Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Elísabet Þór-hallsdóttir
fæddist á Bakka í
Viðvíkursveit í
Skagafirði 15. jan-
úar 1917. Hún lést
26. febrúar 2003 á
Hjúkrunarheimilinu
Garðvangi í Garði.
Foreldrar hennar
voru Björn Þórhall-
ur Ástvaldsson
bóndi og Helga
Friðbjarnardóttir
húsfreyja. Þau
bjuggu m.a. í Hofs-
gerði, Hvammskoti
og Litlu Brekku á Höfðaströnd.
Systkini Elísabetar eru Ósk, f.
20.5. 1918, Friðbjörn, f. 23.7.
1919, d. 8.1. 2003; Guðbjörg, f.
17.10. 1920; Ásdís, f. 12.8. 1922,
d. 5.12. 2001; Anna Guðrún, f.
25.11. 1923; Kristjana, f. 14.1.
1925; Þorvaldur, f. 1.9. 1926;
Halldór Bjarni, f. 5.11. 1927;
Guðveig, f. 23.5. 1929; og Birna,
f. 13.5. 1938.
Elísabet giftist 2. júní 1943
Bjarna Helgasyni frá Neskaup-
stað, f. 27.10. 1919, d. 26.10.
1999. Foreldrar hans voru Jón
Helgi Bjarnason og Soffía Guð-
mundsdóttir. Þau hófu búskap á
7.7. 1975, barn þeirra er Íris
Björk, f. 2.10. 1999. 2) Hjördís, f.
25.7. 1945, maki Sigurður Sig-
urðsson, f. 3.3. 1943, börn þeirra
eru Lára Sigþrúður, f. 28.4.
1963, maki Sturla Þorgrímsson,
f. 10.1. 1955, börn þeirra eru
Sigurður Þór, f. 2.9. 1983, Hjör-
dís, f. 10.11. 1987. Bjarni Þór, f.
31.12. 1996. Elísabet, f .5.7.
1964, maki Jósef Matthíasson, f.
23.7. 1962, börn þeirra eru Val-
gerður, f. 8.7. 1988, maki Hafliði
Hjaltalín Ingólfsson, f. 12.2.
1980, barn þeirra er Hafdís Hjal-
talín Hafliðadóttir, f. 18.1. 2003,
Sigdór, f. 10.4. 1987, Valdís, f.
3.1. 1995. Guðríður, f. 10.11.
1965, börn hennar, Eva Dís Há-
konardóttir, f. 23.11. 1992, og
Aron Elvar Finnsson, f. 28.8.
1997. Sóley, f. 21.8. 1972, maki
Ingvar Berg Dagbjartsson, f. 8.6.
1973, börn þeirra eru Dagbjörg,
f. 3.5. 1996, Arnhildur, f. 22.3.
2000. 3) Jón Helgi, f. 22.3. 1953,
maki Aðalheiður Valgeirsdóttir,
f. 19.10. 1955, börn þeirra eru
Linda, f. 6.1. 1976, maki Sigmar
Scheving, f. 26.11. 1971, barn
þeirra er Andri, f. 23.2. 1999.
Bjarni, f. 8.6. 1979, maki Kristín
Björg Halldórsdóttir, f. 22.8.
1975.
Elísabet vann áður fyrr við
fatasaum, og fiskvinnslu, en
lengst af húsmóðurstörf.
Útför Elísabetar fer fram frá
Útskálakirkju í Garði í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Siglufirði, síðan á
Neskaupstað en
fluttu í Garðinn 1954
og bjuggu þar það
sem eftir var. Börn
Elísabetar og Bjarna
eru: 1) Helga Sigur-
björg, f. 6.10. 1943,
maki Jóhann Þor-
steinsson, f. 26.9.
1942, börn þeirra
eru Bjarni, f. 11.1.
1963, d. 28.10. 1991,
maki hans var Sig-
rún Högnadóttir, f.
19. 6. 1969, barn
þeirra er Ásdís
Björg, f. 22.8. 1991. Þorsteinn, f.
27.7. 1963, maki Ingveldur Ásdís
Sigurðardóttir, f. 8.4. 1973, börn
þeirra eru Sólveig Helga, f. 1.2.
