Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 101 SKUGGAHVERFI og Lands- banki Íslands undirrita í dag samning um fjármögnun fyrsta áfanga byggingarframkvæmda við nýja íbúðaþyrpingu í Skuggahverf- inu. Byggingarreiturinn afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindar- götu og Klapparstíg. Áætlað er að heildarkostnaður við framkvæmdina verði yfir fimm milljarðar króna. Landsbankinn verður fjármögnunaraðili verkefn- isins og mun jafnframt veita vænt- anlegum kaupendum í Skugga- hverfinu sérstaka þjónustu í tengslum við viðskiptin. 101 Skuggahverfi, hlutafélagið sem stendur að verkinu, er í eigu Fjár- festingarfélagsins Stoða og Burð- aráss, sem er fjárfestingarfélag í eigu Eimskipafélags Íslands. Framkvæmdir munu hefjast í lok næstu viku en ráðgert er að fyrstu íbúðirnar verði afhentar í júlí á næsta ári. Ákveðið hefur ver- ið að ganga til samstarfs við verk- takafyrirtækið Eykt um uppsteypu fyrsta áfanga framkvæmdanna og mun þeirri vinnu væntanlega ljúka á þessu ári. Í reitnum verða reistar átján byggingar sem í verða 250 íbúðir af ýmsum stærðum. Hæstu húsin verða 16 hæðir. Íbúðirnar eru frá 54 til rúmlega 200 fermetrar að stærð. Grunníbúðargerðirnar eru tólf talsins. Sá áfangi sem nú er samið um nær til byggingar á tæplega hundrað íbúðum. Heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er áætlað- ur rúmir fimm milljarðrar króna og samkvæmt upplýsingum Einars Inga Halldórssonar, framkvæmda- stjóra 101 Skuggahverfis, er gert ráð fyrir að um 150–200 manns fái vinnu við framkvæmdirnar þegar mest verður. Byrjað er að selja íbúðir í þyrp- ingunni, en verð þeirra er á bilinu 11,3–40 milljónir króna. Kostir staðsetning- arinnar nýttir Samkvæmt upplýsingum Einars Inga eru markmiðin með skipulagi nýja hverfisins að byggja vandað nýtísku húsnæði sem nýtir vel kosti staðsetningarinnar. Því eru margar íbúðanna með útsýni í þrjár áttir. Þá munu íbúðirnar mæta skorti á húsnæði í miðbæn- um. Byggingarnar munu breyta ásýnd miðbæjarins mikið að sögn Einars Inga. „Tilgangurinn var líka að hleypa nýju lífi í Skugga- hverfið og tengja það betur við verslunarkjarnann við Laugaveg- inn og mannlífið í miðbænum. Þessar nýju byggingar verða heimili 700 íbúa og munu vafalítið gera sitt til að lífga upp á miðbæ- inn, gera mannlífið þar fjölbreytt- ara, auka verslun og hvetja til fjár- festinga í nágrenninu.“ Hönnun hverfisins var í höndum dönsku arkitektanna Schmidt, Hammer & Lassen í samvinnu við arkitektastofuna Hornsteina. Yfir 100 íbúðir verða afhentar í fyrsta áfanga íbúðaþyrpingar 101 Skuggahverfis hf. Nýju lífi blásið í miðborgina Loftmynd af nýja Skuggahverfinu eins og það kemur til með að líta út. Reiturinn afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Klapparstíg. Íbúðaþyrpingin nýja, sem er fyrir miðri mynd, mun samanstanda af 18 byggingum. Þær hæstu verða 16 hæða. Um 250 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum verða í húsunum. Þær verða væntanlega afhentar í júlí á næsta ári. Skuggahverfi BORGARRÁÐ hefur heimilað borg- arstjóra að ljúka frágangi samninga við íslenska ríkið um stofnun einka- hlutafélags um byggingu og rekstur á tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík. Var tillaga borgarstjóra þess efnis samþykkt á fundi borg- arráðs fyrr í vikunni. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði á fundi borgarstjórnar í gær að framkvæmdir við tónlistarhús gætu þá hafist á árunum 2007–2008 og að þriggja manna nefnd hefði verið skipuð til að sjá um málið. Hlutafélag um tón- listarhús Miðborg HREPPSNEFND Bessastaða- hrepps hefur samþykkt að skipa nefnd til þess að ræða við stjórnvöld, þingmenn, ráðuneyti og aðra opin- bera aðila um að veitt verði fé til und- irbúnings og byggingar menningar- húss í sveitarfélaginu. Fulltrúar í nefndinni verða Guð- mundur G. Gunnarsson oddviti, sem verður formaður nefndarinnar, Sig- urður Magnússon, oddviti Álftanes- hreyfingarinnar, og Gunnar Valur Gíslason sveitarstjóri auk tveggja annarra fulltrúa. Að sögn Sigurðar hefur verið ákveðið að Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður og Svein- björn I. Baldvinsson rithöfundur skipi þau sæti. Þá var samþykkt að fela skipulags- nefnd að finna menningarhúsinu stað í hreppnum í tengslum við endurskoð- un aðalskipulags sveitarinnar. Nefnd um menn- ingarhús Bessastaðahreppur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.