Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 21 Laugardagskaffi í Valhöll Fylgist með næstu fundum á xd.is Allir velkomnir Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opna spjallfundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardags - morgnum fram að kosningum. Annar fundurinn verður á morgun, laugardaginn 8. mars, kl. 11.00. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Sími 515 1700 Upplýsinga- og fræðslunefnd FREGNIR þess efnis að Khalid Sheikh Mohammed, þriðji æðsti maður al-Qaeda sem handsamaður var um síðustu helgi, hefði hitt Osama bin Laden í febrúarmánuði eru eintómar vangaveltur, eftir því sem háttsettur pakistanskur leyni- þjónustumaður fullyrti í gær. „Þetta er hrein ágizkun,“ sagði fulltrúinn, sem var í þeim hópi manna sem yfirheyrðu Mohammed þá þrjá daga sem hann var í haldi í Pakistan. Fanginn kvað svo hafa verið fluttur í herbúðir Bandaríkja- hers norðan við Kabúl í Afganistan. Dagblaðið The New York Times birti í gær frétt um að Mohammed hefði hitt bin Laden í febrúar, hugs- anlega í Rawalpindi, pakistönsku borginni þar sem Mohammed var handtekinn. Þessu vísaði pakistanski leyni- þjónustumaðurinn á bug. „Þetta eru hreinar ágizkanir og vangaveltur. Það er ekkert í gögnunum sem við höfum undir höndum sem gefur ástæðu til að ætla að hann hafi hitt bin Laden í Rawalpindi eða neins staðar annars staðar í Pakistan í febrúar,“ sagði hann. Fulltrúinn sagði að Mohammed hefði verið nýkominn til Rawalpindi, sem er samvaxin höfuðborginni Isl- amabad og hýsir margar herbúðir pakistanska hersins er hann var handsamaður við þriðja mann í áhlaupi aðfaranótt laugardagsins sl. Í frétt New York Times segir reyndar að fulltrúar Bandaríkja- stjórnar hefðu ekki yfir neinum upplýsingum að ráða sem sönnuðu að al-Qaeda-foringjarnir tveir hefðu hitzt nýlega. Pakistanski fulltrúinn tjáði AFP að í febrúarmánuði hefði Moham- med haldið sig í héraðinu Baluk- istan í Suðvestur-Pakistan og að á meðan dvöl hans þar stóð hefði hann naumlega sloppið undan hand- töku er haft var upp á eftirlýstum egypzkum al-Qaeda-liða á felustað hans þar. Hitti Mohammed bin Laden í febrúar? Pakistanar vísa á bug frétt um að al-Qaeda- foringjarnir hafi hitzt í síðasta mánuði Islamabad. AFP. BANDARÍKJAMENN og Pakistan- ar telja sig vera að þrengja hringinn um hryðjuverkaleiðtogann Osama bin Laden, að því er bandaríska sjón- varpsstöðin ABC greindi frá í gær og hafði eftir leyniþjónustumönnum. Samkvæmt frétt stöðvarinnar er talið að bin Laden sé í Baluchistan- héraði í Pakistan, skammt frá landa- mærunum að Íran og Afganistan. Bandaríska forsetaembættið vildi þó engu játa né neita um meinta leit að bin Laden. En ABC greindi frá því að óstaðfestar fregnir hefðu borist af því að sést hefði til bin Ladens öðrum hvorum megin við landamæri Pakist- ans og Írans. Teldu Bandaríkjamenn og Pakistanar að handtaka þriðja æðsta manns al-Qaeda-samtakanna, Khalids Sheikhs Mohammeds, um síðustu helgi hefði auðveldað mjög leitina að bin Laden. Segjast á hælum bin Ladens Washington. AFP. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.