Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 11

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 11 STÓRAUKA verður fjárframlög rík- isins til sveitarfélaga ef koma á frá- veitumálum í rétt horf fyrir árslok 2005 til að uppfylla kröfur EES- samningsins um skólphreinsun. 11 milljarða króna vantar til að ljúka verkefninu, en framkvæmt hefur verið fyrir 8 milljarða króna frá 1995 til og með ársins 2002. Auk þess var framkvæmt fyrir 4 milljarða fyrir 1995 og fyrir 3 milljarða vegna óstyrkhæfra framkvæmda 1987 til 2001. Í nýrri skýrslu fráveitunefndar umhverfisáðuneytisins er því spáð að fráveitumál verði komin í lag í fyrsta lagi árið 2016 ef unnið verður af sama hraða og hingað til. Er óskað eftir stefnumörkun í málaflokknum og meira fé frá ríkinu. Í skýrslunni kemur fram að um 70% landsmanna búi við viðunandi aðstæður í frárennslismálum sem teljast verði allgóður árangur. Ágúst Þorgeirsson, byggingar- og um- hverfisverkfræðingur og aðalhöf- undur skýrslunnar, segir að ekki beri samt að skilja það sem svo að 30% landsmanna búi við neitt ófremdarástand í fráveitumálum. Fram kemur í skýrslunni að fjárþörf sveitarfélaga vegna fráveitufram- kvæmda sé mjög mismunandi en upphafleg fjárþörf spannar allt frá 10 þúsund kr. á íbúa upp í 400 þús- und kr. Í nokkrum tilvikum sé fjár- þörfin til styrkhæfra framkvæmda hærri en árlegar skatttekjur sveitar- félags og hljóti slíkar fjárfestingar að vera þeim verulega íþyngjandi ef ekki ofviða. Þá segir að um 20% sveitarfélaga séu byrjuð að vinna að fráveitumálum með skipulegum hætti og njóti styrkja fráveitunefnd- ar en tæp 80% sveitarfélaga séu vart byrjuð að taka til hendi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga sagði í gær að ríkið þyrfti að styrkja sveitarfélögin um allt að 70% af kostnaði til að ljúka verkefninu og ekki væri hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á sveitarfélögin. Samkvæmt lögum frá 1995 um stuðning ríkis við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum er kveðið á um styrki sem nema 20% af raunkostnaði en þó að hámarki 200 milljónir kr. Lögin gilda til ársloka 2005. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra sagðist ekki útiloka enn meiri fjárframlög ríkisins. „Ég held að við þurfum að fá tillögur frá frá- veitunefndinni um það til hvaða að- gerða þurfi að grípa. Það þarf að horfa á fjárhagsgetu sveitarfélag- anna og kostnað á hvern íbúa. Ég skil mjög vel sjónarmið fámennra sveitarfélaga sem hafa litla fjárhags- getu og eru illa staðsett varðandi lausnir, t.d. sveitarfélög inni í landi þar sem lausnir eru dýrari en hjá þeim sem liggja við sjó,“ sagði Siv. Ríkið styrki sveitarfélögin um allt að 70% af kostnaði Skýrsluhöfundar telja það óviðun- andi niðurstöðu að einungis 48% sveitarfélaga hafi látið gera heil- brigðisúttekt og að 67% þeirra hafi ekki sinnt skyldum sínum um tæm- ingu og meðferð seyru í dreifbýli. „Þessar niðurstöður má að hluta til skýra með bágri fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga en hluti skýr- ingar hlýtur að felast í slakri um- hverfisvitund,“ segir í skýrslunni. Aðspurður sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson að þarna væri um fráleita fullyrðingu að ræða sem ætti ekki heima í skýrslu sem þessari. „Auð- vitað getum við kannski fundið ein- hverja aðila sem búa við það sem höfundar kalla slaka umhverfisvit- und, en almennt hafa sveitarfélögin lyft grettistaki í umhverfismálum á síðustu 10–12 árum og varið millj- örðum króna til slíkra verkefna.“ Stórauka þarf fjárframlög ríkisins vegna fráveitumála Morgunblaðið/Kristinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ræddu skýrslu um fráveitumál. MORGUNBLAÐINU barst síðdeg- is í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. „Við komu mína til landsins fyrr í dag gafst mér færi á að tjá mig við fjölmiðla um samskipti okkar Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Ég hafði gert ráð fyrir að mæta í spjallþættina Ísland í dag og Kastljósið til að ræða þau mál en sé nú að ég hef engu við það að bæta sem ég hef þegar greint fjöl- miðlum frá, m.a. við komu mína til landsins. Um var að ræða tveggja manna tal og vandséð er hvernig hægt er að teygja lopann frekar um það í tuttugu mínútur á hvorri stöð. Í fyrsta lagi þjónar það alls ekki hagsmunum Baugs. Skapa þarf frið um starfsemi fyrirtækisins svo það góða fólk sem þar starfar geti hald- ið áfram að bjóða viðskiptavinum sínum lágt verð og góða þjónustu. Í öðru lagi fæ ég ekki séð að það þjóni mínum persónulegu hags- munum að taka frekari þátt í þeirri orrahríð sem verið hefur. Að lokum leyfi ég mér að taka fram að stjórnmálaskoðanir mínar hafa ekki breyst. Ég styð frelsi ein- staklingsins og tel að Sjálfstæð- isflokkurinn sé það afl sem tryggir það best, framvegis sem hingað til.