson og Brynjar Ingi Ísdal, söfnuðu kr. 2.678 til styrktar Rauða krossi Ís- lands. MEÐ MORGUNKAFFINU MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Fólk get- ur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ég vona bara að þú farir ekki að æsa þig í hvert skipti sem ég gleymi að raka mig! KIRKJUSTARF FUNDUR hjá Geisla, sem eru sam- tök um sorg og sorgarviðbrögð, verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20 í safnaðarheimili Selfosskirkju, efri hæð. Fyrirlesari á fundinum verður sr. Axel Árnason, Tröð, sókn- arprestur í Stóra-Núpsprestakalli. Erindið nefnir hann: „Að vera greindur og mæta greindum.“ Hann mun síðan svara fyrir- spurnum. Það getur verið erfitt að taka niðurstöðuna úr rannsóknum þeg- ar um erfiða sjúkdóma er að ræða, bæði fyrir einstaklinginn og einnig aðstandendur. Þá verður tími fyrir umræður. Boðið er upp á hress- ingu og bænastund í lokin. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Ómar Safnaðarstarf í Selfosskirkju Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma saman í dag kl. 18 og 20. Umsjón Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.15. 10-12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backmann. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10- 12 ára) í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13-15.30 opið hús fyrir fullorðna í safn- aðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há- degi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.-10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Mánudagur: KFUK í Grafarvogskirkju kl. 17.30-18.30 fyrir stúlkur 9-12 ára. Kirkjukrakkar í Engja- skóla kl. 17.30-18.30 fyrir 7-9 ára. TTT (10-12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30- 19.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga k. 9-10.30. Boð- un og áheyrandi: Dr. Hjalti Hugason. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10-12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30-18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16-18 í síma 566-7113. Opinn bænahópur í Lága- fellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Hjálpræðisherinn. Kl. 15 heimilasam- band. Áslaug Haugland talar. Kl. 17.30 barnakór. Öll börn hjartanlega velkomin. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir, Ingveldur Theódórsdóttir og sr. Kristján Björns- son. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Mánudagur: Kirkju- sprellarar, 6-9 ára starf, kl. 16. Allir 6-9 ára. TTT-starf kl. 17.30. Allir 10-12 ára velkomnir. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 15 heimilasamband. Kl. 17.15 Örkin hans Nóa, 1., 2. og 3. bekkur. Kl. 19.30 Mannakorn, 6. og 7. bekkur. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.