Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 29 ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur til Beirút í Líbanon nú um helgina og sýnir þar þrjú dansverk eftir jafnmarga höfunda. Flokkurinn kemur fram á einni virtustu hátíð í Mið-Austurlöndum, Al Bustan Festival en hún fagnar nú 10 ára af- mæli. Tíu listahátíðir í Evrópu hafa til- nefnt listhópa frá sínu landi til þess að koma fram á Al Bustan Festival í tilefni afmælisins og var Íslenski dansflokkurinn tilnefndur af Listahátíð í Reykjavík. Verkin þrjú sem Íslenski dans- flokkurinn sýnir eru NPK, eftir list- dansstjóra flokksins, Katrínu Hall, verkið Elsa, eftir Láru Stef- ánsdóttur, sem hlaut fyrstu verð- laun í alþjóðlegri danskeppni í Helsinki sumarið 2001 og Black Wrap eftir hollenska danshöfund- inn Ed Wubbe en verkið var frum- sýnt sem hluti af sýningu ID í febr- úar sl. Hlé verður gert á sýningunni Lát hjartað ráða för sem ÍD stendur fyrir í Borgarleikhúsinu en næsta sýning verður sunnudaginn 16. mars og eru þá þrjár sýningar eftir. Fleiri sýningarferðalög eru á döfinni á þessu ári. Meðal annars mun flokkurinn koma fram á Hol- land Dance Festival í nóvember. Nánari upplýsingar um hátíðina í Beirút eru á albustanfestival.com. Frá sýningu Íslenska dansflokksins. Íslenski dansflokk- urinn sýnir í Beirút ROKKAÐ í Vittula er bók sem grípur mann samstundis. Hún fer af stað með miklum krafti í svonefndum prologus sem er fyndinn, áhrifamikill og mjög eftirminnilegur. Þá taka við ævintýri í uppvexti Matta og Niila sem búa í smáþorpinu Pajala í Torne- dal á landamærum Svíþjóðar og Finnlands en hverfið kallast Vittula. Fólkið á þessum norðurhjara er í mikilli kreppu: ?Uppvöxtur okkar einkenndist af skorti. Ekki efnisleg- um, við höfðum nóg til að bjarga okk- ur, heldur skorti á sjálfsmynd. Við vorum engir. Foreldrar okkar voru engir. Forfeður okkar höfðu verið al- gerlega þýðingarlausir í sænskri sögu. Þeir fáu forfallakennarar sem tóku sig upp frá hinni raunverulegu Svíþjóð gátu ekki stafað eftirnöfn okkar, hvað þá borið þau fram. ? Við höfðum finnskan hreim án þess að vera Finnar, sænskan hreim án þess að vera Svíar? (51). Sjálfsmyndar- kreppa íbúa Tornedals tengist nýjum straumum í þjóðlífinu, tæknin heldur innreið sína, búskaparhættir breytast og hefðbundin hlutverkaskipting kynjanna sem ríkt hefur öldum sam- an verður skyndilega ekki sjálfsögð lengur. Landsbyggðin lætur í minni pokann fyrir þéttbýlinu, rokkið sigrar og unga fólkið flytur á brott. Niila, besti vinur Matta, tilheyrir sérstrúarsöfnuði laestidiana, þöglu og nægjusömu fólki sem trúir því að lífið sé táradalur. Trúarofstæki safnaðar- ins og hörkulegum boðskap hans er t.d. lýst svo: ?Þessi orð, þessi lifandi orð sem ófu Sannleikann orð fyrir orð, myndir af illsku, svikum, syndum sem reyndu að leynast í moldinni en voru rifnar upp með sínum fúlu rótum og hristar eins og ormétnar rófur frammi fyrir söfnuðinum? (27?8). Foreldrar Niila eru vonsvikið undir- málsfólk, fátækir og illgjarnir og skeyta skapi sínu á börnunum. Vin- skapur hans og Matta er náinn og sannur en þeir eru mjög ólíkir og ná saman í aðdáun á rokkinu. Niila megnar ekki að rísa gegn ofbeldinu og bælingunni heima fyrir öðruvísi en með þrjóskulegri þögn og hann ber með sér feigð og óhamingju. Heimilis- aðstæður Matta eru skárri en foreldr- ar hans eru fulltrúar gamalla gilda; pabbinn hefur náð þeim markmiðum í lífinu sem hann setti sér: að vera sterkur, fjárhagslega sjálfstæður og ná sér í konu (113). Matti gæti fetað í fótspor hans ef hann kærði sig um, hann