“ Yfirlýs- ing frá Hreini Loftssyni HANNES H. Garðars- son, verkstjóri hjá Strætó bs. og fyrrum formaður Málfunda- félagsins Óðins, félags sjálfstæðismanna í launþegasamtökum, er látinn, 46 ára að aldri. Hannes var fæddur í Reykjavík 19. júlí 1956. Foreldrar hans eru Garðar Sölvason bílasmiður og Edda Hrönn Hannesdóttir húsmóðir. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Árbæj- arskóla 1972 og stundaði nám í bif- vélavirkjun 1972–74. Hann lauk ekki prófi. Á árunum 1974–82 rak hann bílasölu Garðars og bílaverkstæði ásamt föður sínum. Árið 1982 réðst hann til starfa hjá Strætisvögnum Reykjavíkur þar sem hann starfaði síðan, lengst af sem verk- stjóri. Hannes gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn um árabil og var m.a. formaður Málfunda- félagsins Óðins um áratugaskeið. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og síðar Strætó bs. Hannes kvæntist Valdísi Sig- rúnu Larsdóttur árið 1976. Þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Hann lætur eftir sig þrjú upp- komin börn. Andlát HANNES H. GARÐARSSON Í SUÐURHLÍÐARSKÓLA byrjaði skóladagurinn með hefðbundnu sniði á öskudag, sem var haldinn var hátíðlegur á miðvikudaginn. Kennt var fjórar fyrstu kennslu- stundirnar en að því loknu söfn- uðust nemendur og kennarar saman á sal þar sem farið var í ýmsa leiki. „Kötturinn“ var sleg- inn úr tunnunni en að þessu sinni var þó hvorki köttur né sælgæti í tunnunni, heldur fengu nemendur ávísun á glæsilegar ávaxtaskálar og poppkornspoka. Mæltist þessi nýbreytni vel fyr- ir og ekki var að heyra að neinn saknaði sælgætisins. Ávextir í stað sælgæt- is á öskudegi FÁI sjóntækjafræðingar viður- kennd réttindi til að mæla sjón fólks fyrir gleraugum er rétt að augnlæknar fái á ný réttindi til að selja gleraugu. Þetta segir Árni B. Stefánsson augnlæknir í grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Sem kunnugt er ákváðu sjón- tækjafræðingar nýlega að hefja sjónmælingar í trássi við lög þar sem þeir telja eðlilegt að fá þau réttindi viðurkennd, líkt og starfs- bræður þeirra erlendis hafa fengið. Í greininni rekur Árni fjölmörg rök fyrir því hvers vegna sjón- tækjafræðingar ættu ekki að fá þessi réttindi viðurkennd. Vega þar einna þyngst að mati hans þau rök að núverandi fyrirkomulag sé ákaf- lega skilvirkt þegar kemur að því að greina aðra augnsjúkdóma en sjóndepru. Leggur hann áherslu á að fái sjóntækjafræðingar réttindi sín viðurkennd megi skilvirkni þessa kerfis ekki undir nokkrum kring- umstæðum minnka. Til að afstýra því verði að gera augnlæknum kleift að keppa við sjóntækjafræð- inga á þeirra eigin samkeppnis- og viðskiptaforsendum. Þannig þyrfti að rýmka reglur um auglýsingar á starfsemi augnlækna og veita þeim aftur leyfi til að reka gleraugna- verslanir, eins og áður hafi tíðkast. Ekki góðir viðskiptahættir Árni tekur það reyndar fram að ástæðan fyrir því að augnlæknar hættu að reka gleraugnaverslanir á sínum tíma hafi verið sú að það þótti ekki samrýmast góðum við- skiptaháttum að ávísa viðskiptum á sjálfan sig. Sömu rök, sem séu góð og gild, hafi einnig verið notuð þegar lyfsala var tekin úr höndum lækna. Eigi hins vegar að snúa þessum reglum við varðandi sjóntækja- fræðinga hljóti það að gilda um augnlækna ekki síður en sjón- tækjafræðinga. „Ef augnlæknum verður gert heimilt að ávísa gler- augum á eigin verslun, er þá ekki rétt að hann fái einnig að afhenda þar helstu augnlyf?“ spyr Árni sem telur að reglur og höft verði að gilda á báða bóga. „Ef þess er ekki gætt að augn- læknar njóti sambærilegra skilyrða og sjóntækjafræðingar er hætt við að þeir sitji eftir með alla sína sér- þekkingu bundnir í báða skó af höftum, skuldbindingum og skil- málum, alls ófærir um að koma þekkingu sinni til skila.“ Augnlæknar fái að selja gleraugu ♦ ♦ ♦ VÖRUINNFLUTNINGUR í febr- úar, að frátöldum skipum og flugvél- um, nam um 14 milljörðum króna sem er tveimur og hálfum milljarði króna meira en í janúar, skv. bráðabirgða- tölum. Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að í samanburði við febr- úar árið 2002 sé innflutningurinn í seinasta mánuði 7% meiri miðað við gengi hvors árs, en 17% meiri sé reiknað á sama gengi bæði árin. Bent er á að sé innflutningurinn skoðaður út frá þriggja mánaða með- altölum og föstu gengi komi í ljós að allt frá árslokum 2001 hafi innflutn- ingur farið heldur vaxandi, án þess þó að hægt sé að tala um mikil umskipti. Vöruinnflutn- ingur jókst um tvo og hálfan milljarð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.