Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁGÆTU stjórnarmenn. Ég get ekki orða bundist eftir fjöl- miðlaumræður um gott gengi Kaup- þings að senda ykkur örfáar línur. Það er vissulega gott ef rekstur gengur vel en ég lít talsvert öðrum augum á velgengni fyrirtækisins en þið. Mín viðskiptasaga við ykkur er allt annað en falleg. Og nú skal ég segja ykkur hana. Sparisjóður Kópa- vogs lagði inn fyrir mína hönd þann uppsafnaða lífeyrisrétt sem ég átti þar sem starfsmaður Sparisjóðsins í ágúst 1999. Leitað var ráða hjá ráð- gjöfum Kaupþings um bestu hugs- anlegu ávöxtun. Því miður reyndust þá ráð harla lítils virði og skárri kost- ur hefði verið að hafa upphæðina á almennri sparisjóðsbók en í ykkar vörslu – já, ekki er þetta gott til af- spurnar. Stuttu síðar varð ég að láta af störfum sökum alvarlegs sjúk- dóms og er orðin 75% öryrki í dag. Já, það væri nú ekki slæmt að eiga þá upphæð óskerta sem lögð var inn í sjóði Kaupþings – en því miður er það nú ekki svo. Og nú skal ég sýna ykkur hvernig fór fyrir mínun pen- ingum hjá ykkur: Innborganir frá 1999 til 2002 voru samtals 11.596.604 en inneign mín í lok þessa tímabils er samtals kr. 8.150.625 eða tap upp á kr. 3.445.979, þetta er um 30% rýrnun. Á höfuðstól. Samkvæmt þessum tölum get ég ekki séð að Kaupþing sé nú sérstak- lega vel rekið eða hvað finnst ykkur? Finnst ykkur það vera góður árang- ur og þess virði að greiða forstjóra ykkar bónus upp á 58 milljónir króna þegar höfuðstóll viðskiptavina Kaup- þings rýrnar um 30% og þá er eftir að reikna vexti af upphæðinni? Ef vextir væru reiknaðir af þess- ari upphæð í 2 ár væri sú upphæð ekki undir 1.000.000 kr. ef hún hefði legið í banka á sæmilegum reikningi og þá er rýrnunin orðin um 40%. Í reynd lít ég svo á að það sé verið að færa fé úr vasa þeirra sem hafa treyst ykkur fyrir lífeyrissjóði sínum og afhenda það fé á silfurfati sem bónusgreiðslur til forstjóra ykkar. Sem sagt, þið eruð að verðlauna mann fyrir að fara illa með viðskipta- vini ykkar. Ég fer fram á að þið endurskoðið þessar aðgerðir ykkar og það sem væri rétt að gera að mínu mati er að draga til baka allar bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings hverju nafni sem þær nefnast þar til þið haf- ið leiðrétt hlut viðskiptavina ykkar þannig að þeir standi á sléttu að minnsta kosti, annað tel ég vera stuld af viðskiptavinum ykkar. Það er ekki gott fyrir fjármálafyr- irtæki að liggja undir þeim ámælum að rýra fé viðskiptamanna sinna til þess að færa það í hendur starfs- mönnum sem verðlaunafé fyrir vel unnin störf. Einhvern tíma hefði sú aðgerð verið flokkuð undir þjófnað svo ekki sé nú harðar kveðið að. Með von um svör og leiðréttingu. ÓLÍNA SVEINSDÓTTIR, Funalind 13, Kópavogi. Opið bréf til stjórn- ar Kaupþings Frá Ólínu Sveinsdóttur: „miðja vegu milli malbiksins og regnbog- ans“ – Stuðmenn, Ofboðslega frægur Skelmar ganga lausir um sam- félagið. Það sem verra er, þá gang- ast fjölmiðlarn- ir, hvorttveggja reknir af ríki og einstaklingum, upp í endalausu og rakalausu dekri við þenn- an hóp. Hóp sem leitar allra leiða til að valda tjóni. Tekur steininn úr nú þegar formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands mælir því bót að áróður sé rekinn fyrir því að fé verði ekki lánað til virkjunarframkvæmda við Kára- hnjúka. Kemur þessi niðurrifs- starfsemi í ljós eftir að Elísabet Jökulsdóttir hefur lýst því yfir, í hálfkæringi, að virkjunin verði rifin niður. Öllum mega því vera augljós markmið þessa fólks; að valda skaða á afkomu óbreyttra Íslend- inga. Því að við þau rúmlega 4.000 ársverk sem nú eru unnin á Mið- Austurlandi er gert ráð fyrir að um 750 ársverk bætist til frambúðar þegar álver Alcoa tekur til starfa. Hópur þessi samanstendur af fólki sem er á móti breytingum, andvígt þróun. Þegar sýnt hefur verið fram á mögulegar breytingar í byggðaþróun í kjölfar virkjana- framkvæmda opinberar hópurinn sig. Stendur berskjaldaður fyrir raunveruleikanum og sjá allir hve andstæður mannlegu eðli hann er. Manninum og konunni er eðlislægt að þróast og þróa með sér nýja tækni, ný tæki og tól. En fyrir hópnum skal allt vera eins og það er, ekkert skal hreyft, engu skal breytt. Ólíkt Faust er þessi hópur reiðubúinn að afhenda kölska sál sína. Hópurinn vill að tíminn standi kyrr, sem leiðir til hnignunar. Felli tveir einstaklingar hugi saman hefst ný þróun, breyting sem sennilega þyrfti að fara í um- hverfismat, að maður tali ekki um ef þau hygðu á barneignir. ARNLJÓTUR BJARKI BERGSSON, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Skelmir Frá Arnljóti Bjarka Bergssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.