Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR
50 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AÐSÓKN að leikjum í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu hefur aldrei
verið meiri en í vetur og er sú besta
að leikjum í efstu deild í Englandi í
50 ár en keppni í úrvalsdeildinni
hófst fyrir ellefu árum. Þar áður
léku bestu knattspyrnulið Englands
í 1. deild. Forráðamenn ensku úr-
valsdeildarinnar eru í sjöunda
himni yfir þessari staðreynd en alls
hefur 35.151 áhorfandi keypt sig
inn á hvern leik deildarinnar á
keppnistíðinni. Segja þeir að þetta
undirstriki þá spennu og skemmtun
sem almenningur hafi af leikjum
úrvalsdeildarinnar. Þetta er í
fyrsta sinn í 50 ár sem meðalfjöldi
áhorfenda á leikjum í efstu deild í
Englandi fer yfir 35.000.
Þessar staðreyndir staðfesta vin-
sældir ensku knattspyrnunnar og
gera hana að vinsælustu knatt-
spyrnudeild Evrópu. Þess má geta
að jafnaði eru um 33.000 áhorf-
endur á hverjum leik efstu deildar í
Þýskalandi, 29.000 kaupa sig að
meðaltali inn á hvern leik í spænsku
1. deildinni og um þrjú þúsund
færri kaupa sig að jafnaði inn á
leiki í ítölsku 1. deildinni.
Metaðsókn að
ensku úrvalsdeildinni
Unglingalandsmót UMFÍ varfyrst haldið á Dalvík árið 1992
og hefur það vaxið mikið síðan. Eftir
síðasta mót var ákveðið að halda það
árlega og að þessu sinni bárust fimm
umsóknir um að halda mótið. UMFÍ
ákvað að það yrði haldið á Ísafirði og
eins og í fyrra verður það um versl-
unarmannahelgina. „Með þessu er-
um við auðvitað að segja sukki og
svínaríi stríð á hendur,“ sagði Björn
B. Jónsson, formaður UMFÍ, í gær
þegar mótið var kynnt og vísaði þar í
hinar hefðbundnu útiskemmtanir
sem haldnar eru um þessa helgi.
Formaðurinn sagði að nóg væri um
að vera á næstunni hjá hreyfingunni.
„Skagfirðingar halda Landsmótið á
næsta ári og árið 2007 eru 100 ár lið-
in frá stofnun UMFÍ og þá verður
Landsmót og annað tveimur árum
síðar þegar 100 ár verða liðin frá því
fyrsta Landsmótið var haldið á Ak-
ureyri 1909,“ sagði formaðurinn.
Jón Pétur Róbertsson, fram-
kvæmdastjóri Unglingalandsmóts-
ins sagði að undirbúningsnefndin
hefði markað þá stefnu að skora á og
hvetja fjölskyldurnar í landinu til að
koma á mótið á Ísafirði og nýta ferð-
ina vestur til að kynnast Vestfjörð-
um og þeirri stórbrotnu náttúrufeg-
urð sem þar er að finna og láta
Unglingalandsmótið verða hápunkt
ferðarinnar.
„Svona mót er ekki bara íþrótta-
keppni barna og unglinga frá 11 ára
aldri til 18 ára, heldur verður margt
annað gert. Hæfileikakeppni verður
fyrir krakkana og hljómsveitin Á
móti sól mun skemmta auk þess sem
við höfum fengið þá Gumma og
Hjört, sem sigruðu í hæfileika-
keppni Samfés í vetur, til að
skemmta.
Við gerum ráð fyrir um 2.000
keppendum og teljum okkur geta
tekið á móti allt að 10.000 gestum,“
sagði Jón Pétur.
Ingi Þór Ágústsson, formaður
undirbúningsnefndarinnar og bæj-
arfulltrúi á Ísafirði, sagði bæjarbúa
ánægða með að fá að halda mótið og
að mikill hugur væri í þeim. Hann
sagði íþróttaaðstöðu góða og það
sem upp á vantaði yrði lagað fyrir
mótið. „Það er fyrirhugað að leggja
gervigras á knattspyrnuvöll bæjar-
ins og laga áhorfendasvæðið þar í
kring og nauðsynlegt er að bæta að-
stöðu til keppni í frjálsíþróttum og
vinna við það er komið á fullt skrið
þannig að öll aðstaða mun verða til
fyrirmyndar,“ sagði Ingi Þór sem
segir mótið mikla lyftistöng fyrir all-
ar íþróttir þar vestra.
