Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 32
TIL lengri tíma litið á vafalítið fátt eftir að seljast eins jafnt og þétt á mynddiskum og helstu heimild- armyndir og bíómyndir Bítlanna bresku. En útgáfa á Bítlaefni á mynd- diskum er býsna skammt á veg komin, sem á sér ugglaust tvær meginskýringar; útgefendur Bítla- efnis hafa ætíð lagt einstaklega mikinn metnað í endurútgáfu á þessum gullmolum en um leið er örugglega um einhverja úthugsaða markaðsbrellu að ræða, verið að byggja upp spennu, magna eft- irspurn og beðið eftir einhverju til- efni, eins og t.d. stórafmæli. Af fjórum „bítlabíómyndum“ eig- inlegum eru tvær komnar út, A Hard Days Night og Yellow Sub- marine. Og vart þarf að koma á óvart að útgáfan er með því vegleg- asta sem gerist. Það fyrsta sem slær Bítlaunn- andann við að horfa á sjálfar mynd- irnar er að trúlega hefur þessi far- sælasta rokksveit sögunnar aldrei hljómað eins vel og tært, enda hef- ur hljóðrás beggja mynda verið fægð og pússuð til síðasta ryk- korns, og færð yfir á stafrænt form, Hard Day’s Night 2.0 og Yellow Submarine 5.1, svona til nánari útlistunar fyrir þá tækni- lega þenkjandi. Af þeim tveimur myndum hefur Hard Day’s Night þótt öllu merki- legri, sló algjörlega í gegn er hún var frumsýnd 1963, og þykir af mörgum best heppnaða rokk- bíómynd sem gerð hefur verið. Það verður líka seint hægt að ímynda sér þá upplifun sem það hlýtur að hafa verið að sjá myndina í fyrsta sinn, sér í lagi fyrir íslenska æsku sem leið sína lagði á myndina í Tónabíói. Hér voru engar sjón- varpsútsendingar og því var þorri Íslendinga að sjá þessa heitustu fjórmenninga í heimi í fyrsta sinn á annan veg en á plötukápu eða ljós- myndum. Í Tónabíói hreyfðu Bítl- arnir sig, léku á hljóðfæri sín og sungu lögin sem bítlaóðir höfðu þá aðeins getað hlusta á á vínylplötum sínum. Engin furða að Richard Lester, bandaríski leikstjóri mynd- arinnar, hafi stundum verið kall- aður faðir MTV. Sjálfur segist hann í viðtali á mynddisknum heimta að fá að afsanna það með blóðprufu! Talandi um viðtöl, mynddisk- urinn A Hard Day’s Night er al- gjörlega stútfullur af viðtölum við svo gott sem alla sem að myndinni komu. Reyndar er óhætt að full- yrða að fáir mynddiskar eru til þar sem farið er eins ítarlega ofan í eina kvikmynd. Næstum allt töku- liðið, einkum þó leikstjórinn Lest- er, tónlistarstjórinn George Martin og framleiðendur, fær tækifæri til að rifja upp þá skemmtilegu reynslu, sem það klárlega hefur verið að taka þátt í gerð mynd- arinnar. Það er meira að segja tal- að við leikara sem klipptir voru úr endanlegu útgáfunni! Sumir vilja kannski meina að það sé nú full- langt gengið en þeir þekkja greini- lega ekki forföllnustu bítlaaðdá- endur, þeir hafa beðið lengi eftir viðtali við þessa týndu leikkonu. Mynddiskaútgáfan af A Hard Day’s Night er á tveimur diskum, á fyrri er myndin og stórfróðleg og skemmtileg heimildarmynd Things They Said Today, um gerð mynd- arinnar. Á seinni disknum er áð- urnefndur viðtalsbunki. Undirritaður viðurkennir hér með að hafa aldrei áttað sig al- mennilega á teiknimyndinni súr- realísku Yellow Submarine. Ekki fyrr en nú. Það sem til þurfti var höfuðprýði mynddisksins, bestu fá- anlegu hljóm- og myndgæði. Að því gefnu fer maður loksins að sjá töfra myndarinnar, öðlast nauðsynlegt þolinmæði til að sitja undir þessu furðuverki. Við það áttar maður sig á því ótrúlega hugarflugi sem þeir bjuggu yfir höfundarnir, leik- stjórinn George Dunning, höf- undur sögunnar, Lee Minoff, og maðurinn á bak við útlitið, Heinz Edelmann. Vissulega er myndin stórskrýtin og algjör della ef út í það er farið en hún er tímanna tákn, vitnisburður um þær tilraunir sem verið var að gera u.