Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 70. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Morðið á
Palme
Skaut Pettersson Palme
fyrir mistök? 18
Gettu
betur
Í kvöld mætast MA og MR í
fjórðungsúrslitum Sjónvarp 63
BREZK stjórnvöld lögðu í gær fram lista
yfir afarkosti sem Íraksstjórn skuli gert að
hlíta, vilji hún komast hjá því að vera beitt
hervaldi til að láta öll gereyðingarvopn sín
af hendi. Brezkir og bandarískir ráðamenn
unnu í gær að endurorðun nýrrar álykt-
unartillögu um Íraksmálið í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna, og var ráðið kallað
saman til fundar í gærkvöld til að ræða til-
löguna.
Í endurbættu tillögunni, sem AP-frétta-
stofan fékk afrit af, er fallið frá dagsetning-
unni 17. marz sem lokafresti fyrir Íraka að
hlíta til fulls afvopnunarkröfum SÞ.
Afarkostalistann, sem nær yfir sex atriði,
lögðu Bretar fram í þeirri von að það mætti
verða til að skera á þann hnút sem Íraks-
málið er komið í á vettvangi öryggisráðsins,
en sá hnútur hefur sett forsætisráðherrann
Tony Blair í erfiða stöðu heima fyrir, eink-
um vegna vaxandi innanflokksgagnrýni á
einarðan stuðning hans við herskáa stefnu
Bandaríkjastjórnar í málinu.
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins,
sagði að Bandaríkjastjórn vænti þess enn
að atkvæði verði greidd um nýja ályktun
fyrir vikulokin.
AP
Mohammed Al-Douri, sendiherra Íraks
hjá Sameinuðu þjóðunum (t.h.), leggur við
hlustir á fundi öryggisráðsins í gærkvöld.
Bretar
kynna nýja
afarkosti
Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.
Fallið frá 17. marz sem
lokafresti til afvopnunar
Þrýst á Blair/16
DÖNSK málnefnd, hin
danska hliðstæða Ís-
lenzkrar málnefndar,
varar við því að fari svo
sem horfir muni dansk-
an brátt aðeins vera
notuð til heimilisbrúks
en enskan ráða ríkjum á
vinnustöðum og á öðr-
um opinberum vett-
vangi í landinu.
Eftir því sem greint var frá í dagblaðinu
MetroXpress hvetur nefndin mennta-
málaráðherrann Brian Mikkelsen og þjóð-
þingið til að grípa til ráðstafana til að
hamla á móti undanhaldi móðurmálsins.
„Haldi þessi þróun áfram hættum við á
að danskan hljómi aðeins yfir kvöldverð-
arborðinu, eða þegar við setjumst með vin-
um inn í stofu. Enska er á góðri leið með að
verða ráðandi úti um allt samfélagið að
öðru leyti,“ segir formaður Danskrar mál-
nefndar, Niels Davidsen-Nielsen prófessor.
Enska ógnar
dönskunni
Brian Mikkelsen
ZORAN Djindjic, forsætisráðherra
Serbíu, var í gær skotinn til bana úr
fyrirsát fyrir utan stjórnarráðs-
byggingu í Belgrad. Er þetta í
fyrsta sinn sem evrópskur ríkis-
stjórnarleiðtogi er myrtur frá því
Olof Palme, þáverandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar, var skotinn í febr-
úar 1986.
Talsmenn Serbíustjórnar sögðu í
gærkvöld að grunur léki á því að
hópur sem Milorad nokkur Lukovic
fer fyrir, betur þekktur undir við-
urnefninu Legija, bæri ábyrgð á til-
ræðinu. Lukovic er fyrrverandi for-
ingi í sérsveit serbnesku lögregl-
unnar.
Áhyggjur af óstöðugleika
Með morðinu á Djindjic blossuðu
aftur upp áhyggjur af óstöðugleika
á Balkanskaga, einkum og sér í lagi
í tengslum við skipulagða glæpa-
starfsemi. Ríkisstjórnin ákvað í
kjölfar morðsins að lýsa yfir neyðar-
ástandi um allt landið, í því skyni að
kæfa hugsanleg uppþot og átök, en
það er enn fjarri því að gróið sé um
heilt milli fylkinga þótt tvö ár séu
liðin frá því Slobodan Milosevic var
steypt af leiðtogastóli Júgóslavíu.
