Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRETTÁN mæður komu til slysa- deildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss á síðasta ári með meira en 25 börn sem voru beinir og óbeinir þolendur ofbeldis á heim- ilum. Þetta kemur m.a. fram í skrif- legu svari heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, við fyrirspurn Sigríðar Ingvarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svarinu kem- ur jafnframt fram að slysadeildin hafi á síðasta ári tilkynnt 127 mál til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu barna eða ofbeldis. „Ofbeldi gagnvart börnum er tví- mælalaust vanskráð,“ segir í svarinu. „Börn leita oft til heil- brigðisþjónustunnar í fylgd ger- enda og stafar jafnvel ógn af því að veita upplýsingar. Skilgreiningar á því hvað er vanræksla og ofbeldi hafa verið til endurskoðunar og einnig ferli kæru og viðbragða.“ Síðar í svarinu segir að á næstunni sé ætlunin að endurskoða viðbrögð heilbrigðiskerfisins við ábend- ingum um ofbeldi gegn börnum og efla samstarf heilbrigðis- og barna- verndaryfirvalda í þessum málum. 417 konur á slysadeild Sigríður Ingvarsdóttir spurði einnig um heimilisofbeldi gagnvart konum. Í svarinu kemur m.a. fram að engin ítarleg samantekt hafi verið kynnt á síðustu árum á því hve alvarlegt eða algengt heimilis- ofbeldi er hér á landi. Þó kemur fram að 417 konur hafi komið á slysadeild vegna heimilisofbeldis á árunum 1998 til 2000. Yfir 25 börn á slysadeild vegna heim- ilisofbeldis HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær þeirri kröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrver- andi ráðherra, og Bryndísar Schram, um að felld yrði úr gildi sú ákvörðun Ríkisendurskoðunar að afhenda fjármálaráðuneytinu gögn varðandi greiðslu þeirra á kostnaði við veisluföng í afmæl- isveislu Bryndísar árið 1988 og meðferð veislufanga. Í dómi Héraðsdóms segir að málið snúist einungis um hvort umrædd gögn beri að afhenda við- komandi ráðuneyti. Var fallist á með Ríkisendurskoðun að henni hafi verið skylt samkvæmt lögum að afhenda viðkomandi ráðuneyti gögnin, væri eftir því leitað, þar sem þau væru opinber skjöl í þeim skilningi, að þau tengdust athugun hennar vegna áfengiskaupa fjár- málaráðuneytisins í júlí og ágúst 1988 og meðferð þáverandi fjár- málaráðherra á risnuheimildum. Ekki skerðing á friðhelgi Féllst dómurinn á að ákvörðun um að afhenda fjármálaráðuneyt- inu gögnin væri ekki til þess fallin að hafa í för með sér skerðingu á friðhelgi einkalífs. Gögnin vörðuðu embættisfærslu Jóns Baldvins sem fjármálaráðherra, en úrskurðar- nefnd um upplýsingamál hafði komist að þeirri niðurstöðu að gögnin tilheyrðu skjalasafni fjár- málaráðuneytisins. Í dómi héraðsdóms segir, að for- saga málsins sé að árið 1988 hafi Bryndís Schram haldið upp á fimmtugsafmæli sitt á Hótel Ís- landi þar sem boðið var upp á mat og drykk. Á sama tíma gegndi eig- inmaður hennar, Jón Baldvin, embætti fjármálaráðherra. Rúmlega ári eftir afmælisveisl- una hafi komið fram getgátur á opinberum vettvangi um að áfeng- isúttekt fjármálaráðuneytisins samkvæmt tilteknum úttektar- beiðnum ráðuneytisins til Borgar- túns 6, sem á þeim tíma sá meðal annars um veisluhald á vegum rík- isins, kynni að hafa verið nýtt til þess að endurgreiða þau vínföng, sem neytt var í umræddri veislu. Vegna þessa óskaði Jón Baldvin eftir því við ríkisendurskoðanda að hann kannaði hvort ástæða væri til að rengja það, að greiðsla veislu- fanga hafi verið með eðlilegum hætti. Með beiðninni sendi Jón Baldvin afrit af framangreindum úttektarbeiðnum og að auki gögn þar sem gerð var grein fyrir með- ferð veislufanga og því hvernig kostnaður vegna nefndrar afmæl- isveislu var greiddur. Ekki ástæða til að rengja frásögn um greiðslur Síðargreindu gögnin voru einka- gögn að mati Jóns Baldvins og Bryndísar og eru það þau gögn sem deilt var um í málinu hvort af- henda skuli fjármálaráðuneytinu. Eftir að ríkisendurskoðandi hafði borið saman gögnin var það nið- urstaða hans að athugunin hafi ekki leitt neitt í ljós sem gefi ástæðu til að tengja saman þau gögn, sem að áliti Jóns Baldvins væru einkagögn, og úttektarbeiðn- ir fjármálaráðuneytisins eða rengja sannleiksgildi þess að greiðsla veislufanga hafi verið með eðlilegum hætti. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Lögmaður stefnenda, Jóns Baldvins og Bryn- dísar, var Jónatan Sveinsson hrl. Hörður Einarsson hrl. hjá ríkis- lögmanni var til varnar fyrir ríkið. Skylt var að afhenda gögn um veislukostnað ÖGMUNDUR Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, kallaði eft- ir aðgerðum íslenskra stjórnvalda, á Alþingi í gær, til þess m.a. að koma í veg fyrir undanskot undan skatti með fjármagnsflutningum milli landa. Ögmundur var málshefjandi í utandagskrárumræðu um þessi mál og sagðist hafa óskað eftir um- ræðunni þegar upplýst hefði verið að skattrannsóknarstjóra, sem rannsakað hefði skattamál Jóns Ólafssonar, reiknaðist til að hann hefði vantalið skattskyldar tekjur sínar um rúma tvo milljarða á ár- unum 1996 til 2001. Ögmundur vitnaði til skýrslu skattrannsóknarstjóra um málefni Jóns Ólafssonar og sagði: „Þessi skýrsla veitir heilmikla innsýn inn í þann heim sem hér hefur verið skapaður á síðustu árum, í ferli sem kallað hefur verið braskvæðing samfélagsins.“ Ögmundur sagði að í skýrslunni kæmi m.a. fram að Jón hefði selt eignir og eignarhluta til fyrirtækis sem ætti höfuðstöðvar á Bresku jómfrúreyjunum með þeim hætti að söluverð eignanna úr landi væri ein- ungis lítið brot af söluverðinu inn í landið aftur. „Hér virðist það vera að gerast sem alþekkt er í hinum al- þjóðlega fjármálaheimi að skjóta eignum til erlendra ríkja og svæða þar sem sem fullkomin leynd ríkir um fjármálaumsvif og skatt- greiðslur eru litlar sem engar.“ Í máli Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra kom í fyrstu fram að hann hygðist ekki ræða skattamál ein- stakra manna á Alþingi – allra síst meðan slík mál væru til umfjöllunar hjá réttum yfirvöldum. Ástæða til að vera á varðbergi Ráðherra tók þó fram að eðlilega vöknuðu upp spurningar um mögu- leika manna til að flytja fé út úr ís- lenskri skattalögsögu til annarra landa án þess að gefa um það upp- lýsingar og greiða eðlileg gjöld. „Opnun okkar hagkerfis á undan- förnum árum og alþjóðavæðing við- skipta- og fjármálalífsins gerir það að verkum að sérstök ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart slíku, bæði af hálfu innlendra yfirvalda en einnig í samstarfi við aðrar þjóðir. Sérstök nefnd sérfræðinga vinnur nú að því að rannsaka umfang skattsvika skv. ályktun Alþingis frá síðasta þingi og hefur verið lögð áhersla á að hún kanni sérstaklega þessa hlið málanna.“ Ráðherra sagði að af hálfu fjármálaráðuneyt- isins hefði einnig verið lögð vinna í samstarf við aðrar þjóðir um þessi mál, m.a. á vettvangi OECD. „Fjár- málaráðherrar Norðurlandanna hafa ákveðið, innan ramma verk- efnis OECD um skaðlega skatta- samkeppni að beita sér fyrir sér- stakri aðstoð við ýmis ríki í Karíbahafi á sviði skattamála og gagnkvæmum upplýsingaskiptum. Þessi ríki eru sum hver þekktar skattavinjar með lítt þróuðu skatt- kerfi en hafa nú lýst yfir vilja til samstarfs við OECD.“ Steinaldarmálflutningur Ráðherra sagði að hið nýja og opna umhverfi í viðskiptum og fjár- málum ætti ekki að vera gróðrarstía spillingar og skattundandráttar, heldur þvert á móti farvegur fyrir heiðarlega starfsemi öllum til ávinn- ings. „Og það er leitt ef í ljós kemur að einhverjir hafa misnotað það frelsi og þann trúnað sem þeim hef- ur verið sýndur að þessu leyti. Slíkt framferði er að sjálfsögðu ekki líð- andi og það verður ekki liðið. Ef breyta þarf lögum til að uppræta slíkt, munum við að sjálfsögðu beita okkur fyrir því. Ef efla þarf rann- sókna- og eftirlitsaðila munum við tryggja fjármagn til þess. Um það ætti að vera góð sátt og það er að sjálfsögðu réttmæt krafa íslenskra skattgreiðenda.