1995, og Elísabet Ósk, f. 5.2.
1997. Björn Þórhallur, f. 3.9.
1967, maki Margrét Marísdóttir,
f. 6.4. 1969, börn þeirra eru
Kristófer Már, f.11.11. 1987, Jó-
hann Helgi, f. 23.8. 1990, Bjarni
Freyr, f. 7.4. 1995. Hlynur, f.
16.6. 1971, maki Þórhildur Jóns-
dóttir, f. 16.12. 1975, börn þeirra
eru Ámundi Georg, f. 1.6. 1995,
og Sunneva Rós, f. 3.8. 1999.
Njörður, f. 10.9. 1975, maki
Berglind Elva Lúðvíksdóttir, f.
Látin er tengdamóðir mín, Elísa-
bet Þórhallsdóttir. Þakklæti er mér
efst í huga þegar ég rifja upp góðar
minningar um konu sem tók mér
opnum örmum er ég 16 ára gamall
kom fyrst á heimili hennar þegar ég
kynntist dóttir hennar Helgu Sig-
urbjörgu og þau rúm 40 ár sem liðin
eru síðan hefur aldrei fallið skuggi á
okkar samband .
Ella tengdamóðir mín var sér-
staklega vel gerð kona, aldrei sá ég
hana skipta skapi, alltaf róleg og yf-
irveguð en hún gat samt verið
ákveðin. Hún var mikil hannyrða-
kona, var sama hvort saumaðar
voru heilu flíkurnar eða prjónað,
heklað eða föndrað, hún sat aldrei
auðum höndum. Hún var líka sér-
staklega heilsuhraust. Þess vegna
var það henni mikið áfall þegar hún
fyrir rúmum sex árum lærbrotnaði
og lamaðist að hluta og var bundin
hjólastól upp frá því, en hún var
samt alltaf skýr í kollinum og minn-
ið í lagi alveg fram undir það síð-
asta. En það var aldrei neitt að
henni. Það voru alltaf aðrir sem
voru miklu veikari en hún. Hún var
alltaf þakklát fyrir allt sem var gert
fyrir hana. Síðustu árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Garðvangi í
Garði og vilja aðstandendur Elísa-
betar flytja sérstakar þakkir til
starfsfólks fyrir þá frábæru hjúkr-
un og aðhlynningu sem hún fékk á
þessum árum og er starfsfólkinu til
sóma. Á Garðvangi fór hún aftur að
fara í föndur og var ótrúlegt hvað
hún gat gert, en samt var alltaf
sama hógværðin. Hún sagði að
stúlkurnar hefðu nú gert mest af
þessu fyrir sig.
Seinustu árin sem tengdapabbi
lifði var hann mikill sjúklingur og
alltaf stóð hún eins og klettur við
hlið hans með sömu hógværðinni.
Aldrei leið henni betur en þegar
hún hafði fjölskylduna í kringum sig
og ég tala nú ekki um langömmu-
börnin. Hún fylgdist vel með þeim
og hafði gaman af að fá þau í heim-
sókn.
Skagafjörður var henni afar kær
og voru ófáar ferðirnar sem við fór-
um þangað með þeim hjónum. Einn-
ig upplifðum við hjónin og Njörður
sonur okkar líka að fara með þeim
til Frakklands og var það ógeym-
anleg ferð. Hún var til í að skoða og
sjá sig um, hún fór upp í Eiffelturn-
inn og fannst það nú ekki mikið mál.
Lengi væri hægt að telja upp góðar
minningar en nú er komið að
kveðjustund. Ég þakka þér fyrir
þann tíma sem við áttum saman. Ég
veit að nú líður þér vel þegar þú ert
búin að hitta báða Bjarnana þína
sem hafa beðið eftir þér.
Megi góður guð styrkja alla ást-
vini og aðstandendur á þessum erf-
iða tíma.
Vertu Jesú minn hjá mér,
mig lát aldrei sleppa þér.
Bjartan, hlýjan bústað þér
bú þú nú í hjarta mér.
Hjá þér æ er andi minn,
eini sálarhuggarinn.