Djindjic, sem gegndi forystuhlut-
verki við að steypa Milosevic, varð
fyrir skothríð leyniskyttna á bíla-
stæði við stjórnarráðsbyggingu í
miðborg Belgrad um hádegisbilið í
gær. Hann var lýstur látinn
skömmu eftir komuna á sjúkrahús.
Reyndust byssukúlur hafa lent
bæði í kviðarholi og baki, eftir því
sem Nebojsa Covic aðstoðarforsæt-
isráðherra skýrði frá. Að sögn lög-
reglu særðist einn lífvarða Djindjic.
Tveir menn voru handteknir í
kjölfarið, að sögn vitna. En lögregl-
an var greinilega ekki viss um að sér
hefði tekizt að hafa hendur í hári til-
ræðismannanna og hóf skipulagða
leit að þeim um allt landið. Settir
voru upp vegartálmar í Belgrad og
öll áætlanaumferð rútubíla, járn-
brautarlesta og flugvéla frá höfuð-
borginni var stöðvuð.
Natasa Micic, starfandi forseti
Serbíu, vísaði til þess að stjórn-
skipulagi landsins væri hætta búin
er hann lýsti yfir neyðarástandi.
Með því er hernum fengið lögreglu-
vald, svo að hermenn geta handtek-
ið hvern sem grunur fellur á, án
handtökuheimildar. Lýsti forsetinn
jafnframt yfir þriggja daga þjóðar-
sorg.
Leiðtogar ríkja heims hörmuðu
morðið í gær. George Robertson,
framkvæmdastjóri NATO, sagði
morðið sýna að „and-lýðræðisleg öfl
og öfgar“ séu enn sterk í Serbíu.
Neyðarástandi lýst
yfir um alla Serbíu
Fv. lögreglufor-
ingi grunaður
um morð á for-
sætisráðherra
Athvarf
Koberlings
Náttúra Loðmundarfjarðar
kveikjan að verkunum Listir 27
TÖLVUR kosta innan við
þriðjung af því sem þær kost-
uðu fyrir sex árum, samkvæmt
útreikningi Hagstofu Íslands á
vísitölu neysluverðs. Sjónvörp,
útvörp, myndbandstæki og
hljómflutningstæki hafa einnig
lækkað verulega í verði á und-
anförnum árum.
Samkvæmt mælingum vísi-
tölunnar hafa tölvur lækkað
um 71,5% í verði á undan-
förnum sex árum. Á sama
tímabili hefur verðlag að með-
altali hækkað um 27% og í
hlutfalli við það kosta tölvur
ekki nema tæplega fjórðung af
því sem þær kostuðu fyrir sex
árum. Í því sambandi er rétt
að hafa í huga að þarna er að
hluta til um svonefnda gæða-
leiðréttingu að ræða, þ.e.a.s.
það er ekki bara horft til þess
verðs sem um er að ræða held-
ur einnig til þess hvað kaup-
andinn fær fyrir peningana og
það vegið inn í verðmæling-
una.
Svipað kemur í ljós þegar
verðþróun á sjónvörpum, út-
vörpum og myndbandstækjum
er skoðuð. Sjónvörp, mynd-
bandstæki og útvörp hafa
lækkað í verði um 41,5% á
undanförnum sex árum og er
verðlækkunin mest framan af
tímabilinu. Ef mið er tekið af
verðlagshækkuninni á tíma-
bilinu er um að ræða rúmlega
helmings verðlækkun á tíma-
bilinu.
Hljómflutningstæki hafa
lækkað heldur minna en sjón-
vörpin, eða um rétt rúm 30%. Í
hlutfalli við verðlag er lækk-
unin um 45%.
Tölvur hafa lækkað um
70% í verði á sex árum
Sjónvörp
hafa lækkað
um rúm 40%
!"
#
!" #
Á þessari mynd úr myndbandsupptöku sjást lífverðir
Zorans Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, bisa við að
koma helsærðum ráðherranum aftur inn í bíl til að
bruna með hann á sjúkrahús um hádegi í gær.
Tvær leyniskyttur með öfluga riffla sátu fyrir
Djindjic uppi á þaki húss til móts við stjórnarráðs-
bygginguna í miðborg Belgrad. Tilræðismennirnir
komust undan í rauðum bíl, að sögn vitna.
Fyrirsát við stjórnarráðið í Belgrad
Reuters
Belgrad. AP, AFP.
Baráttumaður/18
♦ ♦ ♦