þ.b. sem myndin kom út 1967, með ofskynj- anir og útvíkkun hugarflugsins á áður óþekkt mið. Svo er myndin stórfyndin og tilvalinn inngangur að Bítlunum fyrir smáfólkið. Aukaefnið á mynddisknum er ekkert yfirgengilega mikið en það er vel til fundið, áhugaverð og við- eigandi undarleg stuttmynd, The Mod Odyssey, atriði sem ekki röt- uðu í myndina, upphaflegu skiss- urnar, viðtöl við þátttakendur o.fl. Nýlega bárust fregnir af því að til stendur að gefa út plötuna Let it Be, í upprunalegri útgáfu, þ.e.a.s. ekki þeirri sem út kom árið 1970 og hafði verið „afbökuð“ af Phil Spect- or. Samfara útgáfu þeirri er gert ráð fyrir að bíómyndin sem gerð var um upptökur á plötunni en kom aldrei út á sínum tíma, muni loksins líta dagsins ljós, á mynddiski, undir nafninu sem myndin átti alltaf að bera, Get Back. Þá á eftir að gefa út Help!, sem líklega verður á 30 ára afmælinu 2005, sjónvarps- myndina Magical Mistery Tour og svo náttúrlega Anthology-pakkann volduga, sem margir bíða ugglaust hvað spenntastir eftir. Bítlamyndirnar springa út á mynddiskum Betrumbætt bítl A Hard Day’s Night: Bítlarnir bresku þóttu sleppa vel frá sínu og var þeim líkt við Marx-bræður. skarpi@mbl.is Mynddiskarnir A Hard Day’s Night og Yellow Submarine eru fáanlegir í verslunum hérlendis. 32 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.50. B.i. 12. Stranglega bönnuð innan 16 ára Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Sýnd kl. 10. B. i. 14. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. Sýnd kl. 8.10 og 11. Enskur texti H.K DV Kvikmyndir.is H.L MBL Sýnd kl. 6. Aðalhlutv. Helga Braga Jónsdóttir,Steinn Ármann Magnússon, Kjartan Guðjónsson, Sjöfn Evertsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og kristín Ósk Gísladóttir. Framleiðandi : Kristlaug María Siguðrard. / Kikka Leikstjóri : Helgi Sverrisson byggð á sam- nefndri bók sem kom út fyrir jólin. Bráðskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10. SV MBL Radíó X OHT Rás 2 HK DV UPPISTAND FÖS, 21. FEB AUKASÝNING LD, 22. FEB FOR SALA HAF IN! / / / / / Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.20. B.i. 10 ára. / Nú verður ekkert gefið eftir í lokabaráttun ni. Hasarhlaðnasta Star Trek myndin til þessa Lokabaráttan er hafin! ÞAÐ er ansi heimilislegt um að litast á mynd- diskalistanum. Meðal tuttugu söluhæstu mynd- diska síðustu vik- una eru fjórir þeirra íslenskir – sem er vel. Greinilegt er að mörlandinn hefur sannarlega áhuga á að eign- ast rjómann af íslenskri kvik- myndagerð á mynddiskum og ætti velgengni þeirra, sem nú þegar hafa verið gefnir út, að verða öðrum hvatning til að gefa út fleiri íslenskar myndir á mynddiskum. Hæst hinna íslensku mynddiska er sem fyrr Sódóma Reykjavík, sem seldist næstmest í síðustu viku á eftir viðhafnarútgáfunni á Föru- neyti hringsins. Af velgengni Sódómu á mynddiskalistanum að dæma er sá orðinn söluhæstur ís- lenskra mynddiska. Lítið síður hafa þær gengið Englar alheimsins og Með allt á hreinu, síðan þær komu út nokkru fyrir jólin síðustu. Svo er ánægjulegt að sjá innkomu Íslenska draumsins í heiðurssætið, en þar fer fyrsta íslenska kvik- myndin sem út kom á mynddiski. Útgáfan sú er líka sérlega vönduð, en hún er t.a.m. uppfull af atriðum sem ekki voru notuð í myndinni, mestmegnis óborganlegu bulli í honum Þórhalli aðalpersónu. Önnur tíðindi af sölulista vik- unnar eru að inn koma fjórar nýjar myndir, gamanmyndirnar Partí- boltinn Van Wilder og Ameríska bakan 2, spennugrínið Vafasamur félagsskapur með Anthony Hopk- ins og Chris Rock og grínteikni- myndaþættirnir Fjölskyldugaur- inn.                                                                  !" "#$%  &'() * # " '+ +,% -. / *  0 1",( 2   34##  5 6 **$ ,  70 '(  2   34## 5 8**#9$  :, );  0*) <= "= % "2  : # ;"= 5>"* ,,? !" "#$%  2   34##  5 ')"( "@  :* 5! );) 2, *> A *  ,   ", ' .  ", ':, ?B ':, ?B ':, ?B ' . ' . ':, ?B 6  8*" C# 9 ' .  ",  ",  ",  ", ':, ?B ':, ?B ' . ' . ':, ?B    'B** # ,  2")$. , #  8 * 0D& * ' ."  * < (       Mynddiskar mörlandans Það er botnlaust bullið í honum Þórhalli í atriðunum sem klippt voru burt úr Íslenska draumnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.