Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 11 STÓRAUKA verður fjárframlög rík- isins til sveitarfélaga ef koma á frá- veitumálum í rétt horf fyrir árslok 2005 til að uppfylla kröfur EES- samningsins um skólphreinsun. 11 milljarða króna vantar til að ljúka verkefninu, en framkvæmt hefur verið fyrir 8 milljarða króna frá 1995 til og með ársins 2002. Auk þess var framkvæmt fyrir 4 milljarða fyrir 1995 og fyrir 3 milljarða vegna óstyrkhæfra framkvæmda 1987 til 2001. Í nýrri skýrslu fráveitunefndar umhverfisáðuneytisins er því spáð að fráveitumál verði komin í lag í fyrsta lagi árið 2016 ef unnið verður af sama hraða og hingað til. Er óskað eftir stefnumörkun í málaflokknum og meira fé frá ríkinu. Í skýrslunni kemur fram að um 70% landsmanna búi við viðunandi aðstæður í frárennslismálum sem teljast verði allgóður árangur. Ágúst Þorgeirsson, byggingar- og um- hverfisverkfræðingur og aðalhöf- undur skýrslunnar, segir að ekki beri samt að skilja það sem svo að 30% landsmanna búi við neitt ófremdarástand í fráveitumálum. Fram kemur í skýrslunni að fjárþörf sveitarfélaga vegna fráveitufram- kvæmda sé mjög mismunandi en upphafleg fjárþörf spannar allt frá 10 þúsund kr. á íbúa upp í 400 þús- und kr. Í nokkrum tilvikum sé fjár- þörfin til styrkhæfra framkvæmda hærri en árlegar skatttekjur sveitar- félags og hljóti slíkar fjárfestingar að vera þeim verulega íþyngjandi ef ekki ofviða. Þá segir að um 20% sveitarfélaga séu byrjuð að vinna að fráveitumálum með skipulegum hætti og njóti styrkja fráveitunefnd- ar en tæp 80% sveitarfélaga séu vart byrjuð að taka til hendi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga sagði í gær að ríkið þyrfti að styrkja sveitarfélögin um allt að 70% af kostnaði til að ljúka verkefninu og ekki væri hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á sveitarfélögin. Samkvæmt lögum frá 1995 um stuðning ríkis við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum er kveðið á um styrki sem nema 20% af raunkostnaði en þó að hámarki 200 milljónir kr. Lögin gilda til ársloka 2005. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra sagðist ekki útiloka enn meiri fjárframlög ríkisins. „Ég held að við þurfum að fá tillögur frá frá- veitunefndinni um það til hvaða að- gerða þurfi að grípa. Það þarf að horfa á fjárhagsgetu sveitarfélag- anna og kostnað á hvern íbúa. Ég skil mjög vel sjónarmið fámennra sveitarfélaga sem hafa litla fjárhags- getu og eru illa staðsett varðandi lausnir, t.d. sveitarfélög inni í landi þar sem lausnir eru dýrari en hjá þeim sem liggja við sjó,“ sagði Siv. Ríkið styrki sveitarfélögin um allt að 70% af kostnaði Skýrsluhöfundar telja það óviðun- andi niðurstöðu að einungis 48% sveitarfélaga hafi látið gera heil- brigðisúttekt og að 67% þeirra hafi ekki sinnt skyldum sínum um tæm- ingu og meðferð seyru í dreifbýli. „Þessar niðurstöður má að hluta til skýra með bágri fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga en hluti skýr- ingar hlýtur að felast í slakri um- hverfisvitund,“ segir í skýrslunni. Aðspurður sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson að þarna væri um fráleita fullyrðingu að ræða sem ætti ekki heima í skýrslu sem þessari. „Auð- vitað getum við kannski fundið ein- hverja aðila sem búa við það sem höfundar kalla slaka umhverfisvit- und, en almennt hafa sveitarfélögin lyft grettistaki í umhverfismálum á síðustu 10–12 árum og varið millj- örðum króna til slíkra verkefna.“ Stórauka þarf fjárframlög ríkisins vegna fráveitumála Morgunblaðið/Kristinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ræddu skýrslu um fráveitumál. MORGUNBLAÐINU barst síðdeg- is í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. „Við komu mína til landsins fyrr í dag gafst mér færi á að tjá mig við fjölmiðla um samskipti okkar Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Ég hafði gert ráð fyrir að mæta í spjallþættina Ísland í dag og Kastljósið til að ræða þau mál en sé nú að ég hef engu við það að bæta sem ég hef þegar greint fjöl- miðlum frá, m.a. við komu mína til landsins. Um var að ræða tveggja manna tal og vandséð er hvernig hægt er að teygja lopann frekar um það í tuttugu mínútur á hvorri stöð. Í fyrsta lagi þjónar það alls ekki hagsmunum Baugs. Skapa þarf frið um starfsemi fyrirtækisins svo það góða fólk sem þar starfar geti hald- ið áfram að bjóða viðskiptavinum sínum lágt verð og góða þjónustu. Í öðru lagi fæ ég ekki séð að það þjóni mínum persónulegu hags- munum að taka frekari þátt í þeirri orrahríð sem verið hefur. Að lokum leyfi ég mér að taka fram að stjórnmálaskoðanir mínar hafa ekki breyst. Ég styð frelsi ein- staklingsins og tel að Sjálfstæð- isflokkurinn sé það afl sem tryggir það best, framvegis sem hingað til.