Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 12
STJÓRNVÖLD í Sádi-Arabíu hyggjast fara þess á leit við Banda- ríkjamenn að þeir kalli herlið sitt í landinu heim eftir að átökum í Írak sé lokið. Jafnframt verður komið á pólitískum umbótum í Sádi-Arabíu. Bandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá því í gær að umskipti þessi væru fyrirhuguð í Sádi-Arabíu. Hafði blaðið þetta eftir ónefndum embættismönnum og meðlimum konungsfjölskyldunnar. Sögðu viðmælendur blaðsins að þessar væru helstu niðurstöð- ur umræðna sem hafist hefðu í Sádi-Arabíu eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. Tilgangur- inn væri hins veg- ar sá að treysta völd konungsfjöl- skyldunnar sem stæði frammi fyrir auknum þrýstingi bæði innanlands og erlendis frá. Í dagblaðinu kom fram að Abdúll- ah krónprins hygðist biðja George W. Bush Bandaríkjaforseta um að kalla allt herlið frá Sádi-Arabíu um leið og átökum í Írak lyki. Krón- prinsinn myndi síðan kynna sex ára áætlun sem miðaði að því að innleiða lýðræði í landinu. Forráðamenn í viðskiptalífi Sádi- Arabíu eru sagðir styðja áform þessi svo og prinsarnir sem mest sam- skipti hafa átt við Vesturlandabúa. Samband Bandaríkjanna og Sádi- Arabíu hefur verið með stirðara móti frá 11. september. 15 af flugræningj- unum 19 sem gerðu árásina 11. sept- ember komu frá Sádi-Arabíu. Marg- ir íslamskir hreintrúarmenn telja ólíðandi með öllu að bandarískt her- lið sé að finna á sádi-arabísku landi. Í þeim hópi er hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden sem ítrekað hefur fordæmt veru bandaríska herliðsins þar í orðsendingum sínum. Sádar hyggja á umbætur Tillögur um brottkvaðningu bandarísks herliðs og innleiðingu lýðræðis Washington. AFP. Abdúllah, krón- prins Sádi-Arabíu. AP ÞÚSUNDIR múslima streyma inn í moskuna miklu, með Kaaba-steininn helga í miðju, í Mekka um helgina. Um tvær milljónir múslimapílagríma safnast nú til Mekka, helgustu borgar íslams, eins og ávallt á þessum tíma árs. Hin svokallaða hajj-pílagrímaför til Mekka er einn af fimm hornsteinum íslamskrar trúariðkunar og hverjum trúuðum múslima, sem á því hefur efni, er ætl- að að fara slíka ferð að minnsta kosti einu sinni á æv- inni. Hajj-hátíðin í ár nær hámarki er pílagrímarnir fara upp á fjallið Ararat við Mekka í dag, mánudag. Pílagrímahátíð múslima í hámarki ERLENT 12 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Kólumbíu lýstu yfir því í gær að vinstrisinnaðir skæru- liðar hefðu staðið fyrir sprengjuárás í höfuðborginni Bogota aðfaranótt laugardags. Þar létu 32 lífið, m.a. sex börn, og 162 særðust. Er þetta mann- skæðasta hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í Bogota í meira en ára- tug. Sprengjunni var komið fyrir á bíla- stæði á 3. hæð í 11 hæða byggingu þar sem einkaklúbbur var m.a. til húsa. Sprengjan vó 148 kíló. Sprengingin var svo öflug að húsið gereyðilagðist. Björgunarmenn voru enn að störf- um í gær og fannst þá 12 ára gömul stúlka á lífi í rústunum. Francisco Santos, varaforseti Kól- umbíu, sagðist ekki efast um að svo- nefndur Uppreisnarher Kólumbíu, FARC, bæri ábyrgð á árásinni. Sak- aði hann uppreisnarmenn um að grípa til sömu aðferða og eiturlyfja- hringir. Árásir í líkingu við þessa hafa ekki verið gerðar í höfuðborginni frá því glæpaforinginn Pablo Escobar stóð fyrir hryðjuverkum til að komast hjá því að verða framseldur til Bandaríkj- anna. Escobar lést árið 1993 og í kjöl- farið liðuðust eiturlyfjahringir lands- ins upp en uppreisnarmenn tóku yfir kókaínsöluna til að fjármagna starf- semi sína. Stríðið inn í borgina Barátta uppreisnarmanna hefur til þessa einkum verið háð á landsbyggð- inni en FARC hótaði því nýlega að færa átökin við stjórnvöld til borg- anna og ráðast á yfirstétt landsins, svo sem kaupsýslu- og stjórnmála- menn sem voru tíðir gestir í El Nogal- klúbbnum þar sem sprengingin varð. FARC gekkst ekki opinberlega við tilræðinu en í fjölmiðlum voru uppi vangaveltur um hvort tilkynning sem birtist á heimasíðu sem FARC-liðar eru þekktir fyrir að hafa notað, fæli í sér viðurkenningu á ódæðinu. 32 féllu í Kól- umbíutilræði FULLTRÚAR sjö helztu iðn- ríkja heims – G7-hópsins svo- kallaða – vinna nú að áætlun um það hvernig beri að búa hið al- þjóðlega efnahagskerfi undir afleiðingar stríðs í Írak, eftir því sem fullyrt er í erlendum fjölmiðlum. Að sögn fréttasíðu BBC eru áætlunardrögin talin í aðalat- riðum snúast um að stjórnvöld í þessum forysturíkjum efna- hagslífs heimsins geri samstillt átak í að auka ríkisútgjöld, fjár- mögnuð með lántökum, í því skyni að hamla á móti neikvæð- um áhrifum stríðs á hagvöxt. Ef þessar fregnir reynast réttar er hér um að ræða að- gerðir sem ganga mun lengra en þær sem gripið var til í kjöl- far hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001, en þær hafa í stórum dráttum takmarkast við að lækka vexti. Rætt síðar í mánuðinum Sennilegt er að ráðherrar frá ríkjunum sjö, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýzkalandi, Frakk- landi, Ítalíu, Japan og Kanada, ræði þetta er þeir koma saman í París síðar í mánuðinum. G7-hópnum var nýlega breytt í G8, þ.e. Rússland fékk formlega aðild að honum, en eins og ástatt er í efnahagslífi Rússlands eru fulltrúar þess ekki hafðir með í efnahags- málasamráði hópsins nema að takmörkuðu leyti. Síðast gripu G7-ríkin til sam- stilltra ráðstafana í efnahags- málum er þau gripu á árinu 2000 inn í viðskipti á fjármála- mörkuðum til að styrkja evruna og hamla gegn verðhækkunum á olíu. G7-hópurinn Áætlun um við- brögð við stríði ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kemur af fundi með Moshe Katsav, forseta landsins, í Jerúsalem í gær, þar sem Sharon fékk formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Likud-flokkur Sharons vann stór- sigur í þingkosningum í landinu í lok janúar. Sharon sagði við þetta tæki- færi að þeir sem neituðu að taka þátt í þjóðstjórn hans væru að svíkja almenning í landinu en Amram Mitzna, formaður Verkamanna- flokksins, hefur þvertekið fyrir að ganga til stjórnarsamstarfs við Likud-flokkinn. Reuters Sharon falið umboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.