Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRETTÁN mæður komu til slysa- deildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss á síðasta ári með meira en 25 börn sem voru beinir og óbeinir þolendur ofbeldis á heim- ilum. Þetta kemur m.a. fram í skrif- legu svari heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, við fyrirspurn Sigríðar Ingvarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svarinu kem- ur jafnframt fram að slysadeildin hafi á síðasta ári tilkynnt 127 mál til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu barna eða ofbeldis. „Ofbeldi gagnvart börnum er tví- mælalaust vanskráð,“ segir í svarinu. „Börn leita oft til heil- brigðisþjónustunnar í fylgd ger- enda og stafar jafnvel ógn af því að veita upplýsingar. Skilgreiningar á því hvað er vanræksla og ofbeldi hafa verið til endurskoðunar og einnig ferli kæru og viðbragða.“ Síðar í svarinu segir að á næstunni sé ætlunin að endurskoða viðbrögð heilbrigðiskerfisins við ábend- ingum um ofbeldi gegn börnum og efla samstarf heilbrigðis- og barna- verndaryfirvalda í þessum málum. 417 konur á slysadeild Sigríður Ingvarsdóttir spurði einnig um heimilisofbeldi gagnvart konum. Í svarinu kemur m.a. fram að engin ítarleg samantekt hafi verið kynnt á síðustu árum á því hve alvarlegt eða algengt heimilis- ofbeldi er hér á landi. Þó kemur fram að 417 konur hafi komið á slysadeild vegna heimilisofbeldis á árunum 1998 til 2000. Yfir 25 börn á slysadeild vegna heim- ilisofbeldis HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær þeirri kröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrver- andi ráðherra, og Bryndísar Schram, um að felld yrði úr gildi sú ákvörðun Ríkisendurskoðunar að afhenda fjármálaráðuneytinu gögn varðandi greiðslu þeirra á kostnaði við veisluföng í afmæl- isveislu Bryndísar árið 1988 og meðferð veislufanga. Í dómi Héraðsdóms segir að málið snúist einungis um hvort umrædd gögn beri að afhenda við- komandi ráðuneyti. Var fallist á með Ríkisendurskoðun að henni hafi verið skylt samkvæmt lögum að afhenda viðkomandi ráðuneyti gögnin, væri eftir því leitað, þar sem þau væru opinber skjöl í þeim skilningi, að þau tengdust athugun hennar vegna áfengiskaupa fjár- málaráðuneytisins í júlí og ágúst 1988 og meðferð þáverandi fjár- málaráðherra á risnuheimildum. Ekki skerðing á friðhelgi Féllst dómurinn á að ákvörðun um að afhenda fjármálaráðuneyt- inu gögnin væri ekki til þess fallin að hafa í för með sér skerðingu á friðhelgi einkalífs. Gögnin vörðuðu embættisfærslu Jóns Baldvins sem fjármálaráðherra, en úrskurðar- nefnd um upplýsingamál hafði komist að þeirri niðurstöðu að gögnin tilheyrðu skjalasafni fjár- málaráðuneytisins. Í dómi héraðsdóms segir, að for- saga málsins sé að árið 1988 hafi Bryndís Schram haldið upp á fimmtugsafmæli sitt á Hótel Ís- landi þar sem boðið var upp á mat og drykk. Á sama tíma gegndi eig- inmaður hennar, Jón Baldvin, embætti fjármálaráðherra. Rúmlega ári eftir afmælisveisl- una hafi komið fram getgátur á opinberum vettvangi um að áfeng- isúttekt fjármálaráðuneytisins samkvæmt tilteknum úttektar- beiðnum ráðuneytisins til Borgar- túns 6, sem á þeim tíma sá meðal annars um veisluhald á vegum rík- isins, kynni að hafa verið nýtt til þess að endurgreiða þau vínföng, sem neytt var í umræddri veislu. Vegna þessa óskaði Jón Baldvin eftir því við ríkisendurskoðanda að hann kannaði hvort ástæða væri til að rengja það, að greiðsla veislu- fanga hafi verið með eðlilegum hætti. Með beiðninni sendi Jón Baldvin afrit af framangreindum úttektarbeiðnum og að auki gögn þar sem gerð var grein fyrir með- ferð veislufanga og því hvernig kostnaður vegna nefndrar afmæl- isveislu var greiddur. Ekki ástæða til að rengja frásögn um greiðslur Síðargreindu gögnin voru einka- gögn að mati Jóns Baldvins og Bryndísar og eru það þau gögn sem deilt var um í málinu hvort af- henda skuli fjármálaráðuneytinu. Eftir að ríkisendurskoðandi hafði borið saman gögnin var það nið- urstaða hans að athugunin hafi ekki leitt neitt í ljós sem gefi ástæðu til að tengja saman þau gögn, sem að áliti Jóns Baldvins væru einkagögn, og úttektarbeiðn- ir fjármálaráðuneytisins eða rengja sannleiksgildi þess að greiðsla veislufanga hafi verið með eðlilegum hætti. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Lögmaður stefnenda, Jóns Baldvins og Bryn- dísar, var Jónatan Sveinsson hrl. Hörður Einarsson hrl. hjá ríkis- lögmanni var til varnar fyrir ríkið. Skylt var að afhenda gögn um veislukostnað ÖGMUNDUR Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, kallaði eft- ir aðgerðum íslenskra stjórnvalda, á Alþingi í gær, til þess m.a. að koma í veg fyrir undanskot undan skatti með fjármagnsflutningum milli landa. Ögmundur var málshefjandi í utandagskrárumræðu um þessi mál og sagðist hafa óskað eftir um- ræðunni þegar upplýst hefði verið að skattrannsóknarstjóra, sem rannsakað hefði skattamál Jóns Ólafssonar, reiknaðist til að hann hefði vantalið skattskyldar tekjur sínar um rúma tvo milljarða á ár- unum 1996 til 2001. Ögmundur vitnaði til skýrslu skattrannsóknarstjóra um málefni Jóns Ólafssonar og sagði: „Þessi skýrsla veitir heilmikla innsýn inn í þann heim sem hér hefur verið skapaður á síðustu árum, í ferli sem kallað hefur verið braskvæðing samfélagsins.“ Ögmundur sagði að í skýrslunni kæmi m.a. fram að Jón hefði selt eignir og eignarhluta til fyrirtækis sem ætti höfuðstöðvar á Bresku jómfrúreyjunum með þeim hætti að söluverð eignanna úr landi væri ein- ungis lítið brot af söluverðinu inn í landið aftur. „Hér virðist það vera að gerast sem alþekkt er í hinum al- þjóðlega fjármálaheimi að skjóta eignum til erlendra ríkja og svæða þar sem sem fullkomin leynd ríkir um fjármálaumsvif og skatt- greiðslur eru litlar sem engar.“ Í máli Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra kom í fyrstu fram að hann hygðist ekki ræða skattamál ein- stakra manna á Alþingi – allra síst meðan slík mál væru til umfjöllunar hjá réttum yfirvöldum. Ástæða til að vera á varðbergi Ráðherra tók þó fram að eðlilega vöknuðu upp spurningar um mögu- leika manna til að flytja fé út úr ís- lenskri skattalögsögu til annarra landa án þess að gefa um það upp- lýsingar og greiða eðlileg gjöld. „Opnun okkar hagkerfis á undan- förnum árum og alþjóðavæðing við- skipta- og fjármálalífsins gerir það að verkum að sérstök ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart slíku, bæði af hálfu innlendra yfirvalda en einnig í samstarfi við aðrar þjóðir. Sérstök nefnd sérfræðinga vinnur nú að því að rannsaka umfang skattsvika skv. ályktun Alþingis frá síðasta þingi og hefur verið lögð áhersla á að hún kanni sérstaklega þessa hlið málanna.“ Ráðherra sagði að af hálfu fjármálaráðuneyt- isins hefði einnig verið lögð vinna í samstarf við aðrar þjóðir um þessi mál, m.a. á vettvangi OECD. „Fjár- málaráðherrar Norðurlandanna hafa ákveðið, innan ramma verk- efnis OECD um skaðlega skatta- samkeppni að beita sér fyrir sér- stakri aðstoð við ýmis ríki í Karíbahafi á sviði skattamála og gagnkvæmum upplýsingaskiptum. Þessi ríki eru sum hver þekktar skattavinjar með lítt þróuðu skatt- kerfi en hafa nú lýst yfir vilja til samstarfs við OECD.“ Steinaldarmálflutningur Ráðherra sagði að hið nýja og opna umhverfi í viðskiptum og fjár- málum ætti ekki að vera gróðrarstía spillingar og skattundandráttar, heldur þvert á móti farvegur fyrir heiðarlega starfsemi öllum til ávinn- ings. „Og það er leitt ef í ljós kemur að einhverjir hafa misnotað það frelsi og þann trúnað sem þeim hef- ur verið sýndur að þessu leyti. Slíkt framferði er að sjálfsögðu ekki líð- andi og það verður ekki liðið. Ef breyta þarf lögum til að uppræta slíkt, munum við að sjálfsögðu beita okkur fyrir því. Ef efla þarf rann- sókna- og eftirlitsaðila munum við tryggja fjármagn til þess. Um það ætti að vera góð sátt og það er að sjálfsögðu réttmæt krafa íslenskra skattgreiðenda.