Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 53 ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, stökk yfir 4,50 m á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Aþenu í gærkvöldi og varð í þriðja sæti. Þetta er besti árangur Þóreyjar Eddu í stangarstökki í tvö ár eða allt frá því að hún setti Norðurlandamet sitt innanhúss 4,51 á bandaríska háskólameistaramótinu hvar hún vann til gullverðlauna. Rússinn Elena Isinbayena stökk kvenna hæst í Grikklandi, 4,65. Í öðru sæti varð fyrrverandi heimsmethafi, Svetlana Feof- anova frá Rússlandi, lyfti sér yfir 4,60. Þórey stökk yfir 4,30, 4,40 og 4,50 í fyrstu tilraun í gær og gerði síðan tilraun til þess að bæta eigið Norðurlandamet um fjóra sentímetra, en lánaðist það ekki. Árangur Þóreyjar í gær skipar henni í 9. sætið á afrekslista Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins á þessu ári, en var í fjórtánda sæti með 4,40. Besti árangur Þóreyjar Eddu í tvö ár  HALLDÓR Sigfússon skoraði 3 mörk fyrir Friesenheim sem tapaði fyrir Kronau/Östringen, 25:20, á heimavelli í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í fyrra- kvöld. Lærisveinar Atla Hilmars- sonar eru í fimmta sæti með 29 stig en Kronau/Östringen, sem er á höttunum eftir Guðmundi Hrafn- kelssyni landsliðsmarkverði, er í efsta sæti með 43 stig, fjórum stig- um meira en Düsseldorf.  ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magdeburg, ætlar að tefla fram hornamanninum Stefan Kretzschm- ar í síðari leik Magdeburg og Port- land San Antonio í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik sem fram fer í Pamplona á Spáni nk. sunnudag.  KRETZSCHMAR hefur ekkert leikið síðan hann fingurbrotnaði í undanúrslitaleik Þjóðverja og Frakka á HM í Portúgal fyrir rúm- um mánuði. Alfreð og félagar verða að leggja allt í sölurnar í leiknum í Pamplona því þeir töpuðu heima- leiknum um síðustu helgi með fjög- urra marka mun, 26:22. Takist Magdeburg ekki að vinna upp mun- inn er liðið úr leik í keppninni sem það vann sl. vor.  NENAD Perunicic getur hins vegar ekki leikið með Magdeburg í leiknum á Spáni vegna meiðsla og er þar skarð fyrir skildi í liði Evrópu- meistaranna.  LÍNUMAÐURINN sterki Róbert Gunnarsson er í úrvalsliði febr- úarmánaðar sem blaðamenn danska dagblaðsins Ekstra Bladet tóku saman. Róbert hefur farið á kostum með Aarhus GF í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik í vetur, en hann gekk til liðs við félagið sl. sum- ar frá Fram.  HREINN Hringsson lék með KA- mönnum þegar þeir töpuðu fyrir Þórsurum, 1:0, í Boganum í fyrra- kvöld. Þetta var fyrsti leikur Hreins á undirbúningstímabilinu en hann hefur ekkert æft með KA-liðinu í vetur. Hreinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ekki bú- inn að ákveða ennþá hvort hann ætl- aði sér að vera með í sumar en samningur hans við KA er útrunn- inn.  GRETA Mjöll Samúelsdóttir skoraði eitt marka Breiðabliks gegn Þrótti/Haukum í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í fyrrakvöld en nafn hennar misritaðist í blaðinu í gær. Greta er aðeins 15 ára gömul.  BJARKI Gústafsson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Vals, lék í gær- kvöld kveðjuleik sinn með liðinu, um sinn að minnsta kosti, þegar það mætti Skallagrími í úrvalsdeildinni. Bjarki er á förum til náms í Dan- mörku.  EYÞÓR Guðnason lék ólöglegur með Stjörnunni gegn Fram í deilda- bikarnum í knattspyrnu á dögunum. Það hefur þó ekki áhrif á lokatölur leiksins, Fram sigraði 4:0 og þau úr- slit standa, en hefðu að öðrum kosti verið 3:0 fyrir Fram. FÓLK KR-ingar byrjuðu betur á Ásvöll-um í gær og sérstaklega var Darrel Flake heitur á upphafskafl- anum. Hann skoraði 16 af fyrstu stigum KR en um leið og Haukunum tókst að halda aftur af Flake náðu þeir undirtökunum. KR-ingum voru mjög mislagðar hendur í sókn- inni og aðeins Flake og Arnar Kára- son komust á blað í fyrsta leikhlut- anum og sá annar var hálfnaður þegar Baldri Ólafssyni tókst að blanda sér á stigalista KR-inga. Haukunum gekk allt í mót í byrj- un þriðja leikhluta og tókst ekki að skora eitt einasta stig fyrstu fimm mínúturnar. KR-ingar efldust að sama skapi, náðu að komast yfir, 46:45, og allt virtist stefna í spenn- andi leik. En þá sagði Stevie John- son hingað og ekki lengra. Þessi frá- bæri leikmaður tók af skarið, skoraði 12 stig á skömmum tíma og kom sínum mönnum í forystu á nýj- an leik. Sjö stig skildu liðin að þegar þriðji leikhluti var að baki en Hauk- unum héldu engin bönd í upphafi þess fjórða. Þeir skoruðu 14 stig í röð og gerðu út um leikinn á þeim kafla. Munurinn var mestur 17 stig og leikmenn Hafnarfjarðarliðsins gátu leyft sér að bregða á leik í létt- um sirkusatriðum til að mynda þeg- ar Stevie Johnson tróð í körfu KR- inga með tilþrifum eftir glæsisend- ingu Sævars Haraldssonar. „Ég var ákaflega ánægður með leik liðsins. Varnarleikurinn var frá- bær og við náðum að halda þeim al- gjörlega í skefjum. Við undirbjugg- um okkur vel fyrir leikinn. Í stað þess að sleikja sárin eftir tapið í Grindavík stöppuðu menn stálinu hver í annan og sýndu hversu megn- ugir þeir voru,“ sagði Reynir Krist- jánsson, þjálfari Hauka. Um an- stæðinga Hauka í úrslitakeppninni, Tindastól, sagði Reynir; „Ég ber virðingu fyrir Tindastólsmönnum. Við töpuðum fyrir þeim á heimavelli með þremur stigum en unnum þá á útivelli með sama mun. Þeir eru með gott lið og við verðum að spila af sama krafti og við gerðum í þessum leik til að eiga möguleika á að slá þá út.