Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 31 Nýr og betri Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. B.i 12 ára.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 10. B.i. 14.Sýnd kl. 6 og 8. GRÚPPÍURNAR Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Hverfisgötu  551 9000 RENÉE ZELLWEGER CATHERINE ZETA - JONES RICHARD GERE Kvikmyndir.com Magnað meistaraverk í anda Moulin Rouge. Hlaut þrenn Golden Globe verðlaun á dögunum sem besta myndin ásamt bestu aðalleikurum. Missið ekki af þessari. i í li . l l l l i ll i . i i i i. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. Magnað meistaraverk í anda Moulin Rouge. Hlaut þrenn Golden Globe verðlaun á dögunum sem besta myndin ásamt bestu aðalleikurum. Missið ekki af þessari. l t r l l r l t i t t ll i r . i i i f ri. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskyl- duna. RENÉE ZELLWEGER CATHERINE ZETA - JONES RICHARD GERE Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Kvikmyndir.com Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar BROADWAY. Seiðurinn, kraftur- urinn, glitrið, eftirvæntingin; Töfr- arnir tengdir þessu dulúðuga nafni sameinast að talsverðu leyti í Chicago, söngleiknum fræga sem nú hefur verið kvikmyndaður með hríf- andi árangri. Broadway-uppfærslan var að miklu leyti hugarsmíð Bobs Fosse, snillingsins geggjaða sem lyfti söngleikjaforminu í nýjar hæð- ir með takmarkalausu hugmynda- flugi í leik- og dansstjórn. Fosse þótti ekki síst djarfur og bersögull, eða svalur, „cool“, eins og sagt er í dag og Chicago er svöl, grípandi og yfirbragðið kynþokkafullt. Aðalpersóna Chicago er Roxie Hart (Renée Zellwger), ein kunn- asta persóna Broadwaysöngleikja, sannkallaður harðnagli undir krútt- legu yfirbragði. Gift meinleysingj- anum Amos (John C. Reilly), en lætur það ekki aftra sér frá því að beita allra bragða til að komast í sviðsljósið. Í þeim tilgangi sefur hún hjá Fred (Dominic West), ófyrir- leitnum náunga sem dregur hana á tálar. Hann hefði betur látið það ógert því Roxie skýtur Fred til bana er hún kemst að því að þau eru af sama sauðarhúsi. Leiðin liggur beint í svartholið, þar sem Roxie kynnist revíustjörnunni Velmu Kell- ey (Catherine Zeta-Jones), sem prýtt hefur forsíðurnar að undan- förnu – eða frá því hún kálaði manni sínum og systur er hún kom að þeim á óþægilegu augnabliki. Hörkutólin bítast um frægð í fjöl- miðlunum þar sem Roxie ýtir Velmu út í kuldann. Að lokum verða þær að sameina krafta sína þegar nýtt morðkvendi kemur til sögunn- ar og hremmir alla fjölmiðlaathygl- ina. Til sögunnar kemur Billy Flynn (Richard Gere), glerháll lögfræðing- ur sem lofar að bjarga skjólstæð- ingum sínum frá gálganum, auk fjölda litríkra aukapersóna með fanggæsluna „Mama“ Morton (Queen Latifah), í fararbroddi. Það er sem sagt engin tilviljun að myndin gerist í Chicago, frægasta rokrassi og glæpaborg veraldar á sögutíma myndarinnar, bannárun- um á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er fimleg flétta glæpa og glaums, söngva og dansa, fantasíu og raunveruleika. Andrúmsloftið gjörspillt, persónurnar eggjandi og varasamar í senn. Manískur andi Fosse svífur yfir vötnunum, leik- stjórinn og dansahöfundurinn Rob Marshall hefur fangað tvírætt og æsandi andrúmið sem einkenndi magnaðar Broadwayuppfærslur Fosse líkt og Dancin’, Sweet Char- ity og All That Jazz. Marshall sækir einnig í smiðju Baz Luhrmans, brýtur upp söguþráðinn með firna- sterkum og áreitandi dans- og söngvaatriðum í reykmettuðum næturklúbbi sem minna meira en lítið á Moulin Rouge. Tónlist Johns Kanders er jafnan í fyrirrúmi, Chicago er eitt af bestu verkum manns sem á að baki fjölda heims- þekktra stórvirkja á söngleikjasvið- inu, eins og Cabaret, Zorba og Gypsy. Leikkonurnar eru hrikalega svæsnar báðar tvær sem flögð undir fögru skinni, kunna upp á 10 að beita lostafullum kynþokkanum í öllum sínum leggjalanga glæsileika. Dansa og syngja með slíkum til- þrifum að áhorfandinn hugsar alla- vega ekki um annað á meðan. Satt að segja bjóst maður tæplega við því að Zeta-Jones byggi yfir þessum heillandi hæfileikum í sínum fögru fótleggjum og grípandi útgeislun. Zellweger er hinsvegar til alls vís og gerir háskagripnum Roxie mögnuð skil. Mest kemur á óvart sveiflan hjá Richard Gere, sem sannar enn eina ferðina að hann hefur verið vanmetinn leikari og lengst af sett- ur í klæðskerasniðin hlutverk að karlrembuímynd sinni. Gere á eitt af bestu augnablikum Chicago, í glaðbeittu Razzle Dazzle-atriðinu Hreint út sagt ótrúlegur, lúrandi á dansaranum í öll þessi ár. Reilly á enn einn stórleikinn og gaman að bera saman frammistöðu hans hér og í hinni gjörólíku Gangs of New York, sem er væntanleg á næstunni. Þvílík breidd. Queen Latifah og Christine Barinski (Mary Sun- shine), eru meðal eftirminnilegra leikara í aukahlutverkum. Chicago er spáð mikilli velgengni á næstu Óskarsverðlaunaafhend- ingu og Bretar tilnefndu þetta magnaða augna- og eyrnakonfekt í einum 12 flokkum. Hún getur hæg- lega hlotið sæmdina besta mynd ársins, eins ætla ég að vona að þau Gere og Zellweger fari ekki tóm- hent heim. Það væri þó vissulega kaldhæðnislegt ef Chicago ynni helstu Óskarana þar sem Moulin Rouge var nánast hunsuð á síðasta ári, betri mynd sem hefur hjálpað Chicago á flestum sviðum með frumleika sínum og velgengni. En akademían er kunnari fyrir flest annað en að vera samkvæm sjálfri sér. Sjóðheitar Chicagonætur KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn Leikstjóri: Rob Marshall. Handrit: Bill Condon, byggt á samnefndum söngleik eftir Bob Fosse og Fred Ebb og leikriti eftir Maurine Dallas Watkins. Kvik- myndatökustjóri: Dion Beebee. Tónlist: John Kander. Textar: Fred Ebb. Frum- samin kvikmyndatónlist: Danny Elfman. Dansstjórn: Rob Marshall. Aðalleik- endur: Renée Zellweger, Catherine Zeta- Jones, Richard Gere, John C, Reilly, Queen Latifah, Lucy Liu, Colm Feore, Chita Rivera, Christine Barinski. 110 mín. Miramax. Bandaríkin 2002. CHICAGO Renée Zellweger sýnir ótvíræða söng- og danshæfileika í Chicago. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.