Enginn veitir annar lið
eða gefur hjartafrið.
Ella mín, bestu þakkir fyrir allt.
Þinn tengdasonur
Jóhann Þorsteinsson.
Mig langar til að minnast tengda-
móður minnar Elísabetar Þórhalls-
dóttur í nokkrum orðum. En það
eru rúm 40 ár síðan ég kom fyrst
inn á heimili hennar og eiginmanns
hennar Bjarna Helgasonar, en þau
bjuggu þá í Vík í Garði. Ég var ein-
mitt þá að gera hosur mínar grænar
fyrir yngri dóttur þeirra hjóna sem
varð svo eiginkona mín. Ég man
þegar ég kom fyrst í Víkina en þá
voru Ella og Bjarni ekki heima, þau
höfðu farið norður á Hofsós til að
vera við jarðarför Þórhalls Ást-
valdssonar föður Ellu. Ég get ekki
neitað því að ég var dálítið kvíðinn
að hitta þau hjón í fyrsta skipti en
kvíðinn hvarf fljótt því ég var strax
tekinn sem einn af fjölskyldunni og
hefur aldrei síðan borið neinn
skugga á enda voru þau hjón ein-
staklega ljúfar og elskulegar per-
sónur.
Elsku Ella mín, mig langar til að
þakka þér fyrir allt það góða og göf-
uga sem þú hefur veitt mér um dag-
ana. Þú hefur verið mér sem besta
móðir og mikill félagi, fyrir það verð
ég ævinlega þakklátur. Ég vil líka
þakka þér fyrir allar heimsóknirnar
til okkar og allar stundirnar sem þú
og Bjarni þinn áttuð með okkur
Dísu og börnunum okkar á Húsavík.
Ertu horfinn? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hve allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín,
elskulega mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefur eflst við ráðin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinn,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá Guði skín.
(Árni Helgason.)
Ég veit að Bjarni þinn hefur tekið
vel á móti þér. Hvíl í friði, mín kæra.
Sigurður Sigurðsson.
Nú kveð ég tengdamóður, mikla
heiðurskonu, þar sem traustið, ljúf-
mennskan og jafnaðargeðið voru
hennar aðalsmerki. Hún átti ættir
að rekja í Skagafjörðinn, var sannur
Skagfirðingur sem gaman hafði af
söng, kunni fjölda texta / ljóða og
ekkert sumarfrí var ákveðið nema
með viðkomu í Skagafirðinum.
Hún hafði alltaf eitthvað fyrir
stafni utan heimilisstarfa og var þar
bókalestur, spilamennska og handa-
vinna sem auðkenndu hennar dag-
legu störf. Hún prjónaði mikið og
barnabörn o.fl. nutu góðs af, einnig
saumaði hún föt jafnt á sjálfan sig
sem og á aðra. Hún vildi alltaf vera
fín, naut þess að klæðast vel og líta
vel út. Hún hélt áfram að vinna að
handavinnu þrátt fyrir heilsubrest,
allt fram undir það síðasta. Hún
naut mikillar aðstoðar kvenna í fé-
lagsstarfi á Garðvangi, sem gerðu
henni kleift að sinna því sem hún
unni mest og eiga þær miklar þakk-
ir skildar.
Það sem einkenndi Ellu líka var
ELÍSABET
ÞÓRHALLSDÓTTIR
✝ Kristján Guð-mundur Sigurðs-
son fæddist í Hnífs-
dal 12.1. 1910. Hann
lést á Akranesi 23.2.
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru El-
ísabet Jónsdóttir, f.
15.3. 1881, d. 5.5.
1930 og Sigurður
Guðmundsson, f. 9.7.
1874, d. 4.10. 1955.
Systkin Kristjáns
eru Kristján Guð-
mundur, f. 1907, d.
1909. Sigríður
Hanna, f. 1910, d.
1938. Jón Þorleifur f. 1912, d.
1999. Olga, f. 1913, Kristjana, f.
1915. Herdís Þóra, f. 1916, d.
1992. Elísabet Sigríður, f. 1918,
d. sama ár. Arnór, f. 1920. Bjarni,
f. 1921. Friðrik Tómas, f. 1922.