“ Það er ekki hægt að segja ann- að en Haukarnir mæti til leiks í úr- slitakeppnina með gott veganesti og eru til alls líklegir á þeim vígstöðv- um. KR-ingar náðu sér aldrei á strik og voru bæði hálfáhugalausir og baráttulitlir. Flake var öflugur á fyrstu mínútum leiksins en hvarf síðan algjörlega. Morgunblaðið/Kristinn Stevie Johnson, leikmaður Hauka, fór á kostum gegn KR í gær og gerði rúmlega helming stiga liðsins í 16 stiga sigri, 80:64 og þar tryggðu Haukar sér þriðja sætið á kostnað KR-inga. Haukar hirtu þriðja sætið af KR HAUKAR tryggðu sér þriðja sætið í úrvalsdeildinni á kostn- að KR-inga með því að leggja vesturbæjarliðið á sannfærandi hátt, 80:64, á Ásvöllum. Haukar mæta Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en KR-ingar þurfa að glíma við Íslandsmeist- ara Njarðvíkur. Guðmundur Hilmarsson skrifar Hamar sýndi mikla baráttu íleiknum í gærkvöldi, og fór þar fremstur í flokki Keith Vassel sem gerði 24 stig og tók 16 fráköst, hvorki meira né minna. Í raun væri illa gert að taka einstakan leik- mann út úr hópnum, en þó ásamt Keith, voru Marvin Valdimarsson, Pétur Ingvarsson og Lárus Jónsson bestir sinna manna. Grindvíkingar, sem voru án Darr- el Lewis og Helga Jónasar Guðfinns- sonar í gær, áttu mjög erfitt upp- dráttar framan af leik. Corey Dickersson, sem kom í gærmorgun til landsins og hafði varla séð suma samherja sinna fyrir leikinn, reyndi þó hvað hann gat og á eftir að vera Grindvíkingum styrkur þegar hann kemst inn í leik liðsins. „Við komum grimmir til leiks og ætluðum að vinna þennan leik, hvað svo sem úrslitakeppninni leið, þá ætluðum við að leggja deildarmeist- arana. Síðast þegar við spiluðum í Grindavík fengum við á okkur 71 stig í fyrri hálfleik en þeir skoruðu aðeins 74 stig á okkur í öllum leikn- um í kvöld,“ sagði Pétur Ingvarsson, spilandi þjálfari Hamars, eftir leik- inn. Hann bætti því við að þetta hefði kannski ekki verið staða sem hann bjóst við. „Ég var búinn að gefa úr- slitakeppnissæti upp á bátinn en eft- ir að við unnum Skallagrím, trúði ég ekki öðru en að við kæmumst áfram. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og eigum eftir að spila að minnsta kosti tvo,“ sagði Pétur enn- fremur. Hamar byrjaði leikinn á góðri vörn og börðust heimamenn vel í frá- köstunum. Grindvíkingum gekk illa að finna leiðina að körfunni, enda fór svo að staðan eftir fyrsta leikhluta var 25:14. Pétur fór þar á kostum, en hann varð svo fyrir því að litlifingur vinstri handar fór úr lið. Honum var einfaldlega kippt í liðinn aftur og mætti Pétur aftur tvíefldur til leiks. Í öðrum leikhluta hélst sami mun- ur og var staðan í hálfleik 47:36. Fyrstu stig Grindvíkinga komu síð- an ekki fyrr en þrjár og hálf mínúta var liðin af þriðja leikhluta. Þá fór Corey fljótlega út af með fjórar vill- ur en eftir leikhlutann var staðan 62:47. Gestirnir gerðu harða atlögu að heimamönnum undir lokin en svo fór að þeir unnu öruggan sigur á deild- armeisturunum og fögnuðu ákaft í lokin. „Mér líst vel á að fá Hamar í úr- slitakeppninni en þetta er eins og að fá hvert annað lið. Við verðum að leggja alla að velli sem við mætum og fyrst mætum við Hamarsmönn- um. Við förum í alla leiki til að vinna þá en við þurftum að gíra okkur vel upp fyrir síðasta leik. Mér fannst vanta ákveðinn neista í okkar leik, en við megum heldur ekki taka það frá Hamri að þeir spiluðu vel. Það voru mörg spurningamerki innan hópsins, m.a. vegna nýs leikmanns og annars sem skapað einnig ákveðna erfiðleika,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavík- ur, í leikslok. Hamar í úrslitakeppn- ina á elleftu stundu HAMAR vann frækinn sigur á deildarmeisturum Grindavíkur í gær- kvöldi, 87:74. Með sigrinum komust Hamarsmenn á elleftu stundu í úrslitakeppnina, en til þess þurftu bæði Breiðablik og Snæfell að tapa sínum leikjum. Það gekk eftir og braust út mikill fögnuður í Hveragerði þegar niðurstaðan lá fyrir. Þetta sýnir vel að stutt er á milli hláturs og gráts í þessari deild, en fyrir nokkrum dögum var Hamar í fallbaráttunni. Helgi Valberg skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.