Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ VELFERÐARSJÓÐUR barna hefur úthlutað um 150 milljónum króna til verkefna sem efla velferð íslenskra barna en hann var stofn- aður fyrir þremur árum með ríflega 500 milljóna króna framlagi Íslenskrar erfða- greiningar og byggist alfarið á stofnframlag- inu. Stefnt er að því að rekstur hvíldar- og end- urhæfingarheimilis fyrir langveik börn hefj- ist í Kópavogi í haust og var samningur þess efnis milli Velferðarsjóðs barna og rík- isstjórnar Íslands undirritaður í Iðnó í gær. Sjóðurinn leggur fram 45 til 50 milljónir til endurbóta á húsnæðinu og ríkissjóður leggur fram húsnæðið og tryggir fé til reksturs heimilisins, 20 milljónir á þessu ári og um 84 milljónir á fjárlögum eftir það, miðað við áætlaðan rekstrarkostnað. Sjóðstjórn Vel- ferðarsjóðsins er heimilt að ráðstafa á hverju ári allt að 12% af uppreiknuðum höfuðstól sjóðsins til verkefna sem snerta velferð barna. Ingibjörg Pálmadóttir, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir að vel hafi tekist að ávaxta sjóðinn, hann eigi nú um 640 millj- ónir og hægt sé að úthluta um 80 milljónum króna á ári. Fyrir utan framlagið til hjúkrunarheimilis- ins fyrir langveik börn hefur sjóðurinn út- hlutað um 100 milljónum króna til ýmissa annarra verkefna. Þar á meðal eru Mentor- verkefnið – vinátta, þar sem háskólastúd- entar taka grunnskólanema að sér; Víðátta, sem byggist á því að koma fyrir fjar- kennslubúnaði í grunnskólum; misþroska börn, sem er stuðningur til þriggja ára við Félag foreldra misþroska barna og stuðn- ingur við Alþjóðahúsið, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar auk stuðnings við gerð fræðsluefnis fyrir Félag foreldra barna með Downs-heilkenni og stuðningur við gerð fræðsluefnis fyrir Félag samkyn- hneigðra. Þá hefur sjóðurinn styrkt börn sem minna mega sín með sumargjöfum í gegnum félagsmálastofnanir sveitarfélaga, styrkt Vímulausa æsku vegna námskeiða og ráð- gjafarþjónustu fyrir börn alkóhólista og styrkt gerð táknmálsbanka og útgáfu kennsluefnis fyrir heyrnardauf börn auk annarra verkefna. Velferðarsjóður barna styrkir uppbyggingu hjúkrunarheimilis Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, greindu í gær frá stofnun hvíldar- og endurhæfingarheimilis fyrir langveik börn, sem ráðgert er að opna í Kópavogi í haust. Hefur úthlutað um 150 milljónum til barna  Hjúkrunarheimili/4 GENGIÐ hefur verið frá nýjum samningi við Evrópusambandið um að það styrki vís- indamenn til rannsókna við Rannsóknastöð- ina í Sandgerði. Mun ESB veita liðlega 20 milljónum kr. til verkefnisins næstu tvö ár- in. Um fjórar milljónir botndýra hafa verið flokkuð í stöðinni og tugum nýrra dýrateg- unda hefur verið lýst á þeim tíu árum sem liðin eru frá því stöðin var tekin í gagnið. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða dýr lifa á hafsbotninum í íslenskri lögsögu, í hve miklu magni og hvernig útbreiðslu þeirra er háttað. Áætlað er að sýnatöku ljúki á næsta ári og flokkun í lok árs 2005. ESB styrkir vísindamenn í Sandgerði  Hafa fundið/6 SAMKAUP hf. áforma að opna Kaskó-lág- vöruverðsverslun í Reykjavík eða ná- grenni í þeim tilgangi að auka hlut sinn í versluninni, en fyrirtækið rekur slíka verslun í Reykjanesbæ. Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir að fyrirtækið hafi hug á að opna Kaskó-verslun á Reykjavíkur- svæðinu því það sé stærsta markaðssvæðið auk þess sem þrengt hafi verið að versl- unum fyrirtækisins á landsbyggðinni, en fyrirtækið rekur verslanirnar Nettó, Sam- kaup, Úrval, Sparkaup, Strax og Kaskó, alls 25 verslanir, víða um land. Í auglýsingu frá Samkaupum í Morgun- blaðinu fyrir helgi kom fram að 300.000 krónur yrðu greiddar fyrir ábendingu um húsnæði sem leiddi til samnings. „Við- brögð við auglýsingunni eru töluverð, margar ábendingar komnar en lítið er far- ið að vinna úr þeim,“ segir Guðjón og bætir við að margir staðir komi til greina en stað- setningin verði að vera rétt. Vilja opna Kaskó í Reykjavík NOKKUR þúsund manns voru á skíðasvæðunum í nágrenni Reykja- víkur um helgina en þar er nægur snjór og skíðafæri var með því besta sem gerist. Dimm él byrgðu mönnum þó sýn endrum og sinn- um. Í Bláfjöllum og Skálafelli snjóaði mikið í síðustu viku og forsvars- menn skíðasvæðanna segjast ekki ráða annað af veðurspánni en að enn bæti í snjóinn í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum frá skíða- svæðunum voru ríflega sex þúsund manns í skíðabrekkunum um helgina sem telst dágott. Ungir sem aldnir, skíðamenn, brettafólk og snjóþotukappar léku þar listir sínar, sumir með meiri tilþrifum en aðrir. Morgunblaðið/Þorkell Nokkur þúsund manns á skíðasvæðunum GREINARGERÐ um hvernig und- irbúningi framboðs Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna verði háttað, sem kynnt hefur verið í ríkisstjórninni gerir ráð fyrir að starfsfólki á skrifstofu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum verði fjölgað. Ísland stefnir að því að bjóða fram til setu í ráðinu fyrir tíma- bilið 2009–2010. Kosningar í embætt- ið eru fyrirhugaðar haustið 2008. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, á von á því að málið verði tekið fyrir með utanríkismálanefnd Alþingis ein- hvern tímann á næstu vikum. Fimm ríki eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu, Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakk- land og Bretland. Kosið er um tíu sæti í ráðið og falla tvö þessara sæta jafn- an í skaut Vesturlandaþjóða. Sam- komulag hefur náðst við hinar Norð- urlandaþjóðirnar um að Ísland verði fulltrúi Norðurlandanna í ráðinu fyrir umrætt tímabil. Gunnar segir að von- ir standi til þess að einungis verði tvö framboð á umræddu tímabili. Það skýrist hins vegar ekki fyrr en á næstu árum þegar í ljós kemur hvort einhver þeirra þjóða sem tapar í kosn- ingunum í millitíðinni muni fara aftur í framboð. Hann segir það mikilvægt fyrir Ís- lendinga að þeir taki virkari þátt í al- þjóðastarfi. Með því að bjóða sig fram til setu í öryggisráðinu séu Íslending- ar að reyna að byggja upp trúverð- ugleika þjóðarinnar á því sviði. Um langtímaverkefni sé að ræða. Gunnar bendir á að á næsta ári sé m.a. fyr- irhugað að bæta við fólki á skrifstofu fastafulltrúa Íslands hjá SÞ í New York. „Við verðum að vera reiðubúin að fara í kosningabaráttu. Hins vegar held ég að það sé okkur í hag að við höfum aldrei átt eigin fulltrúa í örygg- isráðinu, ein örfárra Evrópuþjóða.“ Væntanlegt framboð Íslands í öryggisráð SÞ Skrifstofa fastafulltrúa Íslands hjá SÞ verður efld FRÁ áramótum hefur atvinnu- lausu fólki fjölgað um 1.064. Í gær voru 6.145 einstaklingar á at- vinnuleysisskrá, 3.307 karlar og 2.838 konur. Frá áramótum hefur þeim sem ekki hafa vinnu fjölgað um 20,1%. Meirihluti atvinnu- lausra býr á höfuðborgarsvæðinu, eða 3.853. Atvinnuleysi mælist núna lið- lega 4%, en það var 3% í desem- ber. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi í fimm ár. Atvinnuleysi í febrúar í fyrra var 2,6%. Í fyrra jókst at- vinnuleysi í febrúar og mars, en úr því dró í apríl. Það má því gera ráð fyrir að atvinnuástand eigi enn eftir að versna. Lausum störfum hefur fækkað mikið síðustu vikurnar. Í gær voru 62 laus störf skráð hjá Vinnumálastofnun, en í haust voru að jafnaði 270 störf á skrá. Atvinnulausum fjölgar um 1.064 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.