sigraði t.d. glæsilega í keppni um hver gæti verið lengst í sjóðheitu gufubaði og sannaði þar með karl- mennsku sína og hreysti (132). Hann er líka efnilegur brennivínsbelgur en gítargutl hans er hins vegar ekki karl- manni sæmandi. Rokkað í Vittula er mjög skemmti- leg aflestrar og stíllinn víða mynd- rænn og lifandi, í afbragðsgóðri þýð- ingu Páls Valssonar, t.d. þegar fyrsta skóladeginum er lýst: ?Uppi undir þaklistanum héngu Bókstafirnir. Hræðilegur her stólpa og króka sem teygði sig veggja á milli. Við þá áttum við að kljást og sigra hvern af öðrum, leggja þá flata í skrifbækurnar okkar og þvinga fram hljóð? (47). Sögumað- ur er ærlegur og hlýr í fortíðar- og heimþrá sem á hann sækir. Hann ger- ir góðlátlegt grín að persónum sög- unnar og finnskri þjóðarsál Torne- dals, t.d. í skemmtilegum lýsingum á veiðimennsku þeirra og húsbygging- um (214?216). Margir kaflarnir eru alveg frábærir, t.d. 3. kaflinn um veru Matta í miðstöð Prjónaskólans en sá kafli smellur óvænt að sögulokunum; 12. kaflinn um rottuveiðarnar er svo magnaður að stæk lyktin af úldnum rottuhræjum stígur upp af blaðsíðun- um; og 20. kafli sem segir frá afmæli afans er óborganleg lýsing á finnsku fylleríi, karlrembu, þjóðarstolti og þjáningu. Þar mætast gamli og nýi tíminn, unga fólkið og eldri kynslóðin, og Matta verður ljóst að hlutdeild hans í heimi hefðar, vana og öryggis er lokið, framtíðin er annars staðar, óviss og tregafull. Sagan fjallar um leysingar, þegar nýir tímar koma til Vittula, spennan leitar upp á yfirborðið, óvæntur kraft- urinn þeytir öllu til hliðar og molar þykkan ísinn. Tónlist Bítlanna leikur stórt hlutverk í leysingunum, líkt og í hinni fallegu bók Jóns Halls Stefáns- sonar Risafurur og tíminn (2001) sem einnig segir frá uppvexti, kynþroska, sérkennilegu fólki ? og bítlaplötu. Þegar Matti og Niila standa við Torneána og horfa á hana rífa brúna með sér í leysingunum æpir Matti: ?Rock?n? roll music!? og þeir skilja hvor annan fullkomlega (78). Leys- ingarnar skola burt bernsku- og ung- lingsárum og sögumaður horfir á eftir þeim með ljúfsárum söknuði. Vorleysing í Vittula BÆKUR Skáldsaga eftir Mikael Niemi. Bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2001. Páll Valsson þýddi úr sænsku, bók- in heitir á frummálinu Populär musik från Vittula. 254 bls. Forlagið 2002. ROKKAÐ Í VITTULA Steinunn Inga Óttarsdóttir JOSÉ Hierro (f. 1922) lést 21. des- ember sl. Hann naut lengi við- urkenningar sem eitt af helstu skáldum Spánar og hróður hans fór vaxandi með árunum. Að minnast og dreyma var José Hierro mikilvægt. Í ljóði yrkir hann um að byrja að dreyma aftur: ??Ég sé mig / líkt og fjarlægt vatn, / líkt og fljót drauma.? Minnið sýnir okkur yfirborð þeirra hluta sem við höfum glatað, taldi Hierro, og að manninum væri ekki auðið að höndla andrá lífs- reynslunnar. Hierro lagði áherslu á að lesand- inn minntist ljóða hans ekki sem ljóða heldur stunda í lífi sínu. Ljóðmál José Hierros var alla tíð einfalt og ljóð hans síður en svo tor- ræð. Hierro var fæddur í Madríd. Fjöl- skyldan fluttist til Santander á Norður-Spáni og þar birti skáldið fyrsta ljóð sitt fimmtán ára að aldri. Hann var fljótlega í andstöðu við stjórn Francos og það olli því að hann var dæmdur í fangelsi 1939 fyrir undirróður og losnaði ekki það- an fyrr en 1944. Eftir það settist hann að í Valencia þar sem hann bjó við fátækt og þurfti að stunda ýmis láglaunastörf. Á sjötta áratugnum fluttist hann til Madríd ásamt konu sinni. Hann fékk vinnu hjá bókaforlagi og gerðist einnig útvarpsmaður. Skáldskapur