Sjötta Unglingalandsmót Ungmennafélags
Íslands verður á Ísafirði um verslunarmannahelgina
Segjum sukki og
svínaríi stríð á hendur
SJÖTTA Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið
á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Í fyrra var það í Stykkishólmi
og þá voru keppendur um 1.300 en vestfirðingar vonast eftir að
þátttakan verði enn betri í ár og búa sig undir að taka við 2.000
keppendum og allt að 10.000 gestum.
Þar vitnar hann í reglur UEFA
um sæti í Evrópukeppni sem út-
hlutað er til þjóða álfunnar eftir
því hvernig lið þeirra hafa staðið
sig fimm undanfarin ár. Þjóðverjar
eiga sem stendur tvö örugg sæti í
meistaradeildinni og tvö til viðbót-
ar í forkeppni hennar, en nú er
annað þeirra komið í mikla hættu.
„Það eru 19 ár síðan við höfum
staðið okkur svona illa. Við verðum
að styrkja félagsliðin okkar á ný
því við erum að hrapa ískyggilega
á styrkleikalistanum,“ sagði Ger-
hard Mayer-Vorfelder, forseti
þýska knattspyrnusambandsins.
Rudi Völler landsliðsþjálfari er
líka áhyggjufullur. „Þetta er slæm
þróun. Ég vil frekar að álagið sé
mikið því það skilar árangri. Áður
en landsliðið fór í lokakeppni HM
2002 voru bæði Leverkusen og
Dortmund í úrslitaleikjum í Evr-
ópukeppni og það gaf leikmönnum
liðanna aukið sjálfstraust,“ sagði
Völler.
Borussia Dortmund er eina von-in sem Þýskaland á eftir en til
þess að fara áfram úr riðlakeppni
meistaradeildarinnar þarf Dort-
mund að skáka stjörnuliði Real
Madrid í tveimur síðustu umferð-
unum.
Bayern München, helsta stolt
þýskrar knattspyrnu og Evrópu-
meistari árið 2001, komst ekki
áfram úr fyrri riðlakeppni meist-
aradeildarinnar. Þjóðverjar eiga
ekkert lið eftir í UEFA-bikarnum
eftir að Stuttgart og Hertha Berlín
voru slegin út í 16-liða úrslitunum
af liðum frá Skotlandi og Portúgal.
„Walter Straten, knattspyrnu-
sérfræðingur hjá þýska dagblaðinu
Bild, skrifaði í gær að þýsk knatt-
spyrna ætti í miklum erfiðleikum.
„Fótboltinn okkar er í frjálsu falli.
Við höfum tapað dýrmætum stig-
um sem þýðir að við föllum á
styrkleikalista UEFA og verðum
þar með búnir að missa eitt Evr-
ópusæti í síðasta lagi árið 2005.“
Reuters
Leikmenn Dortmund fagna marki sem Jan Koller skoraði gegn Real Madrid – Thorsten Frings, Ev-
anilson (uppi), Ewerthon og Koller. Þeir urðu síðan að sætta sig við að fá jöfnunarmark á sig rétt
fyrir leikslok, sem getur orðið þeim dýrkeypt þegar upp verður staðið í Meistaradeild Evrópu.
Þýskur
fótbolti í
frjálsu falli
ÞJÓÐVERJAR hafa miklar áhyggjur af slæmu gengi knattspyrnuliða
sinna í Evrópumótum félagsliða á yfirstandandi keppnistímabili.
Útlit er fyrir að ekkert þýskt lið komist í átta liða úrslit á Evrópumót-
unum í ár og það yrði í fyrsta skipti í 19 ár sem það myndi gerast.
Morgunblaðið/Kristinn
Íslandsmeistarar Víkings í 1. deild karla í borðtennis árið 2003
– Markús Árnason, Kristján Jónsson, Sigurður Jónsson og
Bjarni Bjarnason. Þeir fengu fullt hús stiga – unnu alla sína
leiki, en félagar þeirra í B-sveit Víkings urðu í öðru sæti. Vík-
ingar urðu meistarar tíunda árið í röð að þessu sinni.