Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓKEYPIS LEIKSKÓLI? Vinstrihreyfingin – græntframboð hefur í kosninga-áherzlum sínum kynnt þá hugmynd að ríkið leggi til allt að 1.800 milljónum króna í sameig- inlegt átaksverkefni þess og sveit- arfélaga um að koma á ókeypis leikskóla í áföngum. Jafnframt greiði hver fjölskylda aðeins leik- skólagjöld fyrir eitt barn í senn frá og með árinu 2004. Tilgangur þessara hugmynda er augljóslega a.m.k. öðrum þræði að bæta hag barnafjölskyldna, en gera verður ráð fyrir að á bak við þær liggi jafnframt það sjónarmið, að leikskólinn sé orðinn hluti af skólakerfinu og þar af leiðandi eigi skólaganga í leikskóla að vera „ókeypis“ – með öðrum orðum á kostnað skattgreiðendanna – rétt eins og í grunnskóla. Viðhorf til leikskólans hafa vissulega breytzt mjög á undan- förnum árum og áratugum. Það er ekki lengur litið svo á að leik- skólar leysi eingöngu úr þörf for- eldra fyrir barnagæzlu, heldur sé það mikilvægt og jafnvel nauðsyn- legt fyrir þroska barna að þau fari í leikskóla. Stjórnvöld hafa mark- að þá stefnu að leikskólinn sé hluti af menntakerfinu og gerð hefur verið sérstök námskrá fyrir leik- skóla. Kröfur foreldra á hendur leikskólunum um kennslu og und- irbúning fyrir grunnskólann fara aukinheldur sívaxandi og mörgum þykir enn sá tími illa nýttur, sem börnin verja í leikskólanum, enda er fólk á aldrinum tveggja til sex ára mjög móttækilegt fyrir alls konar lærdómi. Við þetta bætist að góð þjónusta leikskóla er öðrum þræði jafnrétt- ismál; hún gerir báðum foreldrum kleift að nýta krafta sína á vinnu- markaðnum í trausti þess að börn þeirra séu í öruggum höndum og fáist við þroskandi viðfangsefni. Morgunblaðið hefur áður látið í ljós þá skoðun, að í ljósi alls þessa eigi að stefna að því að allir, sem vilja, eigi að geta komið börnum sínum í leikskóla. Sú er því miður ekki raunin. Í mörgum sveitar- félögum, ekki sízt þeim stærstu, til að mynda Hafnarfirði og Reykja- vík, eru langir biðlistar eftir leik- skólaplássi. Blaðið hefur sömuleið- is sagt að þetta skjóti nokkuð skökku við, þar sem leikskólinn sé eina skólastigið, sem innheimti há skólagjöld af foreldrum. Spyrja má hvort það eigi ekki að vera forgangsatriði að tryggja öll- um börnum leikskólavist, áður en farið er út í að bjóða leikskóla- pláss án endurgjalds. Slíkt ætti þó að koma til greina, einkum og sér í lagi ef þróunin verður sú að ís- lenzk börn hefji í raun skólagöngu sína fyrr en nú gerist. Þannig er það víða í nágrannalöndum okkar þar sem börn hefja nám t.d. fjög- urra ára, þótt skólaskylda hefjist einhverjum árum síðar. Slíkt gæti stuðlað að því að nýta betur þann tíma, sem unga fólkið er hvað mót- tækilegast fyrir lærdómi, og stuðl- að að því að fólk lyki bæði grunn- og framhaldsskólanámi fyrr en nú gerist. Hins vegar er vafasamt að ríkið eigi að standa í fjármögnun leik- skólans. Þjónusta af þessu tagi á heima hjá sveitarfélögunum, rétt eins og grunnskólinn, þannig að vinstri-grænir hefðu kannski frek- ar átt að taka þetta mál upp fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Og þótt vinstri-grænir taki væntanlega