hans vakti smám saman meiri eft- irtekt og 1990 hlaut hann eftirsótt bókmenntaverðlaun (Premio Nacional de las Letras Espanolas). Meðal þeirra bóka eftir Hierro sem vöktu hvað mesta athygli var Bók ofskynjananna frá 1966. Í fyrstu bókinni Jörð án okkar (1946) er ljóst að súrrealisminn hef- ur sett svip á skáldið, en það sem einkenndi hann alla tíð var það jafn- vægi sem hann fann á milli fag- urfræðilegra sjónarmiða og fé- lagslegra viðhorfa. Hierro er þess vegna ekki beinlínis í röð skálda (flest þeirra voru yngri en hann) sem ástunduðu félagslegan skáldskap og ortu ádeiluljóð. En Hierro er tví- mælalaust í hópi samfélagsskálda enda viðurkenndi hann frásögnina í ljóði og ekki er fjarri lagi að bendla hann við raunsæi. Hann lærði af gömlu meisturunum sem kenndir voru við Kynsóð 27 (Alberti, Aleix- andre, García Lorca) en gekk óhikað til móts við Kynslóðina frá 1936 og jafnvel enn yngri skáld. Guðbergur Bergsson sem þýtt hefur nokkur ljóða Hierros (Hið ei- lífa þroskar djúpin sín, 1992) segir réttilega um Hierro: ?Þótt José Hierro hafi verið þeirrar skoðunar, meðan á einræðinu stóð, að skáldið sé vitni að atburðum síns tíma eða líðandi stundar, hefur viðhorf hans breyst á síðustu árum á þá lund, að skáldið sé vitni að tímaleysi sínu.? Út er komin kilja, Antología poé- tica, hjá Alianza forlaginu, úrval ljóða Hierros frá fyrstu bók til hinn- ar síðustu. Sama forlag gaf út kilju 16. desember í fyrra, í tilefni þess að 100 ár voru þá liðin frá fæðingu Rafaels Alberti (1902?1999); Sobre los ángeles y otros nefnist hún. Alberti lifði flesta ef ekki alla fé- laga sína af Kynslóð 27, en meðal nánustu vina hans var García Lorca. Alberti og Hierro voru um margt ólík skáld en eiga þó ýmislegt sam- eiginlegt. Þess má geta að út er komin ævi- saga litlu systur García Lorca, Isa- bel García Lorca, þar sem hún minn- ist m.a. tónskáldsins Manuels de Falla og skáldanna Luis Cernuda og Jorge Guillén. Isabel lést í fyrra. Ævisagan nefnist Recuerdos Míos og útgefandi er Tusquets. Bókin hef- ur fengið rómuð ævisagnaverðlaun. Að minnast og dreyma Spænska skáldið José Hierro. Spænska skáldið José Hierro er látið í fæðing- arborg sinni Madríd. Hierro (f. 1922) var meðal kunnari skálda Spánar. Jóhann Hjálm- arsson minnist Hierro sem sat í fangelsi 1939? 1944 og átti áfram erfiða daga að því loknu en hlaut viðurkenningu sem skáld og m.a. ein af æðstu bókmenntaverð- launum Spánar. johj@mbl.is EINKASÝNING á nýjum verkum eftir listmálarann Helga Þorgils Friðjónsson verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur ? Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20. Helgi Þorgils hefur öðlast mikla og almenna viðurkenn- ingu hér á landi og verið virkur þátt- takandi í listalífinu í meira en ald- arfjórðung, bæði sem skapandi listamaður, sýningarstjóri og gallerí- isti. Helgi Þorgils hefur einnig vakið athygli erlendis fyrir listsköpun sína og verk hans eru sýnd hjá virtum galleríum á meginlandi Evrópu. Hann hefur haldið fjölda einkasýn- inga hér á landi og víða erlendis, eins og á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýska- landi, Sviss og á öllum Norðurlönd- unum auk þess sem verk hans hafa verið á samsýningum um allan heim. Formaður menningarmálanefnd- ar, Stefán Jón Hafstein, opnar sýn- inguna og tónlistarmennirnir Egill Ólafsson og Björn Thoroddsen flytja nokkur lög. Rætt verður við Helga Þorgils í Lesbók á morgun. Helgi Þorgils sýnir ný verk Helgi Þorgils: Kjallaksstaðir. Úr 52 mynda röð. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.