Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 29
ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur
til Beirút í Líbanon nú um helgina
og sýnir þar þrjú dansverk eftir
jafnmarga höfunda. Flokkurinn
kemur fram á einni virtustu hátíð í
Mið-Austurlöndum, Al Bustan
Festival en hún fagnar nú 10 ára af-
mæli.
Tíu listahátíðir í Evrópu hafa til-
nefnt listhópa frá sínu landi til þess
að koma fram á Al Bustan Festival í
tilefni afmælisins og var Íslenski
dansflokkurinn tilnefndur af
Listahátíð í Reykjavík.
Verkin þrjú sem Íslenski dans-
flokkurinn sýnir eru NPK, eftir list-
dansstjóra flokksins, Katrínu Hall,
verkið Elsa, eftir Láru Stef-
ánsdóttur, sem hlaut fyrstu verð-
laun í alþjóðlegri danskeppni í
Helsinki sumarið 2001 og Black
Wrap eftir hollenska danshöfund-
inn Ed Wubbe en verkið var frum-
sýnt sem hluti af sýningu ID í febr-
úar sl.
Hlé verður gert á sýningunni Lát
hjartað ráða för sem ÍD stendur
fyrir í Borgarleikhúsinu en næsta
sýning verður sunnudaginn 16.
mars og eru þá þrjár sýningar eftir.
Fleiri sýningarferðalög eru á
döfinni á þessu ári. Meðal annars
mun flokkurinn koma fram á Hol-
land Dance Festival í nóvember.
Nánari upplýsingar um hátíðina í
Beirút eru á albustanfestival.com.
Frá sýningu Íslenska dansflokksins.
Íslenski dansflokk-
urinn sýnir í Beirút
ROKKAÐ í Vittula er bók sem
grípur mann samstundis. Hún fer af
stað með miklum krafti í svonefndum
prologus sem er fyndinn, áhrifamikill
og mjög eftirminnilegur. Þá taka við
ævintýri í uppvexti Matta og Niila
sem búa í smáþorpinu Pajala í Torne-
dal á landamærum Svíþjóðar og
Finnlands en hverfið kallast Vittula.
Fólkið á þessum norðurhjara er í
mikilli kreppu: „Uppvöxtur okkar
einkenndist af skorti. Ekki efnisleg-
um, við höfðum nóg til að bjarga okk-
ur, heldur skorti á sjálfsmynd. Við
vorum engir. Foreldrar okkar voru
engir. Forfeður okkar höfðu verið al-
gerlega þýðingarlausir í sænskri
sögu. Þeir fáu forfallakennarar sem
tóku sig upp frá hinni raunverulegu
Svíþjóð gátu ekki stafað eftirnöfn
okkar, hvað þá borið þau fram. … Við
höfðum finnskan hreim án þess að
vera Finnar, sænskan hreim án þess
að vera Svíar“ (51). Sjálfsmyndar-
kreppa íbúa Tornedals tengist nýjum
straumum í þjóðlífinu, tæknin heldur
innreið sína, búskaparhættir breytast
og hefðbundin hlutverkaskipting
kynjanna sem ríkt hefur öldum sam-
an verður skyndilega ekki sjálfsögð
lengur. Landsbyggðin lætur í minni
pokann fyrir þéttbýlinu, rokkið sigrar
og unga fólkið flytur á brott.
Niila, besti vinur Matta, tilheyrir
sérstrúarsöfnuði laestidiana, þöglu og
nægjusömu fólki sem trúir því að lífið
sé táradalur. Trúarofstæki safnaðar-
ins og hörkulegum boðskap hans er
t.d. lýst svo: „Þessi orð, þessi lifandi
orð sem ófu Sannleikann orð fyrir
orð, myndir af illsku, svikum, syndum
sem reyndu að leynast í moldinni en
voru rifnar upp með sínum fúlu rótum
og hristar eins og ormétnar rófur
frammi fyrir söfnuðinum“ (27–8).
Foreldrar Niila eru vonsvikið undir-
málsfólk, fátækir og illgjarnir og
skeyta skapi sínu á börnunum. Vin-
skapur hans og Matta er náinn og
sannur en þeir eru mjög ólíkir og ná
saman í aðdáun á rokkinu. Niila
megnar ekki að rísa gegn ofbeldinu
og bælingunni heima fyrir öðruvísi en
með þrjóskulegri þögn og hann ber
með sér feigð og óhamingju. Heimilis-
aðstæður Matta eru skárri en foreldr-
ar hans eru fulltrúar gamalla gilda;
pabbinn hefur náð þeim markmiðum í
lífinu sem hann setti sér: að vera
sterkur, fjárhagslega sjálfstæður og
ná sér í konu (113). Matti gæti fetað í
fótspor hans ef hann kærði sig um,
hann sigraði t.d. glæsilega í keppni
um hver gæti verið lengst í sjóðheitu
gufubaði og sannaði þar með karl-
mennsku sína og hreysti (132). Hann
er líka efnilegur brennivínsbelgur en
gítargutl hans er hins vegar ekki karl-
manni sæmandi.