Eftirlifandi eiginkona Kristjáns
er Valgerður Sigurjónsdóttir, f.
1.6. 1920. Dætur þeirra eru: 1)
Guðjóna hjúkrunarfræðingur, f.
24.11. 1958, maki Björn Almar
Sigurjónsson, f. 23.10. 1955, dótt-
ir hennar er Kristín
Björk Viðarsdóttir,
f. 13.8. 1977, maki
Sigurður Jóhannes-
son, f. 28.4. 1965,
dætur Kristínar:
Valgerður Björk
Marteinsdóttir, f.
1993, og Tanja
Björk Marteinsdótt-
ir, f. 1996. 2) Elísa-
bet Sigríður sjúkra-
þjálfari, f. 22.2.
1960, maki Aðal-
steinn Huldarsson,
f. 7.3. 1960, börn
þeirra eru Helga
Margrét, f. 14.5. 1988, og Krist-
ján Huldar, f. 23.3. 1990.
Kristján lauk námi stýrimanns
á Ísafirði 1933, var sjómaður í 45
ár á ýmsum bátum frá Hnífsdal,
Ísafirði, Siglufirði og Akranesi.
Vann lengst af eftir að hann kom
í land hjá Olíufélaginu sem vakt-
maður í Olíustöðinni í Hvalfirði.
Útför Kristjáns fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Svæfillinn minn og sængin mín
sé önnur mjúka höndin þín,
en aðra breið þú ofan á mig,
er mér þá værðin rósamlig.
(Sig. Jónsson, frá Presthólum.)
Þessi bæn sem faðir minn kenndi
mér og mínum börnum var það
fyrsta sem kom upp í hugann þegar
ég sá hann hvíla látinn í rúmi sínu,
friðsælan á svipinn, sunnudags-
morguninn 23. febrúar.
Það var akkúrat hans stíll að
ganga hljóðlega um og láta lítið á sér
bera, einkum þegar hann kom yfir til
mín á helgarmorgnum til að athuga
hvort barnabörnin væru komin á
kreik, hvort hann gæti farið í sendi-
ferð eða litið eftir börnunum, skyld-
um við þurfa að skreppa eitthvað.
Fátt var honum meira að skapi en
að gera öðrum greiða og láta gott af
sér leiða. Það var eftir því tekið í
bænum hvað hann var duglegur að
arka um með barnavagninn og gæta
barnabarnanna kominn hátt á ní-
ræðisaldraður. Hann var eflaust
ekki syndlaus frekar en aðrir dauð-
legir en mig grunar að hann þurfi að
eyða minni tíma en flestir að fægja
geislabauginn í biðröðinni við gullna
hliðið.
Haf þú eilífa þökk fyrir alla hjálp-
ina og samveruna gegnum lífið, far
þú í Guðs friði og góða ferð.
Elísabet, Aðalsteinn, Helga
Margrét og Kristján Huldar.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Að leiðarlokum viljum við dætur
þínar og tengdasynir minnast þín
með nokkrum línum. Að eðlisfari
varstu mjög hógvær, lítillátur og
hjartahreinn, þú hefðir ekki viljað
neina langa lofræðu um ágæti þitt. Á
langri ævi hafðir þú upplifað gjör-
byltingu á öllum helstu atvinnuhátt-
um þessa lands. Þú varst sendur sem
smali átta ára til skyldfólks þíns í
Botni í Súgandafirði, til að létta und-
ir með barnmargri fjölskyldu þinni.
Áttatíu og tveimur árum síðar áttir
þú ekki í vandræðum með að segja
okkur nöfnin á fjöllunum og stað-
háttum þar vestra.
Oft sagðir þú okkur sögur úr
Hnífsdal, uppvexti þínum og sam-
heldna systkinahópnum í Ystahús-
inu og erfiðri lífsbaráttu fólksins. En
sem betur fór var samheldni og
náungakærleikur ríkjandi í litla sjáv-
arþorpinu þá sem nú.
