Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það kemur sér að eiga Hróa hött að þegar frumskógarlögmálið tekur yfir á fjármálamarkaðinum. Málþing um Ísland og islam Þarf að auka skilninginn AFS á Íslandi stend-ur fyrir opnu mál-þingi í Alþjóðahús- inu á morgun, laugardaginn 8. mars. Málþingið ber yfirskriftina Islam og Íslendingar, sam- skipti og skilningur og stendur milli klukkan 14.30 og 17. Halldóra Guð- mundsdóttir sem setið hef- ur í stjórn AFS síðan 1998 er í forsvari fyrir málþing- ið og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Segðu okkur fyrst hvað yfirskrift þessa mál- þings felur í sér … „Yfirskrift málþingsins er Islam og Íslendingar, samskipti og skilningur. Við ætlum að ræða um hvernig samskiptin eru á milli okkar, þ.e. Íslendinga og múslima og hvort skilningur sé þar á milli auk þess sem fjallað verður um það hvernig hægt er að auka þennan skilning.“ – Hverjir munu tala á mál- þinginu og hver verða umræðu- efni þeirra og áherslur? „Lára V. Júlíusdóttir, formaður AFS á Íslandi, mun setja málþing- ið en fyrsti fyrirlesari er séra Þór- hallur Heimisson með erindi sem ber yfirskriftina „Islam í sögu og samtíð“, þar sem hann rekur sögu Islams. Því næst kemur dr. Irid Agoes alla leið frá Indónesíu, en hún er múslimi sem ætlar að tala um múslimatrú og hvernig skilja má islamska menningu. Við mun- um reyna að komast að því hvort kristnir og múslimar geti virki- lega talað saman án þess að trúin flækist fyrir. Yfirskrift innleggs hennar, sem fram fer á ensku er: „Understanding Islam Intercult- urally.“ Síðastur er formaður fé- lags múslima á Íslandi, Salman Tamini. Hans erindi ber yfir- skriftina „Múslimar á Íslandi“, og ætlar hann að fræða okkur um það hvernig það er að vera músl- imi á Íslandi. Á milli fyrirlestra gefst tími fyrir fyrirspurnir og umræður og í lokin verða pall- borðsumræður. Að málþingi loknu verða léttar veitingar í boði. Sem sagt mjög spennandi og fræðandi dagur í Alþjóðahúsinu!“ – Hver, nánar tiltekið, er Irid Agoes? „Irid Agoes kemur frá AFS í Indónesíu, en hún er doktor í al- þjóðafræðum frá New York State University í Bandaríkjunum. Hún kennir alþjóðleg samskipti við Háskóla Indónesíu, The Univers- ity of Indonesia. Hún er fram- kvæmdastjóri alþjóðlegs sjóðs sem veitir jaðarhópum í Indónesíu námsstyrki til háskólanáms víða um heim. Þá er hún forseti SIET- AR, The International Society of Intercultural, Educational, Train- ing and Research, í Indónesíu og stofnandi ráðgjafarfyrirtækis sem veitir stjórnvöldum, alþjóðlegum samtökum og fyrirtækjum þver- menningarlega þjálfun. Irid hefur unnið með AFS í fjölda ára en hún er fyrrver- andi framkvæmda- stjóri AFS í Indónesíu og lauk nýverið þriggja ára kjörtímabili í al- þjóðastjórn AFS. Dóttir hennar var AFS skiptinemi í Þýskalandi og hún og fjölskylda hennar var fósturfjölskylda skiptinema frá Japan 1992.“ – Hver er tilurð þessa málþings og tilgangur þess? „AFS stendur fyrir alþjóðleg fræðsla og samskipti. Samtökin eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og fræðslusamtök, óháð stjórnvöld- um og eru ekki rekin í hagnaðar- skyni. AFS eru friðarsamtök, þau eru stofnuð í fyrri heimsstyrjöld- inni af sjúkraflutningamönnum í stríðinu sem töldu að skref í átt til friðar væri að senda menn á milli landa til þess að kynnast ólíkum siðum og venjum. Aðalmarkmið AFS er að gefa fólki tækifæri til þess að læra um ólíka menningar- heima í þeim tilgangi að aðstoða það við að þróa þá þekkingu, hæfi- leika og skilning sem þarf til að skapa réttlátari heim. AFS á Ís- landi vill auka samskipti og skiln- ing milli Íslands og íslamskra ríkja og til dæmis veitum við námsstyrk til þess sem verður fyrstur til að sækja um dvöl í Indónesíu í ár. Þess má geta, að einmitt nú erum við að taka á móti umsóknum um dvöl erlendis og einnig erum við nú að leita að fjöl- skyldum fyrir erlenda nema sem koma í sumar. Á morgun, 8. mars, verður aðalfundur AFS og okkur fannst tilvalið að halda þetta mál- þing og bjóða þangað öllum sem vilja. Þetta er okkar innlegg í um- ræðu dagsins í dag.“ – Skortir að þínum dómi mikið upp á skilning Íslendinga á islam? „Já, að mínum dómi er mikið um fordóma sem stafa af fáfræði. Við þurfum að kynna okkur menn- ingu og þar af leiðandi trú hvors annars til þess að reyna að skilja hvert annað með opnum huga.“ – Er það ekki talsverður biti fyrir kristinn norðurhafabúa að skilja til fullnustu þankagang ísl- ama sem eru jafnólíkir innbyrðis í hugsun og raun ber vitni? „Það er alltaf erfitt að skilja þankagang einhvers til fullnustu hver sem hann er. En óneitanlega eru þessir menningarheimar ólík- ir og þess vegna er málþing sem þetta mikilvægt til þess að auka samskipti og auka skilning þess- ara hópa.“ – Hverjir eiga helst erindi á málþingið? „Málþingið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu svo lengi sem húsrúm leyfir.“ Halldóra Guðmundsdóttir  Halldóra Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 20. júní 1973. Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og leikskólakennari frá Kennaraháskólanum 1999 og starfar sem deildarstjóri á leik- skólanum Dvergasteini. Var AFS skiptinemi í Brasilíu 1991–92 og hefur starfað sem sjálfboðaliði alla tíð síðan. Í stjórn AFS síðan 1998 og einnig í sjálfboðaliða- nefnd. Sambýlismaður er Gunn- ar Reynir Valþórsson og eiga þau tveggja ára son, Valþór Reyni. Að mínum dómi er mikið um fordóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.