Rokkað í Vittula er mjög skemmti-
leg aflestrar og stíllinn víða mynd-
rænn og lifandi, í afbragðsgóðri þýð-
ingu Páls Valssonar, t.d. þegar fyrsta
skóladeginum er lýst: „Uppi undir
þaklistanum héngu Bókstafirnir.
Hræðilegur her stólpa og króka sem
teygði sig veggja á milli. Við þá áttum
við að kljást og sigra hvern af öðrum,
leggja þá flata í skrifbækurnar okkar
og þvinga fram hljóð“ (47). Sögumað-
ur er ærlegur og hlýr í fortíðar- og
heimþrá sem á hann sækir. Hann ger-
ir góðlátlegt grín að persónum sög-
unnar og finnskri þjóðarsál Torne-
dals, t.d. í skemmtilegum lýsingum á
veiðimennsku þeirra og húsbygging-
um (214–216). Margir kaflarnir eru
alveg frábærir, t.d. 3. kaflinn um veru
Matta í miðstöð Prjónaskólans en sá
kafli smellur óvænt að sögulokunum;
12. kaflinn um rottuveiðarnar er svo
magnaður að stæk lyktin af úldnum
rottuhræjum stígur upp af blaðsíðun-
um; og 20. kafli sem segir frá afmæli
afans er óborganleg lýsing á finnsku
fylleríi, karlrembu, þjóðarstolti og
þjáningu. Þar mætast gamli og nýi
tíminn, unga fólkið og eldri kynslóðin,
og Matta verður ljóst að hlutdeild
hans í heimi hefðar, vana og öryggis
er lokið, framtíðin er annars staðar,
óviss og tregafull.
Sagan fjallar um leysingar, þegar
nýir tímar koma til Vittula, spennan
leitar upp á yfirborðið, óvæntur kraft-
urinn þeytir öllu til hliðar og molar
þykkan ísinn. Tónlist Bítlanna leikur
stórt hlutverk í leysingunum, líkt og í
hinni fallegu bók Jóns Halls Stefáns-
sonar Risafurur og tíminn (2001) sem
einnig segir frá uppvexti, kynþroska,
sérkennilegu fólki – og bítlaplötu.
Þegar Matti og Niila standa við
Torneána og horfa á hana rífa brúna
með sér í leysingunum æpir Matti:
„Rock’n’ roll music!“ og þeir skilja
hvor annan fullkomlega (78). Leys-
ingarnar skola burt bernsku- og ung-
lingsárum og sögumaður horfir á eftir
þeim með ljúfsárum söknuði.
Vorleysing
í Vittula
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Mikael Niemi. Bókin var tilnefnd til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
2001. Páll Valsson þýddi úr sænsku, bók-
in heitir á frummálinu Populär musik från
Vittula. 254 bls. Forlagið 2002.
ROKKAÐ Í VITTULA
Steinunn Inga Óttarsdóttir
JOSÉ Hierro (f. 1922) lést 21. des-
ember sl. Hann naut lengi við-
urkenningar sem eitt af helstu
skáldum Spánar og hróður hans fór
vaxandi með árunum.
Að minnast og dreyma var José
Hierro mikilvægt. Í ljóði yrkir hann
um að byrja að dreyma aftur: „…Ég
sé mig / líkt og fjarlægt vatn, / líkt og
fljót drauma.“
Minnið sýnir okkur yfirborð
þeirra hluta sem við höfum glatað,
taldi Hierro, og að manninum væri
ekki auðið að höndla andrá lífs-
reynslunnar.
Hierro lagði áherslu á að lesand-
inn minntist ljóða hans ekki sem
ljóða heldur stunda í lífi sínu.
Ljóðmál José Hierros var alla tíð
einfalt og ljóð hans síður en svo tor-
ræð.
Hierro var fæddur í Madríd. Fjöl-
skyldan fluttist til Santander á
Norður-Spáni og þar birti skáldið
fyrsta ljóð sitt fimmtán ára að aldri.
Hann var fljótlega í andstöðu við
stjórn Francos og það olli því að
hann var dæmdur í fangelsi 1939
fyrir undirróður og losnaði ekki það-
an fyrr en 1944. Eftir það settist
hann að í Valencia þar sem hann bjó
við fátækt og þurfti að stunda ýmis
láglaunastörf.
