Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 37 hjá afa og ömmu í Bogahlíð, því ég bjó þar meira og minna á mínum bernsku- og unglingsárum og sam- band mitt við afa og ömmu er órjúfanlegur hluti af æskuminning- um mínum. Afi sagði oft við mig: „Manstu, Netta mín, þegar við dönsuðum saman þegar þú varst lítil? Ef til vill man ég ekki öll danssporin okk- ar, en það má segja að við höfum dansað saman meira eða minna í gegnum lífið því ég var „Nettan“ hans afa, eins og hann kallaði mig, alla tíð. Afi og amma reyndu eftir fremsta megni að veita mér hið besta veganesti út í lífið og mennt- un var eitthvað sem alltaf var efst á baugi. Alveg frá upphafi hefur afi fylgt mér menntaveginn og fyrstu sporin fylgdi hann mér yfir Miklu- brautina í Ísaksskóla. Síðar sendi afi mig í málaskólann Mími til að læra ensku, því hann vissi að það myndi skipta miklu máli að kunna vel ensku. Afi var vanur að líta til framtíðarinnar og lengi var það draumur hans að leið mín lægi svo í Menntaskólann við Hamrahlíð því þá væri nú stutt að koma í mat og kaffi til afa og ömmu í Bogahlíð- inni. Þetta varð ekki að veruleika, því ég fór í aðra skóla. Afi vildi allt- af að ég fetaði menntaveginn og varð það honum til mikillar gleði að heyra af áframhaldandi námi mínu, sem hann fylgdist náið með. Þrátt fyrir háan aldur er ekki nema rúmt ár síðan afi hætti að vinna sem húsvörður í Suðurveri, um það leyti er þau amma fluttust á Dalbrautina. Í minningunni finnst mér eins og afi hafi átt Suðurver því þannig hugsaði hann um það. Mínar fyrstu minningar bundnar við þann stað er þegar ég kom í strætó á laugardögum að þrífa í Suðurveri með afa. Afi kom niður á Miklubraut til að taka á móti mér og ég vinkaði þegar ég sá hann gengum rúðuna á strætó, síðan gengum við saman upp eftir, hönd í hönd, hann sínum stóru skrefum og ég valhoppandi. Við komum iðulega við í Bogahlíðinni hjá ömmu og fengum nýsteiktar kleinur eða eitt- hvað álíka áður en við héldum í þrifin. Afi kenndi mér strax réttu handtökin við hvert starf sem hann fékk mér þar og aldrei talaði hann um að ég ynni verkið ekki nógu vel, eða að börn gætu ekki gert hlutina með sér. Að loknum þrifum fengum við okkur stundum ís í ísbúðinni. Laugardagarnir okkar afa voru notalegir, eins og svo margir aðrir dagar sem við áttum saman. Þessir laugardagar urðu síðan dagarnir okkar eftir að ég fluttist í Breið- holtið ásamt móður minni. Mörg myndbrotin hrannast upp í huganum, því af mörgu er að taka. Ég minnist þess er ég gekk einn vetur í frakkanum hans afa, fékk skjalatöskuna hans sem skólatösku og einnig þegar við fórum saman að taka upp kartöflur, svo fátt eitt sé nefnt. Eftir að ég hóf framhalds- skólanám fluttist ég aftur til afa og ömmu. Eitt minningarbrotanna á þeim tíma er þegar ég kem að afa einn morguninn vera að setja mannbrodda á kuldaskóna mína, því hann vildi ekki að ég dytti í hálkunni á leið í skólann. Þannig var hann afi minn, hann var alltaf að hugsa um aðra. Við Kristján hófum búskap okk- ar í kjallaranum hjá afa og ömmu, eins og svo margir aðrir í þessari fjölskyldu. Þegar kom að því að við tókum þá ákvörðun að flytjast norður í Laugar spurði afi okkur hvort við þyrftum að taka allt okk- ar dót með, ef við yrðum bara einn vetur. Sjálfsagt vissi afi eins og ég að við