ekki undir það ber auðvitað að leita nýrra leiða til að svara eftirspurn eftir þjónustu leikskóla með því að hvetja til þess að einkaaðilar setji þá á stofn. Sveitarfélögin geta áfram fjár- magnað þjónustuna af fé skatt- greiðenda að hluta eða öllu leyti, en ekkert er því til fyrirstöðu að veiting þjónustunnar sé í höndum einkaaðila. Slíkt stuðlar að fjöl- breytni, samkeppni og betri nýt- ingu fjármuna skattgreiðenda. HEITT EÐA KALT? Í fljótu bragðist virðist ekki veramikill munur á því hvort kakó- dufti er blandað út í heita mjólk eða kalda mjólk. Það kann hugsanlega að vera smekksatriði í huga sumra en varla er eðlismunur á heitu og köldu kakói. Það vekur því furðu að af einhverjum ástæðum er kakó, sem mælt er með að blandað sé út í heita mjólk, skattlagt öðruvísi en kakó, sem mælt er með að blandað sé út í kalda mjólk. Kakóið fyrir heitu mjólkina eða vatnið ber 14% virð- isaukaskatt en kakóið fyrir köldu mjólkina 24,5% virðisaukaskatt. Þetta kemur fram í samantekt, sem unnin hefur verið af Samtökum verslunar og þjónustu. Þar eru tínd til fleiri dæmi. Innflutt frosið græn- meti í neytendapakkningum ber 30% vörugjald en ef grænmetið er nið- ursoðið er ekkert vörugjald lagt á vöruna. Jafnvel kartöflumús er ekki það sama og kartöflumús. Ef hún er í duftformi ber hún 14 króna kíló- gjald en sé hún flutt inn í flögum eru engin aðflutningsgjöld. Það er erfitt að sjá nokkra heil- lega hugsun eða skynsemi í þessum dæmum. Misræmi sem þetta þjónar vart nokkrum tilgangi. Hvers vegna eiga þeir sem drekka kakóið sitt kalt eða snæða kartöflumús í duftformi að greiða meira í opinber gjöld en þeir sem drekka kakóið heitt og snæða kartöflumús í flöguformi? Og varla er það eitthvert markmið stjórnvalda að ýta neytendum með neyslustýringu úr frosnu grænmeti yfir í niðursoðið. Er nokkuð því til fyrirstöðu að þessi gjöld verði samræmd, niður á við, heimilunum í landinu til hags- bóta? NÚ Í vikunni lagði ég fram frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma. Í frum- varpinu er gert ráð fyrir að úthlutað verði allt að fjórum tíðnum að loknu út- boði gegn 190 milljón króna gjaldi, sem þó fer lækkandi með aukinni útbreiðslu. Þegar umræður hófust um þriðju kyn- slóð farsíma voru uppi miklar vænt- ingar. Víða í Evrópu sáu menn í hyll- ingum möguleika þess að nýta hina nýju tækni til gagnaflutninga og myndsend- inga. Jafnframt gerðu menn sér vonir um miklar tekjur af úthlutun tíðna. Í mörgum löndum var efnt til uppboða á tíðnum og kepptust símafyrirtækin um að bjóða ótrúlega háar fjárhæðir í leyf- in. En tæknin hefur látið standa á sér. Þessi nýja kynslóð farsíma með öllum þeim möguleikum til samskipta um far- símanetið er ekki farin að mala gull fyr- ir eigendur símafyrirtækjanna og end- urgreiða stofnkostnað og leyfisgjöld þar sem uppboð leiddu til mikilla útgjalda. Á Fjarskiptaþingi 2001 gerði ég grein fyrir þeirri afstöðu minni að úthluta ætti tíðnum fyrir þriðju kynslóð farsíma á Íslandi með útboði þar sem áhersla yrði á að tryggja útbreiðslu á þjónust- unni í okkar stóra dreifbýla landi. Fara ætti þá leið sem kölluð hefur verið „feg- urðarsamkeppni“, þar sem útboðs- aðferð er beitt og símafyrirtækin látin keppa um bestu lausnirnar gegn föstu gjaldi. Með þeirri leið var fyrst og fremst hugsað um að tryggja hagsmuni símnotenda en ekki að nota skattlagn- ingu á leyfum í þágu ríkissjóðs. Ýmsar þjóðir, svo sem Danir, Bretar og Þjóðverjar, hafa valið þá leið að hafa uppboð á farsímaleyfum. Þegar upp- boðsleiðin er valin er eingöngu keppt um verð en engin trygging er fyrir því hver útbreiðsla þjónustunnar verður. Almennt útboð er hins vegar heppi- legasta aðferðin til að ná fram yfirlýst- um markmiðum m ráðherra um háma hagkvæmrar farsí sú leið sem farin e önnur rök hníga a 1. Mikil reynsla hér á landi. 2. Með því að ák yrði og aðferðir vi tryggja hlutlægni 3. Það er ekki sk bjóðendur séu flei – eins og er í uppb 4. Með því að he útbreiðslu er hagk að komast hjá óar ingum þrátt fyrir m Við mat á tilboð fremst litið til útbr Aukin útbreiðsla – læ Eftir Sturlu Böðvarsson „…fyrst og fremst hugsað um að tryggja hagsmuni símnot- enda en ekki að nota skatt- lagningu á leyfum í þágu rík- issjóðs.“ ÞÓTT maður vaxi upp úr skónum sínum þýðir það ekki að þeir séu þar með ónýtir eða dugi ekki til göngu. Þeir gagnast manni hins vegar ekki lengur því það er vont að vera í of þröngum skóm. Þetta virðist Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum, eiga erfitt með að skilja. Hann segir að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé lífvænlegur til frambúðar og í fullu gildi. Í hans augum eru engar blikur á lofti. Það er rétt hjá Stefáni að samningurinn er auðvitað í gildi en hann áttar sig ekki á því að hann passar ekki lengur á EFTA-fótinn. Eftir nær áratuga reynslu af EES- samningnum er það samdóma álit manna að undirritun EES-samningsins hafi verið ótvírætt framfaraspor fyrir ís- lenskt þjóðarbú og virkað sem vítamín- sprauta á efnahagslíf þjóðarinnar. Strax frá upphafi var vitað að samningurinn hefði í för með sér ýmsa galla en síðan hafa komið í ljós ýmsir ágallar sem ekki sáust fyrir við samningsgerðina. Vitað var að Íslendingar hefðu mjög takmörk- uð áhrif á þær lagagerðir sem verða að lögum á Ísland. Samkvæmt samningnum getur Ísland hafnað að taka tiltekna lagagerð í landslög. Síðar hefur komið í ljós að hér er aðeins um formlegt neit- unarvald að ræða því við beitingu þess yrði um leið grafið undan meginforsendu samningsins um einsleitni á öllu svæðinu og gæti það leitt til þess að samningurinn falli úr gildi á því svið sem viðkomandi reglugerð nær til. Ennfremur hefur slík höfnun ekki aðeins gildi fyrir viðkomandi ríki heldur einnig fyrir hin EFTA-ríkin í EES. Þar með væri allur EES- samningurinn kominn í uppnám. Neit- unarvaldinu hefur af þessum sökum aldrei verið beitt og innan EES hefur því verið líkt við kjarnorkusprengju; það sé gott að eiga hana en afar óskynsamlegt að nota hana. Pólitískt er það því svo gott sem ógerlegt fyrir EES ríki að neita að staðfesta reglugerðir frá ESB. Keðju- verkun færi í gang og getur enginn með nokkru móti séð fyrirfram fyrir endann á þess háttar uppákomu. Samkvæmt EES-samningnum á framkvæmdastjórn ESB að tala máli EFTA-ríkjanna