“ Yfirlýs- ing frá Hreini Loftssyni HANNES H. Garðars- son, verkstjóri hjá Strætó bs. og fyrrum formaður Málfunda- félagsins Óðins, félags sjálfstæðismanna í launþegasamtökum, er látinn, 46 ára að aldri. Hannes var fæddur í Reykjavík 19. júlí 1956. Foreldrar hans eru Garðar Sölvason bílasmiður og Edda Hrönn Hannesdóttir húsmóðir. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Árbæj- arskóla 1972 og stundaði nám í bif- vélavirkjun 1972–74. Hann lauk ekki prófi. Á árunum 1974–82 rak hann bílasölu Garðars og bílaverkstæði ásamt föður sínum. Árið 1982 réðst hann til starfa hjá Strætisvögnum Reykjavíkur þar sem hann starfaði síðan, lengst af sem verk- stjóri. Hannes gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn um árabil og var m.a. formaður Málfunda- félagsins Óðins um áratugaskeið. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og síðar Strætó bs. Hannes kvæntist Valdísi Sig- rúnu Larsdóttur árið 1976. Þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Hann lætur eftir sig þrjú upp- komin börn. Andlát HANNES H. GARÐARSSON Í SUÐURHLÍÐARSKÓLA byrjaði skóladagurinn með hefðbundnu sniði á öskudag, sem var haldinn var hátíðlegur á miðvikudaginn. Kennt var fjórar fyrstu kennslu- stundirnar en að því loknu söfn- uðust nemendur og kennarar saman á sal þar sem farið var í ýmsa leiki. „Kötturinn“ var sleg- inn úr tunnunni en að þessu sinni var þó hvorki köttur né sælgæti í tunnunni, heldur fengu nemendur ávísun á glæsilegar ávaxtaskálar og poppkornspoka. Mæltist þessi nýbreytni vel fyr- ir og ekki var að heyra að neinn saknaði sælgætisins. Ávextir í stað sælgæt- is á öskudegi FÁI sjóntækjafræðingar viður- kennd réttindi til að mæla sjón fólks fyrir gleraugum er rétt að augnlæknar fái á ný réttindi til að selja gleraugu. Þetta segir Árni B. Stefánsson augnlæknir í grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Sem kunnugt er ákváðu sjón- tækjafræðingar nýlega að hefja sjónmælingar í trássi við lög þar sem þeir telja eðlilegt að fá þau réttindi viðurkennd, líkt og starfs- bræður þeirra erlendis hafa fengið. Í greininni rekur Árni fjölmörg rök fyrir því hvers vegna sjón- tækjafræðingar ættu ekki að fá þessi réttindi viðurkennd. Vega þar einna þyngst að mati hans þau rök að núverandi fyrirkomulag sé ákaf- lega skilvirkt þegar kemur að því að greina aðra augnsjúkdóma en sjóndepru. Leggur hann áherslu á að fái sjóntækjafræðingar réttindi sín viðurkennd megi skilvirkni þessa kerfis ekki undir nokkrum kring- umstæðum minnka. Til að afstýra því verði að gera augnlæknum kleift að keppa við sjóntækjafræð- inga á þeirra eigin samkeppnis- og viðskiptaforsendum. Þannig þyrfti að rýmka reglur um auglýsingar á starfsemi augnlækna og veita þeim aftur leyfi til að reka gleraugna- verslanir, eins og áður hafi tíðkast. Ekki góðir viðskiptahættir Árni tekur það reyndar fram að ástæðan fyrir því að augnlæknar hættu að reka gleraugnaverslanir á sínum tíma hafi verið sú að það þótti ekki samrýmast góðum við- skiptaháttum að ávísa viðskiptum á sjálfan sig. Sömu rök, sem séu góð og gild, hafi einnig verið notuð þegar lyfsala var tekin úr höndum lækna. Eigi hins vegar að snúa þessum reglum við varðandi sjóntækja- fræðinga hljóti það að gilda um augnlækna ekki síður en sjón- tækjafræðinga. „Ef augnlæknum verður gert heimilt að ávísa gler- augum á eigin verslun, er þá ekki rétt að hann fái einnig að afhenda þar helstu augnlyf?“ spyr Árni sem telur að reglur og höft verði að gilda á báða bóga. „Ef þess er ekki gætt að augn- læknar njóti sambærilegra skilyrða og sjóntækjafræðingar er hætt við að þeir sitji eftir með alla sína sér- þekkingu bundnir í báða skó af höftum, skuldbindingum og skil- málum, alls ófærir um að koma þekkingu sinni til skila.“ Augnlæknar fái að selja gleraugu ♦ ♦ ♦ VÖRUINNFLUTNINGUR í febr- úar, að frátöldum skipum og flugvél- um, nam um 14 milljörðum króna sem er tveimur og hálfum milljarði króna meira en í janúar, skv. bráðabirgða- tölum. Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að í samanburði við febr- úar árið 2002 sé innflutningurinn í seinasta mánuði 7% meiri miðað við gengi hvors árs, en 17% meiri sé reiknað á sama gengi bæði árin. Bent er á að sé innflutningurinn skoðaður út frá þriggja mánaða með- altölum og föstu gengi komi í ljós að allt frá árslokum 2001 hafi innflutn- ingur farið heldur vaxandi, án þess þó að hægt sé að tala um mikil umskipti. Vöruinnflutn- ingur jókst um tvo og hálfan milljarð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.