“ Í lok umræðunnar sagði Ög- mundur að það hefði engu að síður orðið raunin að stjórnvöld hefðu skapað gróðrarstíu spillingar. „Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin, sú ríkisstjórn sem hefur farið með völd hér í landinu undir forsystu Sjálfstæðisflokksins allar götu frá 1991, hefur gefið bröskurunum í þjóðfélaginu lausan tauminn. Þetta er bara staðreynd.“ Fjármálaráð- herra vísaði þessu á bug og sagði að Ögmundur talaði eins og hann vildi taka upp gamla gjaldeyriseftirlitið. Hann sagði einnig að á Ögmundi mætti skilja að öll viðskipti væru brask. „Þetta er auðvitað ótrúlegur steinaldarmálflutningur,“ sagði ráð- herra. Síðan sagði hann: „Málflutn- ingi þingmannsins um braskið vísa ég heim í braskbúlluna hjá Vinstri grænum.“ Að þeim orðum sögðum kallaði Ögmundur úr þingsæti: „Nú þekki ég gamla Sjálfstæðisflokkinn aftur.“ Geir: Vísa málflutningi um brask í braskbúlluna hjá VG Geir H. Haarde Ögmundur Jónasson Ögmundur: Nú þekki ég gamla Sjálfstæðisflokkinn aftur BLÁA lónið er í 8. sæti yfir verstu fyrirbrigðin á Norðurlöndum í nýrri ferðahandbók sem gefin er út af hinni þekktu ferðabóka- útgáfu Lonely Planet. Fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins segist ekki hafa miklar áhyggjur af þess- ari umsögn enda virðist listinn settur fram í hálfkæringi. Mývatn fær hins vegar góða umsögn í bókinni og lendir í 3. sæti yfir bestu fyrirbrigðin á Norð- urlöndum. Lesa má um nýju handbókina á heimasíðu norska dagblaðsins Aft- enposten. Verstu einkunn fá ófor- skömmuð sænsk börn sem eiga of milda foreldra, í 2. sæti lenda illa lyktandi pappírsverksmiðjur í Finnlandi og í 3. sæti er sela- veiðisýning á Norðurpólssafninu í Tromsø í Noregi. Þá fá blóðþyrstar mýflugur í skógum Svíþjóðar og Finnlands illa umsögn, sömuleiðis vindla- reykur á huggulegum kaffihúsum í Danmörku, styttan af Litlu haf- meyjunni í Kaupmannahöfn og það að fara í Legoland í Dan- mörku án þess að vera með börn með sér. Tekur listann ekki alvarlega Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, segir að í ljósi þess sem er að finna á listanum hafi hann ekki miklar áhyggjur af því að Bláa lónið sé þar á meðal. „Slæm umfjöllun er auðvitað alltaf neikvæð og auðvitað veldur það vonbrigðum að þessum fjórum höfundum bókarinnar hafi þótt leiðinlegt í Bláa lóninu. Hins veg- ar finnst mér þessi listi vera sett- ur fram í hálfkæringi eða með ein- hverjum gálgahúmor og þá getur maður ekki tekið hann alvarlega.“ Eina neikvæða umfjöllunin Hann segist því ekki óttast að umfjöllunin muni draga úr aðsókn í lónið. „Ég held að þetta sé eina neikvæða umfjöllunin um Bláa lón- ið sem ég hef heyrt af í erlendum fjölmiðlum í mörg ár og mér er skapi næst að halda að höfundum bókarinnar hafi þótt nóg komið af slíku.“ Þannig gefi jákvæð umfjöll- un erlendis undanfarnar vikur um Bláa lónið ekki tilefni til að hafa áhyggjur. Hann bætir því við að starfs- menn við Bláa lónið reyni að vera vakandi fyrir efnislegri gagnrýni á þeirri þjónustu sem þar sé í boði. „Þess vegna ætlum við að reyna að útvega okkur þessa ferðahandbók og sjá hvort þar séu efnislegar ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara í okkar starfsemi.“ Sem fyrr segir varð Mývatn hins vegar í 3. sæti yfir bestu upp- lifanirnar á Norðurlöndum en að- eins Geirangursfjörðurinn í Nor- egi og Fredriksborgarkastali í Danmörku þóttu fremri. Lonely Planet lítið hrifið af Bláa lóninu Lónið í 8. sæti yfir verstu fyrir- brigðin á Norðurlöndum Framkvæmdastjóri Bláa lónsins kveðst ekki hafa áhyggjur af dómi erlendu ferðahandbókarinnar enda virðist hann settur fram í hálfkæringi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.