innan stofnana ESB. Samningurinn byggist á skipulagi ESB eins og það var árið 1992. Síðan hefur sú grundvallarbreyting orðið á starfsemi Evrópusambandsins að dregið hefur úr völdum framkvæmdastjórnarinnar og mikil valdatilfærsla átt sér stað til ráð- herraráðsins og að hluta til Evrópu- þingsins. Að þessum stofnunum hafa EES-ríkin enga aðkomu. Þessar breyt- ingar á innri gerð ESB hafa dregið veru- lega úr möguleikum EES-ríkjanna til að hafa áhrif á Evrópulöggjöfina sem þó gildir á öllu EES-svæðinu eftir sem áður. Aukið vægi Evrópuþingsins og ráð- herraráðsins hefur iðara reynist að fá ina til að tala máli gagnvart ráðherra unum þar sem hún fyrir því en áður a sjónarmiðum og áh EES-samningu tveggja jafnrétthá byggðist á gagnkv legum hagsmunum leg staða samning óbreytt en pólitísk stoðarinnar hefur urinn var gerður m sex EFTA-ríkja, s mikilvægasti mark bandsríkjanna. Ef EFTA-ríkjanna; A Svíþjóð gengu úr E samningnum hefu breyst. Gagnkvæm þar með niður og h eins og olnbogabar unni. Áður voru in milljónir manna se meiri viðskipti við ESB hefur ekki le af samningnum og skipta nú orðið litl Í alltof þröngum skó Eftir Eirík Bergmann Einarsson „Með aukinni framþróun ESB t nýrra viðfangsefna nær EES- samningurinn heldur ekki jafn vel yfir samstarfið milli Íslands og ESB.“ ÍSLENDINGASÖGUR eru ríkar af frá- sögnum þar sem erjur eru útkljáðar með vígaferlum. Andstæðingar börðust og menn voru vegnir, en þeir sem hófu að- för lýstu jafnan vígum á hendur sér og stóðu þannig ábyrgir gerða sinna. Ein- ungis bleyður vógu úr launsátri og skriðu síðan í felur. Því er þetta nefnt hér að sá fréttamið- ill sem nú stendur fyrir aðför að forsætis- ráðherra landsins, í þeim tilgangi að gera hann ótrúverðugan, starfar í skjóli óþekktra eigenda. Meðan ekki hefur ver- ið upplýst hverjir eru eigendur blaðsins og hver tengsl þess eru við stjórn- málaflokka verður ekki önnur ályktun dregin en að vegið sé að forsætisráð- herra úr launsátri. Í upphafi kosningabaráttunnar ákvað Samfylkingin að fylgja ákveðinni línu, sem hefur vakið athygli manna. Stefnan var gefin í umdeildri ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Borgarnesi þar sem dylgjur og hálfkveðnar vísur voru settar fram beinlínis í þeim tilgangi að sverta Sjálfstæðisflokkinn og sér- staklega formann hans. Málefnin voru látin lönd og leið, slúðrið tók völdin. Sam- fylkingin treysti sér ekki í málefnalega umræðu um stöðu og þróun íslensks samfélags, sem í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar hefur náð árangri sem tekið er eftir meðal annarra þjóða. Má þar m.a. nefna að skv. mati alþjóðlegra stofn- ana er jöfnuður hvergi meiri, þjóð- artekjur á mann m ist, spilling minnst frjálsari en hér á la Sameinuðu þjóðan 174 þjóðum þegar að búa. Andstæðingar S leggja nú allt kapp völdum eftir alþing Vegna málefnafátæ ið að beina spjótum Oddssyni forsætis raun þvingaður til eftir síðustu helgi. Vegið úr launsátri Eftir Ástu Möller „Trúverðugleiki forsætis- ráðherrans hefur ekki beð- ið hnekki eins og þeir sem vógu úr launsátri vonuðust eftir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.