myndum ekki sjást eins oft ef ég flytti svo langt í burtu með allt mitt dót, en árin liðu og við er- um enn búsett á Laugum. Síðast- liðið haust var ég ásamt yngri dótt- ur minni búsett í Reykjavík vegna náms og gafst þá oft færi á að fara til afa og ömmu á Dalbrautina og er ég þakklát fyrir þær stundir. Líkt og aðrar litlar stúlkur í þess- ari fjölskyldu hændist Hugrún Birta, yngri dóttir mín, strax að langafa sínum, einnig eldri börnin mín því þegar þau hafa farið ein suður til Reykjavíkur á íþróttamót hefur alltaf verið fastur liður hjá þeim að koma við hjá langafa og langömmu. Afi hafði sérstakt lag á að laða fram það besta í fari hver manns. Hann hugsaði um okkur hvert og eitt á sinn einstaka hátt og brýndi fyrir okkur að varast hinar ýmsu hættur sem gætu orðið á vegi okk- ar. Þær ráðleggingar sem afi hefur veitt hverju sinni eru gulls ígildi og er oft vitnað til. Afi var mikill áhugamaður um bíla og hafa flestir bílar sem keyptir hafa verið í þess- ari ætt verið bornir undir dóm afa, því æði oft heyrðist þegar einhver var í bílaviðskiptum: „Er afinn bú- inn að sjá bílinn?“ eða: „Er afinn búinn að sjá íbúðina?“ ef um íbúða- kaup var að ræða. Afi var mikið snyrtimenni og báru allir hans hlutir og umhverfi þess merki og engir hlutir fengu að vera í ólagi. Fréttaáhugi hans fór ekki framhjá neinum og eflaust eru þeir fáir fréttatímarnir sem hann ekki hlustaði eða horfði á. Það kom stundum fyrir þegar komið var í heimsókn til afa og ömmu að marg- ar stöðvar voru í gangi í einu og varla var hægt annað en brosa, því hann afi ætlaði ekki að missa af fréttunum. Enda var ekki komið að tómum kofunum hjá honum er kom að þjóðfélagsmálum, því hann var vel að sér í öllu því sem verið var að fjalla um hverju sinni, alla tíð, hvort sem það voru stjórnmál, skólamál eða annað. Afi hafði gott lag á að tala um það málefni sem hæfði hverjum og einum er spjall- aði við hann. Afi var mikið ljúf- menni sem aldrei brýndi raust og var alltaf tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Nú í dag kveð ég afa minn hinsta sinni og ég og fjölskylda mín þökk- um afa mínum samfylgdina í gegn- um lífið. Um leið bið ég algóðan Guð að umvefja og styrkja hana ömmu mína í sorg sinni því afi og amma voru hvort öðru styrkur og stoð og mjög svo samrýnd. Elsku afi, þrátt fyrir að sökn- uðurinn sé sár get ég ekki annað en þakkað Guði fyrir að ég skyldi geta komið og heimsótt þig á spítalann rétt áður en þú kvaddir þennan heim. Ég tók í hönd þér, talaði við þig og sagði þér að ég væri komin að norðan. Mér fannst þú ekki í fyrstu heyra neitt til mín, en ég reyndi aftur og fann þá að þú hreyfðir fingurna í hendi minni. Ég vona innilega að þú hafir vitað að ég var hjá þér. Megir þú hvíla í Guðs friði. Vertu sæll, elsku afi, og þakka þér fyrir allt. Ragna Heiðbjört. Elsku afi, nú ert þú farinn. Sárt er að missa þig en minningarnar um þig eiga alltaf eftir að lifa áfram í huga okkar. Þakklæti er okkur systrunum efst í huga þegar við kveðjum þig, elsku afi, því margs er að minnast og gleðjast yfir öllum þeim stund- um sem við fengum að njóta með þér. Þegar við lítum til baka þá rifjast upp hversu gott var að koma til þín og ömmu í hlýjuna í Bogahlíðina, bæði þegar við vorum litlar og fengum að gista og seinna þegar við vorum byrjaðar