Á sjötta áratugnum fluttist hann
til Madríd ásamt konu sinni. Hann
fékk vinnu hjá bókaforlagi og gerðist
einnig útvarpsmaður. Skáldskapur
hans vakti smám saman meiri eft-
irtekt og 1990 hlaut hann eftirsótt
bókmenntaverðlaun (Premio
Nacional de las Letras Espanolas).
Meðal þeirra bóka eftir Hierro
sem vöktu hvað mesta athygli var
Bók ofskynjananna frá 1966.
Í fyrstu bókinni Jörð án okkar
(1946) er ljóst að súrrealisminn hef-
ur sett svip á skáldið, en það sem
einkenndi hann alla tíð var það jafn-
vægi sem hann fann á milli fag-
urfræðilegra sjónarmiða og fé-
lagslegra viðhorfa. Hierro er þess
vegna ekki beinlínis í röð skálda
(flest þeirra voru yngri en hann) sem
ástunduðu félagslegan skáldskap og
ortu ádeiluljóð. En Hierro er tví-
mælalaust í hópi samfélagsskálda
enda viðurkenndi hann frásögnina í
ljóði og ekki er fjarri lagi að bendla
hann við raunsæi. Hann lærði af
gömlu meisturunum sem kenndir
voru við Kynsóð 27 (Alberti, Aleix-
andre, García Lorca) en gekk óhikað
til móts við Kynslóðina frá 1936 og
jafnvel enn yngri skáld.
Guðbergur Bergsson sem þýtt
hefur nokkur ljóða Hierros (Hið ei-
lífa þroskar djúpin sín, 1992) segir
réttilega um Hierro: „Þótt José
Hierro hafi verið þeirrar skoðunar,
meðan á einræðinu stóð, að skáldið
sé vitni að atburðum síns tíma eða
líðandi stundar, hefur viðhorf hans
breyst á síðustu árum á þá lund, að
skáldið sé vitni að tímaleysi sínu.“
Út er komin kilja, Antología poé-
tica, hjá Alianza forlaginu, úrval
ljóða Hierros frá fyrstu bók til hinn-
ar síðustu. Sama forlag gaf út kilju
16. desember í fyrra, í tilefni þess að
100 ár voru þá liðin frá fæðingu
Rafaels Alberti (1902–1999); Sobre
los ángeles y otros nefnist hún.
Alberti lifði flesta ef ekki alla fé-
laga sína af Kynslóð 27, en meðal
nánustu vina hans var García Lorca.
Alberti og Hierro voru um margt
ólík skáld en eiga þó ýmislegt sam-
eiginlegt.
Þess má geta að út er komin ævi-
saga litlu systur García Lorca, Isa-
bel García Lorca, þar sem hún minn-
ist m.a. tónskáldsins Manuels de
Falla og skáldanna Luis Cernuda og
Jorge Guillén. Isabel lést í fyrra.
Ævisagan nefnist Recuerdos Míos
og útgefandi er Tusquets. Bókin hef-
ur fengið rómuð ævisagnaverðlaun.
Að minnast og dreyma
Spænska skáldið José Hierro.
Spænska skáldið José
Hierro er látið í fæðing-
arborg sinni Madríd.
Hierro (f. 1922) var
meðal kunnari skálda
Spánar. Jóhann Hjálm-
arsson minnist Hierro
sem sat í fangelsi 1939–
1944 og átti áfram erfiða
daga að því loknu en
hlaut viðurkenningu
sem skáld og m.a. ein af
æðstu bókmenntaverð-
launum Spánar.
johj@mbl.is
EINKASÝNING á nýjum verkum
eftir listmálarann Helga Þorgils
Friðjónsson verður opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum
í kvöld kl. 20. Helgi Þorgils hefur
öðlast mikla og almenna viðurkenn-
ingu hér á landi og verið virkur þátt-
takandi í listalífinu í meira en ald-
arfjórðung, bæði sem skapandi
listamaður, sýningarstjóri og gallerí-
isti. Helgi Þorgils hefur einnig vakið
athygli erlendis fyrir listsköpun sína
og verk hans eru sýnd hjá virtum
galleríum á meginlandi Evrópu.
Hann hefur haldið fjölda einkasýn-
inga hér á landi og víða erlendis, eins
og á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýska-
landi, Sviss og á öllum Norðurlönd-
unum auk þess sem verk hans hafa
verið á samsýningum um allan heim.
Formaður menningarmálanefnd-
ar, Stefán Jón Hafstein, opnar sýn-
inguna og tónlistarmennirnir Egill
Ólafsson og Björn Thoroddsen flytja
nokkur lög.
Rætt verður við Helga Þorgils í
Lesbók á morgun.
Helgi Þorgils
sýnir ný verk
Helgi Þorgils: Kjallaksstaðir. Úr 52 mynda röð.
GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS
mbl.is