“ Í lok umræðunnar sagði Ög- mundur að það hefði engu að síður orðið raunin að stjórnvöld hefðu skapað gróðrarstíu spillingar. „Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin, sú ríkisstjórn sem hefur farið með völd hér í landinu undir forsystu Sjálfstæðisflokksins allar götu frá 1991, hefur gefið bröskurunum í þjóðfélaginu lausan tauminn. Þetta er bara staðreynd.“ Fjármálaráð- herra vísaði þessu á bug og sagði að Ögmundur talaði eins og hann vildi taka upp gamla gjaldeyriseftirlitið. Hann sagði einnig að á Ögmundi mætti skilja að öll viðskipti væru brask. „Þetta er auðvitað ótrúlegur steinaldarmálflutningur,“ sagði ráð- herra. Síðan sagði hann: „Málflutn- ingi þingmannsins um braskið vísa ég heim í braskbúlluna hjá Vinstri grænum.“ Að þeim orðum sögðum kallaði Ögmundur úr þingsæti: „Nú þekki ég gamla Sjálfstæðisflokkinn aftur.“ Geir: Vísa málflutningi um brask í braskbúlluna hjá VG Geir H. Haarde Ögmundur Jónasson Ögmundur: Nú þekki ég gamla Sjálfstæðisflokkinn aftur BLÁA lónið er í 8. sæti yfir verstu fyrirbrigðin á Norðurlöndum í nýrri ferðahandbók sem gefin er út af hinni þekktu ferðabóka- útgáfu Lonely Planet. Fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins segist ekki hafa miklar áhyggjur af þess- ari umsögn enda virðist listinn settur fram í hálfkæringi. Mývatn fær hins vegar góða umsögn í bókinni og lendir í 3. sæti yfir bestu fyrirbrigðin á Norð- urlöndum. Lesa má um nýju handbókina á heimasíðu norska dagblaðsins Aft- enposten. Verstu einkunn fá ófor- skömmuð sænsk börn sem eiga of milda foreldra, í 2. sæti lenda illa lyktandi pappírsverksmiðjur í Finnlandi og í 3. sæti er sela- veiðisýning á Norðurpólssafninu í Tromsø í Noregi. Þá fá blóðþyrstar mýflugur í skógum Svíþjóðar og Finnlands illa umsögn, sömuleiðis vindla- reykur á huggulegum kaffihúsum í Danmörku, styttan af Litlu haf- meyjunni í Kaupmannahöfn og það að fara í Legoland í Dan- mörku án þess að vera með börn með sér. Tekur listann ekki alvarlega Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, segir að í ljósi þess sem er að finna á listanum hafi hann ekki miklar áhyggjur af því að Bláa lónið sé þar á meðal. „Slæm umfjöllun er auðvitað alltaf neikvæð og auðvitað veldur það vonbrigðum að þessum fjórum höfundum bókarinnar hafi þótt leiðinlegt í Bláa lóninu. Hins veg- ar finnst mér þessi listi vera sett- ur fram í hálfkæringi eða með ein- hverjum gálgahúmor og þá getur maður ekki tekið hann alvarlega.“ Eina neikvæða umfjöllunin Hann segist því ekki óttast að umfjöllunin muni draga úr aðsókn í lónið. „Ég held að þetta sé eina neikvæða umfjöllunin um Bláa lón- ið sem ég hef heyrt af í erlendum fjölmiðlum í mörg ár og mér er skapi næst að halda að höfundum bókarinnar hafi þótt nóg komið af slíku.“ Þannig gefi jákvæð umfjöll- un erlendis undanfarnar vikur um Bláa lónið ekki tilefni til að hafa áhyggjur. Hann bætir því við að starfs- menn við Bláa lónið reyni að vera vakandi fyrir efnislegri gagnrýni á þeirri þjónustu sem þar sé í boði. „Þess vegna ætlum við að reyna að útvega okkur þessa ferðahandbók og sjá hvort þar séu efnislegar ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara í okkar starfsemi.“ Sem fyrr segir varð Mývatn hins vegar í 3. sæti yfir bestu upp- lifanirnar á Norðurlöndum en að- eins Geirangursfjörðurinn í Nor- egi og Fredriksborgarkastali í Danmörku þóttu fremri. Lonely Planet lítið hrifið af Bláa lóninu Lónið í 8. sæti yfir verstu fyrir- brigðin á Norðurlöndum Framkvæmdastjóri Bláa lónsins kveðst ekki hafa áhyggjur af dómi erlendu ferðahandbókarinnar enda virðist hann settur fram í hálfkæringi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.