Á bernskuheimili þínu var að þinni
sögn alltaf til nóg að borða, mikið
ástríki og oft glatt á hjalla þrátt fyrir
ýmis áföll og missi sem fjölskyldan
upplifði. Alla tíð voru systkini þín og
þeirra fjölskyldur þér ofarlega í
huga og mikil og góð samskipti
þeirra á milli.
Eins og tíðkaðist á þessum árum
fórstu mjög ungur að vinna fyrir þér
og þínum, fermingarárið varstu há-
seti á bát og lagðir þitt af mörkum til
framfærslu heimilisins. Sjómennska
var lengstum ævistarf þitt, í 45 ár
stundaðir þú sjómennsku m.a. frá
Hnífsdal, Ísafirði og Siglufirði, oft
við misjafnar aðstæður, kulda og
vosbúð.
Síðar lá leið þín til Akraness þar
sem þú kynntist eiginkonu þinni og
eignuðust þið tvær dætur.
Einstaklega eftirlátur varstu alla
tíð við fjölskyldu þína og við varla
minnumst þess að þú hafir skipt
skapi eða hækkað róminn þó að sjálf-
sagt hafi einhvern tímann verið
ástæða til slíks. Barngóður varstu og
hafðir yndi að hafa barnabörnin í ná-
vist þinni, eiga þau öll góðar minn-
ingar um þig.
Kristínu dótturdóttur þinni
gekkstu í föðurstað frá fæðingu
hennar og naut hún frá fyrstu
stundu mikils eftirlætis þíns og
ömmu sinnar.
Iðjuleysi átti illa við þig, eftir að
þú lést af störfum fórstu lengi niður
á Kamp til að skera af netum, fórst
oft í langa göngutúra niður á
bryggju, eða hjólaðir um. Ljúflyndur
og dagfarsprúður varstu og vildir
öllum vel.
Lífi þínu lauk eins og þú hefðir
helst kosið, hægt andlát í svefni.
Við söknum þín en minning þín
verður okkur leiðarljós á lífsins vegi.
Guðjóna, Almar, Elísabet
og Aðalsteinn.
Elsku afi minn, nú ertu farinn frá
okkur á betri stað og eftir sitja ótal
góðar minningar sem ég á um þig og
geymi í hjarta mínu.
Þú gekkst mér í föðurstað og ég
man alltaf þegar þú komst á hverjum
degi og náðir í mig á leikskólann og
við löbbuðum saman heim í kaffi og
kökur hjá ömmu Völlu. Þú sagðir
alltaf að ef þú hefðir stafinn og
ömmu þá hefðir þú allt. Á kvöldin
fengum við okkur saman molakaffi
úr litla græna bollanum þínum og
svo fórum við saman inn í rúm og
báðum bænirnar okkar saman, svo
bíaðir þú mig þangað til að ég sofn-
aði.
Það var svo gott að vera hjá afa og
ömmu að ég svaf uppi í fram eftir öll-
um aldri, ég reyndi að skipta um her-
bergi en var alltaf fljót að koma aftur
upp í. Hann afi minn hafði endalausa
þolinmæði og ég man aldrei eftir að
hann hafi skipt skapi, eða svo mikið
sem skipt um tóntegund.
Við áttum margar góðar stundir
saman gerðum svo margt, þú varst
alltaf tilbúinn að gera allt fyrir mig,
last oft fyrir mig tímunum saman,
eða spilaðir við mig. Meira að segja
leyfðir þú mér að alltaf vinna, þess
vegna var alltaf best að spila við þig.
Elsku afi minn, mér finnst svo sárt
að kveðja þig en það huggar mig að
vita að þú ert hjá guði núna og ég
veit að þú átt eftir að passa mig alltaf
og gefa mér góð ráð um lífið.
Við sem eftir lifum erum heppin
að hafa átt þig að í öll þessi ár.
Ég hefði ekki getað hugsað mér
betri stað til að alast upp en hjá afa
Stjána og ömmu Völlu.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Ég bið góðan guð um að styrkja
okkur öll í sorginni og alla tíð. Elsku
afi, ég kveð þig með þessari litlu bæn
þar til við hittumst næst..
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Minning þín lifir alltaf í hjarta
mínu,
Kristín Björk.
KRISTJÁN
SIGURÐSSON