Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 27 stuðningsaðilarframkvæmdaaðilar skráðu þig á www.nyskopun.is Fyrirlesari G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2003. Gerð viðskiptaáætlana: innihald og verklag. námskeið utan höfuðborgarsvæðisins Vestmannaeyjar Mánudagur 3. febrúar 17:15 - 20.30 Höllin Reykjanesbær Þriðjudagur 4. febrúar 17:15 - 20.30 Kjarni Selfoss Miðvikudagur 5. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Selfoss Ísafjörður Fimmtudagur 6. febrúar 17:15 - 20.30 Þróunarsetur Vestfjarða Akureyri Þriðjudagur 11. febrúar 17:15 - 20.30 Glerárgata 36 Sauðárkrókur Miðvikudagur 12. febrúar 17:15 - 20.30 Byggðastofnun Akranes Fimmtudagur 13. febrúar 17:15 - 20.30 Nýi Safnaskálinn Snæfellsbær Mánudagur 17. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Ólafsvík Egilsstaðir Þriðjudagur 18. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Hérað Höfn Miðvikudagur 19. febrúar 17:15 - 20.30 Nýherjabúðir Fyrirlesarar 11. feb. Þröstur Olaf Sigurjónsson, KPMG: Mat á viðskiptahugmynd og gerð viðskiptaáætlana. 13. feb. Jón Garðar Hreiðarsson, KPMG: Stefnumörkun, markmið og leiðir til árangurs. Bernhard Bogason, KPMG: Stofnun fyrirtækja, ábyrgð stjórnenda, skattamál o.fl. 18. feb. Ingvi Þór Elliðason, KPMG: Fjármál og gerð fjárhagsáætlunar. Björgvin Njáll Ingólfsson, Nýsköpunarsjóði: Sjónarmið fjárfesta. námskeið í Reykjavík 1. hluti Þriðjudagur 11. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík 2. hluti Fimmtudagur 13. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík 3. hluti Þriðjudagur 18. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík þjóðarátak um nýsköpun - námskeið 2003 Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði við gerð viðskiptaáætlana. Fjallað er um viðskipta- hugmyndina, markaðsgreiningu, markaðssetningu og sölu, fjárhagsáætlanir, fjármögnun, undirbúning og verklag við gerð viðskiptaáætlana. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun eða viðskiptahugmynd er 31. maí 2003. Fyllsta trúnaðar er gætt. Skráning fer fram á www.nyskopun.is en skráðir þátttakendur fá sent leiðbeiningarhefti og geisladisk með reiknilíkani og fyrirlestrum að kostnaðarlausu. Þátttökugjald utan Reykjavíkur er 1.500 kr. fyrir kaffi og léttan málsverð. Allir velkomnir Aðgangseyrir 600 kr. FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN LÍFSGLEÐI Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings um lífsgleði í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum Þriðjudaginn 11. febrúar 2003 kl. 20 Málþing 11. febrúar 2003 Frummælendur: 1. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur 2. Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur 3. Karl Ágúst Úlfsson, leikari 4. Bridget Ýr McEvoy, verkefnisstjóri í hjúkrun HNLFÍ 5. Vilborg Traustadóttir, formaður MS FÉLAGS ÍSLANDS Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ FYRIR rúmu ári síðan samþykkti samgöngunefnd tillögu frá Kjart- ani Magnússyni borgarfulltrúa um bílastæðismál fatlaðra, en hún var svo hljóðandi. „Víðs vegar um borgina eru merkt bifreiðastæði sem sam- kvæmt lögum eru ætluð fötluðum og hreyfihömluðum, t.d. fyrir framan stórverslanir, sjúkrahús, læknastofur, banka og aðrar mik- ilvægar þjónustustofnanir. Sam- kvæmt athugun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru mikil brögð að því að þessar merkingar séu virtar að vettugi. Samgöngu- nefnd Reykjavíkur beinir því til Bílastæðasjóðs og lögreglunnar að eftirlit með umræddum bifreiða- stæðum verði aukið verulega og m.a. beitt stöðvunarbrotagjöldum í því skyni að tryggja réttindi fatl- aðra og hreyfihamlaðra að þessu leyti. Í þeim tilvikum þar sem slík stæði eru inni á einkalóðum skal leita eftir samstarfi við eigendur um álagningu stöðvunarbrota- gjalda. Jafnframt samþykkir nefndin að efna til sértaks átaks í því skyni að upplýsa almenning betur um gildandi reglur vegna bifreiðastæða fatlaðra.“ Ég var mjög ánægður fyrir hönd hreyfi- hamlaðra þegar ég sá þessa tillögu, og hugsaði með mér að nú kæmi loks að því að þeir sem þyrftu á þessum stæðum að halda hefðu þau út af fyrir sig. En hvað veldur því, að tillaga sem þessi er en að velkjast einhvers staðar í kerfinu? Var maðurinn sem bar hana upp í röngum stjórnmálaflokki? Og er það kannski þess vegna sem ekk- ert hefur heyrst frá formanni ÖBÍ í sambandi við þetta mál? Ég sendi honum þessa tillögu þann 21. jan sl. en hann hefur ekki svarað mér og ég hef heldur ekkert séð eftir honum haft um þetta mál. Ég verð að segja að ég varð fyrir von- brigðum því að hann hefur verið mjög góður málsvari ÖBÍ og unnið þar að mörgum góðum málum. Innan ÖBÍ eru mörg félög s.s Sjálfsbjörg, MS-félagið, Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra, og hef- ur, mér vitanlega, ekkert heyrst frá þeim í sambandi við þessa til- lögu. Hverjir eiga að skilja betur þörf hreyfihamlaðra fyrir því að þessi tillaga nái fram að ganga ef ekki þessi félög? Ég þekki það af eigin raun hvað það er mikilvægt fyrir hreyfihamlaðan að geta sinnt sínum erindum sjálfur þar sem ég á dóttur sem er með MS-sjúkdóm. Ég vona að borgarfulltrúar taki nú við sér og hrindi þessari tillögu í framkvæmd, það er til lítils að hafa sérmerkt stæði ef þau eru svo yf- irleitt í notkun af þeim sem ekki þurfa á þeim að halda. Ég benti einu sinni manni á sem hafði lagt í stæði merkt hreyfi- hömluðum, til þess að konan hans þyrfti ekki að labba of langt inn í verslunarmiðstöðina, að þetta væri merkt stæði og svarið sem ég fékk var, að hann myndi bara færa sig ef einhver hreyfihamlaður kæmi á meðan hann væri í stæðinu. En hann hugsaði ekki út í það að margir hreyfihamlaðir eru með samanbrotinn hjólastól í bílnum hjá sér og ef þeir ætluðu að fara fram á það að hann færði sig þyrftu þeir að byrja á að koma hjólastólnum út, fara sjálf út, biðja hann að færa sig, síðan að brjóta stólinn aftur saman og koma hon- um fyrir í bílnum, koma bílnum fyrir í stæðinu og endurtaka síðan sama hlutinn aftur þ.e.a.s. að koma stólnum út og svo sjálfu sér líka. Þetta er heilmikið mál fyrir hreyfi- hamlaða. Því vil ég að lokum beina því til okkar sem ekki eru hreyfi- hömluð að nota ekki sérmerkt stæði heldur að hugsa til þess hvað við erum heppin að geta gengið. SIGURBJÖRN HALLDÓRSSON, Grýtubakka 6, 109 Rvík. Eru bílastæðis- mál fatlaðra pólitískt mál? Frá Sigurbirni Halldórssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.