í skóla og kom- um við hjá ykkur til að fá kakó og hlýja okkur hjá þér og ömmu. Margt skemmtilegt brösuðum við systurnar með þér, afi, þegar við gistum. Er fyrst að minnast þess að fyrstu strætóferðirnar sem við fórum voru til ykkar og stóðuð þið amma í strætóskýlinu tilbúin að taka á móti okkur, þetta þótti okk- ur merkilegt að geta farið einar til ömmu og afa í strætó. En núna er einmitt Ásdís litla að læra á strætó til að geta heimsótt ömmu. Manstu hvað okkur fannst svo spennandi að fá að fara niðrí geymslu hjá þér þar sem þú hafðir sankað að þér öllu mögulegu, það var eins og að koma í annan heim og fá að gramsa þar, og oftar en ekki komum við heim til mömmu og pabba með reimar í skóna, kaffibrúsa, gamla hatta af þér og videohulstur, allt áttir þú í geymslunni þinni, afi. Svo þegar geymsluferðin var búin þá fórum við í kapphlaup upp stigana, og með árunum þá fórum við að vinna þig í kapphlaupinu. Þú leyfð- ir okkur svo að raða frímerkjunum þínum og flokka ruslpóstinn og há- punkturinn var svo að fá að fara með þér í Suðurver til að læsa á kvöldin, en allt voru þetta mikil ábyrgðarverkefni fyrir litlu dúfurn- ar þínar, en það kallaðirðu okkur þegar við vorum litlar. Svo horfð- um við á laugardagsmyndina sam- an um kvöldið og fengum við að vaka miklu lengur en heima. Í seinni tíð vorum við vanar að labba með þér í Suðurver á sunnudögum til að skúra og ryksuga því við vild- um létta undir með þér. Þá var notalegt að geta spjallað saman á göngunni um daginn og veginn og beið svo amma heima alltaf með einhverja hressingu. Fastur liður í jólaundirbúningn- um hjá okkur var að koma til þín og ömmu og fá að skreyta jólatréð og setja upp kirkjuna. Ekki má gleyma molunum sem þú áttir allt- af í skápnum, sem við settum í hjartapokana, en við föndruðum þá með ömmu. Lítið var þó eftir af molunum á jólunum sjálfum því við mauluðum þá alltaf í laumi. Svo fluttuð þið á Dalbrautina, því erfitt var orðið fyrir ykkur ömmu að vera í Bogahlíðinni. En alltaf var þó gott að koma til þín, afi, lesa með þér blöðin og flokka póstinn fyrir þig og spurðir þú ætíð hvern- ig okkur gengi í skólanum og hvernig Hirti og Gumma gengi líka. Gott er að vita, elsku afi, að þú varst frekar heilsuhraustur alla þína daga og þó að í seinni tíð hafir þú orðinn gleyminn við og við, þá gastu alltaf séð broslegu hliðarnar á því og hlegið að því með okkur og ömmu. Minningarnar eru okkur kærar, elsku afi, við vitum að þú fylgist með okkur og vakir yfir ömmu okk- ar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Sofðu rótt, elsku afi, þökkum þér fyrir samfylgdina. Dúfurnar þínar Ragnhildur, Hulda og Ásdís.  Fleiri minningargreinar um Ragnar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Ágústs-dóttir fæddist í Baldurshaga í Vest- manneyjum 21. júlí 1907. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 1. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Ólafsdóttir, f. 28. nóvember 1884, d. 21. júlí 1963, og Ágúst Árnason, f. 18. ágúst 1871, d. 2. apríl 1957. Systur Guðrún- ar eru þrjár: Sigríð- ur, f. 13. október 1910, d. 17. september 2000, Mar- grét, f. 1. júní 1914, d. 20. maí 1998, og Lóa, f. 13. október 1920. Uppeldissystkini þeirra eru tvö, en foreldrar Guðrúnar ólu upp Þuríði Vigfúsdóttur frá átta ára aldri og Óskar, son hennar og Guðjóns Úlfarssonar. Eiginmaður Guðrúnar var Jón Bjarnason Jónasson málarameist- ari, f. 13. júní 1910, d. 4. júní 1972. For- eldrar hans voru Jónas Þorsteinsson, f. 22. júlí 1880, d. 20. nóvember 1918, og Guðríður Júlíana Jónsdóttir, f. 29. júlí 1889, d. 8. septem- ber 1951. Guðrún og Jón bjuggu alla sína tíð í Reykjavík. Dótt- ir þeirra er Hulda Ósk, f. 31. mars 1943, gift Hauki Geirssyni bifvéla- virkjameistara. Þau eiga tvö börn, þau eru: Guðjón Haukur, f. 29. september 1964, kvæntur Bryndísi Jóhannesdótt- ur, þau eiga þrjú börn, Gunnhildi, Svein og Katrínu; og Tinna Ósk, f. 21. febrúar 1979, sambýlismaður hennar er Sævar Geir Ómarsson. Útför Guðrúnar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku besta amma mín, það er rosalega sárt að sitja hér og skrifa til þín kveðjuorð og vita það að ég get aldrei komið til þín aftur. Minning- arnar sem sækja á mann eru svo margar og þær ylja manni um hjart- að á svona tímum. Ég man eftir því þegar þú bjóst á Marargötunni, þar sem ég var hjá þér alla daga eftir skóla. Ég sat í litla herberginu og lærði og svo kallaðir þú á mig í kaffi og þá voru alltaf ný- bakaðar kökur, því þú bakaðir svo mikið. Oft þurftir þú að hlaupa um hálfan vesturbæinn í leit að mér, en taldir það aldrei eftir þér að líta eftir mér á meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Þú passaðir mig alltaf og það var nú ekki svo sjaldan sem ég kom til þín og gisti hjá þér. Þeir tímar eru ógleymanlegir, við spiluð- um alltaf svo mikið saman. Á sumrin fórum við út í garð til að tína jarðarber og skoða öll fallegu blómin þín og rósirnar, sem þú varst búin að rækta í garðinum þínum. Þú hafðir svo gaman af útiveru og blóm- unum þínum, stundum fórum við á Þingvöll í nestisferð, þá var alltaf smurt þetta fína nesti og svo var fundin einhver fín og góð laut, þar sem við sátum öll saman og borð- uðum nestið okkar í góða veðrinu og pabbi kíkti á vatnið með stöngina. Í jólaboðunum hjá þér er mér sér- staklega minnisstæður grjónagraut- urinn með möndlunni sem var alltaf í hádeginu á aðfangadag þegar ég var lítil, og þú passaðir alltaf upp á að það yrði ég sem fengi möndlugjöf- ina. Þegar þú fluttir á Dalbrautina breyttist allt voða mikið, ég var orð- in eldri og var farin að hugsa aðeins meira um mig sjálf en alltaf var jafn gott að koma til þín og vera hjá þér. Við fórum iðulega út að labba og þú fórst oft í sundlaugina sem er þarna rétt hjá, en einnig fórum við í strætó niður í bæ. Elsku amma mín, ég veit að núna líður þér vel og ert komin í faðm afa og ég veit að hann gætir þín vel, þó að þetta sé rosalega sárt að þurfa að kveðja þig. Guð geymi þig elsku amma mín, ég sakna þín sárt, ég geymi minn- ingarnar okkar í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Þín ömmustelpa Tinna Ósk. Komið er að kveðjustund nú þeg- ar Guðrún móðursystir okkar, sem var elst systranna frá Baldurshaga í Vestmannaeyjum er fallin frá í hárri elli. Þar ólst hún upp ásamt systrum sínum þremur og tveimur uppeld- issystkinum og voru systurnar alla tíð miklir Vestmannaeyingar þótt þær hefðu flutt burt ungar að árum. Í minningunni lifa samverustundirn- ar úr bernsku okkar þar sem fjöl- skyldurnar hittust og kynslóðabil var óþekkt. Veislurnar hjá Gunnu frænku og Nonna á Marargötunni voru alltaf tilhlökkunarefni, sérstak- lega jólaboðin, þar sem dýrindis krásir voru fram bornar, tómatsúp- an sem var sú besta í heimi, lamba- steikin og kanelkakan góða. Síðan var sest að spilum og ungir sem aldnir spiluðu vist þar sem ungviðið nam spilamennskuna og allir nutu virðingar hver svo sem kunnáttan var. Gunna var einstaklega röggsöm kona, lágvaxin, grönn og létt á fæti. Ósjaldan sá maður hana storma milli bæjarhluta og vílaði hún ekki fyrir sér að ganga til vinnu sinnar vestan úr bæ alla leið inn á Grensársveg eft- ir að hún var komin af léttasta skeiði. Þessi mikla hreyfing hefur ef- laust átt sinn þátt í því hve vel hún var á sig komin langt fram eftir aldri. Lengst af og meðan heilsa systranna leyfði hittust þær reglu- lega og nutu samvista, þá var jafnan viðkvæðið „við stelpurnar ætlum að hittast“ þótt þær væru flestar hátt á áttræðisaldri. Þar svignuðu veislu- borðin og ósjaldan nutum við góðs af. Hin síðari ár bjó Gunna sér fal- legt heimili á Dalbraut 20 en Jón B. Jónasson maður hennar lést snögg- lega 1972, þar bjó hún með reisn þar til fyrir tæpu ári að hún flutti vegna veikinda á Hrafnistu í Reykjavík. Ljúft er að ylja sér við minningar æskuáranna og kveðjum við Gunnu og þökkum tryggð hennar og um- hyggju. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við systur og fjölskyldur okkar sendum Huldu, Hauki, Tinnu Ósk, Guðjóni og fjölskyldum þeirra inni- legustu samúðarkveðjur. Ólöf Erla Óladóttir, Sigrún Fríða Óladóttir. Það er komið að leiðarlokum hjá Guðrúnu Ágústsdóttur. Hún var gift uppáhaldsfrænda mínum, Jóni B. Jónassyni, málarameistara og lista- manni. Jón dó langt um aldur fram árið 1972, 62 ára gamall. Við Marargötuna í Reykjavík eru aðeins sjö hús. Guðrún og Jón bjuggu lengst af á Marargötu 5 en fjölskylda mín bjó á númer 6. Jón var systursonur móður minnar og samneytið var mikið og einlægt. Í mörg ár áttu þau Jón og Guðrún sumarhús við Lögberg og var gaman að koma þangað í heimsókn. Eftir að þau seldu sumarbústaðinn fóru þau meira í ferðalög og voru ferðir þeirra innanlands með prímus og tjald eft- irminnilegar. Laugarvatn var sér- stakur uppáhaldsstaður hjá þeim. Þótt við Jón værum systrasynir var aldursmunur okkar um þrjátíu ár. Jón og Guðrún voru sérstaklega samhent, þau voru listhneigð og kunnu vel að meta íslenzka náttúru. Við vorum nágrannar þegar sjón- varpið hafði ekki hafið innreið sína á öll heimili. Fólki fannst gaman að fá heimsóknir og bankað var upp á hjá vinum og kunningjum. Heimspeki- legar vangaveltur og glettni voru í fyrirrúmi hjá Guðrúnu og Jóni. Það varð mikil breyting í lífi Guð- rúnar eftir að Jón lézt. Hún fluttist á Dalbraut 20 í Reykjavík árið 1991 og hélt sitt heimili allt til 93 ára aldurs. Fyrir rúmu ári fluttist hún á Hrafn- istu í Reykjavík. Guðrún og Jón eignuðust eina dóttur sem var augasteinn foreldra sinna. Þau gáfu henni fallegt og táknrænt nafn, Hulda Ósk. Hún reyndist foreldrum sínum sérstak- lega vel, heimsótti móður sína nær daglega eftir að hún fluttist á Hrafn- istu og vék Hulda ekki frá sjúkra- beði móður sinnar síðustu daga fyrir andlát hennar. Við systkinin minnumst Guðrúnar með hlýju og þakklæti. Blessuð sé minning Guðrúnar Ágústsdóttur. Hafsteinn Hafsteinsson. GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.